Morgunblaðið - 10.08.2020, Page 13
Fjöldi daglegra kórónuveirusmita á heimsvísu
Frá 1. mars til 6. ágúst
320.000
256.000
192.000
128.000
64.000
0
M A R S A P R Í L M A Í J Ú N Í J Ú L Í
19.141.627 smit alls
715.802 dauðsföll alls
Heimild: Johns Hopkins CSSE
Staðfest smit Dauðsföll
Dauðsföll
Síðastliðinn fimmtudag voru skráð
285.196 ný kórónuveirusmit í heim-
inum. Til samanburðar greindust
mest 290.100 smit hinn 31. júlí, skv.
vef Johns Hopkins-háskóla.
Útbreiðsla faraldursins jafnast
því næstum á við það að þrír af
hverjum fjórum Íslendingum
myndu veikjast á einum degi.
Alls voru skráð 6.516 dauðsföll
vegna veirunnar í heiminum á
fimmtudaginn en mest voru skráð
9.973 dauðsföll 23. júlí síðastliðinn.
Samanlagt höfðu 19,141 milljón
smita greinst í heiminum og alls um
716 þúsund höfðu látist.
Til samanburðar er áætlað að ein
til fjórar milljónir manna hafi látist
af völdum „Hong Kong-flensunnar“
árin 1968-70 (veiran H3N2).
Þetta kemur fram í skýrslu Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar sem dagsett er 5. maí 2011.
Áður gengu spænska veikin 1918-
19 og Asíuflensan 1957-58 en tugir
milljóna létust úr þeirri fyrrnefndu.
Jafnast á við Ísland
á rúmum sólarhring
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Kórónuveiran er enn að breiðast
sem eldur í sinu um fjölmenn ríki og
því útlit fyrir enn fleiri dauðsföll.
Á fimmtudaginn var greindust
59.692 kórónuveirusmit í Bandaríkj-
unum og voru 1.250 dauðsföll. Til
samanburðar létust mest 2.666 af
völdum veirunnar í Bandaríkjunum
hinn 17. apríl. Með hliðsjón af fjölda
nýrra smita er útlitið dökkt í ágúst.
Þetta kemur fram á vef Johns
Hopkins-háskóla um veiruna.
Næst á eftir kom Brasilía en sama
dag létust þar 1.237 af völdum veir-
unnar og 53.139 smit voru greind.
Indland er í þriðja sæti yfir fjölda
smita. Þar létust 886 á fimmtudaginn
var og 62.538 smit voru greind.
Rússland er í fjórða sæti en þar
létust 114 vegna veirunnar þennan
sama dag og 5.239 smit voru greind.
Svo kemur Suður-Afríka en þar
voru 306 dauðsföll vegna veirunnar
og 8.307 smit á fimmtudaginn var.
Mexíkó er í sjötta sæti yfir fjölda
smita en þar létust 819 á fimmtudag-
inn var og 6.590 smit greindust.
Á öðrum stað í faraldrinum
Ferðamálastofa áætlaði að 63 þús-
und erlendir ferðamenn kæmu til
landsins í ágúst og þar af margir frá
Spáni, Frakklandi og Ítalíu.
Þessi ríki eru á öðrum stað í far-
aldrinum en fyrstnefndu ríkin sex.
Fyrsta bylgjan var gengin yfir og
byrjað var að opna samfélögin þegar
önnur bylgjan kom nú síðsumars.
Síðastliðinn þriðjudag létust 26 á
Spáni og greindust 4.088 smit á
fimmtudaginn var. Nýrri tölur um
dauðsföll voru ekki aðgengilegar á
vef háskólans um hádegi á föstudag,
þegar þessi pistill var tekinn saman.
Á Ítalíu voru sex dauðsföll og 401
smit á fimmtudaginn var. Sama dag
létust 11 vegna veirunnar í Frakk-
landi og 2.734 smit greindust.
Mun fleiri smit greinast því á
Frakklandi og Spáni en á Ítalíu
þessa dagana. En það kann aftur að
hafa áhrif á fjölda ferðamanna sem
koma þaðan til Íslands næstu vikur.
Þá þarf ekki að hafa mörg orð um að
útbreiðsla veirunnar í Banda-
ríkjunum þýðir að enn ólíklegra er
en áður að íslensk ferðaþjónusta geti
sótt á þann markað í bráð.
Loks má nefna að vel á aðra millj-
ón smita höfðu samanlagt greinst í
Perú (455.409 smit), Síle (366.671
smit) og Kólumbíu (357.710 smit).
Þar greindust 7.785, 1.948 og
11.996 smit á fimmtudaginn var, í
þessari röð, og þann dag dóu 196, 97
og 315 úr veirunni í þessum löndum.
Argentína er ekki langt undan.
Þar greindust 7.513 smit og 145 lét-
ust. Eru smitin rúmlega 228 þúsund.
Athygli vekur að smitum hefur
fjölgað verulega í Venesúela en smit-
in eru orðin um 23.300. Misjafnt er
hversu vel er skimað fyrir veirunni.
Veiran herjar á mörg stærstu ríkin
Alls rúmlega 175 þúsund smit greindust í Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi á fimmtudaginn var
Kórónuveiran er aftur komin á kreik á Spáni og í Frakklandi en greinist nú í minna mæli á Ítalíu
Fjöldi daglegra kórónuveirusmita í nokkrum löndum frá 1. mars til 6. ágúst Heimild: Johns Hopkins CSSE
Spánn 47 milljónir íbúa
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
M A R S A P R Í L M A Í J Ú N Í J Ú L Í
4.088 ný smit 6. ágúst
309.855 smit alls
28.500 dauðsföll alls
Rússland 144 milljónir íbúa
13.000
10.400
7.800
5.200
2.800
0
M A R S A P R Í L M A Í J Ú N Í J Ú L Í
5.239 ný smit 6. ágúst
875.378 smit alls
14.698 ný smit
Bandaríkin 324 milljónir íbúa
80.000
64.000
48.000
32.000
16.000
0
M A R S A P R Í L M A Í J Ú N Í J Ú L Í
59.692 ný smit 6. ágúst
4.884.406 smit alls
160.115 dauðsföll alls
Ítalía 60 milljónir íbúa
7.000
5.600
4.200
2.800
1.400
0
M A R S A P R Í L M A Í J Ú N Í J Ú L Í
401 nýtt smit 6. ágúst
249.204 smit alls
35.187 dauðsföll alls
Suður-Afríka 53 milljónir íbúa
15.000
12.000
9.000
6.000
3.000
0
M A R S A P R Í L M A Í J Ú N Í J Ú L Í
8.307 ný smit 6. ágúst
538.184 smit alls
9.604 dauðsföll alls
Mexíkó 127 milljónir íbúa
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
M A R S A P R Í L M A Í J Ú N Í J Ú L Í
6.590 ný smit 6. ágúst
462.690 smit alls
50.517 dauðsföll alls
Brasilía 206 milljónir íbúa
75.000
60.000
45.000
30.000
15.000
0
M A R S A P R Í L M A Í J Ú N Í J Ú L Í
53.139 ný smit 6. ágúst
2.912.212 smit alls
98.493 dauðsföll alls
Indland 1.353 milljónir íbúa
65.000
52.000
39.000
26.000
13.000
0
M A R S A P R Í L M A Í J Ú N Í J Ú L Í
62.538 ný smit 6. ágúst
2.027.074 smit alls
41.584 dauðsföll alls
Frakkland 67 milljónir íbúa
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
M A R S A P R Í L M A Í J Ú N Í J Ú L Í
2.734 ný smit 6. ágúst
231.310 smit alls
30.308 dauðsföll alls
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020
Við erum sérfræðingar
í malbikun