Morgunblaðið - 10.08.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 0. Á G Ú S T 2 0 2 0
Stofnað 1913 186. tölublað 108. árgangur
ÞRAUTSEIGJA
OG ÆÐRULEYSI
Í SKAGAFIRÐI
ÍSLANDS-
MEISTARAR
Í GOLFI
FJARVINNA
HEFUR KOSTI
OG GALLA
ÍÞRÓTTIR 26-27 VIÐSKIPTI 12MENNING 28
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Komið að stjórnmálamönnum
Kynna nýtt fyrirkomulag á samfélagsaðgerðum nú í upphafi vikunnar Formaður Viðreisnar segir
ríkisstjórnina ekki geta skýlt sér lengur á bak við almannavarnateymið Sex ný smit um helgina
Sóttvarnalæknir hefur sagt að
nú sé það í höndum kjörinna full-
trúa að ákveða hvernig Ísland
tekst á við veiruna til lengdar. Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir, for-
maður Viðreisnar, tekur undir orð
Þórólfs í samtali við Morgunblaðið:
„Ríkisstjórnin getur ekki lengur
skýlt sér á bak við almannavarna-
teymið og sóttvarnaforsendur ein-
ar og sér. Ég get ekki ímyndað mér
annað en að þau hafi verið að vinna
að þessu í sumar og séu tilbúin
núna í þessari viku sem er að byrja
að sýna á þessi pólitísku spil hvað
það er sem er í kortunum. Ríkis-
stjórnin er að auka óvissuna en
ekki eyða henni.“
og samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum Morgunblaðsins er líklegra
að tilkynnt verði um framhaldið á
morgun en í dag. Landlæknir sagði
í gær að ekki væri útilokað að í
breyttum ráðstöfunum yrðu fjölda-
takmörk færð í minni fjölda en 100
og þá er einnig mögulegt að hert
verði á skimun ferðamanna við
landamærin.
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Forsætisráðherra fundaði með
sóttvarnayfirvöldum um helgina til
þess að ræða framtíðarútfærslu á
samfélagslegum takmörkunum
vegna annarrar bylgju
kórónuveirufaraldursins. Núgild-
andi ráðstafanir renna út 13. ágúst
Önnur bylgja COVID-19
» Tveir liggja á sjúkrahúsi og
virk smit á landinu eru 114.
» Deilt er um hvort eigi að
loka landinu eða hafa það opið.
MLentu pínulítið á vegg... »4
Þótt samkomutakmarkanir og tveggja metra
regla séu í gildi geta ferðamenn og Íslendingar
sótt hvalaskoðun en þá er skylda að bera andlits-
grímu. Þessir ferðamenn voru vel búnir og
freistuðu þess að koma auga á hvali í siglingu frá
Húsavíkurhöfn.
Morgunblaðið/Eggert
Grímur og kuldagallar
Skoða þarf hvort sanngjarnt sé
að sveitarfélög fái í ríkari mæli að
njóta arðs af nýtingu auðlinda inn-
an landamæra sinna, segir Helgi
Gíslason, sveitarstjóri Fljótsdals-
hrepps. Tekjur hreppsins af Fljóts-
dalsstöð, virkjun sem margir kenna
við Kárahnjúka, eru liðlega 100
milljónir króna á ári; það er fast-
eignagjöld. Sveitarstjórinn bendir
hins vegar á að ef norskar reglur
giltu á Íslandi ættu um 1,5 millj-
arðar kr. að renna til hreppsins.
Þeir fjármunir kæmu sér vel til
margvíslegrar uppbyggingar í
hreppnum, þar sem lítill áhugi með-
al íbúa er á sameiningu við önnur
sveitarfélög. » 6
Vilja meiri arð af
Fljótsdalsstöð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fljótsdalsstöð Arðsamt orkuver austur
á landi sem skilar sveitarfélaginu miklu.
Aron Þórður Albertsson
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Verkefni ríkisstjórnarinnar er að
verja kaupmátt fólks í kjölfar
heimsfaraldurs kórónuveiru. Þetta
segir Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra.
Að því er fram kemur í tölum
Hagstofu Íslands hefur kaupmáttur
aukist umtalsvert. Á síðastliðnu ári,
júní 2019 til júní 2020, hækkaði
launavísitalan um 7%. Til sam-
anburðar hækkaði vísitala neyslu-
verðs um 2,6% yfir sama tímabil. Að
sögn Bjarna er varnarbarátta fram
undan. „Það er alveg ljóst að öll ytri
merki eru núna um að við erum
komin í varnarbaráttu fyrir þessari
góðu stöðu. Það er að segja að
verkefnið fram undan er að verja
þann kaupmátt sem við höfum
skapað,“ segir Bjarni.
Fjöldi gjaldþrota
Að því er fram kemur í gögnum
frá Hagstofunni eru líkur á því að
um 1.100 fyrirtæki verði gjaldþrota
á þessu ári. Er það mestur fjöldi
gjaldþrota frá árinu 2012. Þórólfur
Matthíasson, prófessor við Háskóla
Íslands, segir að líkur séu á því að
fleiri gjaldþrot kunni að koma fram
á næstu árum. » 2 og 14
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdir Mikilvægt er að verja kaupmátt í kjölfar faraldurs kór-
ónuveiru. Hann hefur aukist mikið undanfarin misseri.
Kaupmáttur heldur áfram að aukast
Fjármálaráðherra segir mjög mikil-
vægt að verja árangur síðustu ára