Morgunblaðið - 31.07.2020, Side 32

Morgunblaðið - 31.07.2020, Side 32
Organistinn Kristján Hrannar Pálsson flytur loftslagsverk sitt +2,0°C á Hólum í Hjaltadal, Dalvíkurkirkju og Akureyr- arkirkju um verslunarmanna- helgina og samhliða þeim opn- ar ljósmyndarinn Nína Richter ljósmyndasýninguna The Org- ans of the Organ í safn- aðarheimili Akureyrarkirkju. Kristján frumflutti verkið í Hallgrímskirkju á Vetrarhátíð í febrúar 2020 og er því skipt í 21 kafla í stíganda þar sem hver kafli tjáir hækkun hita- stigs á jörðinni um 0,1°C. Tónleikarnir á Hólum fara fram í kvöld kl. 20.30, í Dalvíkurkirkju á morgun, 1. ágúst, kl. 20.30 og í Akureyrarkirkju 2. ágúst kl. 17. +2,0°C er annað verk Kristjáns sem tengist lofts- lagsmálum því árið 2016 gaf hann út plötuna Arctic take one sem fjallar um staði á norðurslóðum sem hafa orðið fyrir áhrifum af hlýnun jarðar. Kristján flytur +2,0°C á Hólum í Hjaltadal, Dalvík og Akureyri FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 213. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Það voru mikil viðbrigði að koma til Íslands og auðvit- að erfitt að vera hérna á tímum kórónuveirunnar, þar sem fjölskyldan mín er öll í Lettlandi,“ segir hin lettn- eska Olga Sevcova meðal annars í samtali við Morgun- blaðið í dag. Sevcova átti afar góðan leik þegar ÍBV vann óvæntan sigur gegn Selfossi 3:2 í Pepsí Max- deildinni í knattspyrnu í vikunni. Fékk hún MM fyrir frammistöðu sína og er sá leikmaður sem Morgun- blaðið beinir athyglinni að eftir leiki 8. umferðar deild- arinnar. »27 Mikil viðbrigði fyrir þá lettnesku að koma til Íslands síðasta vetur ÍÞRÓTTIR MENNING Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Draumur minn er að fá að keppa fyrir hönd Íslands í „kitesurfing“á Ól- ympíuleikum,“ sagði Rannveig Grímsdóttir, tannlæknir í Síle. Hún æfir íþrótt sem mætti kalla væng- bretti. Vængur eða flugdreki dregur hana yfir sjó á bretti sem er líkt snjó- bretti að stærð. Vindstyrkur ræður því hvað notaður er stór vængur. Rannveig á vængi allt frá 2,5 metrum og upp í 12 metra breiða. Hún lærði á vængbretti fyrir 11 ár- um og það heillaði hana alveg. Þetta er jaðaríþrótt, ekki hættulaus, en með réttri þjálfun getur fólk lært að iðka íþróttina af öryggi og ná alltaf aftur til lands. Rannveig, sem gengur undir nafn- inu ranny_kite á Instagram hefur tekið þátt í alþjóðlegum keppnum í S- Ameríku með góðum árangri. Hún hefur verið Sílemeistari í hraðsigl- ingu (race) á vængbretti í mörg ár. Einnig hefur hún unnið Sílemeist- aratitil á snjóbretti með flugdreka. Þá hefur hún lent í einu af efstu þremur sætunum í keppnum í Argen- tínu og Mexíkó á undanförnum þrem- ur árum. Rannveig er nú stödd á Íslandi með fjölskyldu sinni. Hún hefur að sjálfsögðu viðrað brettið og hélt að hér dygði að vera með lítinn væng. „En það er ekki svo mikill vindur hér. Manni finnst oft vera hvasst út af kuldanum, en þetta eru ekki endilega svo margir hnútar. Yfir sumarið eru yfirleitt stóru drekarnir notaðir hér til að draga mann,“ sagði Rannveig. Hún sagði að snöggar vindhviður væru ekki góðar fyrir vængbretti og er best þegar vindur er stöðugur. Það má alveg vera alda. Einn af und- irflokkum greinarinnar snýst um að bruna yfir stórar öldur á stóru bretti. Öll fjölskyldan fer á bretti Rannveig flutti frá Íslandi til Síle þegar hún var ellefu ára. Pabbi henn- ar fékk starf hjá Friosur í Patagoníu syðst í Síle, sem Grandi átti hlut í, og flutti öll fjölskyldan út. Rannveig sagði að veðrið í Patagóníu sé svipað og á Íslandi. Hún nam tannlækningar við Uni- versidad de los Andes í Síle. Rann- veig býr og rekur nú eigin tann- læknastofu í Santiago, höfuðborg Síle. Þar er mikil veðursæld en það tekur um 90 mínútur að aka niður að sjó til að fara á bretti. Hún er gift síl- eskum manni og eiga þau son og dótt- ur, 7 og 9 ára. Þau fara öll á væng- bretti. „Ég kom til Íslands nú til að taka próf við tannlæknadeild Háskóla Ís- lands og fá námið mitt metið svo ég geti sótt um leyfi til tannlækninga hér,“ sagði Rannveig. Ljósmynd/Carlos Gallardo Puclaro Síle Rannveig Grímsdóttir æfir sig á þessu uppistöðulóni um nær hverja helgi. Þar er mjög góð aðstaða. Tannlæknir svífur á fleygiferð yfir öldurnar  Dreymir um að fá að keppa fyrir Ísland á Ólympíuleikum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.