Morgunblaðið - 31.07.2020, Side 16

Morgunblaðið - 31.07.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 2020 VINNINGASKRÁ 590 12016 19624 32496 42173 50182 58775 72339 1156 12196 19768 32752 42298 50195 58851 72661 1258 12552 20112 33424 43849 50293 59463 72693 1497 12593 20933 33681 43925 50361 60445 72746 1659 13284 21845 34227 44021 50403 60543 73322 1808 13550 22057 34228 44394 50866 60785 73659 1842 13894 22272 34292 44572 51188 61195 73725 2833 13981 22445 34419 44610 51336 61212 74187 2950 14014 22854 34501 44627 51669 61289 74330 3127 14103 22985 34917 44772 52021 61374 74713 3557 14686 23957 35008 44926 52128 61829 74745 4224 14697 23978 35031 45033 52769 63346 75072 4590 15035 24168 35083 45160 52914 64306 75090 5107 15122 24238 35139 45397 53013 64573 75364 5760 15181 24301 35156 45403 53228 64991 75487 5844 15872 24534 35269 45615 53255 65319 75820 6120 16279 24649 35756 45655 53337 65405 75835 6136 16405 24934 36495 45691 53956 65437 76788 6151 16453 25370 36622 45698 54198 65508 76905 7067 16766 25636 36715 46042 55004 65640 76954 7364 16882 26116 37545 46093 55146 65882 77290 7704 17132 26606 37965 46453 55253 66238 77403 8982 17397 26792 38010 46518 55477 66670 77966 9100 17452 26953 38403 46781 55536 66683 78007 9255 17793 27047 38712 47008 55566 66769 78122 9287 17910 27273 38820 47264 55708 67136 78577 9852 18031 28136 38986 47500 55864 67528 78670 10126 18399 28468 39202 47584 56271 67545 78700 10650 18649 29553 39255 47663 56428 67861 79129 10681 18801 29667 39485 47711 56439 67972 79696 10956 18984 29937 39961 47750 56447 68314 79890 11025 19014 30271 40219 48104 56792 68332 11093 19019 30604 40221 48810 56856 68832 11145 19024 30775 40460 48853 57312 69777 11459 19239 31433 40987 48856 57434 70136 11532 19348 32023 41837 49629 57606 70381 11606 19510 32153 42048 49926 58015 72042 2355 9319 18741 27259 39909 47748 61690 71136 2434 9546 20029 29046 39918 47899 62057 72546 3990 10352 20239 29378 41392 48092 62381 72595 4006 10457 21399 29982 41478 49380 62924 73188 5231 11119 21858 31353 42235 50359 65427 74694 6255 11754 22301 31515 42758 51003 65982 75449 6340 12308 23110 31787 43387 51487 66517 76898 6873 12823 23165 31979 43591 51992 67509 78307 7268 13559 23785 32224 44730 54053 67884 78491 8532 14874 23802 33744 46114 54366 68759 9021 18383 24729 33819 46849 55551 68988 9204 18628 26059 34434 47357 55793 69237 9305 18699 27124 36586 47554 56142 70864 Næstu útdrættir fara fram 6., 13., 20. & 27. ágúst 2020 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 25422 39711 42579 45220 62119 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 427 16276 32791 44297 52487 56321 2035 17069 33771 47313 54600 74398 2181 22743 38921 49654 55962 75402 12363 31082 41879 50257 56300 75442 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 2 3 5 6 13. útdráttur 30. júlí 2020 Eyþór vinur minn Heiðberg skrifar grein í Moggann 22. júlí síð- astliðinn undir yfir- skriftinni „Fiskurinn í sjónum“. Þar lýsir hann þungum áhyggj- um vegna stöðu þess- ara mála í dag, öllu braskinu sem útgerðin stundar með óveidda fiskinn í sjónum og til að kóróna skömmina eru einhverjir útgerðarmenn orðnir bara nokkuð vel stæðir. Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að hér stýrði penna einhver framagosinn sem væri að sækjast eftir þingsetu, enda er málflutningur af þessu tagi lykillinn að íslensku þjóðarsálinni, sem virðist sakna gömlu góðu dag- anna áður en við náðum tökum á stjórn veiðanna í lögsögunni. Gengisfellingar og umfram- veiði voru normið Gömlu góðu dagarnir voru í meginatriðum á þá lund að við vor- um með a.m.k. eina rausnarlega gengisfellingu á ári og stundum fleiri ef verulega illa áraði hjá út- gerðinni. Vinur minn Kristján Ragnarsson var í flestum fjöl- miðlum daglangt með tár í aug- unum að biðja þá sem réðu ríkis- kassanum um ölmusu útgerðinni til handa, þá voru flestir útgerð- armenn með allt á hælunum bogr- andi í skuldafeni sem hvergi sá til lands úr. Okkur tókst nánast aldrei að halda við sett mörk hvað varðar veiðar úr helstu nytjastofnunum, veiddum umfram, um tugi prósenta a.m.k. í þorskinum. Það er rétt hjá þér Eyþór, nú er öldin önnur, útgerðin gengur bara vel hjá flestum, sem ætti að færa okkur gleði og stolt því nógu lengi er- um við búin að lifa í baslinu. Þér finnst al- veg skelfilegt að veiði- rétturinn skuli ganga kaupum og sölum en það eru einmitt þessi frjálsu viðskipti með kvótann sem gera útgerðina arðbæra í dag. Ef við hefðum bundið veiðiréttinn við skip Eyþór, það hefði verið hægt að binda veiðiréttinn við þau skip sem voru að veiðum, t.d. í árslok 1982, en það er mjög erfitt að stýra veið- unum með sóknartakmörkunum; sagan segir okkur að það gengur ekki upp ef við ætlum okkur að ná tökum á heildarveiðinni þ.e. veiða ekki umfram ráðgjöf. Hvað hefði gerst ef við hefðum bundið veiði- réttinn við ákveðin skip, eða þau sem voru við veiðar í árslok 1982? Einhver þeirra hefðu farið á ver- gang, gengið kaupum og sölum, verðið hækkað langt umfram eðli- legt verð á skipi. Af hverju? Vegna þess að þá var skipið ekki bara skip heldur líka bevís upp á að mega veiða innan lögsögunnar. Það er líka rétt að ef þessi leið hefði verið farin hefði kvótinn ekki gengið kaupum og sölum heldur skipin og það er auðvitað allt önnur áferð á því að selja skip eða kvóta, svo ekki sé nú talað um að erfa skip í stað kvóta. Slíkt hefur fágað yfirbragð á meðan kvótasala minnir mann bara á hálfgert brask og siðleysi, þótt í báðum tilfellum sé verið að selja að- ganginn að miðunum sem eru sam- eign okkar allra. Til viðbótar má gera því skóna að ef sóknarstýring hefði verið notuð við stjórnun veið- anna myndi sjávarútvegurinn ekki vera jafn arðbær og hann er í dag og því færri útgerðarmenn bjarg- álna, sem hefði bætt svefn þeirra fjölmörgu sem njóta illa værðar vegna þessa í dag. Eyþór vinur minn, svona í lokin. Einhvers staðar segir að maður komi í manns stað og mér virðist það vera að sannast í þessu máli. Við erum greinilega að fá nýjan grátsöngvara fram á sjónarsviðið í stað Kristjáns vinar míns, sá er talsmaður ferðaþjónustunnar og biður nú daglangt um gengissig, sem er fágaðra og fræðimannslegra orðfæri yfir það sem við kölluðum í gamla daga því groddalega nafni gengisfelling. Fiskurinn í sjónum, framhald Eftir Helga Laxdal » Verð á kvóta fer eftir því hversu hag- kvæmt er að gera út hverju sinni. Fyrir daga kvótans hefði það verið mjög lágt, jafnvel 0, vegna bágrar afkomu. Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrverandi yfirvélstjóri. punkta60@gmail.com Í viðtali Baldurs Arnasonar blaðamanns Morgunblaðsins við forstjóra Íslandspósts 22. júlí sl. er yfirborðs- lega spurt og svarað eins og af kraftaverka- manni, í nýju félagi, sem hann hafi lagt grunn að, með nýju fólki í opinberu hluta- félagi. Það er þó ekki svo. Meirihluti stjórnar með sama stjórnarformanni, er eins og áður, í lykilstjórn, áður framkvæmda- stjórn, hefur fjölgað um einn og starfsmönnum hefur m.a. fækkað vegna seldra dótturfélaga, útvist- unar á verkefnum, fækkunar tíma- vinnufólks í stað ráðningar á starfs- mönnum í heilar stöður og fækkunar starfsmanna vegna veru- legs samdráttar í bréfasendingum. Sem fyrrverandi stjórnarmaður spyr ég, hvort núverandi meirihluti stjórnarmanna geti látið þær stað- hæfingar, sem fram koma í viðtal- inu, yfir sig ganga með þögn? Hver er ábyrgð þeirra sem stjórn- armanna, ef þeir hafa látið bruðl og óráðsíu viðgangast um árabil, eins og gefið er í skyn í viðtalinu? Að mínu mati eru flestar fullyrð- ingar forstjórans rangar. Bættur hagur skýrist af nýrri lagaheimild vorið 2019 til þess að leggja viðbót- arburðargjald á erlendar send- ingar, hlutafjáraukningu ríkisins 2019 um 1.500 milljónir kr. og tíma- bundinni tvíræðri sölu dótturfyr- irtækja, sem skilaði talsverðum hagnaði til móðurfélagsins sam- anlagt undanfarin ár. Í lögum er kveðið á um að opinber hlutafélög skuli birta sex mánaða árshlut- areikning á heimasíðu sinni, sem ekki hefur verið gert. Rétt teldi ég að blaðamaðurinn myndi skoða þann reikning og spyrja forstjórann síðan í framhaldi af því: Hver er og hefur verið rekstrarvandi félagsins og hvernig hefur verið brugðist við honum? Um það var ekki fjallað í viðtalinu. Þess í stað er talað um of- fjárfestingu, of marga starfsmenn og stjórn- endur og sinnuleysi gagnvart við- skiptavinum, án þess að skýra það frekar með skýrum dæmum og tölum út frá rekstr- arreikningi og gefið er í skyn að nær öll vandamál hafi verið leyst, síðan nýr for- stjóri tók við. Í skýrslum Íslandspósts hefur komið fram að síðastliðin sjö ár hef- ur kostnaður félagsins verið lækk- aður um sem svarar 2.800 millj. á ársgrunni miðað við verðlag ársins 2018. Félagið skilaði hagnaði 2017, um 216 millj., en tapaði 2018 um 290 millj. og 2019 um 510 millj. Þetta tap var vegna þess að félaginu var þá sem fyrr skylt samkvæmt lögum að halda uppi þjónustu, sem enginn hafði verið tilbúinn til þess að greiða fyrir og íslenska ríkið dró verulega úr bréfasendingum sem leiddi til samsvarandi tekjutaps Ís- landspósts. Póst- og fjarskipta- stofnun mat kostnað vegna ófjár- magnaðrar lögboðinnar skyldu til þess að halda uppi póstþjónustu á óarðbærum svæðum á 1.460 millj. á árunum 2013-2017, með ákvörðun í maí 2019. Í fundargerðum Íslandspósts sem eru opinberar samkvæmt lög- um kom m.a. fram að fyrverandi forstjóri með þáverandi stjórn hafði undirbúið flutning skrifstofunnar, náð fram hlutafjáraukningunni og unnið að lagabreytingum til að geta hækkað burðargjöld á kostn- aðarsömum óarðbærum Kínasend- ingum. Einnig voru sett fram reikn- ingsleg rök fyrir því, studd með greinargerð frá Copenhagen Economics, í mars 2018, að gerður yrði þjónustusamningur við ríkið um greiðslu fyrir þá þjónustu, sem er skylt að veita, en ber sig ekki í dag. Sá samningur er enn ógerður. Miðað við yfirlýsingar núverandi forstjóra má ætla að ekki sé lengur þörf á honum. Betur væri ef það stæðist. Enn fremur kemur fram í fundargerðum að haustið 2018 var í stjórn fyrirtækisins kynnt stefna fyrir árin 2019-2023, þar sem meg- ináhersla var lögð á frekari þjón- ustu við viðskiptavini með skil- greindum aðgerðum, ákvörðun var tekin um sölu dótturfélaga og til umfjöllunar í stjórn voru tillögur framkvæmdastjórnar um sundur- liðaðar aðgerðir til þess að mæta breyttum rekstrarforsendum á árinu 2019. Fundargerðir núver- andi stjórnar liggja hins vegar ekki fyrir með sama hætti og áður, eftir því sem ég best veit, og mætti spyrja út í það. Skýrslur Copenhagen Economics vorið 2018 og Ríkisendurskoðunar vorið 2019 staðfestu þessa stöðu Ís- landspósts, og sömuleiðis má segja að Póst- og fjarskiptastofnun hafi einnig staðfest það með því að ákvarða ófjármagnaða lögbundna þjónustu 1.460 millj., sem segja má að mætt hafi verið með 1.500 millj.kr. hlutafjáraukningu ríkisins 2019. Þessi hlutafjáraukning skýrir möguleika Íslandspósts til þess að gera upp eldri skuldir á þessu ári og bæta þannig afkomu félagsins. Hins vegar hefur ekki enn komið opinberlega fram hvað hálfsárs- uppgjör Íslandspósts segir um raunverulega rekstrarstöðu þessa árs. Á meðan svo er, þar sem reikn- ingar félagsins og fundargerðir stjórnar eru ekki birtar, getum við sungið áhyggjulaust um póstinn Pál. „Pósturinn Páll“ Eftir Halldór Gunnarsson »Hver er ábyrgð sttjórnarmanna ef þeir hafa látið bruðl og óráðsíu viðgangast um árabil eins og gefið er í skyn í viðtalinu? Halldór Gunnarsson Höfundur er fyrrverandi stjórnarmaður ÍSP. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.