Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 2

Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Tvö hús hafa nýlega bæst við götumynd Starhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið lengst til hægri, Starhagi 1, var áður á bak- lóð Laugavegar 36 og var flutt þangað í vor eftir að hafa verið gert upp. Það var byggt árið 1896. Bláa húsið við hlið þess var nýlega reist á lóð númer þrjú við götuna. Það er einingahús sem flutt var inn frá Eistlandi. Þó að húsið sé glænýtt svipar því til húsa sem byggð voru í Reykjavík í byrjun 20. aldar og fellur því vel að götumyndinni á Starhaga. Það var Minjavernd sem sá um endurgerð hússins á Starhaga 1. Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við hótelbyggingu árið 2014 þurfti húsið að víkja ásamt öðru húsi. Lagfæring var unnin í samráði við Minja- stofnun og Borgarsögusafn. Húsið hefur þegar verið selt. Morgunblaðið/Eggert Gamalt og nýtt í breyttri götumynd Starhaga Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Tíðni netglæpa heldur áfram að aukast að sögn Gísla Jökuls Gísla- sonar, rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, en fjársvik jukust um 27% á árinu 2019 samkvæmt af- brotaskýrslu ríkislögreglustjóra. „Við höfum því miður séð ljót mál þar sem einstaklingar missa kannski allan sparnaðinn og allt í einu eru þeir farnir að taka lán til þess að mata glæpamanninn sem er að selja þeim lygasögu,“ segir hann. Algengt sé að þeir sem lendi í svindli skammist sín og leiti því síður hjálpar. „Þá kemur skömmin. Fólk hugs- ar um að það hafi verið platað í stað þess að hugsa um að þetta hafi verið skipulögð glæpastarf- semi,“ segir hann. Auk þess sem svindlið virðist enn vera að aukast á þessu ári sjást nú ýmis mynstur sem sýna hvaða hópar eru helst berskjald- aðir fyrir netglæpum á borð við netsvindl. „Fólk er berskjaldaðra þegar áföll hafa riðið yfir – þeir sem verða fyrir atvinnumissi, tekju- missi, makamissi eða jafnvel lenda í veikindum eru líklegri til að falla fyrir fjármálasvindli en aðrir. Við höfum í mörgum málum séð að stór áföll eru mikilvæg breyta í þessum efnum,“ segir hann. Undanfarið hefur borið á net- svindli þar sem svikarar senda smáskilaboð undir merkjum ríkis- skattstjóra og biðja viðtakanda um að „sækja endurgreiðslu“ inni á falsaðri síðu, þar sem viðtakandi er beðinn um að slá inn kortaupplýs- ingar. Netverjar vöktu enn fremur athygli á nýju netsvindli í gær, þar sem óprúttinn aðili hefur þóst vera Pósturinn og tjáð viðtakendum að þeir ættu eftir að sækja pakka og síðan inna greiðslu af hendi. Lítið hægt að aðhafast án peningaslóðar Í mörgum svindlmálum reyna svindlarar að nálgast kortaupplýs- ingar og nota þær til þess að kaupa vörur sem eru endurseljanlegar eða panta hluti á netinu og krefjast endurgreiðslu. Aðspurður segir Gísli lögregluna hér á landi lítið geta gert til þess að uppræta slíkt netsvindl. „Við getum ekki komist að því fyrr en kortin eru notuð. Sá sem gerir þetta notar staðgengilssíðu (e. proxy) til þess að fela slóðina sína á netinu, með því að stofna síðu sem er ekki lengur tengd við neinn einstakling. Ef það er engin peningaslóð þá er ekkert fyrir okk- ur að rekja,“ segir hann. Gísli segir að líklega muni fólk aldrei læra að falla ekki fyrir svikapóstum, enda breytist svindlið sífellt í takt við tímann. „Fólk er ekki endilega að hugsa um þetta fyrr en það lendir í þessu. En hægt og bítandi byrjar fólk að verða tortryggnara gagn- vart þessum viðskiptum og þar byrjar vörnin,“ segir hann að end- ingu. Háar upphæðir til netsvindlara  Netsvindl sífellt algengara  Atvinnumissir, skilnaðir og áföll gera fólk berskjaldaðra fyrir svindli og dæmi um að allt sparifé þess tapist í netsvindli  10 milljónir hafa verið sviknar af einum einstaklingi Skjáskot/Facebook Svindl Óprúttnir aðilar hafa sent pósta undir merkjum Póstsins. Iðkendur sjó- íþrótta á Sel- tjarnarnesi hafa safnað 250 undir- skriftum frá ein- staklingum sem eru ósáttir við bann sem sett var á þá sem stunda sjóíþróttir við Seltjörn við Gróttu á Seltjarnarnesi frá 1. maí til 1. ágúst. Skúli Magnússon héraðs- dómari sem fer fyrir undirskrifta- söfnuninni segir að ekki hafi verið leitað til almennings heldur ein- göngu þeirra sem stunda sjóíþróttir við söfnunina. Eru það m.a. þeir sem leggja stund á sjóbrettaiðkun, segl- bretti og kajaksiglingar. Bannið var sett á af Seltjarnarnesbæ í þeim til- gangi að vernda fuglalíf á svæðinu. Skúli segir sjóíþróttaiðkendur ekki skilja hvers vegna annað gildi um þennan hóp en aðra sem sækja svæðið til útivistar. Hann telur vandséð hvernig þessi tegund úti- vistar trufli fugla meira en t.d. rútur fullar af ferðamönnum, fólk með lausa hunda á göngu í flæðarmálinu eða golfiðkendur í Nesklúbbi sem þar er nærri. „Við truflum fugla eins og annað fólk. En við sættum okkur ekki við það að gera það meira en aðrir. Við biðjum því um það eitt að njóta sannmælis, að málið sé skoðað og þá sýnt fram á það með rann- sóknum hvaða truflun það er sem við erum að valda umfram aðra,“ segir Skúli og bætir við: „Sá grunur læðist að okkur að við séum ekki svo mikið að trufla fuglalíf, heldur séum við frekar að trufla siðgæði fólks sem telur eðlilegra að þarna sé golf- völlur, lausir hundar og hjól sem þeytast hjá,“ segir Skúli. Hann segir að svæðið sé opið al- menningi og því sé þetta harkaleg ráðstöfun. „Bærinn er ekki að setja þessar reglur sem sveitarfélag, eða sem einhvers konar samþykkt um umhverfismál. Þeir segjast bara vera eigendur landsins og geti gert það sem þeim sýnist,“ segir Skúli. „Við höfum virt þetta bann í sumar í þeirri trú að hægt verði að taka upp samtal við bæinn en við teljum eng- ar viðhlítandi skýringar hafa komið fram á þeim lagalega grundvelli sem bærinn telur sig standa á. Í ljósi þess held ég að að óbreyttu muni vafalaust einhverjir virða þetta bann að vettugi á næsta ári. Þá verður bara að láta á þetta reyna fyrir dómstólum,“ segir Skúli. vid- ar@mbl.is Sætta sig ekki við bann  Iðkendur sjóíþrótta telja sig ekki trufla fugla umfram aðra Skúli Magnússon - síðan 1986 - Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími: 568 67 55 alfaborg.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.