Morgunblaðið - 10.08.2020, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50.
Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Handa-
vinnuhornið kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir
samfélagssáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regl-
una. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar
í síma 411 2790.
Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512 1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Göngu-
hópur fer frá Smiðju kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Minningarhópur kl. 10.30. Stólaleikfimi kl. 13.30.
Korpúlfar Leikfimi með sjúkraþjálfara kl. 9.30 í Borgum og verður
fram í miðjan ágúst. Ekkert þátttökugjald. Hefst svo á ný í september
en þá á fimmtudögum. Gönguhópar leggja af stað kl. 10 frá Borgum
og Grafarvogskirkju, ganga við allra hæfi. Morgunleikfimi útvarpsins
kl. 9.45 í Borgum. Munum einstaklingsbundnar sóttvarnir, virðum
reglurnar og komum heil heim.
Seltjarnarnes Kaffispjall og krossgátur í króknum kl. 10.30. Leikfimi í
salnum á Skólabraut kl. 11. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Þar
sem aukin áhersla er lögð á að fólk fari varlega verður lítið um að
vera í félagsstarfinu næstu daga. Rifjum upp samfélagssáttmálann,
virðum 2ja metra regluna og munum handþvott og sprittun.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Smíðum vandaða
sólpalla
og skjólgirðingar.
Gerum föst verðtilboð með
tímaáætlun. Útvegum efni
ef óskað er.
Hafið samband á
info@snorri.biz
eða í síma 519-5550
Til sölu
Sorpkvarnir
í vaska
Ýmislegt
University of Veterinary and
Pharmacy
Dýralæknahaskólinn í Košice
Slóvakiu heldur inntökupróf online
21. ágúst. Umsóknarfrestur til 14.
ágúst www.uvfl.sk uppl.
kaldasel@islandia.is og 8201071
Veiði
Silunganet • Sjóbleikjunet
Fyrirdráttarnet • Bleikjugildrur
Nýtt á afmælisári
Kraftaverkanet • margar tegundir
Grisjunarnetin fyrir bleikju og
netin í Litlasjó komin
Að auki fylgja silunganetum
vettlingar í aðgerðinni
Bólfæri
Netpokar fyrir þyngingu
og eitthvað meira skemmtileg
Heimavík 25 ára
01.05.1995 - 01.05.2020
Tveir góðir úr nýju netunum
Reynsla • Þekking • Gæði
heimavik.is, s. 892 8655
Bílar
Nýir 2020 Mitsubishi Outlander
Hybrid.
Flottasta typa með öllum búnaði.
Listaverð 6.690.000,-
Okkar verð er 800.000 lægra eða
5.890.000,-
Til sýnis á staðnum í nokkrum
litum.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
✝ ÖgmundurHeiðar Guð-
mundsson fæddist
í Reykjavík 9. júlí
1943. Hann lést á
Landspítalanum
Vífilsstöðum 31.
júlí 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Ögmunds-
son bifreiðarstjóri
frá Syðri-Reykjum
í Biskupstungum, f. 16. ágúst
1902, d. 9. júní 1946, og Krist-
ín Bjarnadóttir, fædd að Fjós-
um í Svartárdal 3. febrúar
1917, d. 3. september 2002.
Fósturfaðir Ögmundar var
Björn Jónsson lögregluþjónn
frá Haukagili í Hvítársíðu, f.
3. sept. 1915, d. 13. febrúar
1992.
Alsystkini Ögmundar eru: 1)
Unnur Hlín, f. 1940, d. 2013,
2) Bjarni Hrafn, f. 9. júlí 1943,
d. 2019, 3) Guðmundur Hlyn-
ur, f. 1945. Systkini Ögmund-
ar sammæðra eru: 1) Jón
Haukur, f. 1953, 2) Brynhildur
Ríkey, f. 1954, d. 2001, 3)
átti Ögmundur Önnu Kristínu,
f. 1966, og Ævar, f. 1969. Syn-
ir Önnu Kristínar og Lenny
Erikson eru Daniel Ådel og
Patrick Ådel. Eiginkona Pat-
ricks er Kristin og eiga þau
Charlie, Signe og Belle. Eig-
inkona Ævars er Berglind
Þóra Steinarsdóttir. Sonur
þeirra er Hilmir Dan.
Ögmundur ólst upp í
Reykjavík, gekk í Barnaskóla
Austurbæjar og járn-
smíðadeild Gagnfræðaskóla
verknáms. Að loknu skyldu-
námi vann hann ýmis störf til
sjós og lands, s.s. á síldarplani
á Siglufirði, hvalveiðibátum og
á skurðarplani í Hvalfirði.
Hann lauk prófi frá Loft-
skeytaskólanum 1965 og var
loftskeytamaður á ýmsum tog-
urum og hjá Landhelgisgæsl-
unni. Eftir að hann hætti til
sjós starfaði hann sem sendi-
bílstjóri og frá árinu 2000 við
öryggisvörslu á Landspít-
alanum í Fossvogi. Ögmundur
lét af störfum vegna heilsu-
brests í byrjun árs 2005.
Útför hans fer fram frá
Seljakirkju í dag, 10. ágúst
2020, og hefst klukkan 13.
Fjöldatakmarkanir gilda og
því aðeins rúm fyrir boðsgesti,
en streymt verður á síðu
Seljakirkju: https://www.fa-
cebook.com/seljakirkja/
Hjördís, f. 1957, d.
1995. Bróðir Ög-
mundar samfeðra
var: Auðunn Rafn,
f. 1936, d. 2017.
Eftirlifandi eig-
inkona Ögmundar
er Kristín Jóns-
dóttir grunnskóla-
kennari, fædd 16.
desember 1950.
Foreldrar hennar
voru Jón Sig-
urgeirsson og Hildur Eiðs-
dóttir í Árteigi í Köldukinn.
Ögmundur og Kristín gengu í
hjónaband 28. ágúst 1971,
byrjuðu búskap sinn í Fells-
múla í Reykjavík en fluttu
1977 í Dalsel í Breiðholti og
bjuggu þar síðan. Börn Ög-
mundar og Kristínar eru: 1)
Guðmundur, f. 1970. 2) Jón, f.
1974, sambýliskona hans er
Snjólaug María Árnadóttir.
Synir þeirra eru Eiður og Ró-
bert. 3) Unnur, f. 1981. Eigin-
maður hennar er Páll L. Sig-
urjónsson. Börn Unnar og
Sigurbjörns Viktorssonar eru
Hrafnhildur og Tryggvi. Fyrir
Pabbi er farinn í sumarland-
ið. Síðustu misserin var hann
inn og út af sjúkrastofnunum
og samfleytt frá því í vor. Hann
var orðinn þreyttur á því og
sagðist vilja í sumarfrí; vildi
komast norður í sveitasæluna í
Köldukinn þar sem hann og
mamma eyddu saman svo
mörgum sumrum, ekki síst síð-
ustu árin eftir að heilsu hans og
hreyfigetu tók að hraka.
Pabbi fæddist á Vífilsgötu í
Reykjavík og fluttist ungur yfir
á Bollagötu. Þriggja ára missti
hann föður sinn og átti það ef-
laust eftir að móta hann þótt
hann hefði síðar eignast fóstur-
föður sem við systkinin litum
alltaf á sem afa okkar. Ungur
fór pabbi í sveit í Austurhlíð í
Blöndudal og var þar í mörg
sumur í nágrenni við móðurafa
sinn og ættingja í Bollastöðum í
sömu sveit. Þar nærri er
Rugludalur og grínaðist ég
stundum við hann að við ættum
að taka upp ættarnafnið Rugl-
dal þar sem Blöndal væri upp-
tekið. Það fannst pabba pínu
fyndið enda deildum við sama
húmor og oft stutt í fimmaura-
brandarana.
Pabba verður ekki minnst
öðruvísi en að nefna Bjarna tví-
burabróður hans. Þeir voru
mjög samrýndir; báðir t.a.m.
með ofuráhuga á fréttum og
veðurfréttum. Þeir voru líka
ákaflega nýtnir og óku lengi vel
á sama ökuskírteininu. Gekk
það bara nokkuð vel því yfir-
leitt var annar hvor þeirra á
sjó. Þeim var líka oft ruglað
saman og það gerðist marg-
sinnis að ég var einhvers staðar
með pabba og einhver mistók
hann fyrir Bjarna. Þá þótti mér
pínlegt þegar pabbi tók bara
samtalið og kvaddi svo viðkom-
andi án þess að leiðrétta mis-
skilninginn.
Pabbi var mikið á sjó þegar
ég var barn og það var alltaf
spennandi þegar hann kom
heim úr sölusiglingum frá Evr-
ópu, hlaðinn leikföngum og góð-
gæti. Skemmtilegast var þó
þegar ég fékk 12 ára gamall að
fara með í siglingu til Cuxhaven
í Þýskalandi, en hann var þá
loftskeytamaður á Snorra
Sturlusyni. Sú ferð var mikið
ævintýri fyrir ungan dreng og
ekki allir sem áttu pabba sem
gat boðið upp á þannig lífs-
reynslu. Það var ekki síður
spennandi þegar hann var hjá
Landhelgisgæslunni; þá fékk ég
eitt sinn að fara með í eftirlits-
flug á Fokker-vél Gæslunnar og
man ég vel eftir því þegar hún
steypti sér niður að fiskveiði-
bátunum, eflaust í því skyni að
koma þeim að óvörum.
Pabbi naut þess að ferðast
um landið og á ég sælar æsku-
minningar frá fjölmörgum
tjaldútilegum í Landbrotshól-
um, en hann var þá búinn að
reikna út að þar væri oftast
besta veðrið. Hann las mikið
þegar hann var á sjó og var
fjölfróður. Hann var líka bæði
forvitinn og athugull. Færi
maður í ferðalag leið ekki á
löngu áður en hann hringdi til
að taka stöðuna á hvar maður
væri staddur og hvernig veðrið
væri þar þá stundina – eða eig-
inlega frekar til að fá staðfest-
ingu á því að það væri eins og
því hafði verið lýst í veðurfrétt-
um. Hann hafði dálæti á ís-
lenskum sönglögum, ekki síst
lögum Sigfúsar Halldórssonar,
og hafði gaman af því að horfa
á hasarmyndir og vestra. Síðast
en ekki síst var pabbi vanafast-
ur og viðhafði oft miklar serem-
óníur í kringum það sem hann
var að fást við þá stundina.
Hans er og verður sárt saknað.
Guðmundur Ögmundsson.
Ég trúi því varla að þú sért
farinn og ég eigi aldrei eftir að
sjá þig aftur. Það var alltaf svo
gaman að fara með þér og
ömmu í sveitina á sumrin. Þú
sagðir alltaf við mig að ég væri
svo ljúfur og góður drengur
sem ég á eftir að sakna að
heyra frá þér. Þegar við fórum
í Þóroddsstað á sumrin var allt-
af mjög skemmtilegt að fara í
heita pottinn en þá sagðir þú
alltaf: „Þið vitið að það er bann-
að að pissa og prumpa í pott-
inn.“
Hvíl í friði elsku afi.
Eiður Jónsson.
Ögmundur H.
Guðmundsson
Ég minnist vinar
míns Einars Jóns-
sonar, oftast kall-
aður Einar Johnny.
Við eigum það sam-
eiginlegt að hafa alist upp með
fótboltanum á Selfossi og var fé-
lagið okkar UMF Selfoss okkur
ákaflega kært. Leiðir okkar
lágu lengi saman á vettvangi
knattspyrnunnar og fyrst fyrir
alvöru um haustið 1991 þegar
staðan var erfið í fótboltanum á
Selfossi og tókum við þá að okk-
ur deildina ásamt góðu fólki og
héldum henni gangandi til
næsta aðalfundar í erfiðri stöðu.
Þá reyndi mjög á vinnuframlag
og góð úrræði og voru kvöldin
ófá sem ég eyddi heima hjá Ein-
ari og Elínu konu hans sem lést
fyrir aldur fram árið 2014. Ein-
ar var einn frumkvöðla hjá
deildinni við gangstéttasteypu
til fjáröflunar, hafði forgöngu að
byggingu timburstúku árið 1993
á Selfossvelli, átti sæti í stjórn
deildarinnar, var í sögu- og
minjanefnd svo fá dæmi séu
tekin. En umfram allt var Einar
leikmaður í knattspyrnu og
margir í stórfjölskyldunni þótt
félagsmálin skipuðu stóran sess
að loknum ferli. Einar var
leikjahæsti leikmaður Selfoss
með 386 leiki og inni á vellinum
var Einar foringi, oftast fyrirliði
í hjarta varnarinnar og gaf aldr-
Einar Jónsson
✝ Einar Jónssonfæddist 28. jan-
úar 1958. Hann lést
1. ágúst 2020.
Einar var jarð-
sunginn 7. ágúst
2020.
ei neitt eftir. Þeir
„Dýragarðsbræð-
ur“ sem oft eru svo
nefndir voru áber-
andi í leikjum Sel-
foss til áratuga
ásamt mági þeirra,
en Dýragarðsnafnið
kom út frá því að
Jón faðir þeirra var
dýralæknir. Einar
sneri sér svo að
þjálfun og mennt-
aði sig sem slíkur en Einar var
að mínu mati djúpþenkjandi
áhugamaður um knattspyrnu,
horfði á leiki úti um allan heim,
mest í sjónvarpi seinni árin og
hafði gaman af að fara yfir og
greina. Við Einar vorum ekki
alltaf sammála og gátu þá klipp-
ingarnar tekið á aðra klukku-
stund og krufðum við málin til
mergjar. Einar þjálfaði Viðar
son minn til að mynda á mót-
unarárunum og minnist Viðar
oft hversu vel Einar kenndi
þessa mögnuðu íþrótt knatt-
spyrnu og var góður leiðbein-
andi.
Einar var bítill í sér og vildi
helst hafa sítt að aftan en Elín
hafði aðra skoðun vildi hafa hár-
ið styttra, ég skynjaði fyrir
löngu hversu mikið hann elskaði
hana og því fékk hún oftast að
ráða. Við göntuðumst oft með
það eftir að hún lést hvora
klippinguna við ættum að taka
og niðurstaðan varð oftast henni
í vil. Fráfall hennar var honum
þungbært en í staðinn gat hann
glaðst yfir glæsilegum barna-
hópi og ört stækkandi hópi afa-
barnanna. Einar missti síðan
móður sína og barnabarn síð-
asta árið og tókst svo á við
þessu erfiðu veikindi. Það er
mikið hægt að leggja á eina fjöl-
skyldu en hún stendur þétt
saman og samfélagið hér á Sel-
fossi syrgir góðan dreng. Einar
var ekki maður óraunhæfra
væntinga sem oft kom fram í
okkar samtölum um knatt-
spyrnu þar sem vonir og vænt-
ingar spila stóra rullu, hann
vildi hafa báða fætur á jörðinni.
Einar gat verið stríðinn mjög,
en einkenni hans voru staðfesta,
samviskusemi og traust. Einar
sagði nú síðast er við hittumst
að leiktíminn væri liðinn og
uppbótartíminn langt kominn,
og nú er hann liðinn. Ég vil
þakka trausta vináttu, allt fram-
lag hans til fótboltans og sam-
félags okkar hér á Selfossi.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar allrar.
Kjartan Björnsson.
Við kveðjum nú, allt of
snemma, einn okkar bestu sam-
starfsmanna og félaga með
söknuði og virðingu.
Einar Jónsson, húsasmíða-
meistari, var ráðinn til starfa
hjá Húsasmiðjunni á Selfossi ár-
ið 2003. Einar sinnti þar ráðgjöf
og sölustörfum og var farsæll í
störfum sínum. Hann eignaðist
fjölda traustra viðskiptavina
víða um land sem leituðu endur-
tekið til Einars varðandi efnis-
kaup og ráðgjöf við ný verkefni.
Verslunin á Selfossi hefur um
árabil átt góðri velgengni að
fagna og tók Einar virkan þátt í
að byggja hana upp og efla. Ár-
ið 2015 tók Einar að sér að
flytjast tímabundið í þrjá mán-
uði á Akureyri og sinna fag-
sölustörfum í Húsasmiðjuversl-
uninni á Lónsbakka. Svo vinsæll
varð Einar strax meðal við-
skiptavina að hann ílengdist þar
í rúm tvö ár. Árið 2017 flutti
Einar aftur suður, bjó áfram á
Selfossi en sinnti daglegum
störfum sem viðskiptastjóri á
fagsölusviði Húsasmiðjunnar í
nýrri fagmannaverslun í Kjalar-
vogi í Reykjavík.
Einar var einstaklega góður
vinnufélagi, traustur og fylginn
sér. Hann hafði mikla þekkingu
á byggingarvörum, eftirsóttur
meðal viðskiptavina og kláraði
verkefni sín hratt. Jafnframt
leitaði samstarfsfólk oft til Ein-
ars varðandi ráðleggingar við
hin ýmsu úrlausnarefni. Einar
var mikill keppnismaður og átti
að baki farsælan feril sem af-
reksíþróttamaður, þjálfari og
síðar framámaður hjá UMF Sel-
foss. Sú reynsla skilaði sér jafn-
framt vel við dagleg störf og
mótaði árangur hans hjá Húsa-
smiðjunni. Einar var hress á
góðum stundum og átti marga
góða vini meðal samstarfsfólks.
Þrátt fyrir að oft væri hart tek-
ist á um árangur liða í enska
boltanum eða innanlands var
alltaf stutt í brosið hjá Einari.
Það var mikið áfall þegar
Einar greindist með alvarlegt
mein síðasta haust. Einar tók þó
baráttunni af miklu æðruleysi.
Hann barðist hetjulega og bar
sig vel fram á síðustu metrana.
Einars verður sárt saknað.
Genginn er einstaklega mikill
Húsasmiðjumaður sem við
kveðjum með söknuði og virð-
ingu samtímis því að við minn-
umst af hlýhug fjölda góðra
stunda með Einari.
Fyrir hönd Húsasmiðjunnar
og samstarfsfólks sendum við
innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldu og aðstandenda.
Árni Stefánsson.