Morgunblaðið - 10.08.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Kaupmáttur virðist halda áfram að
aukast og sést það á því að launavísi-
talan hefur hækkað mun meira en
vísitala neysluverðs. Á síðastliðnu ári,
júní 2019 til júní 2020, hækkaði launa-
vísitalan um 7%,
en vísitala neyslu-
verðs hækkaði að-
eins um 2,6%.
Ekki er um eins-
dæmi að ræða
enda hefur þróun-
in verið í þessa átt
undanfarin ár.
„Við vitum að
það hefur verið
samið um kaup-
hækkanir í undan-
förnum kjarasamningum og okkur
hefur tekist að halda aftur af verð-
bólgunni þannig að það leiðir að þessu,
við fáum kaupmáttaraukningu. [...]
Við erum mjög ánægð og getum ekki
annað en glaðst yfir því að kaupmátt-
araukningin haldi áfram sem hefur
verið viðvarandi um langt skeið, en
það er alveg ljóst að öll ytri merki eru
núna um að við erum komin í varnar-
baráttu fyrir þessari góðu stöðu. Það
er að segja að verkefnið fram undan
er að verja þann kaupmátt sem við
höfum skapað,“ segir Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra og vísar til
þeirra efnahagsþrenginga sem hafa
orðið í kjölfar útbreiðslu kórónuveir-
unnar.
Spurður hvort þetta muni setja svip
sinn á fjárlögn svarar Bjarni: „Ekki
bara á fjárlögin. Fyrstu viðbrögð
ríkisstjórnarinnar hafa meðal annars
litast af þessu. Við erum að taka mik-
inn efnahagssamdrátt beint í fangið
og ákváðum að setja alla sjálfvirku
sveiflujafnarana í botn. Við erum að
reka ríkissjóð með 300 millljarða halla
til þess að halda lífi í hagkerfinu og
verja störfin. Þetta er sú efnahags-
stefna sem við höfum ákveðið að beita
við þessum óvæntu erfiðu aðstæðum.
Það er öllum ljóst að við getum ekki
gert það endalaust ef hagkerfið tekur
ekki við sér, en við teljum að þetta sé
sú leið sem er líklegust til þess að örva
og halda utan um stöðuna.“
Halda í samstöðu
Í september rennur út frestur end-
urskoðunar lífskjarasamninganna
sem gerðir voru milli aðila vinnumark-
aðarins, en ríkið gaf ákveðin fyrirheit
til þess að liðka fyrir umræddum
samningum. Bjarni telur að ríkið hafi
skilað því sem heitið var. „Sumt er enn
þá í vinnslu og útfærslu en við erum að
þessu til þess að sem flestir hafi vinnu
og kjörin batni. Það hefur tekist vel.
Og auðvitað er ljóst að þegar samn-
ingarnir voru gerðir, þá voru allt aðrar
forsendur um efnahagsframvindu
heldur en við erum með núna. Engu
að síður er skynsamlegast að halda
áfram eftir þessari braut ef aðilar
[vinnumarkaðarins] geta komið sér
saman um það. Það er í þeirra hönd-
um að ákveða með framhaldið.“
Ráðherrann telur talsverðar líkur á
að haustið muni litast verulega af því
að tímabundnar ráðstafanir sem grip-
ið hefur verið til, í þeim tilgangi að
verja störf og tekjur fólks, líði undir
lok. Vísar hann meðal annars til tekju-
tengdra atvinnuleysisbóta. „Auðvitað
höfum við áhyggjur af því að þegar
ýmis úrræði, sem við höfum verið að
beita til þess að komast í gegnum erf-
iðasta tímann, renna sitt skeið, þá
harðni á dalnum hjá mörgum. Það er
ástæða til þess að hafa áhyggjur af
því.
Við þurfum að reyna að halda í sam-
stöðu um þau meginatriði sem hafa
reynst okkur best og leggja áherslu á
að nýta landsins gagn og gæði, fram-
leiða, auka framleiðni, gera betur það
sem við höfum verið að gera, spara og
hagræða þar sem það er skynsamlegt
og svo erum við að fara í fjárfestingar
til þess að horfa til framtíðar.“
Verkefnið að verja kaupmáttinn
Fjármálaráðherra fagnar kaupmáttaraukningu síðustu ára Telur að haustið muni litast af því
að tímabundnar aðgerðir líði undir lok Segir ljóst að ríkið geti ekki varið hagkerfið endalaust
Bjarni
Benediktsson
Vísitölur launa og neysluverðs
Hlutfallsleg 12 mán. breyting vísitalna frá júní 2016 til júní 2020
8%
6%
4%
2%
0%
Júní '16 – júní '17 Júní '17 – júní '18 Júní '18 – júní '19 Júní '19 – júní '20
Heimild: Hagstofa Íslands
Launavísitala
Vísitala neysluverðs
1,5%
7%
2,6%
6%
3,3%
4%
2,6%
7%
Úrkoma síðustu daga varð til þess
að há vatnsstaða varð í mörgum
ám og lækjum allt frá sunn-
anverðum Vestfjörðum austur að
Suðausturlandi, þar með talið
sunnanvert Hálendið. Þá voru
vatnavextir svo miklir að Krossá
varð ófær.
Jónas Erlendsson í Fagradal,
fréttaritari Morgunblaðsins og
mbl.is, sagði í gærkvöldi að marg-
falt meira væri í Kerlingardalsá
við Kea Hótel Kötlu en venjulega.
Sagði hann vatnið greinilegt leys-
ingavatn, enda gruggugt. Taldi
hann þó ekki mikla hættu á að
vatn færi yfir nærliggjandi vegi.
Þegar Jónas var á ferðinni í
gærkvöldi örlítið austar við þjóð-
veg 1, nálægt brúnni yfir Múla-
kvísl, hafði áin farið yfir vegslóða
sem liggur frá þjóðveginum upp
meðfram ánni og Háafelli. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Talsverðir
vatnavextir
á Suðurlandi
Mikið vatn rann um Kerlingardalsá
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Íþróttabandalag Reykjavíkur verð-
ur af um 115 milljónum króna sökum
aflýsingar Reykjavíkurmaraþons Ís-
landsbanka. Að sögn Frímanns Ara
Ferdinandssonar, framkvæmda-
stjóra bandalagsins, er um umtals-
vert högg að ræða. „Við erum ekki
búin að leggja endanlegt mat á þetta
en við erum almennt að fá um 110 til
115 milljónir króna í tekjur af hlaup-
inu. Ef allt hefði verið eðlilegt þá
hefði þetta verið mjög svipað í ár.
Þetta er því talsvert högg fyrir okk-
ur,“ segir Frímann.
Maraþonið átti að fara fram 22.
ágúst nk. en var látið niður falla
vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Að sögn Frímanns starfa um tíu
manns við hlaupið. „Þetta eru
kannski tíu ársverk á bak við þetta.
Það eru ekki svo margir að vinna við
það allt árið, sumir vinna hluta og
einhverjir alveg. Þess utan fáum við
fólk yfir sumartímann þegar álagið
er sem mest,“ segir hann.
Auk þess að verða af miklum
tekjum situr Íþróttabandalag
Reykjavíkur uppi með háan fastan
kostnað. Fljótt á litið segir Frímann
að hann hlaupi á tugum milljóna
króna. „Fastur kostnaður er kannski
40 til 50 milljónir króna. Við gátum
samt afstýrt kostnaði sem hefði
komið til á deginum sjálfum.“
Íþróttabandalag Reykjavík-
ur verður af 115 milljónum
Situr uppi með tugmilljóna króna fastan rekstrarkostnað
Morgunblaðið/Eggert
Hlaup Maraþonið fer ekki fram í ár
sökum heimsfaraldurs kórónuveiru.
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.