Morgunblaðið - 31.08.2020, Page 12

Morgunblaðið - 31.08.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í dag taka gildi umtalsverðar breytingar á Dow Jones-vísitölunni og inn koma Salesforce, Amgen og Honeywell í stað Exxon Mobil, Pfi- zer og Raytheon Technologies. Er þetta í þriðja skiptið frá alda- mótum sem þremur fyrir- tækjum í vísitöl- unni er skipt út í einu lagi en alla jafna þykir Dow Jones-vísitalan íhaldssöm og breytingar fátíð- ar. Mörg þeirra 30 fyrirtækja sem mynda vísitöluna hafa átt þar sæti frá 8., 9. og 10. áratug síðustu aldar, en Exxon Mobil (sem Stand- ard Oli) og Raytheon (sem United Aircraft) hafa tilheyrt þessari 124 ára vísitölu frá árinu 1928 annars vegar og 1939 hins vegar. Magnús Sigurðsson er stofnandi og stjórnandi fjárfestingafélag- anna Systematic Ventures og Multivariate í New York og segir breytinguna á Dow Jones- vísitölunni bæði áhugaverða og til marks um ákveðnar breytingar sem eru að eiga sér stað í banda- ríska hagkerfinu. Ekki ætti samt að oftúlka breytinguna enda hefur Dow Jones tiltölulega lítið vægi og lifir aðallega á fornri frægð. „Á bandarískum hlutabréfa- markaði eru þrjár vísitölur í aðal- hlutverki: Dow Jones, S&P 500 og Nasdaq. Undir Nasdaq-vísitöluna heyra einkum tæknifyrirtæki og í S&P eru valin 500 stórfyrirtæki úr ýmsum áttum. Loks er Dow Jon- es-vísitalan með sín 30 fyrirtæki sem skiptast á milli ákveðinna geira. Það hjálpar kannski að líkja þessum vísitölum við íslenska stjórnkerfið, þar sem S&P 500 er eins og forsætisráðherrann sem hefur mest áhrif og mest völd á meðan Dow Jones hefur öðru fremur táknrænt gildi og er ekki vísitala sem fjárfestar gefa mikinn gaum,“ segir Magnús. „Sést það m.a. á því að um þrettánfalt meiri viðskipti eiga sér stað hjá sjóðum sem fylgja S&P 500 en hjá sjóðum sem fylgja Dow Jones-vísitölunni.“ Að sögn Magnúsar er vægi Dow Jones aðallega sögulegs eðlis enda hefur vísitalan birst á forsíðu WSJ svo lengi sem elstu menn muna. S&P 500 gefi hins vegar mun skýrari og stöðugri mynd af ástandi bandarísks atvinnulífs í krafti þess fjölda fyrirtækja sem mynda vísitöluna og hvernig vægi þeirra er reiknað. Aðferðafræðin að baki Dow Jones-vísitölunni er löngu orðin úrelt, segir Magnús, og byggi vægi fyrirtækja í vísitöl- unni á hlutabréfaverði þeirra frek- ar en markaðsverði. „Enda var ástæðan fyrir breytingunni í þetta skiptið að Apple gaf út jöfnunar- hlutabréf sem skipta hverju hluta- bréfi í fjóra hluta. Við það fer verðið á einum hlut í Apple úr u.þ.b. 500 dölum í 125 dali og við það lækkar vægi tæknifyrirtækja í Dow Jones-vísitölunni úr 27,6% í 20,3%. Með því að bæta Salesforce við og taka Exxon Mobil út tekst að ná vægi tæknifyrirtækja upp í 23,1%.“ Spurður hvaða breytingar á bandarísku efnahagslífi birtast í uppstokkun Dow Jones segir Magnús að brotthvarf Exxon Mo- bil sýni hvernig jarðefnaelds- neytisiðnaðurinn hefur fallið í ónáð hjá almenningi og fjárfestum sem eru orðnir fráhverfir rekstri sem kann að hafa neikvæð áhrif á um- hverfi og loftslag. „Áhersla á tæknifyrirtæki endurspeglar það viðhorf að gögn séu olía framtíð- arinnar. Jarðefnaeldsneyti og rekstur því tengdur er á niðurleið til lengri tíma litið en umhverfis- vænar orkulausnir og gagnamiðuð tækni á uppleið. Gögn, gervigreind og genatækni eru það sem mun drífa hagkerfið áfram á þessari öld, en ekki olía.“ Fimm ára þróun í einu stökki Eins og lesendur vita tók banda- ríski hlutabréfamarkaðurinn dýfu í kórónuveirufaraldrinum en hefur núna náð sér að mestu á strik. Eru S&P 500- og Nasdaq- vísitölurnar báðar sterkari í dag en í ársbyrjun og Dow Jones- vísitalan hefur braggast hratt svo að hún er núna aðeins um 3% frá því að jafna síðasta met sem slegið var í febrúar. Markaðsgreinendur hafa þó bent á að það gefi villandi mynd af þróun bandarísks efna- hagslífs að einblína á stóru vísitöl- urnar og hefur viðsnúningurinn verið „K-laga“ þar sem ákveðnir geirar hafa verið á mikilli siglingu en aðrir setið eftir. Þannig kemur í ljós þegar undirflokkar S&P 500 eru skoðaðir að hlutabréfaverð orku- og fjármálafyrirtækja er enn töluvert lægra en fyrir faraldur, en seljendur neysluvöru og upplýs- ingatæknifyrirtæki fljúga með himinskautum. Hefur viðsnúning- urinn að stórum hluta verið borinn uppi af bandarískum risafyrir- tækjum á borð við Apple og Ama- zon. Að mati Magnúsar er skýringin sú að kórónuveirufaraldurinn hafði þau áhrif að flýta þeirri þróun sem þegar var byrjuð að eiga sér stað hjá neytendum. „Faraldurinn hef- ur ýtt áfram tækniframförum og samsvarandi breytingum í neyt- endahegðun um fimm ár eða meira. Frekar en að fara út í búð panta Bandaríkjamenn núna helstu nauðsynjar á netinu, og í stað þess að fara í bíó streyma þeir kvikmyndum beint heim í stofu. Vegna faraldursins er fólk sem var lengi að tileinka sér tæknina búið að uppgötva að það er miklu þægilegra að borga 5 eða 10 dollara aukalega fyrir að fá matarinnkaupin send heim frekar en að eyða einni og hálfri klukku- stund í það að fara út í næsta stór- markað; eða hvernig má senda peninga hingað og þangað með forriti í símanum frekar en að gera sér ferð út í banka,“ segir Magnús. „Allt eru þetta breyt- ingar sem eru komnar til að vera, og ekki von á því að neytendur leiti aftur til fyrra hofs þegar búið er að kveða kórónuveiruna í kút- inn.“ Morfín frekar en lækning Spurður um hofurnar til meðal- langs tíma segir Magnús að áhugavert verði að sjá hvernig for- setakosningarnar fara í nóvember, sem og hvernig stjórnvöld glíma við eftirköst kórónuveiru- kreppunnar. Í fjármálakreppunni fyrir röskum áratug var mörkuð ný stefna þar sem ábyrgðin á að halda hagkerfinu gangandi var færð að miklu leyti yfir til seðla- bankans sem svo greip til þess ráðs að dæla fjármagni inn á markaði. Er núna búið að nýta nánast að fullu eldri stjórntæki bankans og hefur hann þurft að finna nýjar og óhefðbundnar leiðir til að örva hagkerfið. Magnús seg- ir seðlabankann geta komið hjólum fjámálageirans til að snúast hraðar en bankinn geti ekki sagt fyrir- tækjum að ráða fólk til vinnu og viðbúið að snúið verði að örva hag- kerfið upp úr kórónuveirulægðinni. Eins segir hann að hafa þurfi í huga að örvunaraðgerðir síðastlið- ins áratugar leiddu til aukins ójöfnuðar og áttu þannig sinn þátt í að magna upp þá ólgu sem núna er að koma upp á yfirborðið í mót- mælum og óeirðum víða um Bandaríkin. „Þegar seðlabankinn prentar peninga geta bankar og sjóðir gír- að sig upp og eignaflokkar af öllu tagi þjóta upp á við. Þeir sem eiga mest af eignum eru því þeir sem njóta mest góðs af örvunaraðgerð- unum á meðan hagur lágtekjufólks breytist lítið sem ekkert,“ segir Magnús og minnir á þá hættu sem fylgir því að einblína á hlutabréfa- vísitölurnar sem mælikvarða á styrkleika hagkerfisins. „Trump hefur greinilega notað vísitölurnar sem mælistiku á árangur sinn sem forseta. Hann vill geta bent á að það, þegar hann kveður Hvíta hús- ið, hvað hlutabréfaverð hafi hækk- að mikið, en vísitölurnar segja ekki alla söguna. Stefna Trumps, sem er hægt og bítandi að verða stefna seðlabankans, kann að leiða til hækkunar hlutabréfa til skemmri tíma en er ekki endilega að styrkja undirstöðurnar til lengri tíma, hvað þá ef örvunar- aðgerðinar hafa þau áhrif að auka ójöfnuð í samfélaginu. Fjárfestar munu líklegast bregðast vel við ef Trump nær kjöri því það þýðir framhald á efnahagsaðgerðum sem örva hlutabréfamarkaðinn til skamms tíma, en spurning er hvort þessar aðgerðir stjórnvalda eru líkari því að gefa sjúklingnum morfín frekar en að veita honum lækningu.“ Gögn verða olía framtíðarinnar AFP Ólga Þær örvunaraðgerðir sem ríkisstjórn Trumps hefur notað hafa sína ókosti og skýra að hluta spennuna í bandarísku samfélagi í dag.  Breyting á samsetningu Dow Jones-vísitölunnar endurspeglar vaxandi mikilvægi tæknifyrirtækja  Kann að vera misráðið af Trump að nota stóru vísitölurnar sem mælikvarða á ástand hagkerfisins Magnús Sigurðsson 31. ágúst 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 137.42 Sterlingspund 182.61 Kanadadalur 105.13 Dönsk króna 21.965 Norsk króna 15.623 Sænsk króna 15.909 Svissn. franki 152.03 Japanskt jen 1.3027 SDR 194.84 Evra 163.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 193.0041 Hrávöruverð Gull 1955.85 ($/únsa) Ál 1738.0 ($/tonn) LME Hráolía 45.1 ($/fatið) Brent Ríkisstjórn Kólumbíu ákvað á laug- ardag að veita flugfélaginu Avianca allt að 370 milljóna dala lán svo halda megi starfsemi félagsins gangandi. Avianca er annað stærsta flug- félag Rómönsku Ameríku, þjóðar- flugfélag Kólumbíu og næstelsta flugfélag heims stofnað árið 1919. Avianca hefur yfir 102 flugvélum að ráða og flýgur til 114 áfangastaða. Í maí bað flugfélagið dómstól í New York um greiðslustöðvun vegna erfiðra rekstraraðstæðna af völdum aðgerða gegn kórónuveiru- faraldrinum. Í tilkynningu fjármálaráðuneytis Kólumbíu segir að „með það fyrir augum að tryggja áframhaldandi þjónustu, tryggja flugsamgöngur fyir Kólumbíumenn og vernda efna- hagslífið munu stjórnvöld taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu Avianca“. Mun Avianca geta nýtt lánið yfir 18 mánaða tímabil sem er sá tími sem ætlað er að endurskipulagn- ingin muni taka. Með aðkomu sinni vilja stjórnvöld líka verja u.þ.b. 500.000 bein og óbein störf tengd rekstri flugfélags- ins en að sögn fjármálaráðuneyt- isins jafngildir þjóðhagslegt fram- lag starfsemi Avianca um 3,8 milljörðum dala árlega eða sem nemur 1,4% af landsframleiðslu. ai@mbl.is Avianca fær 370 millj- óna dala lán frá ríkinu  Vernda 500.000 störf og þjóðhagslega mikilvæga flugþjónustu AFP Stopp Flugvélar Avianca við El Do- rado-flugvöllinn í Bogota.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.