Morgunblaðið - 10.08.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020 ✝ Áslaug El-ísabet Gunn- steinsdóttir fædd- ist á Siglufirði 24. desember árið 1935. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 30. júlí 2020. For- eldrar hennar voru hjónin Gunnsteinn Jónsson sjómaður og síldarmats- maður frá Borgarfirði eystra, f. 5.6. 1895, d. 16.11. 1964, og Ólöf Steinþórsdóttir síldarsölt- unarkona og húsmóðir, f. 22.5. 1905 á Ólafsfirði, d. 28.7. 1984. Systir Áslaugar var Steinunn Kristbjörg Gunnsteinsdóttir Grönvaldt (Baddý), kennari í Danmörku, f. 12.8. 1937, d. 24.2. 2011. Hinn 5.9. 1961 giftist Áslaug Ólafi Jens Péturssyni tækni- skólakennara, f. 28.12. 1933, d. 4.4. 2009. Foreldrar hans voru Pétur Maríus Guðlaugur Guð- hólsvegi 68 í Kópavogi á önd- verðum sjöunda áratugnum og bjuggu þar allar götur síðan. Að eiginmanni sínum látnum flutti hún á Kópavogstún 2 en bjó síðustu mánuðina á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð. Áslaug lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum í Reykjavík ár- ið 1955. Lungann úr starfsferl- inum vann hún sem fjármálastjóri og bókari hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga og tengdum fyr- irtækjum, þar á meðal Véla- deild SÍS, Bílvangi og Samskipum. Áslaugu var alla tíð umhug- að um íslenska náttúru og naut þess að ferðast um landið. Hún fór í lengri og skemmri göngu- ferðir í nágrenni höfuðborg- arsvæðisins og í óbyggðum. Þá hafði hún unun af lestri góðra bóka, að fara í leikhús og á tón- leika, ekki síst hjá afkom- endum sínum. Áslaug verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag, 10. ágúst 2020, klukkan 15. Vegna samkomutakmarkana er at- höfnin einungis fyrir nána vini og vandamenn en henni verður einnig streymt á facebooksíðu Gunnsteins Ólafssonar. mundsson, útvegs- bóndi á Hellis- sandi, f. 3.10. 1886, d. 4.5. 1965, og Guðrún Ágústa Þórarinsdóttir húsmóðir, f. 4.8. 1894, d. 14.9. 1961. Synir Áslaugar og Ólafs Jens eru: 1) Gunnsteinn tón- listarmaður, f. 5.8. 1962, maki Eygló Ingadóttir hjúkrunarfræð- ingur, börn þeirra: Jakob Fjól- ar, Sindri og Áslaug Elísabet. 2) Pétur Már bókaútgefandi, f. 4.9. 1965, maki Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lögfræð- ingur, börn þeirra: Ólafur Jens, Sigurður Karl og Þór. Þá átti Ólafur Jensson, Sigurkarl Fjól- ar, f. 2.8. 1954, d. 20.2. 1985, með Karólínu Fjólu Valgeirs- dóttur. Áslaug fluttist ung frá Siglu- firði til Reykjavíkur. Þau Ólaf- ur Jens byggðu sér hús á Álf- Móðir mín ólst upp á Siglufirði ásamt Baddý systur sinni á Hvanneyrarbraut 19. Níu ára fór mamma að salta síld með móður sinni; amma raðaði síldinni neðst í tunnuna og svo tók sú stutta við. Mamma átti auðvelt með nám og var ári á undan í skóla. Amma lagði hart að dætrum sínum að komast til mennta; talaði við Jónas frá Hriflu og kom eldri dóttur sinni að við Samvinnuskólann í Reykjavík. Baddý fór í Verslunar- skólann. Með vistaskiptunum urðu vatnaskil í lífi mömmu. Hún kynntist lífsglöðum skólasystrum í Samvinnuskólanum og batt við þær ævilanga vináttu. Í Reykjavík var hún í fæði hjá Helgu, ná- grannakonu sinni frá Siglufirði, og Sveinbirni manni hennar; þar kynntist hún bróður Sveinbjörns, Ólafi Jens, sem bar ekki sitt barr um þær mundir; hann hafði tvítug- ur misst unnustu sína af barnsför- um og lent í vinnuslysi við höfnina svo honum var vart hugað líf. Helga og Sveinbjörn tóku ný- fæddan dreng hans að sér og mamma reif Óla upp úr svartnætt- inu svo hann komst á beinu braut- ina á ný og hóf nám við Háskóla Íslands. Fyrr en varði voru þau farin að leigja í Kópavogi og byggðu sér síðan hús við Álfhóls- veg efst á Víghólnum. Baddý frænka kynntist Palle Grönvaldt og fluttist með honum til Danmerkur. Þetta voru mikil viðbrigði fyrir mömmu. Þær syst- ur höfðu alltaf verið mjög nánar en nú sáust þær ekki nema á sumrin og stöku sinnum um jól þegar Baddý kom í heimsókn með Olaf son sinn. Mamma starfaði hjá SÍS en tók sér hlé frá störfum þegar við bræður komum í heiminn. Þá var samt ekki slegið slöku við. Hún saumaði öll föt á okkur og bjó til mat, kenndi okkur að lesa og skrifa um leið og við gátum valdið bók og las fyrir okkur og söng alla daga. Haustið 1971 fluttumst við til Árósa í Danmörku þar sem pabbi stundaði nám tvö misseri. Mamma fór þá út á vinnumarkaðinn á ný og leysti af sem bókari í ýmsum fyrirtækjum í borginni. Þegar heim kom tók hún upp þráðinn hjá fyrirtækjum Sambandsins við fjármál og innheimtu. Um miðjan 8. áratuginn byrj- uðu skólasysturnar úr Samvinnu- skólanum að ganga vikulega sam- an á fjöll ásamt fjölskyldum sínum. Mamma hafði yndi af þess- um félagsskap og þau pabbi létu sig aldrei vanta. Hún hafði líka mikinn áhuga á leikhúsi; mundi sýningar sem hún hafði séð ára- tugi aftur í tímann; sótti einnig tónleika af kappi fram á síðustu ár. Mamma var föður okkar mikil stoð í veikindum hans síðustu árin. Eftir að hann féll frá 2009 tók hún virkan þátt í félagsstarfi aldraðra í Kópavogi, stundaði postulínsmál- un og sótti leshring á bókasafninu. Heilsa mömmu dalaði undir það síðasta; minnið óbrigðula gaf sig og líkaminn sem eitt sinn stóð á hvolfi ofan í síldartunnu fór sér hægar. Síðustu mánuðina var henni hjúkrað í Sunnuhlíð þar sem hún hafði átt marga ánægjustund í Dagdvölinni, einstökum fé- lagsskap aldinna Kópavogsbúa. Við fjölskyldan kveðjum yndislega móður og ömmu með söknuð og þökk í hjarta. Gunnsteinn. Hún beið eftir mér í anddyrinu á Kópavogstúni 2, en þangað hafði hún flutt af Álfhólsvegi 68, nokkr- um árum eftir að pabbi dó. Klukk- an var á slaginu hálfníu, kannski var myrkur að vetri, kannski var sólin að koma upp að vori. Við mæðginin gengum saman á hverj- um morgni þennan spotta yfir í Sunnuhlíð þar sem hún var í dag- dvöl síðustu árin. „Jæja, hvað er að frétta?“ Og ég sagði henni hvað sonarsynirnir væru að sýsla, Ragnheiður að bar- dúsa, hvernig gengi í útgáfunni, og hún sagði eitthvað fallegt um fólk- ið sitt. Kannski ræddum við að þessu sinni nýja skáldsögu sem gerðist í árdaga Siglufjarðar. „Þetta var ekki svona, mamma sagði að fólk hefði alltaf reynt að hafa hreint og fínt í kringum sig.“ Ég leiddi hana yfir götuna. Kannski rifjuðust upp fyrir mér dagarnir þegar hún leiddi mig upp Bjarnhólastíginn á leið heim úr hverfisversluninni Kóp sem sumir kölluðu Ólabúð en hét víst Vogur. Hún með græna innkaupanetið í annarri á meðan sonurinn hékk í hinni og reyndi að láta móðurina draga sig upp eftir ómalbikaðri götunni. Kannski leitaði hugurinn aftur til áttunda áratugarins þegar saumaklúbburinn hennar – gaml- ar vinkonur úr Samvinnuskólan- um – var allt í einu orðinn að fjöldahreyfingunni Göngu-Víking- um sem dró hundrað manns með sér að hausti upp á Skeggja í Hengli í „sýnishornaveðri“ eins og sagði í fjölmiðlum, þegar fjall- göngur þóttu í besta falli sérvisku- legar. Kannski ræddum við nýjustu spillingarmálin í viðskiptalífinu. „Ég skil ekki svona græðgi. Það eru engir vasar á líkklæðunum,“ sagði mamma alltaf. En svo þegar talið barst að þekktum útrásarvík- ingi átti hann sér samt ákveðnar málsbætur: „Hann má nú eiga það að hann stökk upp á stól og sótti möppu fyrir mig þegar ég var handleggsbrotin. En ég fór líka einu sinni og hundskammaði hann fyrir að segja upp ungri stúlku sem mátti ekki við því að missa vinnuna.“ Kannski mundi ég þá eftir því þegar kunningi minn sagðist hafa fengið bestu ráð frá stjórnanda þegar hann leysti mömmu af í sumarfríi sem fjármálastjóri í einu af fyrirtækjum Sambandsins. „Svo sagði hún mér bara að gera þetta eins og mér fyndist skyn- samlegast.“ Þegar við stóðum síðan fyrir ut- an innganginn að dagdvölinni í Sunnuhlíð sagði hún ævinlega með þunga: „Þetta er sannkallaður griðastaður.“ Og nú var komið að leiðarlok- um. Ég hélt um höndina á henni þegar það bráði af henni síðdegis hinn 29. júlí í Sunnuhlíð, á sama stað og móðir hennar kvaddi fyrir 26 árum, nánast upp á dag; hún opnaði augun og ég sagði að við værum þarna báðir bræðurnir, Gunnsteinn að skrifa bók og ég að vinna í handriti, og hún brosti og reyndi að segja eitthvað sem ekki heyrðist. Morguninn eftir var hún öll, þrotin að kröftum. Við söfnuðumst saman við dán- arbeðinn, synir, tengdadætur og barnabörn, og skyndilega brast á með harmonikkuleik frammi á gangi, rétt eins og pabbi væri kominn að sækja hana inn í ljósið. Pétur Már Ólafsson. Ég kom á fallegt heimili Ásu og Ólafs Jens á Álfhólsvegi í fyrsta sinn fyrir rúmum 23 árum. Ég hafði verið að slá mér upp með eldri syni þeirra hjóna um hríð og hann bauð mér si svona í mat hjá foreldrum sínum. Þau kipptu sér ekkert upp við það, disk var bætt á borðið og svo hófust líflegar sam- ræður. Ég var meira en velkomin, enda voru þau hjón líklega farin að óttast að Gunnsteinn yrði einsetu- karl. Við Ása áttum strax skap saman og segja má að það hafi varla liðið dagur sem við heyrð- umst ekki eða hittumst í öll þessi ár. Á þessum tíma var Ása rúm- lega sextug. Hún lifði skemmti- legu lífi; stundaði útivist, hitti vin- konur og ferðaðist með saumaklúbbnum sem hún var hluti af í rúm 60 ár. Þau hjón voru líka nýlega orðin amma og afi og nutu þessa nýja hlutverks. Ása var alin upp við að salta síld í heimabæ sínum, Siglufirði, frá blautu barnsbeini. Hún var af- burða námsmaður og fór ung suð- ur í Samvinnuskólann en að því loknu réð hún sig til starfa á skrif- stofu í Reykjavík sem þótti nú ald- eilis fínt. Þess má geta að þegar árin liðu fengu bekkjarbræður hennar flestir fínar stöður út á þessa menntun en stúlkurnar ekki. Þetta er saga hennar kyn- slóðar. Síðustu starfsárin var hún í annasömu starfi hjá Samskipum en svo sá hún líka um heimilishald- ið og garðverkin. Mikið áttu karlar gott í þá daga. Ása var grönn og fínleg kona, dugnaðarforkur, ósérhlífin og ótrúlega handfljót sem sjálfsagt má rekja til síldarsöltunar bernsk- unnar. Hún gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur og heimilið og garðurinn bar þess vitni. Síðustu 20 árin átti Ása við heilsubrest að stríða sem hafði mikil áhrif á lífsgæði hennar. Und- ir það síðasta var minnið farið að gefa sig og það var henni mjög þungbært. Hún dó södd lífdaga eftir gott og gjöfult líf. Ég kveð kæra tengdamóður mína með þakklæti og söknuði. Far í friði. Eygló Ingadóttir. Áslaug tengdamóðir mín bar skilyrðislausa virðingu fyrir list- um og menningu og sneiddi mark- visst hjá forgengilegum hlutum. Hún var dugleg að sækja listvið- burði og las allt sem hún komst yf- ir. Hún ávann sér traust og virð- ingu samferðamanna sinna með hæglæti sínu og örlæti sem var mikilvægur hluti af sjálfsvirðing- unni. Sjálf vildi hún aldrei vera miðpunktur athyglinnar en var þeim mun betri hlustandi. Áslaug gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og mikilvægast var að maður stæði við orð sín sama á hverju gengi. Aðgerðarleysi var ekki í há- vegum haft og fyrir utan að halda garðinum óaðfinnanlegum á sumr- in stundaði hún göngur af kappi löngu áður en þær fóru að njóta al- mennra vinsælda. Stundum fannst manni nóg um þetta meinlætalíf en þannig var það fjarri þeim Ólafi Jens eyða sumarfríum flatmag- andi á sundlaugarbakka í suðræn- um löndum, fjarri allri menningu. Þegar við Pétur fórum að stunda hestamennsku fannst Ás- laugu hún ekki endilega falla í flokk eftirsóknarverðra áhuga- mála enda ekki mikil hreyfing í út- reiðum fyrir knapann. Það kom því á óvart þegar hún og Baddý systir hennar fóru á bak með okk- ur Pétri og skemmtu sér konung- lega, geystust um Þingvelli vita óttalausar og var engu líkara en að þær hefðu aldrei gert annað. Þannig verður Áslaugu kannski best lýst en aldrei man ég eftir að hún óttaðist neitt heldur nálgaðist öll verkefni í lífinu af yfirvegun og skynsemi. Að leiðarlokum þakka ég samveruna, leiðsögnina í lífinu og allt það góða atlæti sem hún sýndi mér og sonum mínum. Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir. Daginn sem amma lést spurði pabbi okkur bræður hvað okkur væri minnisstæðast um Ásu ömmu. Það sem kom fyrst upp í hugann var Ólsen Ólsen, sem hún kenndi mér og við spiluðum við hvert tækifæri. Ég tengi spilið enn þann dag í dag við Álfhólsveg 68, og allar góðu minningarnar þaðan. Glæsileg stofan ómaði alltaf af Pétri og úlfinum eða Dýrunum í Hálsaskógi, eldhúsið þar sem við barnabörnin máluðum eða lituðum með Rás 1 í bakgrunni, myndaal- búmin sem ég eyddi tímunum saman í að skoða, stórkostlegi bakgarðurinn með fuglabaðinu, og aðrir litlir hlutir eins og steina- safnið hennar á hillunni á langa ganginum við garðdyrnar. Einnig gerði ég þetta að ein- hvers konar félagsmiðstöð, því þangað dró ég ýmsa bekkjarfélaga mína, og alltaf tóku þau á móti okkur með bros á vör. Eflaust muna þeir vel eftir þessu, en það gerði amma, sem spurði mig lengi hvað væri að frétta af fastagest- unum. Hún og afi stuðluðu að því að við bræðurnir yrðum sæmilega upplýstir. Á Álfhólsveginum kenndu þau okkur að lesa og tefla og alltaf þegar við gistum hlýddu þau okkur yfir faðirvorið og lásu ævintýri. Þegar þurfti að passa bræðurna á Digranesheiðinni tryggðu þau að við kynntumst landi og þjóð, en ég hugsa varla um Árbæjarsafn, Þingvelli, Þjóð- minjasafnið eða náttúruminjasöfn landsins án þess að sjá ömmu og afa þar mér við hlið. Amma var einnig okkar helsti stuðningsmaður í öllu sem við barnabörnin tókum okkur fyrir hendur. Hún var mætt á fremsta bekk á alla tónleika okkar, m.a.s. þegar við fjölskyldan fluttum út til Brussel. Hvíl í friði elsku amma. Ólafur Jens, Sigurður Karl og Þór Péturssynir. Ég kveð með trega frænku mína og nána vinkonu, Áslaugu Gunnsteinsdóttur. Ég var tæpum fjórum árum eldri en hún. Báðar fæddumst við á Siglufirði um miðj- an fjórða áratug síðustu aldar og hún bjó í næsta húsi við mig. Mæð- ur okkar voru systur og var mikill samgangur og náinn vinskapur á milli okkar. Ása átti eina systur, Baddý, sem var tveimur árum yngri en hún. Hún lést fyrir nokkrum árum. Við lékum okkur auðvitað oft saman og ég var alltaf með annan fótinn hjá Ólu frænku. Bæjarbragur var mjög sérstakur á Siglufirði á þessum tíma. Á vet- urna vorum við í skóla en lékum okkur annars mikið í snjónum, sem ekki var hörgull á. Við fórum á sleða og skíði, bjuggum til snjó- hús og snjókarla. Ég á færri sam- eiginlegar minningar tengdar sumrinu því ég var alltaf send í sveit á sumrin. Ása og Baddý fóru eitt sumar í sveit en annars var stúlka á fermingaraldri fengin til að passa þær þegar þær voru yngri. Mæður okkar unnu í síld, eins og flestir aðrir, enda unnu all- ir í síldinni sem vettlingi gátu vald- ið og sjálfar byrjuðum við í síld 10- 12 ára. Ég flutti til Reykjavíkur til náms þegar ég var 14 ára og þá varð samband okkar slitróttara. Ása átti gott með að læra og stóð sig vel í skóla. Hún tók gagnfræða- próf frá gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar en fór svo í Samvinnuskól- ann. Þegar Ása flutti suður jukust tengslin á ný þegar við báðar fór- um að stofna okkar eigin fjölskyld- ur. Báðar eignuðumst við menn og giftumst, eignuðumst tvo drengi og settumst báðar að í Kópavogi. Við vorum alls ekki í daglegum samskiptum en um samband okk- ar má segja að blóð er þykkara en vatn. Við vorum alltaf til staðar, hvor fyrir aðra, þegar eitthvað bjátaði á. Þegar Snorri minn varð bráðkvaddur veittu Ása og Óli eiginmaður hennar mér mikinn stuðning. Þennan stuðning hef ég alltaf kunnað að meta og verið þakklát fyrir. Vinátta þeirra var ekki bara orðin tóm heldur voru þau vinir í raun. Heimili Ásu var mikið menningarheimili. Þau eru minnisstæð jólaboðin og afmælin þegar Óli sat við orgelið og allir sungu með. Tónlistaruppeldið skilaði sér á þann hátt að eldri son- ur þeirra, Gunnsteinn, varð einn af merkari tónlistarmönnum þjóðar- innar. Pétur Már, yngri sonurinn, varð bókmenntafræðingur og um- svifamikill bókaútgefandi. Ása átti farsæla ævi, nokkuð sem allir þrá en færri hlotnast. Síðustu árin fór heilsan að gefa sig. Hún flutti í þjónustuíbúð á vegum Sunnuhlíð- ar við Kópavogsbraut en ég bjó í Fannborg. Ég fór oft til hennar á rafskutlunni minni og áttum við oft ánægjulegar stundir. Ég þakka ánægjulega samfylgd og ævilanga vináttu og kveð Ásu frænku með sorg og söknuði. Kristjana Heiðberg Guðmundsdóttir. Við bræðurnir viljum minnast frænku okkar, Áslaugar Gunn- steinsdóttur, en móðir hennar var ömmusystir okkar bræðra. Hún var kvenskörungur mikill sem títt er um konur í okkar ætt. Grann- vaxin, snögg í hreyfingum og hnyttin í tilsvörum. Hún var gift Ólafi Jens Péturssyni og áttu þau farsælt hjónaband. Þannig var Ása gæfukona sem átti gifturíka ævi. Þótt ekki hafi verið reglu- bundinn samgangur milli fjöl- skyldna okkar var sambandið allt- af gott og um að ræða traustan vinskap. Þau voru lífsglöð og mik- ið söngfólk. Óli sat við orgelið og allir sungu með. Öllum leið vel og engum leiddist í þessum frábæra félagsskap. Ein æskuminning tengist ferð í berjamó langt út í sveit að því er okkur fannst. Berja- mórinn var ekki langt frá þeim stað þar sem álver Ísal er staðsett núna en var þá gjöfull berjamór. Svo bjuggu Ása og mamma til sultu og saft en upp úr stendur minningin um sólríkan dag í berja- mó. Fleiri og lengri ferðir voru farnar. Mamma og Ása sinntu vel eldri ættingjum og sumir bjuggu úti á landi. Afmælisveislur voru haldnar þar sem veitingar voru fluttar í skottinu og slegið upp veislu hjá gömlum frænkum. Í minningunni voru þetta ljúfar gæðastundir. Á síðustu árum tók að fjara undan heilsu hennar en minning hennar lifir í huga okkar og þær ómetanlegu stundir sem við áttum með henni og fjölskyld- unni. Hugur okkar er með fjöl- skyldu hennar og munum við halda þeim fjölskylduböndum sem voru henni og móður okkar svo dýrmæt. Við vottum vinum og aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Björgvin Gylfi Snorrason og Ásgeir Valur Snorrason. Ég var sjö ára þegar ég kynnt- ist Áslaugu Gunnsteinsdóttur. Við Pétur Már, sonur hennar, urðum bestu vinir. Þau voru nýkomin heim frá Danmörku og leiðir okk- ar lágu saman í Digranesskóla á Kópavogshálsi. Áslaug kunni þá list að gera vel við vini sona sinna. Slík mildi er dýrmæt ungum mönnum. Ég var velkominn á heimili þeirra frá fyrsta degi. Það var spjallað um allt milli himins og jarðar og ævilangur einlægur áhugi sýndur á mínum högum. Ás- laug og Ólafur Jens hennar höfðu geislandi húmor og voru hlátur- mild og hlý. Eins og gengur og gerist með unga menn var stundum farið of- fari í skipulagningu og áætlunum æskunnar. Í níu ára bekk tókum við Pétur að okkur, með öðrum vini, að hanna og útbúa forláta jólakortakassa bekkjarins okkar. Við litum á þetta sem töluverðan heiður og í augum ungra manna gat þetta ekki verið svo flókið. Þessi kassi yrði ugglaust eitt af undrum jólaföstunnar í Digranes- skóla. Við fórum heim til Péturs eftir skóla og dvöldum þar lengi fram eftir. Þegar Áslaug kom heim úr vinnunni mætti hún þrem- ur áhyggjufullum níu ára guttum sem komnir voru í öngstræti. Kassinn var okkur ofviða. En Ás- laug sá um sína. Hún sótti gamlan skókassa frá Ólafi Jens og hjálpaði okkur að pakka honum inn í fal- legan jólapappír. Kassinn var skreyttur og hann var glæsilegur. Heiðri okkar vinanna var borgið. Áslaug var víðsýn kona með stórt hjarta. Ég lenti í erfiðleikum snemma á þrítugsaldrinum. Eins og alltaf fékk ég sterkan stuðning frá Áslaugu. Hún var vitur og hlý. Ég man eftir samtali okkar á þess- um tíma, þegar ég kom einu sinni sem oftar á Álfhólsveg 68. Við fór- um tvö út í garð. Hún kom sér að efninu af varfærni. „Þú verður að fara vel með þig, elsku vinurinn minn. Þú ert góður drengur. Mundu að þú átt allan okkar stuðning. Þetta fer vel.“ Það er lán að eiga stórt fólk og víðsýnt í foreldrum sinna bestu vina. Þótt ég byggi erlendis fylgd- umst við Áslaug náið hvort með öðru. Heilsa hennar var tekin að gefa sig undir það seinasta. Svo kom dagurinn, þegar lagt var upp í aðra ferð. Ég sendi æskuvini mínum og fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ferdinand Jónsson. Áslaug Elísabet Gunnsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.