Morgunblaðið - 10.08.2020, Side 21

Morgunblaðið - 10.08.2020, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020 Ætli amma „yf- ir“ eigi ekki meira í mér og okkur systkinunum en við gerum okkur grein fyrir. Þau voru alla vega ansi mörg kvöld- in sem hún kom og sat í sóf- anum og passaði okkur á meðan við sváfum. Ef eitthvað bjátaði á, sem kom oft fyrir hjá mér, settist hún hjá manni þar til maður sofnaði. Aldrei neitt fum og fát, bara þolinmæði og góð- mennska. Það voru forréttindi að fá að alast upp í sveit með þrjá ættliði í sama húsinu. Amma og afi kenndu mér svo ótrúlega margt um gamla tím- ann og hvernig lífið gekk fyrir sig í sveitinni þegar þau voru með búið. Þegar ég svo eltist og fór í grunnskóla og á unglings- aldri sá ég hvers virði það var að hafa alist upp í þessu um- hverfi og fyrir það get ég að miklu leyti þakkað ömmu. Þó að amma og afi hafi flutt í Hveragerði og amma seinna á Grund þá hættum við aldrei að kalla hana ömmu „yfir“ vegna þess að í okkar huga var hún alltaf amma yfir og alltaf til taks fyrir okkur og alla fjöl- skylduna. Takk fyrir allt elsku amma yfir. Héðinn. Elsku amma Ragna, eða amma yfir eins og ég kallaði hana alltaf, er nú farin yfir móðuna miklu. Það er mikið sem ég þakka fyrir að hafa fengið að hafa hana heima á meðan ég var að alast upp. Allt- af var hún að líta eftir manni og passa upp á mann, sem líklega var ekki vanþörf á ef maður Ragnheiður Haraldsdóttir ✝ RagnheiðurHaraldsdóttir fæddist 7. maí 1931. Hún lést 27. júlí 2020. Útför Ragnheið- ar fór fram 7. ágúst 2020. hugsar til baka. Það er svo margt sem hún kenndi manni, bæði hlutir sem maður lærði strax og hlutir sem maður áttaði sig á seinna á lífsleið- inni. Amma var einhvern veginn alltaf við eða vak- andi yfir manni. Hún vann á skóla- bókasafninu þegar ég var í Gnúpverjaskóla sem nú heitir Þjórsárskóli, og alltaf frétti maður fyrstur af því ef það komu nýjar bækur í bókasafnið sem ömmu grunaði að maður hefði gaman af. Hún hafði svo sannarlega eftirlit með manni, hvort sem var heima þegar maður var að glannast um hlöð- in á reiðhjóli og seinna á fjór- hjóli, eða í skólanum. Ég man hvað það var skrítið þegar amma og afi þurftu að flytja í Hveragerði eftir Suðurlands- skjálftann árið 2000 og maður gat ekki lengur kíkt yfir í heim- sókn. Alltaf hafði ég og hef enn mikinn áhuga á íþróttum og hlakkaði mikið til þegar stór- mót voru sýnd í sjónvarpinu og var áhuginn byggður á því að ég hlakkaði svo til að horfa með ömmu á, sérstaklega handbolt- ann. Hún fylgdist alltaf með íþróttakeppnum hvort sem það voru frjálsar íþróttir, formúla 1, handbolti eða fótbolti, tala nú ekki um ef Ísland var að keppa. Alltaf fylgdist amma með þessu og voru þau ófá skiptin sem hún gat varla horft vegna spennu, og þá sérstaklega á handbolt- ann. Hún fylgdist ekki bara með í sjónvarpinu, heldur man ég eftir mörgum skiptum þar sem hún kom með mér á körfu- boltavöllinn við gamla svínahús- ið þar sem við eyddum góðri stund í að skjóta á körfuna. Ekki var spennan síðri þar en við sjónvarpið. Það er í raun stórfurðulegt hvað hún gat orð- ið æst og spennt yfir íþróttum þar sem hún var annars svo yfirveguð og róleg. Við amma áttum líka leyndarmál sem við héldum okkar á milli. Þegar ég var unglingur fiktaði ég við að reykja og reyndi að laumast í felur þegar enginn var heima til að fá mér eina sígarettu. Eitt sinn þegar ég var á leið minni að laumast á bak við svínahúsið til þess að fá mér sígarettu, brá mér heldur betur í brún þegar ég sá að amma stóð í felum á körfuboltavellinum við svína- húsið. Ég hélt að sjálfsögðu að hún vissi hvað ég væri að fara að gera og myndi skamma mig. Henni brá ekkert síður við að sjá mig og hrökk í kút, hún var nefnilega sjálf að reykja í laumi og sagði við mig að ég mætti alls ekki segja neinum að hún hefði verið að reykja. Í kjölfarið tókum við bara smá körfubolta og sagði ég aldrei neinum frá þessu. Seinna komst síðan að sjálfsögðu upp um reykingar okkar beggja. Ég vona að amma fyrirgefi mér fyrir að segja frá leyndarmálinu okkar núna. Ég er viss um að hún er einhvers staðar að hafa það gott og mögulega að horfa á eitthvert stórmótið í endursýn- ingu að tapa sér úr spenningi. Elsku amma, takk fyrir allar frábæru minningarnar, þær verða ávallt vel varðveittar. Þorsteinn (Steini). Elsku amma okkar hefur nú fengið hvíldina. Við sem eftir stöndum kveðjum hana með trega en á sama tíma slíku þakklæti að orð fá því illa lýst. Æðruleysið sem amma bjó yfir var einstakt. Það var sama hvað gekk á, alltaf hélt hún ró sinni. Eða hún náði a.m.k. að láta mann halda að hún væri sallaróleg. Nema kannski yfir íþróttunum í sjónvarpinu, en það var heilagur tími hjá ömmu ef það var handboltaleikur í sjónvarpinu, ég tala nú ekki um ef íslenska landsliðið var að spila. Þá var amma í essinu sínu. Umburðarlyndi var eitt af aðalsmerkjum ömmu. Hún tók opnum örmum inn á heimili sitt alls konar fólk í alls konar ástandi og þótti sjálfsagt. Í minningunni voru oftast 10-15 manns í mat hjá ömmu á venju- legum dögum, og alltaf fjórar máltíðir á dag. Lítillæti hennar var svo mikið að gjarnan borð- aði hún sinn mat inni í eldhúsi, og þá helst ekki fyrr en eftir að allir hinir höfðu borðað. Hvílík fyrirmynd sem hún var fyrir okkur sem yngri vorum, þótt maður hafi kannski ekki áttað sig á því fyrr en maður varð eldri. Henni þótti líka sjálfsagt að við krakkarnir værum „yfir“ hjá henni svo mamma og pabbi gætu sinnt félagsstörfum, ferðalögum og öðru. Þótt þau væru jafnvel í burtu í nokkra daga þótti ömmu það ekki til- tökumál að bæta okkur barna- börnunum við þetta stóra heim- ili sem hún rak. Og ekki man ég eftir að amma hafi nokkurn tímann reiðst okkur eða skammað á nokkurn hátt. Ef þurfti eitthvað að segja okkur til, þá var það í formi leiðsagnar og leiðbeininga, en aldrei pirr- ingur eða reiði. Þetta einstaka umburðar- lyndi og þolinmæði er veganesti sem ég hef geymt með mér og haft að leiðarljósi, því ég upp- lifði hjá ömmu hversu gott það er að geta haldið friðinn og vera ekki reiður. Ellikerling skildi ömmu ekki út undan frekar en aðra, og svo fór að minni hennar og geta fór smám saman þverrandi. En mikið sem hún hélt lengi í gleðina, brosið og gestrisnina. Alltaf var gaman að heimsækja hana á Grund, og það var skylda að þiggja að minnsta kosti kaffibolla. Alltaf var hún jafn ánægð með að hitta fólkið sitt. Jafnvel þó að síðustu árin myndi hún kannski ekki ná- kvæmlega hver viðkomandi væri, þá tók alltaf hlýja, gleði og bros á móti manni. Við Hauksbörn yljum okkur við óteljandi æskuminningar um ömmu Rögnu og hennar umvefjandi kærleika og ást. Það er flókið að koma öllu okk- ar þakklæti í stuttan greinar- stubb, en við trúum því að minnsta kosti að afi hafi verið feginn að fá hana til sín aftur eftir langan aðskilnað. Hvíl í friði og ró elsku amma, við þökkum þér innilega fyrir allt sem þú gafst okkur. Ég man sérstaklega eftir því sem barn að amma kallaði mig oft „ljósið sitt“. Því læt ég hér fylgja stutt ljóð sem mér finnst eiga vel við. Þeir segja þig látna, þú lifir samt og í ljósinu færð þú að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og í gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson) Bjarnheiður. Ragna í Mástungu, nafnið og bæjarnafnið saman, vekja minningar um tilhlökkun, góða stemningu, hátíð og félagsskap þar sem öllum leið vel, voru vel- komnir og fannst gaman að vera. Mástunga og Hamarsheiði tengjast sterkum böndum frá fornu fari í gegnum frændskap og vináttu margra kynslóða. Þótt Ragna í Mástungu og Mar- grét á Hamarsheiði kæmu nýj- ar að, styrkti vinátta þeirra tengslin enn frekar. Ragna, ung móðir, nýkomin að Mástungu og tekin við búi ásamt Haraldi manni sínum var fljót til aðstoðar norsku ráðs- konunni sem Bjarni tengdafaðir Rögnu hafði tekið til sín fyrir orð bróður síns á Hamarsheiði. Báðar voru borgardætur en Ragna kunni tökin og kenndi vinkonu sinni það sem þurfti til að vera ráðskona. Hún var líka innan handar þegar hugur norsku ráðskonunnar tók að leita austur að Hamarsheiði í vaxandi mæli. Fyrr en varði voru þær orðnar nágrannakon- ur, giftar inn í stóran frænd- garð með öllu sem því fylgir. Síst minnkaði vináttan milli bæjanna við þetta. Eftir því sem fjölskyldurnar stækkuðu og börn uxu úr grasi styttist leiðin milli Mástungu og Ham- arsheiðar enn frekar, enda ferð- ir á milli jafnvel margar á dag og erindin margvísleg. Börnin urðu frá fyrstu tíð leikfélagar og vinir og síðar skólafélagar. Tilvera barna og fullorðinna á bæjunum tveimur var sam- tengd á sjálfsagðan og áreynslulausan hátt og sam- gangur mikill. Í minningunni um þessa tíma var sumar stærstan hluta ársins og oftast sól. Trúlega er fátt dýrmætara sem fólk skilur eftir sig en góð- ar minningar. Það gerði Ragna í ríkum mæli, henni fylgdi birta, hlýja og notalegheit. Henni var lagið að gera skemmtun úr hversdagslegustu hlutum, glöggskyggn á spaugilegu hlið- ar tilverunnar, skjót til svars, hláturmild en nærgætin og vin- ur í raun. Það þarf enginn að halda að líf Rögnu hafi alltaf verið auð- velt. Kornung flutt úr borg í sveit, orðin húsmóðir á mann- mörgu heimili þar sem fleiri kynslóðir bjuggu saman og barnahópurinn stækkaði ört. Mitt í þessu öllu sinnti Ragna öllum þeim fjölbreyttu verkefn- um sem þessu fylgdu, útsjón- arsöm og myndarleg. Ekki að- eins var barnahópurinn stór, heldur annaðist hún líka aldr- aða á heimilinu árum saman. Í Mástungu var alltaf sérstaklega gestkvæmt. Borðstofan minnti á stóran og líflegan veitinga- stað, þar sem allir voru vel- komnir og skemmtu sér vel. Þetta getur ekki hafa verið auð- velt en einhvern veginn tókst Rögnu að gera öll verkefni ánægjuleg. Þrátt fyrir mikið annríki tókst Rögnu og Halla að finna stundir til að rækta vini sína og áhugamál, fara í leikhús, lesa bækur og taka þátt í félagsstarfi. Hjónin Ragna og Halli voru gæfusmiðir. Þau kynntust ung, fundu hamingjuna hvort í öðru og báru hana með sér alla tíð, jafnt í gleði og raunum. Stærsta áfallið var án efa þegar sonur þeirra Már féll frá á besta aldri. Betri nágranna og vini er ekki hægt að hugsa sér en fjöl- skylduna í Stóru-Mástungu, hjónin Rögnu og Halla og af- komendur þeirra. Þau tengsl eru dýrmætur arfur, sem von- andi varðveitist með komandi kynslóðum um ókomna tíð. Margrét Öxnevad og dætur. Hann Bjössi vin- ur minn er dáinn. Ég hafði tekið eftir að hann var orðinn grár og veikluleg- ur. En maður telur sér trú um að dauðinn sé fjarri, enn sé nóg- ur tími til að hittast, fara í bíltúr og fá sér kaffi. Svo hringir sím- inn skyndilega og allt er um seinan. Ég kynntist Bjössa þegar ég var skólastjóri í Holti um 1980. Hann bjó á Flateyri, í sínum fæðingarbæ, var formaður verkalýðsfélagsins og rak gallerí Bakkus. Ég komst þó fljótt að því að Björn var ekki einhamur. Hann var óvenjuleg blanda af listamanni, sjó- og mennta- manni. Hafði stundað beitingar og sótt sjóinn á alls kyns fleyt- um frá unglingsárum sem háseti og kokkur. Þá málaði hann alla tíð en kannski mest á sínum yngri árum og hafði ótvíræða hæfileika á því sviði. En hann var líka í kennaraskólanum og svo í háskólanum þar sem hann stundaði námsráðgjöf og sagn- fræði. Seinna varð hann skóla- Björn Kristján Hafberg ✝ Björn KristjánHafberg fædd- ist 4. júlí 1956. Hann lést 18. júlí 2020. Útförin fór fram 5. ágúst 2020. stjóri á Flateyri og síðar námsráðgjafi. Þá kenndi hann um tíma við FSu. Segja má að kynni okkar Björns hafi fljótlega litast nokkuð af sameig- inlegu dálæti á guði þeim sem galleríið var kennt við. Víst er að þá var oft gaman að lifa og við áttum góðar stundir saman þó að sumar yrðu óminnishegr- anum að bráð. En við vorum mestu mátar, áttum svipuð áhugamál, listir, skáldskap og stjórnmál. Já, hann Bjössi var pólitískur. Þar kom maður ekki að tómum kofunum hjá honum. Og við vorum sprottnir úr sama urtagarðinum. Gátum rætt þau mál löngum stundum. Um árabil fórum við saman í 1. maí-göng- una hér syðra. Á eftir var svo farið í kaffi hjá MÍR á Vatnsstíg og síðar Hverfisgötu þar sem hnallþórur voru í boði fyrir lít- ilræði og byltingarmyndir á veggjum. Þessum sið héldum við allt þar til heilsa Björns fór að bila. Eftir að ég kom heim frá BNA var heimili Björns farið að bera nokkurn svip af því sem síðar varð. Þangað sótti hópur vina og alltaf var kaffi á könn- unni og e-ð að maula. Bjössi var þá í námi og við höfðum borið gæfu til að slíta sambandi við guðinn Bakkus. Skjólstæðingar hans voru enda flestir af því sauðahúsi, að endurmeta líf sitt og taka óviss skref inn í nýtt og betra líf. Og þar var Björn í ess- inu sínu, alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd og leiðbeina mönn- um. Ráðgjafi af Guðs náð. Vann enda við þau mál um hríð. Hafði þó alltaf mörg járn í eldi, rak t.d. gistihús um tíma á Skóla- vörðustíg. Við Bjössi höfum alltaf hjálp- ast að. Hann hefur verið einn af mínum bestu vinum. Ég er hon- um alltaf þakklátur fyrir stuðn- inginn þegar ég átti erfitt. Kaffi- og matarboð hans eru mér í minni. Þar var rætt um stjórnmál og bókmenntir og stundaður ljóðalestur. Mér hef- ur stundum þótt Björn reka óformlega félagsþjónustu. Víst er að hann hefur hjálpað fleirum en ég kem tölu á og hinir mörgu skjólstæðingar hans og vinir eiga um sárt að binda í meira en einum skilningi. Og nú er hann horfinn á einu augabragði, þessi heimspekilegi, listræni, hjálp- sami og elskulegi maður. Ég sendi dætrum hans, barnabörn- um, systkinum og öðrum vanda- mönnum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þakka þér fyrir allt, elsku vinur! Ingólfur Steinsson. Hann var leitandi allt sitt líf og ég er alls ekki viss um að hann hafi fundið það sem hann var að leita að. Held hann hafi ekki viljað það. Leitin var svo spennandi. Að klífa hæstu tinda og líta yfir landið dugði honum ekki, hann varð að halda áfram. Eins konar landkönnuður. Meira að segja nokkrum árum fyrir dauða sinn, með þá vissu að hann væri með ólæknandi sjúkdóm, var hann að skipu- leggja að breyta alveg um lífs- stíl. Ekki til að berjast við sjúk- dóminn, heldur til að verða betri maður. Ég sat og hlustaði í hundr- aðasta skiptið á áætlanir hans um breytt líf. „Nú ætlaði hann fyrst að gera það sem hann hafði alltaf viljað.“ Hann var ekki í vanda með að tala fyrir máli sínu. Þannig var BH, allt frá því að ég hitti hann 16 ára strák á Núpi í Dýrafirði. Við vorum báðir þorparar, hann frá Flat- eyri, ég frá Þingeyri. Að vissu leyti vorum við líkir, en samt svo ólíkir. Hann fór á sjóinn og var þar með hléum þar til hann flutti á mölina. Hóf að mennta sig. Hann var vinmargur og oft dugði sólarhringurinn ekki til að sinna þessum vinum. Hann var svo litríkur karakter að það er ekki auðvelt að lýsa honum í stuttri minningargrein. Þyrfti heila bók til. Alltaf pollrólegur hvað sem gekk á. Prúðmenni af gamla skólanum, séntilmaður væri lík- lega rétt lýsing, en karlmenni og góðmenni myndi lýsa honum best. Með mikla samúð fyrir lítilmagnanum. Stóð alltaf við sitt. Svo gjafmildur að það gat komið honum í vanda. Hann átti á sama tíma erfitt með að taka við ef að honum var rétt. Var ei- líflega að þakka mér fyrir að hafa fengið að gista hjá mér í Reykjavík í stuttum heimsókn- um suður. Mörgum áratugum síðar var hann enn að. Þótti það greinilega ekki sjálfgefið. Man að ég sagði honum einu sinni að hætta þessu, hann væri orðinn væminn. Þá sá ég glettnisblik í augum hans. Ég gat oft lesið á hann og sá hvenær ég átti að reikna með að nú væri hann að- eins farinn að færa í stílinn, það var þegar ég sá þetta blik. Við sáumst ekki í meira en tvo áratugi. Við hittumst svo fyrir tilviljun fyrir um sex árum. Hann var enn þá sami gamli BH. Ekkert hafði breyst. Við duttum strax í sömu rulluna, hann að segja frá og ég að hlusta. Mikið þótti mér vænt um að hitta hann aftur. Ég held samt að við höfum aldrei verið nógu líkir til að skilja alveg hvor annan, líklega mætti segja að ég hafi endalaust verið að reyna, en hafði ekki erindi sem erfiði. Ætli ég hafi ekki verið of mikill efnishyggjumaður til að skilja hann. Þannig var BH, góður við alla, las yfir fólki um betra líf, sjálfur leitandi. Vildi að við tækjum þátt í baráttunni, en umbar að við gerðum það ekki. Ég þakka honum fyrir að hafa litað líf mitt, án slíkra manna væri heimurinn fátækari. Hvíl í friði vinur. Ég sendi svo dætrum hans, barnabörnum, systkinum og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Ólafur Sigurðsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minningargrein,“ val- inn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt- ingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.