Morgunblaðið - 10.08.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.08.2020, Qupperneq 4
Snorri Másson snorrim@mbl.is Þrjú smit kórónuveirunnar greind- ust á Íslandi á laugardaginn og föstudaginn, eftir að 17 höfðu greinst á fimmtudaginn. Komið hefur fram í máli sóttvarnayfirvalda að varast beri að oftúlka sveiflur sem þessar, til dæmis á þá leið að faraldurinn sé síður útbreiddur í samfélaginu en talið hefur verið. Í því samhengi sagði Víðir Reynisson yfirlögreglu- þjónn við Morgunblaðið í gær að um helgar séu tekin mun færri sýni en virka daga. „Fólk leitar minna til læknis um helgar. Á miðvikudegin- um í síðustu viku komu þannig mjög margir inn. Það má búast við því að margir fari á morgun til læknis og við fáum það þá ekki fyrr en á þriðju- daginn,“ sagði hann. Tveir liggja þessa stundina á sjúkrahúsi og ann- ar þeirra er í öndunarvél. Fleiri eru veikir heima og fylgst er með þeim. Sóttvarnayfirvöld tala um að það hafi brugðist að fólk sýni samstöðu og fylgi tilmælum. Verið er að smíða framtíðartillög- ur að samkomutakmörkunum og fyr- irkomulagi skimunar á landamær- um. Víðir sagði við Morgunblaðið í gær að sú vinna byggðist meðal ann- ars á að meta allar þær undanþágu- beiðnir sem borist hafa og reyna út frá þeim að komast að hvaða þætti ber að undanskilja frá þeim sótt- varnareglum sem kunna að taka gildi. Verðum að taka okkur á Fulltrúar almannavarna lögðu enn og aftur á það ríka áherslu í gær að landsmenn tækju við sér og færu að fara að tilmælum stjórnvalda, svo sem tveggja metra reglunni. „Við verðum að taka okkur á,“ sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi í gær. Víðir sagði að menn hefðu „lent pínulítið á vegg“ með þá hugsjón um helgina að hægt væri að hefta út- breiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi með góðfúslegri sam- vinnu allra, þegar lögreglumenn á ferð um miðbæinn voru komnir í þá stöðu að þeir treystu sér ekki inn á ákveðna veitingastaði sökum mann- þröngar. „Við fórum af stað inn í þær tak- markanir sem nú gilda í ljósi umræð- unnar sem við höfum átt bæði við veitingamenn, sem töluðu mjög mik- ið um að þeir vildu að við treystum þeim, og rekstraraðilar líkamsrækt- arstöðvanna töluðu líka um að þeir vildu að við treystum þeim. Við gerð- um það núna og ég vona bara að þeir séu traustsins verðir,“ segir Víðir. Lentu pínulítið á vegg með samstöðuna  Fá smit síðustu daga  Færri leita til læknis um helgar Morgunblaðið/Árni Sæberg Önnur bylgja Tilkynnt verður á allra næstu dögum hvort aðgerðir verði hertar vegna veirunnar eða framlengdar eins og þær eru. Samstaða um að fylgja tveggja metra reglunni hefur ekki verið næg að mati yfirvalda. ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020 Meiriháttar ehf. er vel tækjum búið alhliða jarðverktakafyrirtæki Allar nánari upplýsingar eru á, meiriháttar.is í síma S:821 3200 eða með tölvupósti í info@meirihattar.is Við höfum mikla reynslu og erum lausnamiðaðir þegar kemur að húsgrunnum sama hvort sem er í auðveldu moldarlagið eða klöpp sem þarf að fleyga. Við útvegum einnig allskyns jarðvegsefni. Skólasetning er í grunnskólum víða um land í næstu viku eða þarnæstu. Samkvæmt núgildandi ráðstöfunum, sem Víðir Reynisson yfirlögreglu- þjónn segir ekkert benda til að verði afnumdar 13. ágúst, heldur senni- lega framlengdar eða þeim breytt, mega börn fædd eftir 2005 koma saman án samkomutakmarkana. „Það er grunnskólaaldurinn og leikskólaaldurinn, þannig að út frá gildandi reglum og því sem hefur gilt seinni hlutann í vetur og vor og svo núna, myndi maður halda að starf- semi leik- og grunnskóla núna geti farið fram algerlega óbreytt og með þeim fjöldatakmörkunum fullorð- inna sem þar gilda,“ sagði Víðir við Morgunblaðið í gær. Erfitt fyrir nýnema Önnur staða blasir við framhalds- skólum og háskólum. Fólki þar á bæ er enn í fersku minni fjarnámið og Zoom-fundirnir síðasta vor, en margir skólar lokuðu um miðjan mars við fyrsta samkomubann og hófu ekki aftur eðlilega starfsemi. Út frá sóttvarnaráðstöfunum sem nú eru í gildi mun þetta ástand í ein- hverjum tilvikum endurtaka sig nú í haust. Sóttvarnalæknir hefur gefið út að sóttvarnayfirvöld muni ekki gefa út sérstök tilmæli um hvernig skólar skulu haga starfsemi sinni, heldur meti hver stofnun það fyrir sig. Víðir talar á sömu nótum. „Það er bara þessi tveggja metra regla og fjölda- takmarkanir sem gilda þar. Það er bara þeirra hvað þeir geta gert. Ég veit að menntamálaráðuneytið er með mikið samtal í gangi. Aðstæður skólanna eru mismunandi. Menn hafa áhyggjur af nýnemum, bæði í menntaskólum og háskólum, að það sé vont að byrja nýtt nám án þess að geta fengið leiðsögn kennara og ver- ið í sambandi við kennara,“ segir hann. snorrim@mbl.is Grunnskólar geta byrjað að óbreyttu  Lítur verr út fyrir önnur skólastig Ljósmynd/LHÍ LHÍ Óvíst er um leiklistarnám í haust, þar sem nándar er þörf. Fari svo að neyðarstig verði virkjað hjá almannavörnum ríkislög- reglustjóra vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hefur það lítil áhrif á al- menning. Að sögn Jóhanns K. Jó- hannssonar, samskiptastjóra al- mannavarna, þýðir slíkt í raun sambærilegar aðgerðir og í mars á þessu ári. Þannig muni stjórnsýslan starfa með öðrum hætti. „Þetta hefur í sjálfu sér engin rosaleg áhrif á almenning. Þetta merkir það að stjórnsýslan fer á ákveðið stig og þarf að tryggja ákveðna mönnun. Þetta hefur til dæmis áhrif á raforkufyrirtæki, símafyrirtæki og lögreglu. Það er unnið eftir öðru verklagi,“ segir Jó- hann og bætir við að umræddar að- gerðir hafi lítil áhrif á almenning. Ráðstafanir sem snerta almenning séu hjá stjórnvöldum og sótt- varnalækni en ekki á vegum al- mannavarna. „Við vorum áður á neyðarstigi og það eitt og sér hafði ekki áhrif á almenning. Það eru sér- tækar aðgerðir sem geta haft áhrif á fólk. Það er sóttvarnalæknir sem mælir með því,“ segir Jóhann. aronthordur@mbl.is Neyðarstig hefur lítil áhrif á fólk  Stjórnsýslan starf- ar með öðrum hætti Snorri Másson snorrim@mbl.is Deilt er um það hvernig skuli haga málum til framtíðar á Íslandi með tilliti til kórónuveirufaraldursins. Hann sækir aftur á, ný smit greinast dag hvern, og á sama tíma fer í hönd haust og vetur, með tilheyrandi starfsemi í þjóðfélaginu. Skólar, vinnustaðir, skipulögð íþrótta- starfsemi og svo mætti lengi halda áfram. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, for- maður Við- reisnar, gagnrýnir ríkis- stjórnina fyrir að hafa ekki þegar áform sín uppi á borðum fyrir haustið. Hún seg- ir stjórninni ekki lengur stætt á að skýla sér á bak við embættismenn, sóttvarnalækni, landlækni, lögreglu og vísa til þeirra þegar svara er krafist um stefnu í málefnum veir- unnar. Þorgerður segir ógagnsæið farið að valda spennu á milli þjóð- félagshópa, svo sem atvinnugreina. Þorgerður tekur undir orð Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að höfuðmál sé að skólastarfsemi geti hafist á nýjan leik hér á landi á tilsettum tíma. „Það hlýtur að vera til plan hjá ríkis- stjórninni um hvernig á að opna skólana, ekki bara leik- og grunn- skóla, heldur einnig framhaldsskóla. Ég hræðist félagslegar afleiðingar þess ef skólarnir verða ekki opnir mjög lengi,“ segir Þorgerður. Kári sagði í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í gær að hann myndi helst vilja loka landinu alveg á með- an böndum væri komið á faraldurinn innanlands. „Ég held að það sé eng- inn að tala um að landið verði alveg lokað,“ segir Þorgerður, „heldur að það verði bara skimað meira á landa- mærunum til dæmis.“ Listir og íþróttir takast á Þorgerður segir höfuðmálið ekki hvort landinu verði lokað alveg eða ekki, heldur á hvaða forsendum hlut- irnir séu gerðir og að gagnsæi ríki um ákvarðanirnar. „Þegar ríkis- stjórnin er ekki að tala til fólksins sjáum við árekstra á milli hópa sem gerir það að verkum að samstaðan molnar. Þetta má ekki verða til þess að fólk skilji ekki af hverju ákveðnar ákvarðanir eru teknar eða ekki tekn- ar. Það geta verið forsendur á bak við það en ég vil ekki sjá að atvinnu- vegir séu að takast á, listamenn, íþróttamenn, ferðaþjónustan. Þess- ar deilur eru afleiðing þess að fólk skilur ekki hvað ríkisstjórnin er að gera, því ríkisstjórnin er ekki að gera neitt,“ segir Þorgerður. Ekki dugi að ríkisstjórnin sé að- eins í því að bregðast við, heldur þurfi hún einnig að hafa frumkvæði og sýna spilin í leiðinni. „Það verður hér mikið atvinnuleysi og órói í haust. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að svara því? Ekki bara að vera með viðbrögð, heldur að hún sýni spilin. Það er svo nauðsynlegt til að halda áfram samstöðunni. Við í Viðreisn höfum lagt okkur sérstaklega fram um að hvetja ríkisstjórnina áfram, við höfum tekið undir góðar tillögur og lagfært sumar hverjar, mjög vondar, og reynt að gera þær betri. En við höfum ekki farið í að vera bara á móti til að vera á móti, af því að samstaðan í samfélaginu skiptir svo miklu máli.“ Hvorki Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra né Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráðherra gáfu Morgunblaðinu kost á viðtali í gær. Ógagnsæið að kljúfa samstöðuna í þjóðfélaginu  Segir ríkisstjórnina ekki lengur geta falið sig í skjóli embættismanna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.