Morgunblaðið - 31.08.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020
Í ágætu viðtali SunnudagsblaðsMorgunblaðsins við Dóru Ein-
arsdóttur, búningahönnuð sem
hannað hefur búninga fyrir stórar
kvikmyndir og helstu hljómsveitir
heims, kom fram að
hún hefur mikinn
áhuga á skipulags-
málum. Hún var
hér á Íslandi í sum-
ar og sagðist hafa
fengið sér göngu-
túr niður Lauga-
veginn og „brá dá-
lítið þegar ég sá hrunið sem þar
hefur orðið; ég taldi 29 tóm versl-
unarrými. Það er eins og verið sé
að loka á allt sem heitir versl-
unarstarfsemi þarna. Blómin og
skreytingar í útikerjum eru alltaf
jafn fallega unnar en á hinn bóg-
inn er búið að mála malbikið heil-
mikið; komnar hlaupabrautir,
parísarleikur til að hoppa í og
annað slíkt. Ég verð að við-
urkenna að mér finnst þetta svolít-
ið sjoppulegt. Það er allt í lagi að
hluti Laugavegarins sé göngugata
á sumrin en gatan á að vera opin
fyrir bílaumferð á veturna.“
Hún bætti því við að hún væriekki hrifin af áformunum
um Borgarlínu: „Sú hugmynd er
barn síns tíma; hefði verið ágæt
fyrir þrjátíu árum fyrir millj-
ónaborgir en ekki stórt þorp eins
og Reykjavík. Borgarlínan er eins
og fegurðarsamkeppni, úrelt fyr-
irbæri.“
Þá sagðist hún óttast að Borg-arlínan yrði mikill fjárhags-
legur baggi á ríki og sveitar-
félögum á höfuðborgarsvæðinu:
„Þetta er skelfileg óstjórn og erf-
itt að horfa upp á þetta,“ sagði
Dóra.
Þetta eru skynsamleg sjónarmiðsem núverandi meirihluti í
borginni mun því miður ekki
hlusta á.
Dóra
Einarsdóttir
Borgarlínan:
Úrelt fyrirbæri
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
„Þetta er sérstaklega áhugasamur
hópur og góður. Þau kláruðu sumar-
námið með glæsibrag,“ segir Ólafur
Jón Arnbjörnsson, skólameistari
Fisktækniskóla Íslands.
Skólinn verður settur í dag og
meðal nemenda er stór hópur af
pólskum uppruna. Um er að ræða
sautján manns sem tóku tíu einingar
í sumarnámi skólans og skráðu sig í
framhaldi í fullt nám nú í haust.
„Þetta er blandaður hópur, fólk
með mismunandi bakgrunn, bæði
háskólamenntað og ófaglært. Þau
koma flest úr ferðaþjónustunni en
sjá möguleika á að mennta sig í fisk-
tækni,“ segir Ólafur Jón. „Sum
þeirra tala einhverja íslensku og
skilja en heilt yfir er þetta mjög já-
kvæður hópur og það er sérlega
ánægjulegt að fá þau til okkar.“
Kennslan fer bæði fram á pólsku
og íslensku og gefur nemendum at-
vinnutækifæri í til að mynda fisk-
eldi. Um er að ræða tveggja ára hag-
nýtt nám á framhaldsskólastigi en
svo er hægt að bæta við sig fram-
haldsnámi á sérbrautum.
Alls munu 117 manns stunda nám
Fisktækninám
á pólsku vinsælt
Áhugasöm Stór hópur fólks af pólskum uppruna nemur nú fisktækni.
við Fisktækniskólann í fisktækni og
netagerð í haust auk 22 nemenda á
þremur framhaldsbrautum í Marel-
vinnslutækni, í gæðastjórnun og í
fiskeldi. Kennsla fer fram á fjórum
stöðum í Grindavík auk Reykjavíkur
og Bíldudals. hdm@mbl.is
Þóra Hallgrímsson at-
hafnakona er látin, ní-
ræð að aldri. Þóra, sem
lést sl. fimmtudag, 27.
ágúst, fæddist í
Reykjavík 28. janúar
1930, dóttir hjónanna
Hallgríms Fr. Hall-
grímssonar, forstjóra
Skeljungs og aðalræð-
ismanns Kanada, og
Margrétar Þorbjargar
Thors. Margrét var
dóttir Thors Jensen at-
hafnamanns og Mar-
grétar Þorbjargar
Kristjánsdóttur og
systir Ólafs Thors forsætisráðherra.
Þóra eignaðist fimm börn: Örn
Friðrik Clausen, f. 1951, d. 2020,
Hallgrím Björgólfsson, f. 1954, Mar-
gréti Björgólfsdóttur, f. 1955, d.
1989, Bentínu Björgólfsdóttur, f.
1957, og Björgólf Thor Björgólfsson,
f. 1967.
Fyrsti eiginmaður Þóru var
Haukur Clausen tannlæknir, f. 1928,
d. 2003. Þau skildu. Þóra giftist síðar
George Lincoln Rockwell. Þau
skildu. Eftirlifandi eiginmaður Þóru
er Björgólfur Guðmundsson kaup-
sýslumaður, þau gengu í hjónaband
árið 1963. Þau voru áberandi í þjóð-
lífinu þegar Björgólfur var einn eig-
enda Landsbanka Íslands og for-
maður bankaráðs á árunum
2002-2008.
Þóra fór í heimavist-
arskóla í Bretlandi,
Abbots Hill School, við
stríðslok árið 1945. Í
kjölfarið flutti hún til
London þar sem hún
lagði stund á frekara
nám við St. Godric’s
College. Þaðan fór hún
til Bandaríkjanna þar
sem hún nam við Cent-
erary School. Þóra
starfaði í Útvegsbanka
Íslands og síðar, ásamt
húsmóðurstörfum,
vann hún að málefnum
Sálarrannsóknarfélags
Íslands og Hvatar, félags sjálfstæð-
iskvenna. Afkomendur Þóru eru 23
talsins.
Í viðtali við vefmiðilinn Lifðu núna
fyrr á þessi ári var Þóra beðin um að
gefa fólki ráð. Þar sagðist hún vilja
minna alla á að reyna af fremsta
megni að njóta hvers tímabils. Alltaf
væri hægt að sjá ljósu hliðarnar.
„Lífið býður okkur upp á svo mis-
munandi aðstæður á mismunandi
tímum. Stundum hef ég hikað og
hugsað með mér: Ah, þetta er nú að-
eins of mikið og hvað er nú ætlast til
að ég læri af þessu? En þegar frá líð-
ur hefur yfirleitt komið í ljós að ég
hef getað sagt við sjálfa mig: Já, það
var sannarlega gott að ég upplifði
þetta þótt það hafi verið erfitt á
meðan á því stóð.“
Andlát
Þóra Hallgrímsson