Morgunblaðið - 10.08.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.08.2020, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020 • Þreyta og þróttleysi geta verið merki um að mikið álag sé á lifrinni. • Lifrin er allt í senn; vinnslustöð, geymsla og dreifingarmiðstöð því allt sem við látum í okkur eða á, fer í vinnsluferli í lifrinni. • Lifrin sinner yfir 100 mismunandi störfum í líkamanum og tengist hún beint eða óbeint allri líkamsstarfseminni. • Active Liver inniheldur kólín sem stuðlar að viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrar og eðlilegum efnaskiptum. Auk þess inniheldur það ekstrakt frá mjólkurþistil, túrmerik, þistilhjörtum og svörtum pipar. Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. Léttu lifrinni lífið Yfir þjóðfélagið hef- ur gengið heimsfar- aldur sl. mánuði sem heilbrigðiskerfið og fleiri stofnanir og fyrirtæki hafa tekið á með faglegum hætti og stjórnvöld hafa og eru að vinna að aðgerðum vegna mikillar rösk- unar sem faraldurinn hefur valdið í atvinnu- og efnahagsumhverfinu. Vonandi ná stjórnvöld tökum á vandanum og heilbrigðiskerfið á uppsöfnuðum vanda og fleiru. Að þessum þáttum þarf að vinna með framsýni og skörpum aðgerðum, því mikið er í húfi fyrir land og þjóð. Sumir telja að 2008-blikuský séu jafnvel komin á loft á ýmsum svið- um. Það bjargar engu að ausa fé í yfirskuldsett fyrirtæki sem hafa ekki gengið þrátt fyrir mikla inn- komu jafnvel árum saman og/eða í verkefni sem lítið gagnast þjóðinni. Margir eru efins að leggja þurfi mikið fé í að auglýsa landið frekar fyrir ferðamenn, því fyrir er mikill áhugi víða um heim fyrir landinu, náttúrufegurð þess, sögu og heil- næmum matvælum. Nýta frekar féð og löngu þörf komugjöld í uppbygg- ingu, landvörslu, fræðslu og fleira á ferðamannastöðum. Fyrir það eru ferðamenn tilbúnir að greiða, ekki fyrir mannmergð við náttúruperlur og slaka aðstöðu. Tíminn verður að leiða í ljós hvort víðtæk opnun á landinu var tíma- bær. Margir eru svekktir við aukið smit eftir að hafa lagt ýmislegt á sig sl. vetur til að varna útbreiðslu veir- unnar. Taka þarf á málinu á ný með samstöðu og yfirvegun sem fyrr. Væntanlega munu skattar og gjöld hækka á næstunni, bara spurning hvar stjórnvöld bera niður í þeim efnum. Samhliða þarf að endurskoða opinbera kerfið frá grunni, þ.e. óþarfa einingar eða störf sem hafa þanist út sl. ár og efla í þess stað þarfa þjónustu og framkvæmdir. Ekki má gleyma heimilunum í landinu, þar er að ýmsu að hyggja, t.d. uppfærslu verðtryggðra lána og að vaxtalækkunin skili sér til ein- staklinga og fyrirtækja svo víðtækur sam- félagsskaði hljótist ekki af við yfirstand- andi vanda og ef verð- bólgan fer á skrið eins og við græðgishrunið 2008. Ítrekað hefur verið bent á uppbyggingu hentugra íbúða fyrir eldri borgara (skapar hagkvæmni) til að losa um húsnæði fyrir yngra fólk í upp- byggðum hverfum. Endurskoða þarf atvinnuleysisbætur og bæta lífeyri t.d. hjá stærri lífeyrissjóðunum og TR. Lífeyrir á ekki einungis að vera ásættanlegur fyrir vissa hópa, hann á að vera það fyrir heildina. Koma þarf á meiri launajöfnuði í landinu, ekki að himinn og haf sé þar á milli jafnvel fyrir svipuð störf. Samheldni og meiri stöðugleiki myndi skapast við það í þjóðfélaginu og aukinn hagvöxtur. Vegna nefnds heimsfaraldurs hef- ur komið fram þörf á auknu hlutafé í Icelandair sem er með traust og verðmætt vörumerki til farþega- og fraktflugs víða um heim. Við verðum að vera sjálfstæð í flugsamgöngum sem og á öðrum sviðum. Lífeyris- sjóðir landsmanna eiga þarna jafn- framt mikið undir. Okkar mikilvægu flugsamgöngur mega ekki vera byggðar á loftbólurekstri sem jafn- vel er kominn í þrot áður en við er litið og/eða með erlendum flugfé- lögum sem geta horfið á brott þegar þeim hentar. Með flugi er fluttur út verðmætur ferskfiskur sem kominn er á diska matgæðinga víða um heim degi eftir veiði á okkar fersku fiskimiðum. Það sama gæti verið með aðrar ís- lenskar hágæðamatvörur sem verið er að leggja kapp á til aukinnar framleiðslu í stað innflutnings eins og sumir hafa lagt áherslu á. Nauðsynlegt er að stjórnvöld og heildarkerfið geri átak og endur- skoði rekstarumhverfið í landinu, skerpi aðhald og fleira til að koma í veg fyrir sífelld skakkaföll þrátt fyr- ir mikla innkomu jafnvel árum sam- an. Landsmenn eru búnir að fá nóg af slíku rekstrarumhverfi og kalla eftir meiri stöðugleika. Huga þarf að er- lendu eignarhaldi fyrirtækja í land- inu t.d. að ágóðinn fari ekki að mestu úr landi. Það sama þarf að gera varðandi sölu jarða með ýms- um hlunnindum og væntanlegum eyðibyggðum víða um land. Skarpra aðgerða er þörf nú þegar vegna þessa. Sölu-og gjafagjörningum á auðlindum þjóðarinnar þarf jafn- framt að gefa gaum með sama hætti. Tækifærin eru víða í okkar gjöfula landi ef rétt er á málum haldið, víð- tæk menntun, hátæknikunnátta, vistvæn orka, fjölbreytt náttúra, ferðaiðnaður, hágæða matvælafram- leiðsla til sjós og lands og ýmislegt fleira. Með góðri nýtingu á fjármunum til þarfra framkvæmda og fjöl- breyttum rekstri sem víðast um land, þá eigum við að geta eflt hér hagvöxt fljótlega á ný. Skerpa þarf á kröfu um frágang verka í stað dýrra endurbóta sem oftast lenda á almenningi með ómældum kostnaði. Margir eru hugsi yfir áherslu á frísvæði til eiturlyfjaneyslu og refsi- leysi fyrir neysluskammta fíkniefna sem oft miðast við söluskammta. Væri ekki nær að leggja áherslu á öflugar forvarnir og bættrar líf- heilsu almennt í landinu og efla vissa löggæsluþætti ? Í lokin, ferðumst um okkar fallega land í sumar og áfram og gætum samhliða að góðri umgengni og ör- yggi á vegum sem víðar, þar má engin eftirgjöf vera á. Það hefur sýnt sig á heimsvísu undanfarna mánuði að meira neysluhóf dregur úr mengun í lofti og á láði. Gefum því gaum í vonandi raunhæfri um- hverfisumræðu. Stöðugleiki, jöfnuður, þarft að- hald, öryggi og skýrt rekstrarhald verða vonandi kjörorð stjórnvalda. Skarpra aðgerða er þörf Eftir Ómar G. Jónsson »Nauðsynlegt er að stjórnvöld og heildarkerfið geri átak og endurskoði rekstrar- umhverfið í landinu og skerpi aðhald. Ómar G. Jónsson Höfundur er fulltrúi og talsmaður áhugahóps stjálfstæða framfarahóps- ins. Þetta er saga göm- ul og ný um kynferð- islegt ofbeldi. Sögu- sviðið er Frakkland á sautjándu öld. Evrópa logaði enn í ófriði. Kirkja, furstar, léns- herrar, kardínálar og konungar börðust um völd. Villutrú var þula þeirra tíma eins og nú. Valdhafar skil- greindu rétttrúnaðinn. Andóf var barið niður af ríkisvaldinu. Múgæs- ingin var þá sem nú beitt vopn í höndum hinna rétttrúuðu. Drep- sóttin (svartidauði) geisaði enn, galdrafárið sömuleiðis. Svipað fár geisar í dag. Galileo de Vincenzo Bonaulti de Galilei (1564-1642), fað- ir nútímavísinda, hafði sætt yf- irheyrslu hins alræmda rannsókn- arréttar páfa naumri hálfri öld áður. Honum var hótað bálför í lif- andi lífi játaðist hann ekki undir kreddur kirkjunnar. En prestinum, René Sophier, var ekki hlíft. Hann var brenndur fyrir hórdóm árið 1624. Þessu skeiði er fjörlega lýst í sögulegum ævintýrum. Alexander Dumas (1802-1870) um skytturnar þrjár (Les Trois Mousquetaires). Armand Jean du Plessis (1585-1642), hertogi af Richelieu, aðalráðherra Loðvíks XIII, er ein af aðalsöguhetjunum. Richelieu er af sumum talinn faðir nútímaþjóðríkis, miðlægs valds og leyniþjónustu. Réttarkerfið hafði hann í greipum sér. Hallgrímur Pétursson er þrevetur þegar starfs- bróðirinn Urbain Grandier, hálfþrí- tugt glæsimenni, gengur inn á Sa- inte-Croix-torgið í smábænum Loudun á því Herrans ári 1617. Meyjarnar veita því athygli, hversu vel hann ber fótinn, léttstígur, hnarreistur og virðulegur. Urbain er breiður um herðar. Bænabókina ber hann í spenntum greipum. Það er rós milli blaða. Ástkona Urbains, ekkjufrú Madeleine de Brone, segir við ástmann sinn: „Konurnar snúa sér á götu til að dást að þér. Þær girnast þig.“ Svo lýsir sænska verð- launaskáldið Eyvind Johnson inn- reið söguhetjunnar í sögulegri skáldsögu sinni, „Draumar um rós- ir og eld“ (Drömmar om rosor och eld). Breska skáldið Aldous Leonard Huxley (1894-1963) lýsir Urbain svo í ævisögulegu verki sínu: „Djöflarnir í Loudun“ (The Devils of Loudun): Klerkurinn var á blómaskeiði lífsins, hávaxinn, þrek- legur. Það stafaði af honum virðing og vald. Augu hans voru stór og dökk. Fagurhærður var hann, varir þykkar og rauðar, enni hátt. Snyrt og snúið yfirvaraskeggið teygði sig í átt að sitthvorri nös kónganefsins. Málbein hins siðfágaða Urbains var liðugt og lipurt. Gullhamrar léku honum á tungu. Orðin sjálf blikn- uðu þó hjá augnaráðinu, væri um konu að ræða. Áhugi hans á kven- kyns safnaðarbörnum var ósvikull og rúmlega trúarlegur. Virðulegar eldri frúr af betri ættum, eig- inkonur og mæður, greindu frá kyntöfrum klerks og „kynferð- islegri áreitni“ hans. Er klerkur leit í augu einnar þeirrar „fylltist [hún] ofboðslegri ást til hans, sem lýsti sér í fyrstu sem unaðs- hrollur í öllum útlim- um“. Önnur mætti hon- um á götu úti og varð gagntekin af „sérstakri ástríðu“. Þegar sú þriðja sá Urbain stíga inn í kirkjuna varð hún „hrifin af ógnarlegum tilfinningum og hvötum. Því hefði hún getað hugsað sér að eðla sig með honum þar og þá“. (ALH) Verulega dró til tíðinda, þegar stofnað var í bænum nunnuklaustur árið 1626, kennt við heilaga Úrsúlu. Jeanne de Anges (1602-1665) var önnur abbadís nokkurra nunna. Sú hafði boðið kynþokkaklerknum að gerast andlegur leiðtogi systranna. Því hafnaði hann hins vegar. Syst- urnar sátu eftir með sárt ennið og ófullnægðar þrár. Þá fóru kynóðir djöflar á stjá vornótt eina í mána- skini. Þeir voru í aðskornum klæð- um, þannig að sjá mátti vöðva þeirra bylgjast. (EJ) Nunnurnar tóku nú skelfilega sótt, sem sam- tímamenn kölluðu „furor uterinus“. Kvillinn útleggst sem ofurgredda, sjúkleg kynhvöt eða brókarsótt. Abbadísin var sérstaklega illa hald- in. Hún sagði djöfulinn freista sín með alls konar gælum og sýna fýsn til ásta við sig. Jeanne andæfði hetjulega, enda var klausturheiti hennar og hjónaband við himnaföð- urinn í húfi. Systurnar voru þving- aðar til alls konar kynferðislegs sóðaskapar. Djöflaútrekstur var reyndur. Brátt varð hann að sýn- ingum fyrir almenning. Þrátt fyrir tvær sýningar á dag um nokkurt skeið, þar sem nunnurnar voru píndar af djöflinum, voru þær með hýrri há – einnig frænka Richelieus kardínála. Þær orguðu sefasjúkar um kynferðislegar misþyrmingar djöfulsins, Urbains. Hatrið flóði, frygðin svall. Vonir höfðu brostið. Urbain var pyndaður til sagna um djöfulskap sinn, þrátt fyrir að nokkrar nunnanna játuðu upp- lognar sakir og leikaraskap. Klerki var þröngvað niður í gaddastól, lagður á píningabekk, fótleggir hans brotnir og hné. Síðan var hann lifandi brenndur á báli. Fiskisagan hafði flogið, enda þótt engin væru myllumerkin og fjöl- miðlun að gagni. Um þrjátíu þús- und manns skemmtu sér við að sjá eitraða kynfólið fuðra upp. Rétt- trúnaðarsigur vannst. En hinn kyn- þokkafulli klerkur viðurkenndi aldrei áborna sök. Þýðingar eru höfundar. Nautnasjúkar nunnur og kyn- þokkafullur klerkur Eftir Arnar Sverrisson Arnar Sverrisson »Kynhatur, sefasýki og rétttrúnaður eru engan veginn nýlunda. Okkur virðist torsótt að læra af sögu mæðra og feðra svo til heilla horfi. Höfundur er ellilífeyrisþegi. arnarsverrisson@gmail.com Þarftu að láta gera við? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.