Morgunblaðið - 10.08.2020, Side 24

Morgunblaðið - 10.08.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020 60 ára Valborg ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík en býr á Sel- tjarnarnesi. Hún er lög- fræðingur frá Háskóla Íslands, er hæstaréttarlögmaður og starfar á eigin stofu. Valborg situr í úrskurðarnefnd Lög- mannafélagsins. Maki: Eiríkur Thorsteinsson, f. 1959, kvikmyndagerðarmaður. Börn: Ármann Snævarr, f. 1981 og stjúp- dóttir er Oddný Eva Thorsteinsson, f. 1988. Sonardóttirin er Valborg Nehir Snævarr, f. 2015. Foreldrar: Ármann Snævarr, f. 1919, d. 2010, prófessor í lögum við HÍ og hæsta- réttardómari, og Valborg Sigurðardóttir, f. 1922, d. 2012, skólastjóri Fósturskóla Íslands. Valborg Þóra Snævarr Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt. 20. apríl - 20. maí  Naut Hristu af þér alla hræðslu og helltu þér í það sem þig langar mest að gera. Að sama skapi skaltu ekki trúa öllu sem þér er sagt í dag varðandi heilsu þína. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Taktu mark á ráðleggingum þeirra sem þykir vænt um þig og settu þær ofar öllu öðru. Hikaðu ekki við að fá aðstoð, ef þú kemst ekki yfir allt saman. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Per- sónulegur þroski borgar sig á óvæntan hátt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú sérð hvernig þú getur auðveld- lega öðlast meiri áhrif í vissum að- stæðum. Leyfðu öðrum að njóta gleðinnar með þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Flýttu þér hægt að kveða upp dóm um menn og málefni. Gefðu þér tíma til að sinna þér og þínum nánustu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gerðu hvaðeina sem þér kemur til hugar til þess að auka við þekkingu þína. Láttu það ekki koma þér á óvart þegar leitað verður eftir stuðningi þínum við ákveðið mál. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Viljirðu búa við áframhald- andi velgengni máttu í engu slaka á. Taktu hlutina fastari tökum. Gaumgæfðu líf þitt og kannaðu hvort þú vilt breyta til. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Málefni tengd ástinni, róm- antík og jafnvel léttúðugu daðri gera dag- inn mjög spennandi fyrir þig. Hættu að forðast hið óumflýjanlega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samstarfsmenn sýna hjálpsemi og liðlegheit í dag. Einblíndu á aðalatriðin og þá mun lausnin fljótlega liggja í augum uppi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Flóknar aðstæður einfaldast og vandamál leysast. Skoðaðu vandlega hvað þú hefur sjálfur og lærðu að meta það. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þörfin til að vera hvatvís er sterk, en ekki endilega gáfuleg. Mundu að engin manneskja er annars eign. fossanið og hljóð frá eldgosinu í Vest- mannaeyjum. Reyndar gerði ég ball- ett í Stokkhólmi, með frumsýningu 23. janúar 1974, á ársdegi gossins, sem ég kallaði „Gosið í Heimaey“. Þá sýningu var ég með í Nordiska Museet, eða Norræna safninu.“ Lífið er ekki bara ballett Unnur hefur haldið fyrirlestra um Ísland um alla Svíþjóð og Finnland. „Ég hef þá sýnt myndir og kennt við- litla sviðið hjá óperunni nefnt. Þegar ég fór um landið hér, var það með minn eigin flokk, Fenixballettinn. Þór sonur minn var með sem tæknimaður, sá um ljós og hljóð. Hljómlistina við þennan ballett hafði ég pantað sér- staklega, hjá tónskáldinu Ralph Lundsten, en þetta var rafmagns- hljómlist. Ég sat reyndar hjá honum við samninguna, ég hafði útvegað mér ýmis íslensk hljóð sem pössuðu inn í verkið, s.s. kindajarm, fuglakvak, U nnur Guðjónsdóttir er fædd 10. ágúst 1940 í Reykjavík og ólst þar upp. Sjö ára gömul var hún með beinkröm sem olli því að hún átti erfitt um gang. „Ökklarnir voru veikir fyrir og því varð ég að nota sérsmíðaða skó, sem voru með spöngum að innanverðu við ökklana. Mamma mín setti mig í dans- skóla Rigmors Hansen, í von um að ég fengist til að hreyfa mig, skólaus. Ég féll alveg fyrir þessu, lét ekki óþæg- indin á mig fá, heldur naut dansins.“ Þetta varð byrjunin á ævistarfi Unnar sem dansara. Eftir skóla Rig- mors varð menntunin þessi: Skóli Sig- ríðar Ármann, Listdansskóli Þjóðleik- hússins, Rambert skóli í London, Dansháskóli Svíþjóðar þar sem hún útskrifaðist sem ballettkennari eftir þrjú ár, með gráðu BFA. Hún var einnig þrjú sumur í röð á 7. áratug síð- ustu aldar í Palucca dansskóla í Dres- den. „Haustið 1965 var ég viðstödd kennslu hjá Bolsojballettinum í Moskvu sem var ómetanlegt, en venjulega fær enginn óviðkomandi að fylgjast með æfingum flokksins.“ Unnur var dansari í Þjóðleikhúsinu, meira eða minna 1955-1963, en þá flutti hún til Svíþjóðar. „Ég kynntist hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem var sænskur. Þar í landi var ég atvinnudansari næstu áratug- ina, í Ríkisleikhúsinu, Cramérball- ettflokknum, Drottningarhólmsball- ettflokknum, Dramaten, sem er þjóðleikhús Svía, og svo Fenixball- ettflokknum, sem ég myndaði sjálf.“ Unnur dansaði lika hér á landi við ýmis tilfelli og árin 1972-73 var hún ballettmeistari Þjóðleikhússins. „Árið 1976 gerði ég fyrsta alíslenska ballett- inn, fyrir Þjóðleikhúsið, en allir sem komu að honum voru íslenskir at- vinnulistamenn. Ég samdi og æfði dansinn, teiknaði búninga og tjöld, Þorkell Sigurbjörnsson samdi hljóm- listina og Sinfóníuhljómsveitin spilaði. Sama ár fór ég með ballettinn „Gunn- ar á Hlíðarenda“ hringinn í kringum landið, á vegum Norræna félagsins hér á Íslandi. Ballettinn hafði ég sam- ið 1973 fyrir Sænsku óperuna sem hafði boðið 6 danshöfundum að semja balletta fyrir „Rotundan“, en svo var stöddum að dansa vikivaka. Hef ég ætíð verið klædd íslenskum faldbún- ingi við þessi tækifæri. Ég hef líka haldið fyrirlestra í sama dúr um Kína, en áhugi minn á Kína vaknaði þegar ég fór þangað í fyrsta sinn árið 1983. Ég var um skeið í Kínvers-íslenska menningarfélaginu, en árið 2013 var ég útnefnd heiðursfélagi þess. Ég hef gert eitt og annað til þess að kynna kínverska menningu, eins og að hafa ljósmyndasýningar, á myndum sem ég hef tekið í Kína, tvær hér í Reykja- vík, og eina á Akureyri í Ketilhúsinu, en þar sýndi ég líka kínverska bún- inga.“ Unnur hefur sömuleiðis haldið fyrirlestra um Svíþjóð, um allt Ísland. „Þá hefur Þór verið með og spilað á gítar og sungið sænska söngva. Höf- um við þá alltaf verið klædd sænskum þjóðbúningum.“ Unnur hefur einnig stundað ritstörf og blaðamennsku gegnum tíðina. „Ég hef skrifað greinar um ýmis mál í Sví- þjóð. t.d. leikhúsmál, tekið viðtöl við ýmsa listamenn, einnig hér á landi, eins og við Halldór Laxness og Vigdísi Finnbogadóttur, sem voru birt í Sví- þjóð. Ég skrifaði um íslenskan dans á Íslandi í sænsku Nationalencykloped- in, sem er þjóðarorðabókin þeirra og hér á landi í Lesbók Morgunblaðsins. Núna fer ég hingað og þangað og Unnur Guðjónsdóttir ballettmeistari – 80 ára Ballettdansarinn Unnur sem Venus og José Udaeta sem Daphnis, í ballett um rómverskar goðsagnir, í Drottningarhólmsballettflokknum 1967. Dans, dans, bara dans Í Moskvu Unnur situr á milli Raisu Strutsjkovu og Mikhails Lavrosky í æfingasal Bolsjo-ballettflokksins árið 1965. Mæðginin Þór og Unnur við Kínasafnið árið 2018. 50 ára Nanný er Ís- firðingur. Hún er leik- skólakennari að mennt frá Háskól- anum á Akureyri og er framkvæmdastjóri og einn eigenda ferða- þjónustufyrirtækisins Borea Adventures. Nanný er bæjar- fulltrúi á Ísafirði. Maki: Rúnar Óli Karlsson, f. 1972, leið- sögumaður og einn eigenda Borea Adventures. Börn: Örvar Dóri Rögnvaldsson, f. 1989, Regína Sif, f. 1995, og Kolfinna Íris, f. 2001, Rúnarsdætur. Barnabörnin eru Ylfa, f. 2017, og Salka, f. 2019. Foreldrar: Jónína Sturludóttir, f. 1949, fv. bókari, búsett á Akureyri, og Guð- mundur Gunnar Jóhannesson, f. 1946, rafvirki, búsettur í Þrándheimi. Nanný Arna Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn Skólar & námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 14. ágúst 2020 NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir klukkan 12 þriðjudaginn 11. ágúst. SÉRBLAÐ Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám. –– Meira fyrir lesendur Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.