Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Hundrað ár verða á morgun frá því
að Sparisjóður Norðfjarðar, nú
Sparisjóður Austurlands, tók til
starfa. Sparisjóðurinn er einn fjög-
urra sparisjóða á landinu, en hinir
eru sparisjóðir Suður-Þingeyinga,
Höfðhverfinga og Strandamanna.
Flestir voru sparisjóðir á landinu
rúmlega 60 talsins um 1960.
Einungis sex einstaklingar hafa
gegnt starfi sparisjóðsstjóra í Nes-
kaupstað. Fyrstur var Tómas Zoëga
og gegndi hann starfinu frá 1926-
1955, en starfsmenn voru fáir lengst
af. Seint á áttunda áratug tutt-
ugustu aldarinnar tók starfs-
mönnum að fjölga enda jukust þá
umsvif sjóðsins og fjölbreytni starf-
seminnar fór vaxandi. Um aldamót
voru tólf starfsmenn, en nú eru
rúmlega sex stöðugildi við sjóðinn.
Núverandi sparisjóðsstjóri er
Vilhjálmur G. Pálsson, sem tók við
starfinu 2004.
Sögusýning var sett upp í árs-
byrjun í sparisjóðshúsinu og til stóð
að halda hátíðarfund, opið hús og
tónleika í Neskaupstað í tilefni af
aldarafmælinu, en vegna kórónu-
veikifaraldursins varð að slá þess-
um viðburðum á frest. Á síðast-
liðnum átta árum hefur Sparisjóður
Austurlands greitt um 25 milljónir í
lögbundna styrki til samfélagsins en
þar fyrir utan hefur hann lagt
mörgum góðum málum lið.
Lítið af peningum í umferð
Almennt voru peningar lítið í um-
ferð á 19. öld og fram eftir 20. öld-
inni og stofnanir sem ávöxtuðu og
lánuðu peninga voru ekki á hverju
strái, skrifar Smári Geirsson, rit-
höfundur í Neskaupstað, í saman-
tekt um Sparisjóð Norðfjarðar og
er byggt á grein hans í þessum
texta.
Bankastarfsemi teygði fyrst anga
sína til Austurlands 1904. Þá kom
Íslandsbanki upp útibúi á Seyðis-
firði og Landsbankinn fylgdi í kjöl-
farið og stofnaði útibú á Eskifirði
1918. Norðfirskir kaupmenn og út-
gerðarmenn hófu þegar viðskipti
við þessi útibú, en almenningur
hafði lítið af þeim að segja.
Umræða um stofnun peninga-
stofnunar á Norðfirði hófst 1919
innan Málfundafélagsins Austra,
sem starfaði á Nesi í Norðfirði.
Formlegur stofnfundur sparisjóðs-
ins var haldinn 2. maí 1920. Í fyrstu
grein upphaflegra laga segir að
sjóðurinn sé stofnaður til að geyma
og ávaxta peninga fyrir íbúa Norð-
fjarðar en þó taki hann einnig
geymslufé af utansveitarmönnum.
Ákveðið var að sjóðurinn skyldi
hafa opna afgreiðslu eina klukku-
stund í viku og hófst starfsemin 1.
september 1920. Á fyrsta starfsdegi
sjóðsins var lagt inn á 43 sparisjóðs-
bækur.
Almenningur og smærri fyrirtæki
á Norðfirði gátu nánast haft öll sín
viðskipti við sjóðinn þegar hann
hafði fest rætur en stærri fyrirtæki
þurftu hins vegar áfram að nýta
þjónustu banka og þá einkum úti-
bús Landsbankans á Eskifirði.
Hægt og bítandi jókst fjölbreytni
þeirra viðskipta sem sjóðurinn bauð
upp á og efldist hann ár frá ári.
1974 opnaði Landsbanki Íslands
útibú í bænum. Tilkoma útibúsins
hafði veruleg áhrif á starfsemi
sparisjóðsins en engu að síður hélt
hann áfram öflugu starfi.
Góðæri, hrun og endurreisn
Rekstur Sparisjóðs Norðfjarðar
gekk vel á síðasta áratug síðustu
aldar. Þegar kom fram á nýja öld
einkenndist íslenskt efnahagslíf af
miklum uppgangi og hafði það skýr
áhrif á starfsemi sparisjóðsins; inn-
lán jukust mikið, einnig útlán og
hagnaður jókst ár frá ári. Meðal
annars var fjárfest í hlutabréfum
sem gáfu góðan arð. Á árunum 2006
og 2007 hófu utanaðkomandi fjár-
festar að bjóða háar upphæðir í
stofnfé sjóðsins en stofnfjáreigend-
urnir eða ábyrgðarmennirnir létu
ekki freistast.
Að því kom að áfallið dundi yfir
og tapaði Sparisjóður Norðfjarðar
miklu í efnahagshruninu 2008 en
fljótlega var gripið til aðgerða til að
forða sjóðnum frá þroti. Fjárhags-
legri endurskipulagningu Spari-
sjóðs Norðfjarðar lauk árið 2010.
Tillaga um að breyta sjóðnum í
hlutafélag var samþykkt á aðalfundi
2015 og var nafni sjóðsins þá breytt
í Sparisjóð Austurlands.
Hagnaður hefur verið af rekstri
sparisjóðsins síðustu ár. Eigið fé
hefur aukist jafnt og þétt og í árslok
2019 var það 922 milljónir króna og
eiginfjárhlutfallið 24,6%. aij@mbl.is
Hefur ávaxtað peninga
Norðfirðinga í 100 ár
Einn fjögurra sparisjóða Opið klukkutíma í viku í byrjun
Ljósmynd/ Eva Steinunn Sveinsdóttir
Í hjarta bæjarins Sparisjóður Austurlands er til húsa á Egilsbraut 25 í Nes-
kaupstað. Þar hefur aðsetur sjóðsins verið frá árinu 1978.
Upphafið Sparisjóður Norðfjarðar hóf starfsemi í símstöðinni í Adamsborg
í Nesþorpi fyrir hundrað árum og hefur þjónað Norðfirðingum síðan.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Nýjum krossi ásamt minnisvarða
um herra Jón Vídalín Skálholts-
biskup hefur verið komið fyrir í
Biskupsbrekku við Uxahryggjaveg
(Kaldadalsveg). Forgöngu um
verkið hefur Skálholtsfélagið haft
með fjárhagsstuðningi Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Jón Vídalín var á nokkrum vetrar-
vertíðum í Eyjum á sínum tíma og
lengi átti Vinnslustöðin togara
sem bar nafn hans. Minnisvarðinn
er mynd af ásjónu biskupsins sem
Páll Guðmundsson á Húsafelli hef-
ur klappað í stein.
Þetta kemur fram á vef þjóð-
kirkjunnar, kirkjan.is. Tilefnið er
300. ártíð Jóns Vídalín en hann var
fæddur 21. mars 1666 og lést á
ferðalagi í Biskupsbrekku 30.
ágúst 1720. Hann var þá á leið til
jarðarfarar mágs síns, séra Þórðar
Jónssonar.
Jón Þorkelsson Thorcillius,
skólameistari í Skálholti á fyrri
hluta 18. aldar, mun fyrstur
manna hafa stungið upp á því árið
1745 að Jóni Vídalín yrði reist
minningarmark í Biskupsbrekku.
Það gerðist þó ekki fyrr en 1963.
Fyrsti krossinn var úr tré en hann
brotnaði undan snjófargi. Var þá
settur upp álkross ofan á minning-
arstein á sama stað. Ekki er vitað
hver það gerði.
Nýi krossinn er hár og vegleg-
ur, sex metra langur úr málmfuru.
Haft er eftir Páli á Húsafelli á vef
kirkjunnar að steininn í minnis-
varðann hafi hann fundið á Kalda-
dal og hafi hann verið furðu líkur
Vídalín biskupi. Hafi ögn þurft að
skýra ásjónu hans. Og það merki-
lega væri að myndin væri skýrust
þegar hún væri ausin vatni annað-
hvort af himnum ofan eða úr
könnu eins og Páll gerði þegar
steininum og krossinum var komið
fyrir í síðustu viku.
Síðdegis í gær, sunnudag, var
athöfn við nýja krossinn í Biskups-
brekku og hann vígður og lista-
verk Páls á Húsafelli afhjúpað
formlega.
Ljósmynd/kirkjan.is
Biskupsbrekka Nýja krossinum komið fyrir. Hann er sex metra langur.
Nýr kross reistur
í Biskupsbrekku
Einnig steinmynd af Jóni Vídalín
Ljósmynd/kirkjan.is
Minnisvarði Steinmyndina af Jóni
Vídalín gerði Páll á Húsafelli.
Lögreglan rannsakar tildrög þess
að smárúta fór út af hringveginum
við Skaftafell í Öræfum á laugar-
dagskvöld. Bifreiðinni var ekið tals-
verðan spöl á vegarbrún eftir að
ökumaður hafði misst stjórnina.
Svo fór að lokum að rútan lenti ut-
an vegar, hafnaði í lækjarfarvegi
en valt ekki.
Sjö voru í bílnum, ökumaður og
unglingsdrengir frá Höfn í Horna-
firði á heimleið eftir knattspyrnu-
leik. Allir fóru eftir slysið með þyrl-
um Gæslunnar til Reykjavíkur og á
bráðamóttöku þar. Einn var lítið
sem ekkert meiddur, en minnst
tveir af sjömenningunum þurftu
frekari aðhlynningar við á sjúkra-
húsi.
Slysið var tilkynnt til Neyðarlínu
um kl. 18:45 og var hópslysaáætlun
þá þegar virkjuð. Sjúkraflugvél frá
Akureyri lenti á Höfn í Hornafirði
og gat flutt slasaða til Reykjavíkur.
Þó þótti ekki skynsamlegt að aka
með slasaða 130 kílómetra austur
til Hafnar og því var þyrluflug nið-
urstaðan. sbs@mbl.is
Sjö fóru með sjúkra-
flugi úr Öræfum