Morgunblaðið - 10.08.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020
Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00
Mikið úrval af
KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM
fyrir allar gerðir bíla
10. ágúst 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 135.69
Sterlingspund 177.65
Kanadadalur 101.56
Dönsk króna 21.531
Norsk króna 15.078
Sænsk króna 15.555
Svissn. franki 148.37
Japanskt jen 1.2838
SDR 191.46
Evra 160.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 189.0087
Hrávöruverð
Gull 2061.5 ($/únsa)
Ál 1722.0 ($/tonn) LME
Hráolía 45.15 ($/fatið) Brent
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sérfræðingar eru ekki á einu máli um
það hvort kórónuveirufaraldurinn
muni hafa langvarandi áhrif á vinnu-
staði. Sumir spá því að nýtt tímabil sé
gengið í garð þar sem fjarvinna á eftir
að leika mun stærra hlutverk en áður
á meðan aðrir vænta þess að starfs-
venjur fólks fari nokkurn veginn í
sama farið um leið og kórónuveiran
hættir að vera vandamál.
Svava Björk Ólafsdóttir segir að
hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum
hafi komið í ljós að
fjarvinnunni fylgi
ýmsir kostir, en
einnig að erfitt
geti verið að
breyta vinnu-
brögðum fólks og
tilhneigingin sú að
starfsfólk leiti aft-
ur í þær aðferðir
sem það er vanast.
„Ég hugsa að
margir séu sammála mér um að þegar
faraldurinn kom hefðum við átt að
vera löngu byrjuð að nýta okkur fjar-
vinnu í meira mæli, og láta tæknina
létta okkur störfin. Margir áttuðu sig
t.d. á því í faraldrinum hversu óþarft
það var að gera eins og við gerðum oft
áður: að ferðast á milli landshluta eða
jafnvel á milli landa til að sitja einn
fund þegar einfaldast væri að taka
fundinn yfir netið.“
Svava er ráðgjafi og sérfræðingur í
verkefnastjórnun og nýsköpun hjá
RATA sem hún rekur með meðstofn-
anda sínum Hafdísi Huld Björnsdótt-
ur. Þær hafa þróað áhugaverð nám-
skeið sem kenna bætt vinnubrögð í
fjarvinnu frá ýmsum hliðum og munu
m.a. bjóða upp á þessi námskeið hjá
Endurmenntun HÍ á haustönn.
Að sögn Svövu er ekki sjálfgefið að
gangi hnökralaust fyrir sig að auka
vægi fjarvinnu. „Það er mjög erfitt að
breyta öllu sem kalla má vinnufyrir-
komulag eða fyrirtækjamenning og
tekur alltaf tíma að gera ný vinnu-
brögð að vana. Í tilviki fjarvinnu þá er
t.d. alls ekki einfalt fyrir marga að
missa þá persónulegu nánd sem fylgir
því að starfa undir sama þaki með
hópi fólks og geta endrum og sinnum
slegið á létta strengi við kaffivélina.
Samskiptin geta líka fengið á sig ann-
an blæ þegar skipt er yfir í fjarvinnu
og ekki hægt að nota látbragð líkam-
ans, raddblæ og önnur merki til að
lesa í og skilja samstarfsfólkið betur,“
segir hún og minnir á að fyrir marga
séu vinnufélagarnir helsta uppspretta
félagslegrar örvunar. „Þetta fólk reið-
ir sig á þau vináttusambönd sem
myndast innan vinnustaðarins og
kann að upplifa einangrun og ein-
manaleika í fjarvinnu.“
Hugi að félagslega líminu
Í námskeiði RATA um fjar-teymis-
vinnu er m.a. komið inn á þessi mál.
Svava segir það geta verið snúið fyrir
stjórnendur og teymi að viðhalda
góðri yfirsýn í fjarvinnu, sem og að
tryggja lipur, skýr og ánægjuleg sam-
skipti. Útgangspunkturinn er, að
sögn Svövu, að hópurinn sammælist
um vinnubrögð strax í upphafi enda
hafi hver hópur sínar þarfir og sér-
kenni: það sem henti einu teymi henti
ekki endilega öðru: „Gott er að setja
almennar reglur um fundi, samskipti
og miðlun upplýsinga. Þá hjálpar oft
að nýta einhver þeirra mörgu góðu
verkefnastjórnunarforrita sem í boði
eru og auðvelda teyminu öllu að fylgj-
ast með framvindu verkefna. Ein
gildra sem teymi þurfa síðan að var-
ast í fjarvinnu er að umræður og
ákvarðanataka séu ekki bara innan
minni hóps innan teymisins, heldur að
allir fái að vera með í samræðunum.“
Svava segir jafnframt brýnt að
vinnustaðir hlúi að þeim félagslegu
tengslum sem auðvelda samvinnu og
gera starfsfólkið samstilltara. „Það er
hætt við að félagslega límið veikist
þegar fólk á ekki lengur í þessum
nánu daglegu samskiptum sem fylgja
því að vinna undir sama þaki. Gæti
þurft að setja það sérstaklega á dag-
skrá að rækta félagslegu hliðina og
tarustið, því félagsleg samskipti
kunna annars að mæta afgangi á tím-
um fjarvinnnu,“ útskýrir hún en nám-
skeiðið Fjarkaffispjallið er hannað til
að koma vinnustöðum á rétta braut.
„Þar gefum við okkur tíma til að ræða
málin innan hópsins og efla liðsheild-
ina, ekki ósvipað og fólk á að venjast á
hópeflisdegi nema sérstaklega með
þarfir fjarvinnufólks í huga.“
Andrúmsloftið er ekki
það sama á fjarfundum
Loks þarf starfsfólk að huga að eig-
in styrkleikum og veikleikum í fjar-
vinnuumhverfi og vita t.d. þeir sem
reynt hafa að það er ekki sami hlut-
urinn að halda erindi við púlt í fund-
arsal og yfir fjarfundabúnað. Í nám-
skeiði um kraftmiklar kynningar á
netinu fara Svava og Hafdís yfir
nokkur hagnýt ráð: „Fyrir marga
voru það strax heilmikil viðbrigði að
þurfa að horfa á sjálfan sig í mynd á
fundum. Skiptir miklu fyrir fram-
komu fólks í dag að líta vel út á fjar-
fundi, huga að lýsingu, umhverfi og
láta myndavélina vinna með sér, en
meira að segja með það allt í lagi er
ekki endilega að því hlaupið að halda
athygli viðstaddra á fjarfundi.“
Svava segir mikilvægt að allir fund-
argestir séu í mynd enda dragi það úr
líkunum á að athygli þeirra leiti ann-
að. „Fólk þarf líka að muna að slökkva
á hljóðnemanum sínum þegar við á, til
að trufla ekki þann sem talar.“
En hvað þarf til að halda þrusugóða
kynningu á fjarfundi, þar sem sam-
bandið á milli fólks er með allt öðrum
hætti og í fundarherbergi, og orkan
ekki sú sama? „Maður þarf að setja
sig í ákveðnar stellingar til að virka
kraftmikill í gegnum myndavél og
sjálf vara ég mig á því að koma mér of
þægilega fyrir í sætinu. Þess í stað
færi ég mig fram á stólbríkina eða
stend jafnvel upp þegar ég tala, og er
þannig bókstaflega á tánum,“ segir
hún. „Svo er um að gera að læra vel á
fjarfundaforritin sem t.d. bjóða mörg
upp á að taka við skriflegum spurn-
ingum eða skipta fundargestum í
minni hópa til að eiga samræður sín á
milli.“
Listin að virka stór á litlum skjá
AFP
Útgeislun Glaðlyndur Elvis Presley-prestur í Las Vegas stýrir hjónavígslu yfir fjarfundabúnað. Kórónuveiru-
faraldurinn hefur kallað á ný vinnubrögð en fjarvinnu fylgja áskoranir fyrir bæði starfsfólk og stjórnendur.
Nota þarf önnur vinnubrögð til að halda árangursríka kynningu á fjarfundi Vinnustaðir hafa
rekið sig á að fjarvinnu fylgja bæði kostir og gallar Muna þarf eftir að rækta félagslegu hliðina
Svava Björk
Ólafsdóttir
Aðgerðir til að hamla útbreiðslu kór-
ónuveiru hafa bitnað harkalega á
rekstri olíufélaga um allan heim. Í til-
viki Saudi Aramco drógust tekjur
annars ársfjórðungs saman um 73%
miðað við sama tímabil í fyrra. Frá
þessu greindi ríkisolíufélag Sádi--
Arabíu á sunnudag og en tekjur fé-
lagsins námu 6,6 milljörðum dala á
fjórðungnum.
Lækkaði verð Brent-hráolíu úr
nærri 70 dölum í byrjun janúar niður í
tæplega 20 dali í apríl en hefur leitað
upp á við síðan þá og er nú í kringum
44 dala markið.
Financial Times hefur eftir Amin
Nasser forstjóra Aramco að hann sjái
fram á bata á orkumarkaði og að erf-
iðasta skeiðið sé að baki. „Ef við skoð-
um Kína þá er bensín- og díselolíueft-
irspurn þar nærri því jafn mikil í dag
og hún var fyrir kórónuveirufarald-
urinn. Asía er að taka við sér og önnur
markaðssvæði sömuleiðis.“
Þrátt fyrir erfiðan rekstur ætlar
Aramco að greiða út arð eins og að
var stefnt en félagið hefur lofað að
borga eigendum 75 milljarða dala á
þessu ári. Verður arðgreiðslan fjár-
mögnuð ýmist með því að ganga á
sjóði félagsins eða gefa út skuldabréf.
ai@mbl.is
AFP
Vandi Verð lækkaði og eftirspurn
minnkaði á öðrum ársfjórðungi.
Tekjuhrap hjá
Saudi Aramco
Mun greiða tugi milljarða dala í arð