Morgunblaðið - 10.08.2020, Page 10

Morgunblaðið - 10.08.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það er búið að ganga mjög vel hjá okkur. Aðsóknin hefur verið mikil og við erum mjög sátt með sum- arið,“ segir Agnes Anna Sigurðar- dóttir, framkvæmdastjóri Bjórbað- anna og Bruggsmiðjunnar Kalda í Eyjafirði. Bjórböðin hafa verið vinsæll áfangastaður ferðamanna hér á landi, en þar stendur fólki til boða að baða sig í bjór og slaka á. Hvert bað rúmar tvo einstaklinga en rúm þrjú ár eru frá því böðin opnuðu. Segir Agnes að það hafi í raun komið á óvart hversu vel hefur gengið það sem af er ári. Þannig varð fyrirtækið ekki fyrir sama höggi og önnur ferðaþjónustufyrir- tæki. „Við lokuðum útipottunum þar sem er samgangur, en veitingastað- urinn og bjórböðin eru áfram opin. Við förum eftir settum reglum þar og pössum að allt sé gert í sam- ræmi við fyrirmæli sóttvarna- yfirvalda.Við settum alla í 25% hlutfall þegar faraldurinn stóð sem hæst en höfum verið að ráða fólk aftur og svo voru allir komnir aftur í 100% vinnu í júlí,“ segir Agnes og bætir við að nær allir gestir Bjór- baðanna í sumar séu Íslendingar. Er það jafnframt umtalsverð breyting samanborið við síðustu ár. „Þetta voru kannski 55% Íslend- ingar fyrir faraldur en núna eru þetta eiginlega eingöngu Íslend- ingar og þeir hafa fyllt skarðið sem erlendu ferðamennirnir skildu eftir. Mynstrið er því breytt en að sama skapi takmörkuðum við afgreiðslu- tímann,“ segir Agnes. Breyttu afgreiðslutímanum Að hennar sögn var ráðist í ákveðnar breytingar á afgreiðslu- tíma til að laga hann betur að neysluvenjum Íslendinga. Af þeim sökum eru Bjórböðin nú lokuð á mánudögum og þriðjudögum. „Við ákváðum að breyta þessu í sam- ræmi við venjur Íslendinga og þetta var niðurstaðan,“ segir Agnes sem ráðgerir að um 100 gestir fari í böðin á degi hverjum. Er það ein- ungis hluti gesta en fjölmargir hóp- ar koma einvörðungu til að snæða á veitingastað fyrirtækisins sem starfræktur er undir sama þaki. Óvíst hvernig haustið verður Hjá fjölmörgum fyrirtækjum í ferðaþjónustu má gera ráð fyrir að róðurinn taki að þyngjast þegar líður á veturinn. Segir Agnes að Bjórböðin séu þar engin und- antekning. „Við reiknum með að stytta af- greiðslutímann, en vera með opið um helgar. Það er talsvert af hóp- um sem vilja koma og það verður opnað fyrir þá. Hins vegar er mað- ur aðeins kvíðinn fyrir vetrinum enda veit maður ekkert hvernig haustið verður.“ Bjórböðin hafa haldið dampi eftir faraldur Morgunblaðið/Hari Útipottar Búið er að loka útipottunum á svæðinu. Þrátt fyrir ástandið hefur þó tekist að halda bjórböðum opnum.  Viðskiptavinir Bjórbaðanna nær eingöngu Íslendingar hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 Eigum úrval af Forsætisráðherra og dómsmálaráð- herra hafa lagt fram fjögur frum- varpsdrög til umsagnar á Samráðs- gáttinni þar sem lagðar eru til breytingar á lögunum um kynrænt sjálfræði frá 2019 og á fleiri lögum. Þar er m.a. lagt til að réttur ein- staklinga til að breyta opinberri skráningu kyns, og samhliða nafni, miðist við 15 ára aldur í stað 18 ára. „Lagt er til að sérhver einstakling- ur sem náð hefur 15 ára aldri hafi rétt til þess að breyta skráningu á kyni sínu í þjóðskrá. Að því er varð- ar börn yngri en 15 ára er gert ráð fyrir að þau geti með fulltingi for- sjáraðila sinna breytt opinberri skráningu kyns síns,“ segir í um- fjöllun. Í bráðabirgðaákvæði laganna um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 var kveðið á um að skipaðir yrðu starfs- hópar sem var m.a. falið að gera til- lögur um lagabreytingar til að tryggja réttindi transfólks og inter- sex fólks, réttindi barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og endurskoða aldursviðmið til lækk- unar vegna réttar til að breyta skráningu kyns. Frumvarpsdrög forsætis- og dómsmálaráðherra byggjast á tillögum starfshópanna. Þegar upphaflegt frumvarp um kynrænt sjálfræði var lagt fram var kveðið á um að ungmenni sem náð hefðu 15 ára aldri hefðu sjálfstæðan rétt til að ákveða hvort þau vildu breyta kynskráningu sinni. Í um- fjöllun allsherjar- og menntamála- nefndar var aldursviðmiðið hins vegar hækkað í 18 ár þar sem fram komu þau sjónarmið að varhugavert væri að börn frá 15 ára aldri gætu breytt skráningu á kyni án þess að afstaða forsjáraðila lægi fyrir. Var starfshópi falið að skoða málið bet- ur. Niðurstaða hópsins var sú að sjálfstæður réttur til að breyta opinberri skráningu kyns ætti að miðast við 15 ára aldur. Unglingar hafi við þann aldur almennt nægan þroska til að taka afstöðu til þess hvort rétt sé fyrir þau að breyta kynskráningu og geri sér grein fyrir afleiðingum þess. Forsætisráðherra hefur nú tekið þessa tillögu nefnd- arinnar inn í frumvarpsdrögin. Læknisfræðilegar forsendum Í öðru frumvarpi forsætisráð- herra er að finna tillögur sem byggja á niðurstöðum starfshóps til að bæta réttindi barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Bent er á að einstaklingar með ódæmi- gerð kyneinkenni hafi í gegnum tíð- ina um allan heim orðið fyrir kerfis- bundinni mismunun og réttindaskerðingu, m.a. vegna ónauðsynlegra og skaðlegra læknis- fræðilegra inngripa. ,,Lagt er til að meginreglan verði sú að varanlegar breytingar á kyn- einkennum barns yngri en 16 ára sem fæðist með ódæmigerð kynein- kenni skuli einungis gerðar í sam- ræmi við vilja barnsins. Sé barn sökum ungs aldurs ófært um að veita slíkt samþykki eða af öðrum sökum ófært um að gefa til kynna vilja sinn skal þó heimilt að breyta kyneinkennum þess varanlega ef heilsufarslegar ástæður krefjast þess og þá einungis að undan- gengnu ítarlegu mati á nauðsyn breytinganna og afleiðingum þeirra til skemmri og lengri tíma,“ segir í umfjöllun. Í frumvarpi dómsmálaráðherra er að finna ný ákvæði sem bætt verði í barnalögin um foreldrisstöðu transfólks og einstaklinga með hlut- lausa kynskráningu. Lagðar eru til breyttar skilgreiningar hugtakanna faðir og móðir eftir breytingu á kyn- skráningu. omfr@mbl.is Breytt kyn- skráning miðist við 15 ára aldur  Leggja til breytingar á lögum um kyn- rænt sjálfræði í ráðherrafrumvörpum „Það er svo margt spennandi við Grænland og margar sögur sem okkur langar til að segja,“ segir Steinarr Logi Nesheim, kvikmyndaframleið- andi og einn stofnenda framleiðslufyrirtækisins Polarama. Hann og Kidda Rokk, framleiðandi og einnig meðeigandi Polarama, hafa unnið að samstarfssamningi við græn- lensku kvikmyndaframleiðendurna Emile Herling Péronard og Pipaluk K. Jørgensen. Þau hafa nú opnað útibú í Nuuk á Grænlandi undir nafninu Pol- arama Greenland. Þegar Steinarr og Kidda unnu hjá Sagafilm við framleiðslu á þáttaröðinni Ísalög gafst þeim tækifæri til að kynn- ast grænlenskri menningu og kviknaði þá áhugi á samstarfinu. Sögusvið þátt- anna er Grænland en stærstur hluti seríunnar var tekinn upp á Íslandi. „Tildrögin að þessu verða þegar við kynntumst grænlenskum framleið- endum í gegnum þessa þáttaseríu og þegar hugmyndin kom upp var hún bara sjálfsögð,“ segir Steinarr og held- ur áfram: „Grænlensk handrit hafa sína sér- stöðu og menningin er sérstaklega áhugaverð,“ segir hann. Í umfjöllun Screendaily segir frá því að skattaafsláttur á íslenskum kvik- myndum hafi nýlega tekið gildi fyrir tökur í Grænlandi líkt og önnur Evr- ópuríki. Þannig væri hægt að taka upp 80% af kvikmynd á Íslandi og 20% af myndinni á Grænlandi og fá skattaaf- slátt. Vilja framleiða kvik- myndir á Grænlandi  Samstarf við grænlenska framleiðendur Samstarf Steinarr og Kidda ætla í samstarf við grænlenska framleiðendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.