Morgunblaðið - 31.08.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.08.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Íbúar Hvíta-Rússlands mótmæltu í gær, eins og undanfarna sunnu- daga, endurkjöri Alexanders Lúkasjenkós sem setið hefur í embætti forseta landsins í 26 ár. Aukin umsvif lögreglu settu svip sinn á mótmælin í gær og voru í það minnsta 140 handteknir, að því er fréttastofa BBC greinir frá. Einnig var nokkuð um handtökur sem framkvæmdar voru af óein- kennisklæddum lögreglumönnum. Mótmælendur fylktu liði á sjálf- stæðistorginu í Minsk með fána stjórnarandstöðunnar í hendi og hrópuðu slagorð á borð við „hneyksli“ og „farðu“. Að sögn fréttamanns BBC á staðnum mynduðu sérsveitarmenn línu á strætum þar sem mótmæl- endur voru flestir og færðu sig nær eftir því sem tíminn leið. Lúkasjenkó fagnaði 66 ára af- mæli í gær og hringdi Vladimír Pútín Rússlandsforseti í hann af því tilefni, óskaði honum heilla í tilefni dagsins og bauð honum í heimsókn til Moskvu. Ekki kenndi sömu grasa meðal mótmælenda á götum Minsk sem heyrðust hrópa: „Til hamingju með daginn, rottan þín“. Heimsóknarboðið varpar sem fyrr ljósi á stuðning rúsnseskra stjórnvalda við Lúkasjenkó. Pútín hefur enn fremur lýst því yfir að rússnesk stjórnvöld séu tilbúin með lögreglulið sem myndi styðja við bakið á Lúkasjenkó ef nauðsyn krefur. Evrópusambandið hefur sagst ætla að beita Hvíta-Rússland við- skiptaþvingunum í ljósi ástandsins, en Lúkasjenkó hefur til þessa harðneitað að stíga til hliðar. veronika@mbl.is Áfram krafist afsagnar  Mótmælt í Minsk  Pútín sendi Lúkasjenkó heillaóskir AFP Átök Tugþúsundir mótmæltu for- setanum á strætum Minsk í gær. Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Óhætt er að segja að met hafi verið sett í hol- lenska bænum Leerdam í síðustu viku þegar málverki eftir einn af helstu meisturum hol- lenskrar listasögu var stolið úr listasafni í borginni. En þetta er í þriðja skipti á rúmum þrjátíu árum sem sama verki er stolið úr sama safni. Verkið, sem nefnist Tveir hlæjandi drengir, málaði hollenski málarinn Frans Hals, senni- lega árið 1626 og sýnir tvo glaðhlakkalega pilta með bjórkrús. Sérfræðingar hafa metið það á 15 milljónir evra, jafnvirði 2,5 milljarða króna. Málverkinu var stolið úr Hofje van Me- vrouw van Aerden safninu snemma á mið- vikudagsmorgun, að sögn lögreglu í borginni. Málverkinu var fyrst stolið úr safninu 1988 og fannst þá eftir þrjú ár. Árið 2011 var verkinu stolið aftur og kom í leitirnar hálfu ári síðar þegar fjórir menn, sem lögregla handtók, reyndu að selja það. Í yfirlýsingu frá hollensku lögreglunni seg- ir, að þjófavarnarkerfi safnsins hafi farið í gang klukkan 3:30 aðfaranótt miðvikudags en þegar lögreglumenn komu á staðinn gripu þeir í tómt. Svo virðist sem þjófarnir hafi brotist inn um bakdyr hússins, stolið málverk- inu og forðað sér. Víðtæk rannsókn er hafin og hafa sérfræðingar í rannsóknum á lista- verkastuldi verið kallaðir til. Lögregla segir að verið sé að fara yfir upptökur úr örygg- ismyndavélum og ræða við hugsanleg vitni og íbúa í bænum, sem er skammt frá Utrecht. Veiðiferðin hafin Hollenski lögreglumaðurinn Arthur Brand, sem nefndur hefur verið Indiana Jones lista- heimsins vegna þess að hann hefur sérhæft sig í að hafa uppi á stolnum listaverkum, skrifaði á twitter að „veiðiferðin sé hafin“ til að hafa uppi á hinu mikilvæga og verðmæta málverki eftir Frans Hals. Sagði Brand að Tveir hlæjandi drengir væri opinberlega yf- irlýstur hluti af menningararfi Hollendinga og að ránið hefði verið framið á dánardægri Hals, sem lést árið 1666. Brand sagði við hollensku sjónvarpsstöðina RTL að glæpamenn vissu að stóru listasöfnin byggju yfir öruggum þjófavarnarkerfum en héraðslistasöfn væru ekki eins vel varin. Þeir sem stálu málverkinu úr safninu í Leerdam hefðu sennilega komist að þeirri niðurstöðu að auðvelt yrði að stela þessu málverki og þeir gerðu sér vonir um að koma því í verð. Frans Hals var samtímamaður þeirra Rem- brandts og Vermeers á hinni svonefndu gull- öld Hollendinga en á 17. öld var Holland um- svifamikið nýlenduveldi og þar var þungamiðja viðskipta og menningar. Hals fæddist í Antwerpen árið 1582 en flutti ungur til Haarlem. Hann byrjaði að vinna við málverkaviðgerðir og varð síðan mikilsvirtur málari og sérhæfði sig í portrett- myndum. Þekktasta verk hans er Riddarinn hlæjandi, sem hangir í Wallace Collection í Lundúnum og Sígaunastúlkan, sem hangir í Louvresafninu í París. Hals lést í Haarlem ár- ið 1666. Málverki stolið í þriðja skipti  Þjófar brutust inn í hollenskt listasafn og höfðu á brott með sér málverk metið á 2,5 milljarða króna  Verkinu var áður stolið 1988 og 2011  Annað listaverkaránið sem framið er í Hollandi í ár AFP Endurheimt málverk Bart Willemsen, lögreglustjóri í Alblasserwaard, með málverkið Tveir hlæjandi drengir eftir að það fannst árið 2011 þegar því var stolið í annað skipti. Meistari Málverk, sennilega sjálfsmynd, af Frans Hals, sem var uppi á 17. öld, samtíðar- maður Rembrandts og Vermeers. Þjófar stálu málverki eftir Vincent van Gogh, sem metið er á rúmar 800 milljónir króna úr öðru hollensku listasafni í mars sl. en því hafði verið lokað tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Myndir af verkinu með dagsettum forsíðum dag- blaða fóru síðan í dreifingu í undirheimum en ekki er vitað að fram hafi komið krafa um lausnargjald. Fram kemur á vefnum artnet.com, að sérfræðingar telji ólíklegt að þjófar, sem steli þekktum verðmætum listaverkum, geri það samkvæmt pöntun auðmanna sem ásælist verkin og vilji fá þau í einkasöfn sín. Líklegra sé, að þjófarnir hafi fundið veilur í öryggisráðstöfunum safna þar sem verkin voru geymd, nýti sér það og vonist til að listasöfnin eða tryggingafélög greiði lausn- argjald. Hugsanlega reyni þjófarnir einnig að selja listaverkin á svörtum markaði. Ólíklegt að stolið sé eftir pöntun MÁLVERKI EFTIR VINCENT VAN GOGH STOLIÐ Í MARS Stolið Málverkið Prestsetursgarðurinn í Nuenen að vori, eftir Vincent van Gogh, sem stolið var úr listasafni í mars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.