Morgunblaðið - 10.08.2020, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020
✝ Sverrir ÞórEinarsson
Skarpaas fæddist í
Reykjavík 2. maí
1962, hann lést 26.
júlí síðastliðinn.
Hann var sonur
Gerd Skarpaas og
Einars Stefáns Ein-
arssonar. Systkini
Sverris eru Ásta
Málfríður Ein-
arsdóttir, fædd
1956, Einar Þorsteinn Einarsson,
fæddur 1957, Orri Einarsson,
fæddur 1959, Bjarni Rúnar Ein-
arsson, fæddur 1961 og Eva
Skarpaas, fædd 1971.
Sverrir var alinn upp í Laug-
arásnum og gekk í Langholts-
skóla. Hann lærði bifvélavirkjun
sem ungur maður en starfaði
lengst af sem húðflúrmeistari.
Hann stofnaði sína eigin húðflúr-
stofu, Skinnlist, árið 1993 ásamt
fyrrverandi eiginkonu sinni og
rak hana svo ásamt Söru dóttur
sinni og eiginkonu
sinni, Dillu. Sverrir
deildi ástríðu sinni á
húðflúrun með dótt-
ur sinni Söru, sem
tók þátt í rekstri
stofunnar frá barn-
æsku, lærði húð-
flúrun hjá föður sín-
um og starfaði með
honum.
Sverrir var
međ fyrrver-
andi eiginkonu sinni Þuríði Björg
Birgisdóttur í 21 ár og eiga þau
þrjú börn, Daða Geir, fæddan
1984, Söru Mist, fædda 1989 og
Elínu Birtu, fædda 1993.
Sverrir kvæntist Diljá Petru
Palmer árið 2007 og héldu þau
upp á 13 ára brúðkaupsafmæli
sitt þann 7. júlí síðastliðinn.
Útför Sverris fer fram í Há-
teigskirkju 10. ágúst klukkan 13.
Streymt verður frá útförinni.
www.facebook.com/
sofnunsverris/
Elsku Sverrir minn. Ég
kynntist þér svo ung en strax og
ég leit þig augum vissi ég að þú
værir maðurinn fyrir mig. Þú
hélst í höndina á mér, varst mín
stoð og stytta þegar ég var veik-
ust fyrir og klettur fyrir alla aðra
þegar þú sást eitthvað bágt hjá
öðrum. Þú varst allra besta
manneskja sem ég hef nokkurn
tímann komist í kynni við, besti
vinur og langbesti eiginmaður
sem kona getur óskað sér. Þú
varst, ert og verður ávallt ástin
mín eina. Út fyrir endamörk al-
heimsins. Love you. Love you
more. Love you forever. To Infi-
nity. Ég mun að eilífu varðveita
þær yndislegu stundir og minn-
ingar sem við áttum saman.
Þín ástans eiginkona,
Diljá P.F. Palmer.
Hann var besti pabbi og afi
sem nokkur gæti óskað sér,
maðurinn sem gerði alltaf allt
fyrir alla og bað aldrei um neitt í
staðinn. Húðflúrmeistarinn sem
lét ekkert stoppa sig.
Sannur vinur vina sinna og
alltaf til staðar fyrir alla þegar á
reyndi, sannkallað gull af
manni. Þúsundþjalasmiðurinn
sem gat allt, búið til hvað sem er
og lagað allt.
Mesti meistari sem uppi hef-
ur verið sem bjó yfir svo mikilli
vitneskju og styrk, maðurinn
sem braut skiptilykla með hönd-
unum.
Rosalegur húmoristi sem gat
látið alla hlæja og var alltaf
stutt í grínið.
Hikaði aldrei við að setja sig í
lífshættu við að hjálpa öðrum og
lagði lykkju á leiða sína fyrir
ókunnuga, hljóp inn í brennandi
hús að bjarga fólki sem hann
þekkti ekki.
Hann barðist eins og herfor-
ingi í eitt og hálft ár við krabb-
ann en hélt samt alltaf áfram að
láta alla brosa og eyddi eins
miklum tíma og hann gat með
Mikka, afastráknum sínum.
Minning hans mun lifa að eilífu.
Hann spurði mig á hverjum ein-
asta degi frá barnæsku: „Var ég
búinn að segja þér í dag hvað ég
elska þig mikið?“ Hvort sem
svarið var nei eða já, þá sagði
hann það bara aftur „ég elska
þig út fyrir endimörk alheimsins
og til baka“ og ég elska þig út
fyrir endimörk alheimsins og til
baka pabbi minn.
Sara Mist Sverrisdóttir.
Ég sit og held í höndina á
bróður mínum. „Eva, segðu eitt-
hvað fyndið.“ Ég blaðra um
ferðalag okkar mæðgna síðustu
daga, segi asnalega brandara og
tel mínúturnar, tuttugu og fimm,
þrjátíu, fjörutíu og fimm. Loks-
ins slaknar á andlitsvöðvum,
verkjalyfin fara að virka og það
versta er liðið hjá. Ég kyssi þig
bless í síðasta sinn, á morgun
ertu farinn.
Ég kem í heimsókn á spítal-
ann. „Eva, komdu upp í til mín og
taktu sjálfu. Ég vil sjá hvernig ég
lít út.“ Stóri, sterki bróðir minn
sem var, er ekki lengur. Sá sem
er, er hlýr, ástríkur og viðkvæm-
ur. Mér dettur oftar og oftar í
hug „Lelli“ þegar ég horfi á þig.
Lelli, gælunafnið þitt þegar ég
var lítil og gat ekki sagt Sverrir.
„Eva geturðu gert mér greiða
og keypt eitthvað fallegt handa
Dillu minni, við eigum brúkaup-
safmæli í dag.“ Ég man ekki eftir
að þú hafir nokkurn tímann beðið
um hjálp fyrr. Takk. Ég man eft-
ir óteljandi skiptum sem þú hefur
hjálpað mér.
Þú bjargaðir mér upp úr
Tjörninni á aðfangadag þegar ég
var fjögurra ára, eftir að ég henti
mér út í á eftir brauðbita og
komst mér heim í leigubíl, þótt
þú værir ekki með peninga og
bara þrettán. Þú bjargaðir mér
frá hrekkjusvínum sem höfðu
tekið mig fyrir í 6 ára bekk og ég
þorði ekki í skólann lengur. Þú
tókst til þinna ráða og leystir
málið til frambúðar, það var eng-
inn að fara að níðast á litlu systur
þinni. Þegar ég var unglingur að
byrja í partýstandi og almenna
viðhorfið í hópnum var að allir
gætu bara gert það sem þeim
sýndist, þá tókst þú af skarið, aft-
ur á þinn hátt: „Ef einhver gefur
henni eitthvað, þá.“ Málið dautt.
Þegar ég fékk bílpróf lánað-
irðu mér bílinn þinn þangað til ég
gat keypt mér bíl sjálf. Þegar ég
keypti tjónaðan bíl gerðir þú við
hann. Og þegar ég klessti á staur
á leiðinni heim af verkstæðinu
hjá þér, fórstu bara að hlæja og
sagðir mér að koma aftur, ekkert
mál. Þegar ég keypti íbúð, þá
flísalagðir þú hjá mér og þegar
þú áttir eitthvað auka þá var það
boðið. Þegar ég missti hann
Gabríel minn umvafðir þú mig af
kærleik, syrgðir svo innilega og
leyfðir mér að gráta í fanginu á
þér.
Að fylgja þér í gegnum síðustu
mánuði í þínum veikindum er eitt
það erfiðasta sem ég hef gert en
að sama skapi hefur það verið
mér svo ótrúlega dýrmætt að fá
að kynnast þér og þínum nánustu
upp á nýtt. Ég sit eftir með bara
góðar minningar af okkar sam-
skiptum og hlýju þegar ég hugsa
til þín. Og ég sakna þín.
Eva systir.
Traustur vinur, getur gert
kraftaverk, á vel við elsku Sverri
okkar, þar sem traustari maður
er vandfundinn þótt víðar væri
leitað. Traustið kemur ekki af
sjálfu sér, það þarf að vinna fyrir
því. Það tók alveg ágætistíma að
byggja upp traustið á milli okkar,
en þegar sá ís brotnaði, þá varð
hann órjúfanlegur fyrir lífstíð,
traustsins vert. Traustið varð að
sönnum vinskap við Sverri og
Dillu. Sannur vinskapur varð að
fjölskyldu. Fjölskyldan varð að
afa. Sverrir varð afi yngri dóttur
minnar og gleymi ég ekki því
augnabliki, þegar afasambandið
myndaðist á milli Sverris og El-
ísabetar. Gleðin skein úr augum
þeirra og áberandi rök augu litu
dagsins ljós. Þau nutu þess að
prakkarast saman, eins og hið
ógleymanlega vatnsblöðrustríð,
þar sem óðir útlendingar urðu
fyrir barðinu og ætluðu í þau með
kreppta hnefa á lofti. En Sverrir
þurfti aðeins að sýna þeim eitt
stykki vel brýndan og stæðilegan
hníf, sem hann var ætíð með
meðferðis, þá hurfu þeir, reglu-
lega skömmustulegir á svipinn.
Sverrir okkar var svo mikill afi
og góður við börn. Þótti ekkert
skemmtilegra en að gleðja ung-
viðið, eins og Mikka afastrákinn
sinn, sem hann elskaði út af líf-
inu, litla töffarann. Gátu þeir
hangið saman endalaust og spek-
úlerað í hlutum. Eins með Söru
Mist, augasteininn hans. Sverrir
var stór persónuleiki, sem var
hrókur alls fagnaðar sama hvar
hann kom fram. Alltaf gat hann
komið fólki til að hlæja með sinn
frábæra húmor. Orti rímur eins
og að drekka vatn, mis-svæsnar.
Spilaði á hljóðfærið, sem voru
einungis tvær matskeiðar. Þótti
gaman að skora á menn í sjó-
mann og hafði alltaf betur, enda
var hann mikið heljarmenni.
Bara með einu fljótu handartaki
átti hann það til að búa til hring
úr skrúflykli, svona upp úr
þurru. Hugmyndaflugið hjá hon-
um var magnað. Var fljótur að
hugsa í lausnum, vildi klára alla
hluti helst strax, en ekki að bíða
með þá til morguns, ef hægt væri
á annað borð á einhvern hátt að
klára hlutina samdægurs. Hand-
laginn var hann með eindæmum
og virtist geta leyst allar þrautir
sama hversu erfiðar þær voru. Ef
hann var eitthvað efins, þá settist
hann fyrir framan tölvuna og
lærði það strax eða sankaði að
sér upplýsingum á augabragði.
Stólpavel gefinn og minnugur,
hreint út sagt eldklár. Var mikill
vinnuþjarkur og þótti ekkert eins
yndislegt og að vera bóndi í Höfn
með hinum helmingnum sínum,
Dillu sinni, ásamt því að sinna
Tattoo-stofunni Skinnlist. Það
situr ofarlega í huga mér, ein af
mörgum fallegum stundum er við
áttum saman fjölskyldan, þegar
við sátum að spjalli heima, fyrir
ári síðan. Veðrið var óvenjufal-
legt og sátum við því úti á svöl-
um, horfðum út á haf og á fjöllin í
kring. Benti hann oftar en einu
sinni, að hinum megin við Akra-
fjallið væri Höfn. Sverrir vildi
aldrei fara inn þessa nótt, heldur
njóta sólarupprásinnar til hins
ýtrasta fram að hádegi næsta da-
g,eins og hann hafi skynjað að
þessi tiltekna sólarupprás yrði sú
síðasta.
Elsku Dilla mín og fjölskylda.
Okkar dýpsta samúð,
Elska þig. Elska þig Sveddi,
takk fyrir allt og allt.
Jóhanna og dætur.
Vinnusamur mjög, heilsteypt-
ur, gamansamur og tryggur per-
sónuleiki, vinur vina sinna sem
ætíð var boðinn og búinn að rétta
þeim hjálparhönd. Gerði ekki úlf-
alda úr mýflugu, hann sá ekki
vandamál heldur verkefni, sem
þurfti að leysa. „Æðislegt, við
reddum þessu,“ var viðmótið
þegar komið var með vandamál
eða skemmtileg verkefni til hans
og gilti þá einu á hvaða tíma dags
það var, alltaf var Sverrir til
staðar, þessi orð lýsa vini mínum
best.
Ég minnist þess að seint eitt
föstudagskvöld var ég að vinna
við vask og vildi þannig til að
blöndunartækin reyndust ónýt
og fólkið sem þar var vatnslaust.
Ég hitti Sverri í stigahúsinu með
ónýtu tækin í hendinni og sagði
að ég þyrfti að bíða fram yfir
helgi eftir nýjum tækjum. Eftir 5
mín. hringir síminn og þar er
Sverrir og tilkynnti mér að
blöndunartækin sem ég þyrfti
væru klár uppi á Höfða. Nú
þyrftum við að fara í bíltúr því
ekki væru mikil not af vaskinum
ef blöndunartækin virkuðu ekki.
Krafturinn og dugnaðurinn að
hjóla í verkin og klára þau voru
honum eðlislæg. Að bíða með
hluti til morguns var ekki Sverr-
ir, farið var í hlutina hversu stór-
ir eða smáir þeir voru og málið
klárað. Virtist fátt vefjast fyrir
honum, enda var hann víðlesinn
og skipti þá ekki máli hvort verið
var að ræða um vélar eða Íslend-
ingasögurnar. Eftir hann liggja
teikningar og myndir í þúsun-
davís en Sverrir teiknaði mynd-
irnar á blað áður en hann húð-
flúraði. Ég spurði Sverri í einni
af heimsóknum mínum til hans á
sjúkrahúsið hvort hann gæti sagt
mér hversu marga viðskiptavini
hann hefði flúrað, ekki lá hann á
svari og sagði um hæl 43.000
manns eru með tattú eftir mig og
brosti.
Sverrir hafði þann eiginleika
að varðveita barnið í sér og hafði
gaman af smá stríðni. Enda var
gaman að sjá hvað honum þótti
vænt um hann Mikka sinn og
gátu þeir dundað sér við alls kon-
ar verkefni langtímum saman.
Eitt sinn greip ég hann og yngri
dóttur mína með fulla fötu af
vatnsblöðrum úti á svölum að
skjóta á Kínverja og sá ég ekki á
þeim hvort skemmti sér meira.
Sögurnar eru endalausar. Eitt
sinn kom hann í heimsókn niður í
Kistufell og var skiptilykill á af-
greiðsluborðinu, þurfti af-
greiðslumaðurinn að skjótast inn
á lager til að sinna vinnu sinni og
þegar hann ætlaði að ná í skipti-
lykilinn, þá hafði Sverrir hnoðað
honum saman þannig að hann
leit út eins og golfkúla. Átti svo
auðvelt með að sjá það spaugi-
lega í tilverunni þó að undirliggj-
andi hafi alvaran og festan verið
til staðar. Enda gat maður geng-
ið að því vísu að ef Sverrir lofaði
einhverju þá var staðið við það
alveg sama hversu stórt eða
smátt verkið var. Enda sagði
hann þú ert það sem þú segir.
En öll partý taka enda og
þurfti þessi sterki maður að láta
undan þessum illvíga sjúkdómi,
en hann var staðráðinn frá upp-
hafi að sigra þennan slag eins og
aðra, að lokum varð hann að láta í
minni pokann í fyrsta og eina
sinn.
Ég kveð nú trúnaðarvin og
þakka sýnda vináttu sem aldrei
bar skugga á í gegnum árin.
Votta hans góðu konu og fjöl-
skyldu mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hans.
Þórir Ingþórsson.
Sverrir Þór Ein-
arsson Skarpaas
✝ Bragi Bald-ursson fæddist í
Kópavogi 25. maí
1947. Hann varð
bráðkvaddur 27. júlí
2020.
Foreldrar hans
voru Vilborg Hall-
dórsdóttir og Baldur
Kristjónsson. Systk-
ini Braga eru
Nanna, Halldór,
Ingibjörg, Guð-
mundur, Sigríður (1951-2017),
Kristín, Þorgrímur, Friðrik og
Ólafur.
Bragi var kvæntur Guðrúnu
Lísu Erlendsdóttur (f. 1950). Þau
giftust 1. júní 1974 og eignuðust
þrjú börn, Sigrúnu (f. 1972) sem er
gift Guðmundi Arnari Birgissyni,
Þröst Thor (f. 1975) sem er kvænt-
Ameríku. Hann tók þátt í aðgerð-
um í tengslum við eldgosið í
Vestmannaeyjum sem háseti á
Herjólfi.
Eftir að sjómennsku lauk gerð-
ist Bragi atvinnubílstjóri á flutn-
ingabílum og stórvirkum vinnu-
vélum m.a. hjá Hagvirki,
Ríkisskipum og ET.
Bragi fór upp úr 1980 að hanna
og smíða jólaskraut og ýmsa muni
sem á síðustu áratugum hefur ver-
ið samstarfsverkefni þeirra hjóna
og þekkist undir merkinu Hjart-
ans list. Hafa Guðrún og Bragi
tekið þátt í fjölmörgum mörk-
uðum og handverkssýningum,
m.a. Handverki og hönnun,
Hrafnagili og Jólaþorpinu í Hafn-
arfirði. Árið 2007 ráku þau versl-
un í Tívolíinu í Kaupmannahöfn.
Útför Braga fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 10.
ágúst 2020, en í ljósi fjöldatak-
markana verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir.
ur Jóhönnu Kristínu
Jóhannesdóttur og
Bjarka (f. 1983).
Barnabörnin eru
fjögur, Þórunn Arna
Guðmundsdóttir,
Benedikta Björk
Þrastardóttir, Jó-
hannes Jökull Þrast-
arson og Theodóra
Kristín Þrast-
ardóttir.
Bragi var sjómað-
ur stóran hluta starfsævi sinnar og
fór hann að vinna á togaranum
Mars eftir að grunnskólagöngu
lauk. Hann gegndi margvíslegum
störfum til sjós. Hann starfaði á
fiskveiði- og flutningaskipum m.a.
á vegum Ríkisskipa, Nesskipa,
Hafskipa og Eimskipa í millilanda-
siglingum til Evrópu og Norður-
Horft út um glugga sumarsins;
í fjarska hvítur jökull sem ber við
bláan himin, dimmblár sjórinn og
hvítfextar öldur stefna út á hið
breiða haf, í sjónmáli trilla, bátur,
togari, skúta og skip siglandi hver
með sinn farm að og frá landi, um
borð áhöfn, á bryggjunni fólk sem
spyr frétta og segir sögur. Sögur
sem sagðar eru öðrum og þannig
gengur hver saga mann fram af
manni, tekur jafnvel breytingum í
næstu höfn eða meðförum þess
sem segir frá hverju sinni.
Bragi var einn þeirra manna
sem kunna þá list að segja sögur
og rétt eins og sannur sögumaður
átti hann sviðið og var krefjandi á
orðið, lumaði alltaf á fleiri sögum,
fléttaði og spann ef upp á vantaði
svo úr varð samfellt mál, heil saga,
margar sögur með ótal tilbrigðum
þar sem eitt leiddi að öðru, sögur
um samferðafólk hverju sinni þar
sem sögusviðið var landið og mið-
in, veröldin öll. Sem barn hlustaði
maður á ævintýralegar frásagnir
Braga og velti því stundum fyrir
sér hversu mörgu hann hefði eig-
inlega lent í um sína daga; manni
fannst alveg jafn trúanlegt að
Bragi hefði verið staddur um borð
í skriðdrekum og sprengiflugvél-
um beggja heimsstyrjaldanna rétt
eins og í móum bernskunnar við
upphaf byggðar í Kópavogi – þótt
seinna hefði maður áttað sig á því
að Bragi var ekki einu sinni fædd-
ur þegar seinni heimsstyrjöldinni
lauk. Það breytti engu um stað og
stund; sagan sögð og önnur tók
við, af öðrum atburðum frá allt
öðrum tíma óháð því hvort Bragi
var þar í raun og veru eða ekki.
Hann var fjölfróður um náttúru
og sögu, menn og málefni en það
kemur sér vel fyrir sagnamann,
auk þess sem Bragi hafði það
frjóa ímyndunarafl sem þarf til
þess að atvik verði að áhugaverðri
sögu og sögusviðið verði ljóslif-
andi fyrir þeim sem á hlustar. Og
þótt það henti suma hlustendur að
blunda í miðri sögu gerði það ekk-
ert til, tími fyrir kaffisopa á meðan
og framhald við næsta tækifæri.
Bílskúrinn hans Braga var ekki
síður vettvangur fyrir sögustund-
ir en þar voru heimasmíðaðir
gripir uppspretta ótal frásagna;
haganlega smíðaðir ísbirnir, end-
ur, skip, dúkkurúm, fallbyssur,
vörubílar, púsl, töfrasprotar og
sverð, að ógleymdum skrautmun-
um í anda jóla – hver hlutur unn-
inn af hjartans lyst og átti sér
sögu sem Bragi var tilbúinn að
segja aftur og aftur af sinni sér-
stæðu hjartans lyst.
Horft inn um glugga haustsins;
í nánd skammdegi og notaleg
skíma frá kertaljósum, tindrandi
hvít snjókorn og rauð hjörtu sem
titra, börn að leik með fallega hluti
smíðaða úr tré og vonandi einhver
sem mun taka að sér hlutverk
sagnamannsins og segja sögur …
Þakkir Bragi, fyrir hvert viðvik
og hvatningu, hverja góða stund.
Sendum hlýja strauma til þín
og þinna.
Áslaug og fjölskylda.
Bragi Baldursson
Okkar kæri
Þórður frændi er
farinn í sumar-
landið. Við fjöl-
skyldan og móðir mín, sem
sér á eftir kærum frænda,
þökkum honum kærleikann og
hlýjuna sem hann ávallt sýndi
okkur þegar við sóttum hann
heim. Börnin mín minnast
gestrisni hans eftir skíðamót á
Akureyri en Þórður reiddi
fram heimabakaðar pönnu-
kökur og kræsingar í sérhvert
sinn. Þórður fylgdist vel með
tækni og prentaði út myndir
úr tölvunni, hlustaði á tónlist
á netinu og hafði samskipti
við ættingja á facebook. Sem
barn naut ég gestrisni hans og
Unnar konu hans en ávallt var
stoppað á Eyrarveginum þeg-
ar ferðast var til Akureyrar.
Þórður frændi og móðir mín
Þórður Árni
Björgúlfsson
✝ Þórður ÁrniBjörgúlfsson
fæddist á Eski-
firði 2. maí 1918.
Hann lést 5. júlí
2020.
Útför hans var
gerð 23. júlí 2020.
Jóna I. Hall voru
systrabörn og
þótti þeim mjög
vænt hvoru um
annað. Þórður
dvaldi á heimili
móður minnar
þegar hann var
ungur maður og
var á svipuðu reki
og móðurbróðir
minn Árni Þórir
Hall heitinn.
Amma Ragnheiður var honum
sem önnur móðir og veit ég að
á milli þeirra allra varð til
einstakur vinskapur sem þau
ræktuðu alla tíð. Þórður var
glæsilegur maður, hár og
myndarlegur og ávallt í góðu
skapi. Hann var mikið snyrti-
menni og heimili hans og
Unnar bar vott um það alla tíð
en hann bjó heima hjá sér á
Eyrarveginum þar til hann
var rúmlega 100 ára. Þórði
þökkum við samfylgdina og
vottum Björgu, Ydda, Úlla og
þeirra fjölskyldum okkar
dýpstu samúð. Minning hans
lifir.
Ragnheiður K.
Guðmundsdóttir.