Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 17

Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020 ✝ Oddur Rúnarvar fæddur 8. maí árið 1931 að Vatnsholti í Gríms- neshreppi í Árnes- sýslu. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Ísafold aðfara- nótt þriðjudagsins 4. ágúst 2020. Fjölskyldan flutti til Reykjavík- ur þegar Oddur Rúnar var þriggja ára. For- eldrar hans voru hjónin Guð- mundína Guðmundsdóttir (1899- 1997), húsmóðir frá Þverárkoti í Kjós, og Hjörtur Jóhannsson (f. 6.12. 1901, d. 3.3. 1996) bifreið- arstjóri, ættaður af Snæfells- nesi. Eldri bróðir Odds Rúnars, Einar Hafsteinn (f. 1925), lést árið 1995. Sigrún (f. 1942), lést sl. vor en eldri systirin, Unnur (f. 1928), sem búsett er í Borgarnesi, lif- ir systkini sín. Eftirlifandi eig- inkona Odds Rún- ars er Soffía Ágústsdóttir. Börn þeirra eru: Ágúst, f. 1954, Kristján, f. 1961, Hjörtur, f. 1963, lést 1990 og Sóley Hildur, f. 1964, lést 2006. Fyrri hluta starfsævinnar var Oddur Rúnar héraðsdýralæknir í Borgarfjarðarumdæmi en síð- ari hlutann framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- urborgar. Oddur Rúnar var jarðsunginn í Grensáskirkju miðvikudaginn 19. ágúst 2020 í kyrrþey að eigin ósk. Hvernig er lífsstarfið valið, hvaða fyrirmyndir skipta máli? Í mínu tilfelli var það auðvelt, Rún- ar mágur mömmu var héraðs- dýralæknir í Borgarfirði og sinnti því dýrunum heima. Að reisa do- ðakú nánast upp frá dauðum, að sauma saman erfið sár, að kryfja til að finna orsakir krankleika, að hafa ráð við flestu sem viðkemur dýrunum – þetta heillaði mig. Hann aðstoðaði mig við að komast til náms í Osló og þegar ég kom heim erfði ég ýmis tól og tæki, mig munaði mest um felliböndin góðu. Gott var líka að leita ráða hjá honum þegar verkefnin voru erfið. Rúnar var natinn og fær dýra- læknir, fljótur að bregðast við þegar á lá. Vinnudagarnir voru langir og vegirnir vondir, bílarnir entust varla árið. Hann vann öt- ullega að bættri meðferð dýra og var umhugað um velferð þeirra. Í einu tilviki tók það hann nítján ár að fá bónda dæmdan, sviptan rétti til búpeningshalds. Uppgjöf var aldrei í orðabók Rúnars. Á þessum tíma voru sláturhús- in mörg og smá og vinnubrögðin ekki alltaf til fyrirmyndar. Rúnar krafðist hreinlætis, þeir standa þarna með skítugar strigasvunt- ur, sagði hann. Auðvitað voru menn miskátir með þennan dýra- lækni sem sagði þeim hiklaust til syndanna. Síðari hluta starfsævinnar vann Rúnar við heilbrigðiseftirlit, lengst af sem framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hann hafði sótt sér umtalsverða framhaldsmenntun á þessu sviði og hafði skýr markmið í störfum sínum, neytendavernd í víðum skilningi. Þótt stundum gustaði tókst Rúnari að koma á veruleg- um umbótum og breyta hugsun- arhætti. Arfleifð Rúnars er því dýra- læknastéttinni til sóma. Ég þakka líka allt það góða sem hann lagði til fjölskyldunnar, samheldni systranna Siggu, Soffíu og Svövu var mikil og við börnin nutum þess öll að eiga þennan trausta mann að. Katrín. Sjaldan hefur mönnum verið ljósara en á þessum erfiðu tímum ógnvekjandi veirufaraldurs, hve einangrun og einvera getur verið erfið lífi manna til líkama og sálar og hversu félagsskapur, um- hyggja og vinátta eru dýrmætir fjársjóðir, er hressa og endur- næra og gefa lífinu óendanlegt gildi. Sumir menn eru þannig af Guði sínum gerðir, að það var lán að eiga þá að samferðamönnum á lífsleiðinni. Og þegar þeir falla frá sest óhjákvæmilega söknuður að í hugum þeirra er eftir lifa. Oddur Rúnar Hjartarson, sem nú er horfinn af jarðnesku sjónarsviði, var einn þeirra manna sem gott var að hafa kynnst og átt samleið með. Það var mikið happ fyrir borg- firska bændur þegar Rúnar gerð- ist dýralæknir hjá þeim. Hvort tveggja var að hann var vel fær í starfi sínu og ósérhlífinn, fylginn sér, dyggur starfsmaður, er aldrei hopaði af erfiðishólmi skyldunnar, trúr þeim verkefnum sem hann hafði með höndum. Í störfum sín- um öllum brást Rúnar hvergi trausti, boðinn og búinn að lið- sinna öðrum. Kynni okkar Rúnars hófust þegar við gerðumst báðir starfs- menn á Hvanneyri og var örstutt milli heimila okkar. Með okkur og fjölskyldum okkar tókst því vin- skapur og áttum við saman marg- ar góðar og eftirminnilegar sam- verustundir. Ég stundaði þá smá fjárbúskap á prestsetrinu Staðar- hóli og því var ekki ónýtt fyrir mig að vita af dýralækninum í næsta húsi, sem taldi ekki eftir sér að hjálpa ef eitthvað bar út af við sauðburðinn. Þá kom fyrir að ég fór með honum í ferðir þegar hann fór í læknisvitjanir til bænda í héraðinu eða þá að hann sat inni í stofu hjá mér og fór með mér yfir stíla úr Bændaskólanum. Heimili þeirra Rúnars og Soffíu konu hans var glæsilegt og börn þeirra fjögur greind og gjörvileg. Iðulega kom það fyrir að börn þeirra og börnin okkar Ástu, er voru á líku reki, léku sér saman og styrkti það tengslin milli heimilanna. Rúnar var skemmtilegur maður, glaðsinna og ræðinn, með þægilega nær- veru. Honum varð því vel til vina, enda ósvikinn vinur vina sinna. Rúnar hafði ákveðnar skoðanir og lét þær óhikað í ljós, ekki hvað síst væri réttlætiskennd hans misboð- ið. Í fari hans mátti glögglega greina samhljóm skaps og still- ingar, styrks og mildi. Þótt Rúnar helgaði starfinu krafta sína var þó fjölskyldan honum efst í huga, gæfa hans og blessun er auðgaði líf hans á alla lund. Þannig lék allt í lyndi hjá fjölskyldunni á Hvann- eyrarárunum. Þau fluttust síðar á Reykjavíkursvæðið þar sem Rún- ar starfaði sem framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar. En árið 1990 dundi ógæfan yfir þegar þau misstu son sinn, Hjört lækni, í blóma lífs og 16 árum síðar dóttur sína, Sóleyju kennara, af slysför- um. Rúnar sýndi þá mikið hetju- þrek í harðri raun en minningin um elskuleg börn þeirra varð ljós- geisli í sorgarmyrkrinu. Að endaðri ævi Rúnars vil ég þakka honum fyrir samfylgdina á ævivegferðinni og verðmæta við- kynningu. Ég árna honum farar- heilla inn í himin Guðs þar sem vinir bíða í varpa og fagnafundir takast. Vandamönnum Odds Rún- ars Hjartarsonar votta ég dýpstu hluttekningu og samúð. Guðmundur Þorsteinsson. Oddur Rúnar Hjartarson ✝ Matthías Eiðs-son hrossa- ræktandi fæddist á Akureyri 22. ágúst 1941. Hann lést á elliheim- ilinu Hlíð 22. ágúst 2020 umvaf- inn fjölskyldu sinni. Eftirlifandi eig- inkona Matthíasar er Hermína Val- garðsdóttir, f. 20.7. 1947. Foreldrar Matthíasar voru þau Eiður Valdimarsson, f. 10.10. 1913, d. 24.12. 1963 og Aðalheiður Jónsdóttir, f. 12.12. 1919, d. 14.5. 2005. Börn Matthíasar eru þau: Brynja Matthíasdóttir, f. 1963, Ólöf Björk Sigurðardóttir, f. 1966, Aðalheiður Björk Matthías- dóttir, f. 1967, Gunnar Valur Matthíasson, f. 1968, Eiður Guðni Matthíasson, f. 1972, Matthildur Ósk Matthíasdóttir, f. 1978 og Þorbjörn Hreinn Matthías- son, f. 1980. Matthías, eða Matti Eiðs eins og hann var oftast kallaður, hefur alla jafna verið kenndur við sveitabæinn Brún, sem stóð í Eyjafirði, en þar hóf hann hrossarækt sína. Útför Matthíasar fer fram í kyrrþey frá Akureyrarkirkju 26. ágúst 2020 kl. 13.30. Þá eru komin leiðarlok, elsku afi. Á þessum tímum sækir að mér mikill söknuður en einnig á sama tíma gleði. Ég á nefnilega nóg af minningum með þér og fyrir það er ég þakklátur. Ég ólst hálfpartinn upp með þér, sem lít- ill drengur leit ég upp til þín og sá svo mikið í þér sem mig langaði að vera sjálfur. Eiginleikar þínir eru ótal- margir, þeir eru nokkrir sem koma mér strax í huga, það er eljusemin sem þú barst, húmor- inn sem kom svo mörgum til að hlæja, viskan sem þú geymdir og hversu vel þú náðir til fólks. Við brösuðum svo margt sam- an. Lítill var ég þegar ég rúntaði með þér á zetornum uppi í Möðrufelli vinnandi hin ýmsu verk, ég gaf með þér og sópaði gólfið, það er mér reyndar mjög minnisstætt þegar ég gekk miðjuganginn og ég held ég hafi sópað hann 5 eða 6 sinnum til að gera hann fullkominn fyrir þig og sýna þér að ég væri harðdugleg- ur eins og þú. Þú leyndir svo sannarlega ekki hrósinu þegar þú komst að mér og sagðir: „Þetta er ekkert smá flott hjá þér, nafni.“ Þú varst nefnilega mjög góður að láta vita ef maður gerði hlutina vel. Ég rúntaði oft með þér í bæinn og við fórum á KA-leiki saman, ég dáði það hvað þú varst mikill KA-maður og pældir alltaf mikið í liðinu og við spjölluðum oft um gengi þess og leikmennina. Mér fannst einnig alveg frá- bært að fara með þér í hálfleik í kaffið og vera með þér þar sem þú spjallaðir við hina og þessa. Ég fékk að kynnast þér ennþá betur þegar að ég byrjaði að vinna með Lúlla í hestunum, þar fékk ég að sjá hversu mikill hestamaður þú varst í raun og veru. Þú kunnir vel á skepnuna og það var alltaf sérstakt band á milli þín og hrossins. Í miklu eft- irlæti varstu hjá öðrum og mikil virðing var borin fyrir þér. Þegar fólk spurði mig hverra manna ég væri kom oftast bros á vör og sögðu þau mér sögur og að ég ætti að læra eins mikið og ég gæti af þér. Ég ferðaðist með þér á hestbaki yfir fjöll og firnindi, mín skemmtilegasta ferð var sú þegar við riðum að austan með góðvini þínum og þið sögðuð mér sögurn- ar frá sjónum, að maður ætti ekki að borða brauð með osti því þá minnkaði á manni félaginn og meiri vitleysu sem ég hafði gam- an af. Ég veit að ég entist ekki í hest- unum eins og sumir höfðu kannski vonað og þó sakna ég þess nú oft að fara á bak. En lofa skal ég þér, elsku afi, að ég mun taka það sem þú kenndir mér og bera það með mér í minni göngu í gegnum lífið. Nú síðustu ár varstu ennþá að vinna við hestana, þú dundaðir þér við það sem þú elskaðir svo mikið allt þar til þú hreinlega gast það ekki lengur. Það sýnir hvaða mann þú hafðir að geyma, þurftir alltaf að aðhafast eitt- hvað, það þýddi ekkert að hanga og gera ekki neitt. Reglulega fékk ég símtal frá þér og þá vissi ég að nú værum við að fara brasa eitthvað saman, kannski hjálpa þér að henda rúllu inn í hús eða sækja hesta inn í sveit. Hvað sem það var fannst mér alltaf gott að fá að hitta þig og aðstoða þig. Ég sendi hér mína kveðju og minnist þín, elsku afi, við munum keyra saman þjóðveginn á ferð- um mínum um landið. Þinn nafni, Matthías Már Stefánsson. Takk afi. Takk fyrir vináttuna. Takk fyrir símtölin. Takk fyrir traustið. Takk fyrir stoltið sem þú fyllir mig. Takk fyrir öryggið. Takk fyrir ferðalögin okkar. Takk fyrir hlýjuna. Takk fyrir að vilja mér alltaf það besta. Takk fyrir KA- og United-stundirnar okkar. Takk fyrir allt spjallið. Takk fyrir lífsreglurnar. Takk fyrir allt. Takk fyrir að gefa mér besta mögulega afa og vin sem nokkur getur hugsað sér. Ragnar Heiðar Sigtryggsson. Með örfáum orðum langar mig til að minnast vinar míns og tengdaföður Matthíasar Eiðsson- ar sem nú hefur kvatt okkur í hinsta sinn. Ég kynntist Matta fyrir um 19 árum þegar við Matthildur byrj- um að stinga saman nefjum. Allt frá fyrstu kynnum, þegar ég kom til þeirra Hermínu í mat á Möðrufelli þar sem þau bjuggu þá, tók Matti mér þá strax og ávallt síðan opnum örmum og sem hluta af fjölskyldunni enda tókst fljótt með okkur félögum góð vinátta. Þrátt fyrir að vera um margt ólíkir þá kom fljótt í ljós að við áttum ýmislegt sam- eiginlegt og höfðum jafnan gam- an af því að hittast og brölluðum þá oft margt skemmtilegt saman og þó aldursmunurinn væri nokk- ur þá truflaði það ekki enda var Matti oft fljótur að sjá það besta í fólki og jafnan var stutt í grín og glens. Eftir að við Matthildur eignuðumst börnin reyndist hann börnunum okkar líka góður afi sem þau gátu alltaf leitað til og við þeim tók hlýleg gömul sál sem alltaf hafði tíma til að hlusta og gat ávallt gefið góð ráð. Á sumrin ferðuðumst við mikið með Matta og Hermínu um landið og eigum við fjölskyldan mikið af dýrmæt- um minningum úr þeim ferðum sem við munum varðveita í huga okkar. Þær eru líka margar min- nigarnar sem við eigum um stundirnar sem við höfum átt saman þegar þau hafa heimsótt okkur eða við fjölskyldan höfum skroppið í heimsókn norður en við höfum jafnan verið dugleg við að fara í heimsóknir til þeirra norður bæði á sumrin, um jól og páska. Við fjölskyldan yljum okk- ur nú við þessar minningar, þó söknuður sæki á nú þegar við kveðjum kæran vin, föður, tengdaföður og afa. Elsku Matti, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, ég mun taka utan um fjöl- skylduna, horfa til himins og hvísla að börnunum að nú þeysi hestamaðurinn afi þeirra á fáki fráum um himininn um leið og við minnumst þín. Elvar Magnússon. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég minnist Matta, tengdaföður míns og afa barnanna minna. Þegar ég hugsa til baka þá þakka ég honum fyrir allt. Síðustu mánuðir voru erfiðir en hann tók veikindunum með æðruleysi og dugnaði. Matti var með allra skemmtilegustu mönn- um með mikla frásagnarhæfi- leika og hafði komið víða við. Þegar ég flutti norður og hóf sambúð með Lúlla þá tóku þið Hermína mér og strákunum opn- um örmum frá fyrsta degi. Mikill og góður vinskapur varð á milli okkar sem þróaðist í gegnum árin og ekki þótti okkur Matta leið- inlegt að hlæja saman. Það var svo dýrmætt að sjá hvað Matti átti frábært samband við Róbert Darra og Kristján Árna en þeir gátu rætt um allt á milli himins og jarðar en oftar en ekki fóru samtölin að snúast um hesta. Einnig átti Matti dásamlegt sam- band við Eddu Ósk og oft mikið hlegið þegar þau voru að stríða hvort öðru á léttu nótunum. Þeg- ar Margrét Aþena fæddist sá Matti strax að þarna var á ferð- inni mjög svo ákveðin stúlka og grínaðist Matti reglulega með það að hvernig ætti það annað að vera miðað við ákveðni foreldr- anna. Allt fram á síðasta dag fylgdist Matti vel með þeim öllum og fannst gaman að fá fréttir af því sem við vorum að gera í Ás- múla. Mikið er sárt og erfitt að sitja hér og leiða hugann að því að fleiri verða minningarnar ekki með þér, elsku Matti, en þær sem ég á, ylja mér á þessum erfiðu tímum. Elsku Hermína, það hefur ver- ið aðdáunarvert að fylgjast með því hvað þú hugsaðir vel um Matta í veikindunum og á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning hans. Þín tengdadóttir, Erla Brimdís. Matthías Eiðsson Fyrir rétt rúmu ári hittumst við nokkrar æskuvin- konur sem höfum haldið hópinn í rúma fjóra ára- tugi og fögnuðum fimmtíu ára afmæli Marenar Finnsdóttur, vinkonu okkar. Við komum með gömul sendibréf og áttum ynd- islega kvöldstund á meðan við rifjuðum upp gamlar minningar. Eftir tveggja ára baráttu við krabbameinið er Maren fallin frá langt um aldur fram. Maren vakti athygli hvar sem hún kom fyrir glæsilegt útlit, fal- legt ljóst hár og bláu augun sín. Skarpgáfuð, skemmtileg, hæfi- leikarík sundkona og frábær söngkona. Við höfum oft hlegið mikið að MR-árunum okkar í Þrúðvangi, gamla heimili Einars Bendikts- sonar skálds. Skólastofan okkar var í svefnherbergi Einars og við vorum sannfærðar um að það varð þess valdandi að stundum sveif á okkur þessi svakalegi svefnhöfgi þannig að stóru trefl- arnir okkar umbreyttust í kodda á skólaborðinu og við steinsofn- uðum. Ólafur Oddsson íslensku- kennari var sérstaklega góður að leyfa okkur stöllunum að sofa fram á borðin í stutta stund. Jón Guðmundsson (Jón Gúmm) kennari færði Maren stundum undir töfluna í skóla- stofunni, fyrir aftan kennarann í tíma, þegar hún talaði of mikið að hans mati. Það var kallað að maður færi út í ystu myrkur. Sumarbústaðaferðir vinkon- uhópsins á hverju vori til ömmu Marenar að loknum prófum í MR voru fastur liður í mörg ár og þar var margt brallað, skraf- að og hlegið. Við sáum á eftir Maren Finnsdóttir ✝ Maren Finns-dóttir fæddist 22. júní 1969. Hún lést á 16. ágúst 2020. Útför hennar fór fram 27. ágúst 2020. Maren til Ítalíu í söngnám að loknu stúdentsprófi og nokkrum árum síð- ar flutti hún heim með einstaklega vel heppnuðu börnin sín, Finn og Þóru. Þau hafa alltaf ver- ið augasteinarnir hennar og alla tíð verið einstaklega kært á milli þeirra þriggja. Þau munu búa að því alla ævi að hafa átt svona frá- bæra móður. Maren var yndislegur gest- gjafi og listakokkur. Það voru ófá skiptin þar sem við fengum að njóta hæfileika hennar í elda- mennsku í matarboðum þar sem spjallað var um lífið og tilveruna, stjórnmál, kvikmyndir, listir, bókmenntir o.fl. Lífið tók u-beygju þegar Mar- en greindist með alvarlegt krabbamein sumarið 2018. Krabbameinsmeðferðin sem Maren var í tók á og var úthald- ið af skornum skammti. Dró hún sig smám saman út úr hringiðu lífsins til að takast á við það verkefni sem ekkert okkar lang- ar að upplifa. Hún vann úr öllum málum með yfirvegun og skyn- semi að leiðarljósi. Það var ekki alltaf auðvelt en styrkurinn sem hún sýndi var aðdáunarverður. Nú þegar komið er að kveðju- stund finn ég hversu lánsöm ég er að hafa átt þessa góðu vin- konu. Vinahópurinn verður aldr- ei samur án hennar. Ég mun ávallt minnast Mar- enar með mikilli væntumþykju og söknuði. Ég kveð elskulega vinkonu mína með ást, virðingu og þakk- læti fyrir vináttuna í öll þessi ár. Minningin um Maren mun lifa björt og hrein. Elsku Finnur Matteo, Þóra Lucrezia, Krissa og Finnur, Ólafur (Búddi) og fjölskylda. Megi allar góðar vættir styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Erna Guðmundsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.