Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 16

Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 16
Sú var tíð að síminn var mest notaði samskiptamátinn og auglýsingin, „við erum ekki lengra burtu en síminn“ var í fullu gildi. Þá var gripið í símann og malað djöfulinn ráðalausan um allt og ekkert. Þó var símnotkun mun dýrari þá en nú. Hins vegar var sjálfsagt að nota sveitasímann sem frétta- og afþreyingartæki milli bæja. En það var sama hvað menn höfðu mikinn tíma, þá kom alltaf að því að annar aðilinn fór að fá dofa í hand- legginn og þá var jæjað til að trappa niður símtalið. Í dag er ekki svo auðvelt að ná til fólks eða fyrirtækja með símtali. Tíminn er svo dýrmætur að honum er ekki eyðandi í „small talk“. Símanúmer fyrirtækja eru ein- hvers staðar með smáa letrinu, en mönnum boðið að skrifa erindi sín rafrænt. Helst vilja bankar og fleiri að menn afgreiði sig sjálfir og netverslanir eru opnar 24 tíma. Það þykir í lagi að almenningur sé í svona snatti ókeypis. Ef um allt þrýtur nærðu í skiptiborð, en veist ekki hvar það er staðsett. Kannski í Djúpríkinu? Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Er’ann farinn að segja jæja? Morgunblaðið/Sverrir Sveitasíminn Löng stutt, löng stutt. 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020 Mikil óvissa ríkir um rekstur hjúkrunarheimila á vegum sveitar- félaga á landsvísu. Fjölmörg sveit- arfélög hafa ýmist tilkynnt upp- sögn á samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), lýst yfir áformum um uppsögn á samningnum eða óskað eftir við- ræðum við heilbrigðisráðuneytið um breytingar á framlagi til reksturs hjúkrunarheimilanna en þau eru rekin á daggjöldum frá SÍ. Þrátt fyrir mismunandi stærð- ir og aðstæður heimilanna er ástæðan alls staðar sú sama – vax- andi hallarekstur sem ekki sér fyrir endann á. Þá hefur Akureyrarbær þegar sagt upp samningi sínum um öldr- unarþjónustu Akureyrarbæjar og hefur heilbrigðisráðuneytið til- kynnt um yfirtöku Heilbrigð- isstofnunar Norðurlands á rekstri þess. Ef fram fer sem horfir munu vafalaust flest hjúkrunarheimili sem rekin eru af sveitarfélögunum enda undir hatti heilbrigðisstofn- ana um allt land. Skortur á fjármagni Hallarekstur hjúkrunarheimila er ekki nýr af nálinni og ítrekað á undanförnum árum hafa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) bent á vaxandi erfiðleika í rekstri heimilanna. Að sama skapi hafa sveitarfélögin vítt og breitt lýst yfir áhyggjum af þessari þró- un. Í góðri trú hafa aðilar talið að röðin kæmi brátt að þeim og að horft yrði á raunkostnað heim- ilanna og framlög til þeirra leið- rétt í samræmi við það. Það hefur síður en svo raungerst. Staðan hefur versnað ár frá ári með skertu fjárframlagi til hjúkrunar- heimila á sama tíma og rekstr- arkostnaðurinn eykst í takt við vísitöluhækkanir, hækkun hrá- efnis, hærri lyfjakostnaðar og hjúkrunarvara ásamt kostnaðar- samari kjarasamningi. Þá bætist einnig stöðugt í þær kröfur sem gerðar eru til ýmissa þjón- ustuþátta bæði af hendi sam- félagsins og hins opinbera. Hjúkr- unarþyngd íbúa heimilanna og umönnunin þeirra orðin flóknari og fjölbreyttari en áður, einkum eftir að aldurstakmörk inn í hjúkr- unarrými voru afnumin úr lögum. Skilningur á afstöðu sveitarfélaganna Öllum fyrirheitum stjórnvalda félaga staðfesta, að það er ógern- ingur að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til hjúkrunarheimila skv. samningi við sjúkratrygg- ingar Íslands með hallalausum hætti. Þrátt fyrir það hafa sveit- arfélögin með ábyrgum hætti sinnt málaflokknum af metnaði og horft til framtíðar í stefnumótun á sviði velferðartækni, húsnæðis- mála og þjónustu- og búsetu- málum aldraðra. Nú virðist komið að tímamótum, eftir áraraða halla- rekstur og skort á samtali stjórn- valda, hafa sveitarfélögin mörg hver fengið nóg. Svör stjórnvalda virðast vera engin eða í formi þess að vera of lítil, óáreiðanleg eða of sein. Með tilflutningi hjúkrunarheim- ilanna yfir á hendur ríkisins er sú vinna sem unnin hefur verið í rekstrarhagræðingum, stefnumót- un gagnvart áskorunum framtíð- arinnar, samþættingu heimaþjón- ustu landsbyggðanna og því öfluga starfi sem unnið hefur verið í málaflokknum á vegum sveitarfé- laga stefnt í voða og óvissu. Virðingarleysi Óvissan um hvað komandi mán- uðir bera í skauti sér er eðli máls- ins samkvæmt skaðleg og setur það góða starf sem unnið er á hjúkrunarheimilum í uppnám gagnvart þeim krefjandi verk- efnum sem framtíðin hefur í för með sér með ört fjölgandi þjón- ustuþegum. Skortur á samráði stjórnvalda og samtali við hjúkr- unarheimilin sem í hlut eiga er nagandi og ber vott af virðing- arleysi gagnvart því starfi sem unnið er á heimilunum. Eftir Ragnar Sigurðsson, Guðrúnu Döddu Ásmund- ardóttur og Margréti Ýri Sigurgeirsdóttur »Nú virðist komið að tímamótum, eftir áraraða hallarekstur og skort á samtali stjórn- valda hafa sveitarfélög- in mörg hver fengið nóg. Guðrún Dadda Ásmundardóttir Ragnar er framkvæmdastjóri hjúkr- unarheimila Fjarðabyggðar og stjórnarmaður í Samtökum fyrir- tækja í velferðarþjónustu. Guðrún Dadda er framkvæmdastjóri Skjól- garðs – hjúkrunarsviðs Hornafjarðar. Margrét Ýrr er hjúkrunarforstjóri á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir Nagandi óvissa um rekstur hjúkrunarheimila Ragnar Sigurðsson um styrkingu á rekstrargrundvelli hjúkrunarheimila hefur ítrekað verið slegið á frest og engar vís- bendingar eru um að það sé að fara að breytast. Sveitarfélög hafa flest hver lýst ítrekað yfir áhyggj- um af þróun mála, óskað eftir samtölum við stjórnvöld og nú síð- ast hótað og eða sagt upp samn- ingi við Sjúkratryggingar án þess að stjórnvöld sporni við með virku samtali. Þá er ekki hægt að horfa fram hjá því að rekstur heilbrigð- isþjónustu, sem hjúkrunarheimilin sannarlega eru, er á ábyrgð rík- isins og ósanngjarnt að sum sveit- arfélög búi við rekstrarbagga vegna hjúkrunarheimila á meðan að t.a.m. nágrannasveitarfélög njóti þess að hafa hjúkrunarheim- ili rekin af fullu af hinu opinbera. Það ríkir því almennur skilningur forstöðumanna viðkomandi hjúkr- unarheimila á afstöðu sveitarfélag- anna og að þolinmæðin þar sé á þrotum. Hvað er í húfi? Á undanförnum árum hafa fjöl- mörg hjúkrunarheimili á vegum sveitarfélaganna starfað skv. rammasamningi þeirra og Sjúkra- trygginga Íslands. Stöðugt hefur verið leitað leiða til að breikka tekjugrunn þeirra, hagræða í rekstri og finna hagkvæmustu leiðirnar til að uppfylla kröfulýs- ingar heilbrigðisráðuneytisins og mönnunarmódel landlæknis. Allar óháðar úttektir á rekstri hjúkr- unarheimila og viðvarandi halla- reksturs allra miðlungs og smærri hjúkrunarheimila á vegum sveitar- Í dag er talað um smitbylgju nr. 2 í kórónuveiru- faraldrinum og ég get ekki orða bundist þeg- ar litið er yfir uppruna nýrra smita síðustu vikurnar, og hvernig heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við. Grip- ið hefur verið til al- tækra aðgerða og landamærum nánast lokað með hörðum aðgerðum: „Allir í tvær skimanir með 4-6 daga sóttkví á milli skimana“. Þar með fær ferða- þjónustan líklega náðarhöggið og ekki hægt að búast við að við Íslend- ingar getum tekið á móti nýjum ferðamönnum fyrr en seint á næsta ári. Að mínu mati hefði verið betra að grípa til sértækra aðgerða í ljósi upp- runa vandans, þ.e.a.s. hvernig smit- bylgja nr. 2 fór af stað, því nú liggur það fyrir að fáeinir einstaklingar af erlendu bergi brotnir hafa sloppið í gegnum landamæri okkar ýmist án skimunar eða svikust um að fara í sóttkví og þeir hafa smitað meira en 110 Íslendinga og sent nærri því 500 Íslendinga í sóttkví! Mér sýnist við hefðum getað gert betur á landamærunum og í eftirliti með sóttkví. Þótt ferðamenn hefðu komið til Íslands frá Kaupmanna- höfn í flugi, þá var ekki þar með sagt að þeir væru Danir og flokkaðir frá grænu svæði. Vandaðri vinnubrögð á landamærunum hefðu getað komið í veg fyrir þessi smit frá fólki af er- lendu bergi brotnu. Í dag þurfum við að greina vandann betur áður en við förum í nýjar og hertar aðgerðir til að forðast smit. Altækar aðgerðir, þ.e.a.s. að fæla ferðamenn frá því að koma til Íslands með tvöfaldri skimun og sóttkví á milli. Mér sýnist að í 99,9% tilvika séu almennir ferðamenn ekki að bera smit til landsins. Og ég spyr: Hvað halda stjórnvöld að fjárhagslegur skaði sé mikill af þessu nýja fyr- irkomulagi? Eru heilbrigðisyfirvöld tilbúin að fórna þessum fjármunum í stað betri vinnubragða á landamær- unum, sem kosta fáeina tugi milljóna í hverjum mánuði? a) Aukið atvinnuleysi, 20.000 manns í a.m.k. 10-12 mánuði, sem kostar ríkið hátt í 100 milljarða. b) Tekjuskatts- og útsvarstap fyr- irtækja og annarra í ferðaþjónustu, hátt í 100 milljarða. c) Langtíma margvíslegt tekjutap ríkis og þeirra sem tengjast ferðaþjónustu allan þann tíma sem tekur að vinna farþega aftur til landsins, sem gæti tekið 1-2 ár, 200- 300 milljarðar. d) Langtíma- fjárhagsaðstoð ríkisins við fyrirtæki sem falla undir úrræði rík- isstjórnarinnar, sem var metið á 10-15 milljarða á mánuði í 6-12 mánuði (sumum fyrirtækjum verður lokað eftir fáeina mánuði), samtals 100-120 milljarðar. e) Viðbótar fjárhagsskaði gæti numið 400-500 milljörðum íslenskra króna. Ég legg til að yfirvöld haldi sig við 15. júní-kerfið og haldi góðum ferða- tengslum við græn ríki. Ekki gera okkur sjálf að áhættusvæði um allan heim þótt nýju smitin séu fá og horfa síðan á hvert ríkið í Evrópu á fætur öðru mæla gegn ferðum til Íslands. Þórólfur og þríeykið sögðu í byrj- un júní að við yrðum að sætta okkur við að lifa með veirunni og að við gætum aldrei útilokað einhver smit. Þríeykið sagði líka að ekki væri til sá eini rétti tími til að opna landið betur eins og við gerðum 15. júní. Kór- ónuveirunni verður ekki útrýmt og þangað til bóluefni kemur á markað getum við klárlega með réttum vinnubrögðum á landamærum og löggæslu skimað komufarþega og forðast þannig nær öll smit frá er- lendum ríkjum og haldið landinu bet- ur opnu. Að skima alla sem koma til lands- ins einu sinni ætti að duga í nærri öll- um tilvikum en að skipa öllum að fara í 2 skimanir og 4-6 daga sóttkví er með tilheyrandi kostnaði ferða- mannsins er mjög fráhrindandi, auk þess er ekkert öruggt að sóttkví sé haldin í heiðri. Hagkerfið okkar, at- vinnuleysið og andleg líðan eru líka mikilvægir þættir í lífi okkar Íslend- inga. Við skulum ekki gera skaðann meiri og loka landinu. Verður að grípa til altækra aðgerða þegar nota má sértækar? Eftir Björn Eysteinsson Björn Eysteinsson »Ég legg til að yfir- völd haldi sig við 15. júní-kerfið og haldi góð- um ferðatengslum við græn ríki. Ekki gera okkur sjálf að áhættu- svæði um allan heim. Höfundur er framkvæmdastjóri. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.