Morgunblaðið - 31.07.2020, Side 19

Morgunblaðið - 31.07.2020, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020 inn í smáatriði, en hafði um leið yfirsýn yfir heildarmyndina. Ófá voru þau skiptin sem við ræddum pólitík, hvort sem var yfir kaffi- bolla eða gini og tónik. Hún nennti að lesa allar torskildu og erfiðu greinarnar og bækurnar og deila með sér af fróðleik sín- um. Hún var kortalesari minn og áttaviti allt frá táningsaldri, án hennar væri ég villuráfandi sauð- ur. Bókmenntir og listir voru henni í blóð borin, hún hafði óbrigðulan smekk og í myndlist- inni eins og í ritlistinni var hún þeim hæfileika gædd að geta skil- ið hismið frá kjarnanum, laðað augun að aðalatriðinu, og skrælt burt krúsidúllurnar. En fyrst og fremst var hún Dóra svo góð manneskja. Hún hafði ómælt umburðarlyndi, sér- staklega gagnvart lítilmagnan- um, en líka þeim sem fetuðu aðrar slóðir en fólk flest. Menntaskóla- árin lögðu grunninn að djúp- stæðri vináttu Dóru og margra skólasystkina hennar og sú vin- átta hefur verið einlæg og haldið í fimmtíu ár. Við höfum alltaf hald- ið hópinn, vinkonurnar, Dóra, Guðrún, Þóra, Stína, Andí, Lossí og ég. Hvar sem Dóra kom fyllti hún herbergið með nálægð sinni, hugmyndum og húmor. Nú sitj- um við vængbrotin eftir og sökn- um hennar, sem fór frá okkur allt of snemma. Elsku Eggert, Beggi, Siggi og öll fjölskylda Dóru, við Þrándur vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Ástarkveðjur. Ingibjörg Eir Einarsdóttir. Hvað er hún, þessi jarðlega til- vera? Er það nema von að mörg trúarbrögð telji hana óæðri öðr- um tilverustigum þegar henni lýkur svo skyndilega og fyrir- varalaust. Kær vinkona rifin burt á besta aldri úr veruleikanum, veruleiknum. Vinátta okkar Hall- dóru Thoroddsen hefur verið löng og náin, og tengsl okkar marg- vísleg. Æskuheimili Þorgeirs, Vonarstræti 12, var til að mynda hús sem afi Dóru byggði. Á átt- unda áratugum var sérstaklega gestkvæmt þar og mikið líf, sann- kallaður gullaldartími sem auð- velt er að minnast með fortíð- arþrá. Á þeim tíma kynntist Egill, bróðir Þorgeirs, Bauju systur Dóru og myndaðist við það eins konar fjölskyldusamband sem hélt áfram þótt unga parið sliti sínu sambandi. Dóra fór þá að venja komur sínar í Vonarstræt- ið, Ásdís og Nonni komu líka. Sig- urður, faðir Dóru, var tíður gest- ur. Honum fannst gott að sitja í stofunni og minnast æsku sinnar í þessu húsi. Það var í lok þessa rómaða áttunda áratugar að Hall- dóra tók þá skynsamlegu ákvörð- un að fara heim með Eggerti Þor- leifssyni úr lastabælinu Þjóðleikhúskjallaranum, og varð úr því hjónabandskaðall snúinn, að mestu, úr kostum þeirra beggja. Eggert og Dóra. Þorgeir fór í kaffi og sígó á Miklubraut- inni, þar sem oftar en ekki voru aðrir gestir, og glatt á hjalla. Eft- ir að Guðrún slóst með í för þró- aðist með okkur Dóru og Eggerti náin vinátta sem við ræktuðum vel í áratugi. Á löngum tíma höf- um við gengið í gegnum ýmis tímabil. Við lékum okkur og grín- ið var alltaf með í för. Ógleym- anlegt er okkur badmintonið á laugardögum, ferðalög innan lands og utan, síðast en ekki síst sumarhúsaskeiðið á Arnarstapa. Það ævintýri entist í tíu ár. Undir jökli stóðum við saman í húsbygg- ingu, ræktuðum móann okkar og hlóðum veggi. Á Arnarstapa kynntumst við í návígi fádæma listfengi Dóru og verksviti við hönnun og framkvæmdir. Dóra gerði grín að því að hún hefði fengið 10 í litafræði í Mynd og hand, og hún var mjög góður myndlistarmaður, en kaus að leggja fyrir sig orðlistina. Í gegn um öll okkar tímabil þótti okkur alltaf langskemmtilegast að tala saman. Þá var nú ekki töluð vit- leysan. Halldóra var ekki fyrir „small talk“. Hún hafði áhuga á innstu rökum tilverunnar, frum- speki, og skuggalegu samhengi. Greinandi var hugur Dóru, alltaf írónískur, en skilningsríkur og umburðarlyndur, á stundum sér- lundaður, objektífur á allar til- finningar, og því algerlega laus við væmni. Þótt Dóra hataði væmni hafði hún samt meiri blíðu að gefa en flestir aðrir, og ræktaði alla og allt sem hún átti í sam- skiptum við. Það var alltaf óend- anlega gaman að ræða við Dóru. Dóra og Eggert voru tíu árum á undan okkur í lífinu, og af þeim gátum við því séð hvernig takast mætti á við áskoranir æviskeið- anna með nokkrum fyrirvara. Þau hafa kennt okkur margt um ástina og lífið. Elsku Eggert, Bergsteinn, Siggi og fjölskyldur, við erum þakklát fyrir vináttu okkar, og Dóru verður sárt saknað. Minn- ing hennar lifir, í ykkur og verk- um hennar. Hún er hér, en er komin á annað stig í veruleiknum. Guðrún Jóhannsdóttir og Þorgeir Elís Þorgeirsson. Ég hafði verið aðdáandi skáldsins Halldóru K. Thorodd- sen í mörg ár þegar ég fékk tæki- færi til að vinna með henni að at- riði fyrir bókmenntaviðburð í Iðnó. Við áttum hvort að semja eitt ljóð og svo spinna þau saman á einhvern átt. Við ákváðum, af ástæðum sem ég man ekki, að skrifa um kríur, og hittumst svo í kaffi heima hjá henni til að bera saman kvæði okkar. Hún las fyrir mig ljóðið sitt, sem mér fannst strax mjög gott. En þegar hún var búin að lesa það upp sagði hún að sér fyndist þetta alls ekki viðunandi. Ég maldaði aðeins í móinn og sagði að ég væri hrifinn. Hún sat hugsi stundar- korn, tók svo upp skriffæri og krossaði út nokkur orð og bætti öðrum inn. Skáld eru yfirleitt ein þegar þau skrifa, og sjá því sjaldan koll- ega sína að verki, en þarna varð ég vitni að töfrabragði, því með nokkrum strikum hafði hún breytt mjög góðu víni í afbragðs- vín. Ég hafði þá þegar komist að því að Halldóra var alveg jafn gáf- uð, hlý og skemmtileg og það sem hún lét eftir sig á prenti, en mér fannst ég mjög heppinn að fá að sjá slíkt listaskáld að verki. Kári Tulinius. Sumarið 1969 ákvað Mennta- skólinn í Reykjavík að halda úti sérstökum „latínubekk“ fyrir tvö síðustu ár skólans og þangað leit- aði fjölbreytilegur hópur áhuga- fólks um menningu. Þar var bæði fengist við klassíska menningu og þá róttækni sem þá flæddi yfir ungmennaheiminn. Við vildum breyta kennsluháttum, og sumir kennarar studdu það, en aðrir kenndu eins og þeir höfðu gert um áratuga skeið. En sköpun í hugsun gerðist aðallega í frímín- útum og lífinu utan skólans. Þar átti Dóra Thor margar ísmeygi- legar athugasemdir, sem vörpuðu nýju ljósi á umræðuna og leystu hlátur úr læðingi. Dóra var ekki ein þeirra sem ákveða sína lífsbraut þegar þeir ljúka framhaldsskóla. Hún próf- aði ólíka dvalarstaði, og hún próf- aði ólík störf og vandaði sig við þau öll. Á fullorðinsaldri sprakk hún út sem rithöfundur, og vann verðlaun fyrir. Hún þurfti þó ekki að þeytast um heiminn alla ævi til að skapa sitt líf, heldur bjó með strákunum sínum, ræktaði garð- inn sinn og sinnti vinum og stór- fjölskyldu. Við nemendur í 6. bekk A frá árinu 1971 höfum um áratuga- skeið borðað saman hádegisverð um það bil sex sinnum á ári. Það verður mikill missir að hlýlegu, beittu og ísmeygilegu framlagi Dóru Thor, og við vottum fjöl- skyldu og vinum samúð. Gestur Guðmundsson. ✝ Guðrún HuldaGuðmunds- dóttir fæddist 22. júlí 1925 á Háa- múla í Fljótshlíð. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 19. júlí 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Jónsdóttir og Guð- mundur Jónsson bóndi á Háamúla. Guðrún Hulda fór nokkurra vikna í fóstur til Sigurbjargar Dórótheu Gunnarsdóttur og Steins Þórðarsonar á Kirkju- læk III í Fljótshlíð. Þar eign- aðist hún þrjú fóstursystkini, Ingileif Steinsdóttur, Gunn- björgu Steinsdóttur og Ólaf Steinsson. Þau eru látin. Guðrún Hulda átti tvær al- systur, Guðríði, fædda 1918, lést 1996, og Halldóru, fædda 1929. Einnig átti hún fjögur gömul og eitt barnabarn. Guðrún Hulda byrjaði að syngja í kirkjukór 16 ára göm- ul í Fljótshlíðinni. Þar hóf hún sinn söngferil sem hélt áfram eftir að hún flutti til Hvera- gerðis og söng með Kirkjukór Kotstrandarsóknar. Þegar hún flutti til Kópavogs söng hún með kór Háteigskirkju og síðar með kirkjukór Kópavogskirkju. Jafnframt söng hún og dansaði um árabil með Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og fór með því m.a. til Kanada og á ýmis mót þjóðdansafélaga á Norð- urlöndum. Guðrún Hulda lærði söng hjá Maríu Markan og út- skrifaðist líka sem snyrtifræð- ingur. Jafnframt tók hún virk- an þátt í starfi Leikfélags Hveragerðis og síðar með Leikfélagi Kópavogs. Guðrún Hulda vann lengst af við verslunarstörf, m.a. á Umferðarmiðstöðinni til margra ára. Jafnframt vann Guðrún Hulda í snyrti- vöruversluninni Ísadóru við Austurstræti. Guðrún Hulda Guðmunds- dóttir verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag, 31. júlí 2020, klukkan 13. hálfsystkini sem eru látin. Guðrún Hulda giftist Hermanni Lundholm garð- yrkjumanni, f. 3. ágúst 1917, d. 27. apríl 2007. Þau slitu samvistir. Börn Guðrúnar Huldu og Her- manns eru 1) Sigurbjörg, fædd 1942. Eiginmaður hennar er Þórir Ólafsson. Þau eiga þrjú börn, níu barnabörn og níu barnabarnabörn. 2) Ísidór er fæddur 1947. Eiginkona hans var Elísabet Guðmundsdóttir. Hún lést 31. janúar 2013. Þau eiga fjóra syni og sjö barna- börn. 3) Steinn Guðmann er yngstur, fæddur 1948. Eigin- kona hans er Erla Elva Möller. Steini var kvæntur Þórunni Grétarsdóttur og þau eiga tvo syni og dóttur sem lést árs- Elsku fallega amma Dúnna hefði orðið 95 ára í dag. En hún kvaddi okkur sunnudaginn 19. júlí. Hennar verður sárt saknað. Við tvær áttum okkur einstakt samband, sérstaklega í gegnum söng. Ég á margar góðar minn- ingar með henni úr Vogatung- unni, þar sem ég fékk að gera hvað sem ég vildi. Spila á píanóið hennar, drekka heitt súkkulaði úr fallega litla bollanum sem hún geymdi í spariskápnum sínum, skoða blómin í garðinum hennar eða leika með stytturnar og skartgripina hennar. Hún var alltaf svo fín og vel til höfð með flottasta varalitinn. Mér sárnar það mjög að hafa ekki náð að hitta hana í seinasta sinn, þar sem ég var á Íslandi, 8 dögum áður en elsku amma kvaddi þennan heim. Og fyrir mig er það einstaklega erfitt að geta ekki kvatt þig í seinasta sinn, elsku amma Dúnna. En ég læt það nægja að syngja fyrir þig hérna heima öll þau lög sem ég man eftir úr kórnum. Það aldin út er sprungið og ilmar sólu mót, sem fyrr var fagurt sungið af fríðri Jesse rót. Og blómstrið það á þrótt að veita vor og yndi um vetrar miðja nótt. Þú ljúfa liljurósin sem lífgar helið kalt og kveikir kærleiksljósin og krýnir lífið allt. Ó, Guð og maður, greið oss veg frá öllu illu svo yfirvinnum deyð. (Matthías Jochumsson) Sigurbjörg Eva Gunnarsdóttir. Elsku amma, ég er stödd í Fljótshlíðinni þar sem þú fædd- ist og ólst upp á Kirkjulæk. Minningar eru margar með þér, allar messurnar sem ég fór með þér sem voru í Háteigskirkju þar sem þú söngst með kórnum ég lærði þar margt með þér um kristna trú. Þegar ég var 14 ára þá fórum við bara tvær til Mal- lorca í tvær vikur, mín fyrsta utanlandsferð og mikið var gam- an hjá okkur, mikið hlegið og brallað enda varstu ung í anda, ég gleymi seint þeirri ferð. Þú sagðir alltaf að það væri nauð- synlegt að hugsa vel um sig, snyrta sig og líta vel út í klæðn- aði og vera vel til höfð sérstak- lega þegar í veislu átti að fara og það gerðir þú amma alltaf svo fín og flott. Þegar ég gifti mig fyrir 37 árum þá var ég í brúðarkjóln- um þínum og það gladdi þig mik- ið. Það er svo margt sem fer í gegnum hugann á þessari stundu sem við kveðjum þig. Þú kenndir mér margar bænir og ein bæn er mér efst í huga sem ég fer oft með. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku amma góða ferð. Ágústa Þórisdóttir. „Já, þetta er maðurinn sem gerði mig að langömmu!“ Þetta fékk ég að heyra og það oftar en einu sinni og svo kom þetta fal- lega bros og hlátur. Já hún Dúna fór ekki troðnar slóðir, það fyrsta sem hún kenndi mér var að borða hákarl: „Jú, þú tekur gott rúgbrauð, smyrð það vel með sméri og setur svo góðan bita af hákarli ofan á, tannstöng- ul í gegnum allt og svo er þessu dýft í frosið brennivín.“ Ég kynnist Dúnu þegar við Gústa vorum að byrja að slá okk- ur saman og þarna var kona með ákveðnar skoðanir og óhrædd við að láta þær í ljós. Margar skemmtilegar minningar rifjast upp þegar hugsað er til baka, alltaf eitthvað til að hlæja að. Síðustu árin átti Dúna góðan kærasta og ferðafélaga og mikið áttu þau vel saman, nafni og Dúna. Þau nutu þess að ferðast saman erlendis og þegar heilsan brast og erfitt var fyrir þau að hittast var bara meiri spenning- ur að njóta samverustunda. Við sem þekktum Dúnu bár- um virðingu fyrir þessari litlu ákveðnu konu úr Fljótshlíðinni sem fór sínar leiðir án þess að spyrja kóng eða prest og urðum við rík af þessum kynnum. Góða ferð Dúna mín, ég veit að það er gaman hjá þér núna. Hilmar Högnason. Elsku amma, langamma og langalangamma. Þegar ég frétti að þú hefðir kvatt þennan heim birtust í huga mér svo margar góðar minning- ar. Ég man eftir að hafa lesið jólaguðspjallið heima hjá þér og þegar þú kenndir mér að baka kleinur. Það sem ég mun án efa sakna mest er einlæga og fallega brosið þitt sem lýsti upp allt her- bergið og það hversu ákveðin þú varst og lést ekkert stöðva þig ef þú ætlaðir þér eitthvað. Þú sagð- ir mér alltaf hvað þú værir stolt af mér og stelpunum mínum, meira að segja þegar ég sagði þér frá því að eldri dóttir mín væri að æfa bardagalistir. Stelp- unum mínum varð hugsað til þess hversu gaman var þegar haldið var upp á afmælið þitt í fyrra á Mánabrautinni hjá ömmu og afa, hvað þú ljómaðir og gleðin skein úr fallega brosinu þínu. Einnig man ég eftir því þegar ég varð þrítugur og ákvað að elda lasagna fyrir fjölskyld- una og bjóða upp á hvítt og rautt. Að sjálfsögðu mætti langamma á svæðið og í lok kvöldsins var glasi lyft og konan mín og langamma fóru saman með Ferðalok eftir Jónas Hall- grímsson. Það eru ekki heldur margir sem geta sagt frá því að þeir hafi hitt langömmu sína á diskóteki á Mallorca, dansandi gömlu dansana með kærastanum sínum. Kæra langamma, takk fyrir mig, ég er lánsamur og stoltur að hafa átt þig sem langömmu og ég veit að þú fylgist með langalang- ömmubörnunum þínum þar sem þú ert núna. Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský; hló hún á himni, hryggur þráir sveinn í djúpum dali. Veit ég hvar von öll og veröld mín glædd er guðs loga. Hlekki brýt ég hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í. Sökkvi eg mér og sé ég í sálu þér og lífi þínu lifi; andartak sérhvert, sem ann þér guð, finn ég í heitu hjarta. Tíndum við á fjalli, tvö vorum saman, blóm í hárri hlíð; knýtti ég kerfi og í kjöltu þér lagði ljúfar gjafir. Hlóðstu mér að höfði hringum ilmandi bjartra blágrasa, einn af öðrum, og að öllu dáðist, og greipst þá aftur af. Hlógum við á heiði, himinn glaðnaði fagur á fjallabrún; alls yndi þótti mér ekki vera utan voru lífi lifa. Grétu þá í lautu góðir blómálfar, skilnað okkarn skildu; dögg það við hugðum og dropa kalda kysstum úr krossgrasi. Hélt ég þér á hesti í hörðum straumi, og fann til fullnustu, blómknapp þann gæti ég borið og varið öll yfir æviskeið. Greiddi ég þér lokka við Galtará vel og vandlega; brosa blómvarir, blika sjónstjörnur, roðnar heitur hlýr. Fjær er nú fagri fylgd þinni sveinn í djúpum dali; ástarstjarna yfir Hraundranga skín á bak við ský. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast Fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Þitt langömmubarn, Þórir Hilmarsson. Guðrún Hulda Guðmundsdóttir Elsku móðir mín, dóttir okkar og unnusta, KRISTÍN LILJA GUNNSTEINSDÓTTIR lést á gjörgæsludeild LSH 14. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á styrktarreikning fyrir son hennar. Banki: 0309-18-950431 Kennitala: 160213-2560 Fyrir hönd aðstandenda, Fenrir Flóki Fjölnisson Sólveig J. Ásgeirsdóttir Gunnsteinn Sigurðsson Böðvar Ingvi Jakobsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRAGI BALDURSSON handverksmaður, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 27. júlí. Jarðarför verður auglýst síðar. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Guðrún L. Erlendsdóttir Sigrún Bragadóttir Guðmundur Arnar Birgisson Þröstur Bragason Jóhanna K. Jóhannesdóttir Bjarki Bragason og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.