Morgunblaðið - 10.08.2020, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Charles Mooreer glöggurgreinandi á
sviði stjórnmálanna.
Hann setur fram
skoðanir sínar í The
Telegraph og The
Spectator, en hann ritstýrði þeim
báðum áður fyrr. Á föstudag
fjallaði hann í grein í The Tele-
graph um muninn á árangri
Breta og Þjóðverja í baráttunni
við kórónuveiruna og telur að
hægt sé að bera þessi lönd saman
en varasamara sé að bera saman
lönd sem eru mjög ólík að stærð
og gerð. Hann bendir á að í Bret-
landi hafi látist 684 á hverja
milljón íbúa úr kórónuveirunni
en í Þýskalandi 110, sem er aug-
ljóslega gríðarlegur munur.
Moore nefnir ýmsar mögu-
legar skýringar á þessum mun,
meðal annarra að smit hafi kom-
ið fyrr upp í Þýskalandi og þar
með viðbúnaður, að skimanir
vegna veirusmita, aðallega
flensu, séu algengari í Þýska-
landi og að rakningar hafi verið
markvissari þar. Þá hafi í Þýska-
landi verið gripið fyrr inn í þegar
sjúklingar hafi þurft aðstoð á
sjúkrahúsi og gætt hafi verið
betur að vistheimilum. Allt
bendir þetta til að Þýskaland sé
nær Íslandi í þessu efni en Bret-
land, enda hefur, hingað til í það
minnsta, gengið fremur vel hér á
landi að takast á við veirufarald-
urinn, þó að nú séu blikur á lofti.
Moore nefnir annað sem ætla
má að hafi skipt talsverðu máli en
það er hve heilbrigðiskerfi land-
anna eru ólík. Í Bretlandi sé allt-
umlykjandi kerfi ríkisspítalanna,
National Health Service eða
NHS, sem sé undir beinni stjórn
heilbrigðisráðuneytisins. Mikil
átök séu um þetta kerfi í stjórn-
málunum en í Þýskalandi séu að-
stæður aðrar og stjórn ríkis-
valdsins ekki bein eins og í
Bretlandi.
Fjárhagslegur
grundvöllur heil-
brigðiskerfisins sé í
gegnum sjóði sem
eigi sér langa sögu
og hafi í upphafi
verið settir á fót til
að greiða fyrir jarðarfarir en
hafi svo þróast út í sjúkrasjóði
með ábyrgð ríkisins en ríkið reki
þá ekki. Framlög í þá komi frá
atvinnurekendum og launa-
mönnum. Fleiri sjúkrahús séu
einkarekin í Þýskalandi en ríkis-
rekin og að auki reki góðgerðar-
stofnanir sjúkrahús. Þar sem
peningarnir fylgi sjúklingunum
hafi þeir sem veiti þjónustuna
ríkan hvata til að standa sig. Í
Þýskalandi sé „vandinn“ of mörg
sjúkrarými, ólíkt því sem víða
þekkist.
Hér á landi hefur verið rík til-
hneiging til að færa sem stærst-
an hluta heilbrigðiskerfisins
undir ríkið. Þetta á einkum við á
síðustu árum þegar fæti hefur
verið brugðið fyrir einka-
framtakið og óskilvirkar leiðir
verið valdar, að því er virðist í
þeim eina tilgangi að koma í veg
fyrir að einkaframtakið fengi
notið sín á þessu sviði.
Heilbrigðismál verða sífellt
stærri þáttur í útgjöldum þjóða
og miklu skiptir hvernig að þeim
er staðið. Það er auðvitað óvið-
unandi að kreddur og fordómar
verði til þess að fé sé sóað og að
minni árangur náist en ella fyrir
sjúklinga, hvort sem er á tímum
veirufaraldurs eða á öðrum tím-
um. Eins og áður segir hefur Ís-
landi gengið nokkuð vel á þess-
um veirutímum, en það er meðal
annars vegna aðkomu einkafyr-
irtækis sem hefur lagt mikið á
sig til að aðstoða í baráttunni.
Þegar faraldurinn gengur yfir
og heilbrigðiskerfið þarf að tak-
ast á við hefðbundin heilsufars-
vandamál skiptir miklu að það
verði gert fordómalaust.
Vonandi taka
fordómalausir
tímar við af þeim
fordæmalausu}
Ólík heilbrigðiskerfi
Það fór eins ogóttast var, erf-
iðara er að fá fólk til
að fylgja leiðbein-
ingum sóttvarna-
yfirvalda í þessari
annarri bylgju kór-
ónuveirunnar en þegar veiran
gekk fyrst á land. Frétt mbl.is í
gær um að af 24 veitinga- og
skemmtistöðum sem lögreglan
kannaði á laugardag hafi 15 ekki
farið að sóttvarnareglum er slá-
andi. Vandinn var einkum sá að
fjöldi gesta hafi verið slíkur að
útilokað hafi verið að tryggja
tveggja metra bil á milli þeirra.
Þetta er vitaskuld óviðunandi
og óvíst að tiltal dugi til að tak-
ast á við slík brot. Þeir sem reka
veitinga- og skemmtistaði verða
að gera sér grein fyrir alvöru
málsins. Margir gera það vissu-
lega en hinir eru bersýnilega of
margir.
Ein af ástæðum
þessa eru ef til vill
misvísandi og rugl-
ingsleg skilaboð.
Mest áberandi hef-
ur það verið í
tengslum við stræt-
isvagna þar sem ruglingurinn
var mikill og loks þegar regl-
urnar urðu skýrari, grím-
unotkun ef ferð tekur meira en
30 mínútur, bentu reglurnar
ekki til að yfirvöld tækju
tveggja metra regluna mjög al-
varlega. Þegar svo er aukast lík-
ur á að aðrir telji reglurnar
óþarfar og að þeir geti leyft sér
að fara á svig við þær.
Afar mikilvægt er að við náum
tökum á þeirri bylgju kór-
ónuveirufaraldursins sem nú er
hafin og til að það gerist sem
fyrst þurfa reglur að vera skýr-
ar og þeim þarf að fylgja fast
eftir.
Sóttvarnareglurnar
þurfa að vera skýrar
og þeim þarf að
fylgja fast eftir}
Óviðunandi brotafjöldi
V
ið höfðum ástæðu til að fagna ýmsu
þegar sumarið kom. Eftir óveður
og jarðskjálfta á nýliðnum vetri
tók kórónuveirufaraldurinn við á
vormánuðum en útlitið varð betra
með vorinu. Samtakamáttur þjóðarinnar var þó
einstakur þegar kom að því að takast á við þær
aðstæður sem faraldurinn skapaði. Líklega
sýndi það sig best um páskana þegar flestir
fundu leiðir til að gera gott úr þeim aðstæðum
sem þá voru, vitandi að þær væru tímabundnar.
Covid-19-faraldurinn er óboðinn gestur sem
við þurfum öll að takast á við, hvort sem okkur
líkar það betur eða verr. Öll erum við að læra
jafnóðum. Þar eru okkar færustu sérfræðingar
ekki undanskildir en þökk sé miklum fram-
förum í læknavísindum og þekkingu manna
eykst þekkingin mun hraðar en áður þegar
slíkir faraldrar hafa komið upp.
Þó svo að við vitum ekki nákvæmlega hvernig farald-
urinn muni þróast og hversu lengi þá er ýmislegt annað
sem við vitum. Við vitum að þetta gengur yfir í bylgjum og
það mun þurfa að herða eða slaka á samkomutakmörk-
unum eftir atvikum. Við vitum að mestu hvernig veiran
smitast og samhliða vitum við hvernig við getum reynt að
takmarka innanlandssmit. Við vitum líka að við þurfum að
fara eftir þeim leiðbeiningum og tilmælum sem hafa komið
fram.
Við vitum líka að hagkerfið stendur ekki af sér óbreytt
ástand. Einangrað hagkerfi í lokuðu landi er ekki vænlegt
til þess að viðhalda þeim góðu lífsgæðum sem
hér eru. Ríkissjóður er ekki sjálfbær eins og
sakir standa og innlend velta ein og sér ber
ekki uppi það atvinnustig og þann hagvöxt sem
þörf er á. Við vitum að innanlandsferðalög Ís-
lendinga í sumar hafa að einhverju leyti bætt
það tjón sem veiran hefur valdið ferðaþjónust-
unni en við vitum um leið að sá ávinningur er
aðeins til skemmri tíma. Við vitum líka að
koma erlendra ferðamanna í sumar hefur stutt
við varnarbaráttu ferðaþjónustunnar og við
vitum sömuleiðis að aðeins lítið brot af þeim
ferðamönnum sem hingað hafa komið í sumar
eru með virk smit. Við vissum að önnur bylgja
veirunnar myndi koma og svokölluð opnun
landsins (lands sem var aldrei lokað) er ekki
ástæða þess.
Sem fyrr segir vitum við ekki hvernig veiran
mun þróast né hvort og þá hvenær við finnum
lækningu við henni. Það sem við vitum þó er að við þurfum
áfram að þétta raðirnar í baráttunni. Stjórnmálamenn,
sérfræðingar og almenningur þurfa að finna leið til að láta
lífið halda áfram, halda hagkerfinu gangandi, sjá til þess
að börn komist í skóla og þannig mætti áfram telja. Allt
skiptir þetta máli.
Við þurfum að standa saman. Slagurinn er ekki búinn
og við þurfum að standa nokkrar lotur í viðbót.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Slagurinn er ekki búinn
Höfundur er dómsmálaráðherra.
aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Heildarfjöldi þeirra fyrir-tækja sem urðu gjald-þrota á fyrstu sex mán-uðum ársins var 546, að
því er fram kemur í tölum Hagstofu
Íslands. Ef gjaldþrotin verða jafn
mörg á seinni helmingi ársins fara
1.092 fyrirtæki í þrot á árinu 2020. Er
það umtalsverð fjölgun frá síðasta ári
þegar 806 fyrirtæki fóru í þrot.
Um er að ræða mesta fjölda
gjaldþrota fyrirtækja frá árinu 2012
og má gera ráð fyrir að áhrif kór-
ónuveirunnar hér á landi vegi þar
þungt.
Aðspurður segir Þórólfur Matt-
híasson, prófessor í hagfræði við Há-
skóla Íslands, að þótt fram-
angreindur fjöldi sé umtalsvert meiri
en síðustu ár sé líklegt að gjald-
þrotum kunni að fjölga á næstu ár-
um. „Það er náttúrulega þannig að
gjaldþrot tekur langan tíma auk þess
sem það kostar að gera fyrirtæki
gjaldþrota. Menn þurfa líka að eiga
von um að ná einhverju út úr búinu til
að þeir gangi svo langt. Þetta tekur
því alltaf ákveðinn tíma að koma
fram,“ segir Þórólfur og nefnir í því
samhengi eitt til tvö ár. Að hans sögn
er því ekki ólíklegt að áhrif kór-
ónuveirunnar komi að fullu fram eftir
framangreindan tíma. Þá verði
sömuleiðis að taka með í reikninginn
að ýmsar aðgerðir sem gripið hefur
verið til lengi líftíma fyrirtækja. „Nú
þegar er búið að fresta greiðslu á
sköttum og það var gert strax í apríl.
Að auki var gripið til frekari að-
gerða,“ segir Þórólfur.
Áhrifin koma síðar fram
Eins og sjá má á grafinu hér til
hliðar var mestur fjöldi gjaldþrota
hérlendra fyrirtæka á árinu 2011. Er
það þremur árum eftir efnahags-
hrunið árið 2008. Ljóst er að áhrif af
völdum samdráttar í hagkerfinu
koma oft og tíðum síðar fram. Segir
Þórólfur að strax eftir hrun hafi verið
gripið til mjög víðtækra aðgerða.
„Á árinu 2009 var ýmislegt gert
til að halda fyrirtækjum á lífi. Það
voru settar af stað fjölmargar leiðir.
Þannig var dregið úr ónauðsynlegum
gjaldþrotum hjá fyrirtækjum sem
ekki voru með efnahagsreikning í
lagi. Þau voru hins vegar að skila fé
út úr rekstrinum og því unnu bank-
arnir að því að gera efnhagsreikn-
inga þeirra lífvænlega,“ segir Þór-
ólfur og bætir við að að höggið geti
orðið mjög þungt verði ekki gripið til
aðgerða. „Ef ekki verður gripið til
aðgerða má búast við að þetta komi
fyrr fram og af meiri þunga. En ég á
alveg eins von á því að það verði grip-
ið til aðgerða,“ segir Þórólfur.
Einhverjir verða gjaldþrota
Eins og áður hefur komið fram
hefur tekjubrestur orðið hjá fjöl-
mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum.
Hafa þau orðið einna verst út í
heimsfaraldri kórónuveiru, en grein-
in er ein af útflutningsstoðum þjóð-
arbúsins. Að sögn Þórólfs verður
ekki hægt að halda öllum ferðaþjón-
ustufyrirtækjum gangandi. Þá sé
sömuleiðis ljóst að samsetning ferða-
manna getur komið til með að breyt-
ast. „Ef samsetning ferðamanna
breytist mikið mun einhver þjónusta
ekki eiga lífs von og verða að bíta í
það súra. Þetta er eitthvað sem
stjórnvöld og fjármálafyrirtæki
verða að taka afstöðu til. Við vitum
ekkert hvernig ferðavilji verður eftir
þetta,“ segir Þórólfur en tekur
fram að ekki sé hægt að gera öll-
um til geðs. „Það eru fleiri fugl-
ar í skóginum og ég held að
hagkerfið geti vaxið út úr
þessu í aðrar áttir. Ef við ríg-
höldum í að það verði tvær
milljónir ferðamanna verðum
við að halda landinu lausu við
veiruna til að fólk vilji
koma. Það er plan
sem ekki mun
ganga upp.“
Stefnir í flest gjald-
þrot frá árinu 2012
Kórónuveiran er í sókn á fjöl-
mörgum stöðum í heiminum.
Hér á landi bendir margt til
þess að önnur bylgja kunni að
raungerast. Að sögn Þórólfs er
óljóst hvernig ferðavilji fólks
verður næstu misseri. „Við vit-
um ekki hvernig ferðavilji verð-
ur. Við erum einnig að sjá
breytingar í markaðssetningu
landa,“ segir Þórólfur og bend-
ir þar á að innlend markaðs-
setning ferðaþjónustufyrir-
tækja sé ekki einungis bundin
við Ísland.
„Auðugri lönd hafa verið að
beina markaðssetningu að eig-
in þegnum þannig að það getur
haft áhrif. Það getur til
dæmis vel verið að
Norðmenn vilji fyrst
ferðast innanlands
áður en þeir skoða
að halda utan.
Þetta mun hafa
áhrif á hvernig verð-
ur ferðast. Við finnum
þetta sjálf hér á landi
þar sem markaðs-
setning er löguð
að okkur.“
Ferðavilji
breytist
ÖFLUG MARKAÐSSETNING
Þórólfur
Matthíasson
Gjaldþrot fyrirtækja á árunum 2008 til 2020
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
748
910
984
1.579
1.112
920
799
588
1.030
758
1.026
806
1.092
* Heildartala fyrir 2020 miðast við að gjaldþrot
verði jafn mörg á seinni helmingi ársins og fyrri
Heildarfjöldi gjaldþrota allt árið
Fyrstu 6 mánuðir ársins
Heimild: Hagstofa Íslands
*