Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020
✝ Kristján JakobValdimarsson
fæddist á Akureyri
21. maí 1951. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 18.
ágúst 2020.
Foreldrar Krist-
jáns voru Valdimar
Jakobsson frá Hrís-
ey, f. 24.7. 1928, d.
25.3. 1989 og Fann-
ey Unnur Krist-
jánsdóttir frá Hólslandi, f. 18.2.
1927, d. 27.9. 1982.
Bróðir Kristjáns var Valdi-
mar Valdimarsson, f. 18.2. 1954,
d. 6.2. 1993.
Kristján giftist Örnu H. Jóns-
dóttur 1972 og slitu þau sam-
vistum 1983. Sonur þeirra er
Hrafn Kristjánsson, f. 30.10.
1972. Sambýliskona hans er
Maríanna Hansen, f. 23.7. 1975.
Synir þeirra eru Mikael Máni
Hrafnsson, f. 21.1. 2004, Krist-
ján Breki Hrafnsson, f. 31.10.
2007 og Alexander Jan Hrafns-
son, f. 31.10. 2007.
Kristján giftist Ragnheiði
Bóasdóttur 1999 og slitu þau
samvistum 2005. Dóttir þeirra
bandalagsfélagsins í Reykjavík
1979-84, skrifstofustjóri Al-
þýðubandalagsins 1984-88 og
framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins 1988-90. Hann var
deildarstjóri í fjármálaráðu-
neytinu 1991 og forstöðumaður
starfsþjálfunarstaðarins Örva
frá 1991-2016.
Kristján sat m.a. í stjórn
Æskulýðssambands Íslands
1977-79, í Æskulýðsráði
Reykjavíkur 1978-86, átti sæti í
samstarfsnefnd Æskulýðsráðs
Reykjavíkur og Fræðsluráðs
1982-86, var annar fulltrúi Ís-
lands í Norræna æskulýðs-
sjóðnum (Kommittén för nor-
diskt ungdomssamarbete)
1978-85, var varaformaður
sjóðsins 1978-80, átti sæti í
stjórn Neytendafélags höf-
uðborgarsvæðisins 1986-89 og
jafnframt í stjórn Neytenda-
samtakanna. Hann var vara-
maður í félagsmálaráði Reykja-
víkurborgar 1998-2002. Hann
var formaður Hlutverks – Sam-
taka um vinnu og verkþjálfun.
Útför Kristjáns fer fram frá
Lindakirkju í dag, 31. ágúst
2020, kl. 13. Vegna fjöldatak-
markana verða einungis boðs-
gestir viðstaddir athöfnina.
Stytt slóð á streymi: https://
tinyurl.com/yyutbd8k/.
Hægt er að nálgast virkan
hlekk á streymið á https://
www.mbl.is/andlat.
er Árný Eir Krist-
jánsdóttir f. 14.1.
1999.
Stjúpdóttir
Kristjáns er Þór-
hildur Vígdögg
Kristínardóttir, f.
28.10. 1999.
Ástvinur Krist-
jáns síðastliðin 2 ár
er Ásta María
Björnsdóttir, f.
22.3. 1957.
Kristján ólst upp á Akureyri
til fimm ára aldurs þegar hann
flutti til Reykjavíkur. Hann
lauk landsprófi frá Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar 1968, stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1972, BA-prófi í
stjórnmálafræði frá Háskóla Ís-
lands 1976 og meistaraprófi
(MPA) í opinberri stjórnsýslu
2003.
Kristján starfaði hjá Olíu-
verslun Íslands í skólaleyfum
1964-75, hjá KEA á Akureyri
1972-73, við rannsóknir hjá Fé-
lagsvísindadeild Háskóla Ís-
lands 1976 og var deildar-
fulltrúi þar 1976-79. Kristján
var framkvæmdastjóri Alþýðu-
Elsku pabbi.
Ég hef sagt sjálfum mér síð-
ustu fjögur ár að ég myndi vera
undirbúinn þegar þessi stund
rynni upp. Nú þegar þú ert farinn
stend ég eftir hálfumkomulítill og
ringlaður. Þótt líf okkar saman
hafi þróast á þann hátt að við vær-
um á köflum fulllangt frá hvor
öðrum tilfinninga- og landfræði-
lega er svo margt í mér sem þú átt
skuldlaust. Mín gildi og lífsskoð-
anir koma að stórum hluta frá þér
og fyrir það á ég þér svo mikið að
þakka. Leit að jöfnuði og trú á
samvinnu er eitthvað sem ég veit
að ég lærði barnungur af þér þar
sem ég fylgdist með öllu stjórn-
málabröltinu og lagði á minnið.
Við erum um margt svo svaka-
lega líkir. Við eigum það til að vera
svolitlir einfarar, viljum ekki taka
of mikið pláss eða láta hafa mikið
fyrir okkur. Við erum sjálfum
okkur nógir, stundum einum of,
og finnst alls ekki óþægilegt að
ferðast einir út í heim að kanna
ókunnug lönd. Þegar eitthvað
bjátar á og okkur finnst við þurfa
að hugsa okkar gang og hreinsa
hugann setjumst við oftar en ekki
upp í bíl og keyrum um því þannig
finnum við ansi oft ró sem við
myndum ekki finna annars staðar.
Á þeim fimmtán árum sem ég
bjó úti á landi kom fyrir að full-
langur tími leið án þess að við
værum í sambandi. Þess vegna er
ég svo innilega þakklátur fyrir
síðustu 12 ár sem við áttum sam-
an eftir að við fjölskyldan fluttum
suður. Hvernig þú hjálpaðir okk-
ur og varðst stór hluti af lífi okkar
allra er eitthvað sem ég á alltaf
eftir að meta ofar öllu og hugsa til
á hverjum degi. Þú varst alltaf
boðinn og búinn að aðstoða mig og
Maríönnu í sambandi við dreng-
ina og varst tíður gestur á heimili
okkar. Við strákarnir og Marí-
anna elskum þig svo mikið og öll
jólin sem við höfum átt saman
heima hjá okkur er eitthvað sem
við eigum alltaf eftir að eiga sam-
an í hjörtum okkar og minnast.
Ég og þú fengum líka tíma til
að eyða stundum saman, tala um
allt sem okkur vantaði að tala um
og í raun finna hvor annan al-
mennilega aftur. Ég var svo glað-
ur fyrir þína hönd þegar þú sagðir
mér að þú ætlaðir að hætta fyrr
að vinna svo þú gætir einbeitt þér
að því að njóta lífsins, ferðast og
auðga andann. Áfallið varð þeim
mun stærra þegar fréttirnar af
veikindum þínum bárust stuttu
síðar. Ég dáist svo að því hvernig
þú tókst þeim fréttum pabbi. Þú
tókst á við þetta verkefni af æðru-
leysi og gerðir allt sem í þínu valdi
stóð til að njóta þeirra ára sem þú
áttir eftir þeim mun betur. Á
þeirri vegferð hjálpaði hún Ásta
María þín þér mikið. Að þið hafið
fundið hvort annað er eitthvað
sem ég þakkaði fyrir á hverjum
degi og geri enn.
Þótt síðasta ár, þegar sjúkdóm-
urinn sótti í sig veðrið, hafi verið
þér erfitt varstu alltaf léttur og
tókst á við hvern dag af ein-
stökum dugnaði. Ég met svo mik-
ils að hafa fengið að eyða síðustu
nóttinni þinni með þér á líknar-
deildinni. Ég gat þar sagt þér allt
sem ég þurfti og vantaði að segja,
lítill strákur hjá pabba sínum.
Ég, Maríanna og strákarnir
hugsum til þín og tölum um þig á
hverjum degi. Það hefur verið
gott og hollt fyrir okkur. Það er
alltaf mikið hlegið, sérstaklega
þegar við ræðum atvik sem sýndu
hversu utan við þig þú varst …
sonur þinn er nefnilega nákvæm-
lega eins.
Bless elsku pabbi, ég elska þig.
Skilaðu kveðju til afa Valdimars,
ömmu Fanneyjar og Valda
frænda. Ég veit þau taka vel á
móti þér.
Meira: mbl.is/andlat
Hrafn Kristjánsson.
Elsku afi minn,
Ég veit þú ert kominn á betri
stað núna. Þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar, jólin heima og
skiptin sem þú passaðir okkur
strákana.
Ég viss um að þú ert núna
skíðandi í glampandi sólskini,
þannig leið þér best.
Týndir tímar
Veit ekki hvenær ég kveð þig í seinasta
skipti,
Lítill strákur frá Akureyri guð hluta af
hjarta þínu svipti.
Þó krabbameinið sé búið að taka yfir
veit ég að þú ert mér ekki búinn að
gleyma,
því innst í hjarta þínu eigum við á sér-
stökum stað heima.
Man ég eftir pössunum öllum sem ein-
um,
elskandi afi sýndi ást þremur svein-
um.
Ég eyddi ekki nógum tíma með þér og
það er mín sök,
Minning okkar saman mun mér vera
einstök.
Paradísar brekku þú munt bráðum nið-
ur skíða,
á snjósleðanum sem þú lést fyrir okkur
sérsmíða.
Þó að tími okkar saman fari bráðum að
enda,
Mun ég vita að tanaði afi minn mun
ávallt passa mig og vernda.
(Mikael Máni Hrafnsson)
Bless elsku afi. Ég og strák-
arnir elskum þig allir og munum
alltaf gera.
Mikael Máni Hrafnsson.
Í þinni hendi eru stundir mínar.
(Sálm. 31.16)
Nafni minn og svili Kristján
Valdimarsson var einn þeirra sem
við fyrstu kynni skilja eftir svo
skýra mynd af sjálfum sér að hún
breytist aldrei. Þess vegna var
svo dýrmætt að eignast vináttu
hans þó að tækifærin til að
styrkja hana og viðhalda henni
yrðu allt of fá.
Við áttum það sameiginlegt
þegar hann á sínum tíma tók upp
sambúð með mágkonu minni sem
varð að hjónabandi að stíga inn í
gríðarlega stóran hóp samheld-
inna fjölskyldumeðlima, haldandi
þó að sambúð snerist fyrst og
fremst um tvær manneskjur.
Það er ekki sjálfgefið þegar
maður verður hluti af slíku fjöl-
menni að það sé einfalt eða þægi-
legt þó að það sé elskulegt af allra
hálfu. Sjálfur hafði ég þá forgjöf
umfram nafna minn að koma úr
mjög stórri fjölskyldu. En ég vissi
ekki að þegar maður giftist stúlku
úr Mývatnssveit getur ekki að-
eins stórfjölskyldan öll fylgt með
inn í hjónabandið, heldur heil
sveit. Þegar tímar líða fram fagn-
ar maður þessum veruleika af
innstu hjartans rótum, eða jafnvel
alls ekki.
Vensl eru með ýmsu móti og
sambúð venslafólks kann að
breytast. En venslin ekki. Ekkert
fær því breytt að við nafnarnir
eigum það sameiginlegt um tíma
og eilífð að börnin okkar eru
systrabörn. Nú bindur okkur ekk-
ert annað. En það er líka nóg.
Vertu kært kvaddur, nafni
minn og vinur, af okkur öllum.
Kristján Valur, Margrét,
Bóas og Benedikt.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjar-
dóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Kristján var heilsteyptur töff-
ari, heimsborgari, jafnaðarmaður
og vinur litla mannsins. Hann
hafði góða frásagnargáfu og
hræddist ekki nýjar áskoranir.
Hann naut þess að hitta fólk og
fylgjast með fólki. Hann fór á tón-
leika og út að borða, missti sjald-
an af kröfugöngu eða öðrum
uppákomum í miðbænum. Hann
elskaði að ferðast og það var gam-
an að fylgjast með þeim feðginum
á hinum ýmsu ferðalögum þeirra,
hvort sem það var á sólarströnd,
skíðum, línuskautum eða bara
röltandi um bæinn á 17. júní eða
Menningarnótt.
Hann kunni sannarlega að
njóta lífsins og naut þess að borða
jafnt góðan mat sem „vondan“.
Skötuhefð Stuðlafólks sunnan
heiða hófst með honum og hann
mætti alltaf á gamlársdag í fær-
eyska kjötsúpu og vildi alltaf hafa
súpuna eins sterka og mögulegt
var. Færeyska súpuboðið hefur
misst einn dyggasta aðdáandann.
Kristján kom inn í fjölskylduna
með Ragnheiði fyrir um 26 árum.
Þótt leiðir þeirra skildu hélt
Kristján tengslum við systkina-
hópinn og fylgdist einnig með
mömmu og pabba, spurði eftir
þeim, sendi kveðjur og jólakort.
Hann tók ástfóstri við húsið
okkar í Mývatnssveitinni og því
var það einkar gleðilegt að hann
skyldi geta komið þar við í júlí sl.
á ferðalagi með fjölskyldunni
sinni.
Birgitta og Hentzia vilja þakka
einstaklega trausta vináttu til
margra ára og þykir vænt um að
hann leitaði þær alltaf uppi í gleði-
göngunni til að heilsa og fagna
með þeim.
Við sendum Árnýju, Hrafni og
fjölskyldu ásamt öllum ástvinum
Kristjáns innilegar samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu Kristjáns
Valdimarssonar.
Fyrir hönd Stuðlasystkinanna
og maka,
Sólveig Anna Bóasdóttir.
Kristján Valdimarsson, sem
kvaddur er í dag, starfaði sem for-
stöðumaður starfsþjálfunarstað-
arins Örva í rúmlega 25 ár. For-
stöðumannsstarfið fór vel saman
við hans lífsskoðanir, að jafna
kjör fólks og veita fólki með
skerta vinnugetu möguleika á að
vinna fyrir launum og safna líf-
eyrisréttindum. Það var mikill
sigur þegar það var samþykkt og
kom til framkvæmda og átti hann
stóran þátt í því.
Starfsemi Örva óx mikið eftir
að Kristján kom til starfa. Hann
var mikill talsmaður samstarfs
við vinnustaði fatlaðra í Evrópu
og fór reglulega í náms- og vinnu-
ferðir með starfsmönnum til að
fræðast og kynna sér starfsemi
þeirra. Sá grunnur sem Kristján
lagði í uppbyggingu starfsins í
Örva verður seint metinn til fulls.
Í Örva eru unnin margs konar
störf, t.d. framleiðsla á plastum-
búðum undir sælgæti. Stundum
komu viðskiptavinir með smakk
fyrir starfsfólkið, flestir muna eft-
ir klesstum kókosbollum – og því
að Kristján gekk um vinnusalinn
með augljós ummerki eftir kók-
osbollu í skegginu, en þrætti þó
fyrir að hafa stolist í kassann!
Hann var glettinn og gaman-
samur og kom gjarnan inn í
vinnusal og gantaðist við fólkið.
Undanfarna daga hefur starfs-
fólkið talað mikið um hann og þau
eru sammála um að hann hafi ver-
ið skemmtilegur og fínn karl. Öll
kunnum við vel að meta að hann
skyldi koma reglulega í heimsókn
eftir að hann hætti sem forstöðu-
maður.
Starfsfólk Örva kveður Krist-
ján með þakklæti og virðingu og
sendir börnum hans; Árnýju og
Hrafni, og öðrum ástvinum inni-
legar samúðarkveðjur.
Birgitta Bóasdóttir,
forstöðumaður Örva.
Þakklæti fyrir elsku og vin-
áttu!
Takk, Kristján, fyrir yndislega
vináttu síðustu tvö ár, tvö ár eru
stuttur tími í samhengi lífsins, en
tími okkar var afar viðburðaríkur.
Takk fyrir samverustundirnar,
samræðurnar, aðstoðina við flutn-
ingana úr húsinu sem ég hafði bú-
ið í svo lengi, stuðninginn við alls-
konar áskoranir, ferðirnar á ótal
ólíka tónleika, listasýningar og
óteljandi ferðir á hin ýmsu veit-
ingahús að borða og dansinn,
dans sem þú varst alltaf til í,
heima og hvar við heyrðum tón-
list.
Takk fyrir leikhúsferðirnar,
gönguferðirnar, dagsferðirnar út
á land, matar- og kaffiboðin sem
þú tókst fús þátt í með fjölskyldu
minni og vinum og svo bara tím-
ann þegar við horfðum á sjón-
varp, lásum bækur og blöð, eða
bara þögðum saman.
Takk fyrir borgarferðirnar,
heimsóknirnar til sonar míns í
Kaupmannahöfn og fyrir löngu
sólarlandaferðina til La Vila Jo-
iosa í apríl og fram í maí í fyrra,
ferðin sem við ætluðum að end-
urtaka núna í apríl en gat ekki
orðið vegna Covid og takk fyrir
símtölin sem voru einu samskipti
okkar þegar Covid stóð sem hæst,
eitthvað sem þú áttir erfitt með að
sætta þig við.
Takk líka fyrir skemmtilegu
ferðina sem við skipulögðum með
systur minni og maka til Berlínar,
ferðina sem aldrei var farin þar
sem flugfélagið sem við ætluðum
með lokaði sama dag og við áttum
flug út. En við nutum þess að vera
á hóteli í Keflavík nóttina áður og
borða morgunverð áður en við
fórum aftur heim.
Takk fyrir að taka mig með að
hitta allskonar vina- og vanda-
mannahópa, kynna mig fyrir þín-
um heimi, að bjóða mér af auð-
mýkt að taka þátt í lífi þínu í gleði
og sorg.
Takk fyrir að kynna mig fyrir
yndislegu fjölskyldunni þinni,
börnunum tveim, Hrafni og Ár-
nýju Eiri, tengdadótturinni Marí-
önnu og barnabörnum, Mikael
Mána, Alexander Jan og Krist-
jáni Breka „stubbunum þínum“
og að leyfa mér að hlusta á sögur
af afrekum þeirra allra, ein-
stökum mannkostum og upplifa
stolt þitt yfir þessum fjársjóði, af-
komendum þínum og nánustu
fjölskyldu. Þú talaðir líka af elsku
um Þórhildi sem þú tengdist þeg-
ar hún var barn og fannst þú eiga
í henni hlutdeild foreldris, sam-
band ykkar var fallegt.
Takk, kæri Kristján, ekki síst
fyrir elskuna til mín og fjölskyldu
minnar.
Hvíldu í friði, kæri vinur!
Kærleiks- og þakklætiskveðja,
þín vinkona,
Ásta María
Björnsdóttir.
Leiðir okkar Kristjáns Valdi-
marssonar lágu saman í Alþýðu-
bandalaginu fyrir meira en fjöru-
tíu árum. Við vorum þar í hópi
nokkurs fjölda ungs fólks sem til-
heyrði kynslóð sem kennd var við
árið 1968 og taldi Alþýðubanda-
lagið vera afl sem gæti komið
áleiðis þeim hugsjónum sem við
höfðum hrifist af. Hugsjónum um
samstöðu með verkafólki og hóp-
um sem ættu undir högg að
sækja, þjóðfrelsishreyfingum
gegn nýlendu- og hervaldi, með
jafnrétti kynja og kynfrelsi, and-
stöðu við herstöð Bandaríkjanna
á Íslandi, svo það helsta sé upp
talið, sem við eins og önnur rót-
tæk ungmenni þessa tíma bárum
fyrir brjósti.
Kristján varð strax lykilmaður
í okkar hópi, varð skrifstofustjóri
Alþýðubandalagsins í Reykjavík
árið 1979 og seinna framkvæmda-
stjóri flokksins. Hann var alltaf
kallaður til þegar málum í hópn-
um skyldi ráðið og ekki síður
hrint í framkvæmd. Þar var hans
styrkur. Við okkur, skoðana- og
málglaða félaga sína, sagði hann
iðulega: „Ef þið komið með hug-
myndir, verðið þið að vera tilbúin
til að koma að framkvæmd
þeirra.“ Hann var ómissandi á
sinn hægláta, ábyrga og trausta
hátt, alltaf með glöggan skilning á
mönnum og málefnum.
Um 1985 höfðu orðið í okkar
hópi æ áleitnari hugmyndir um að
vinstri menn og félagshyggjufólk
hefði meiri áhrif sameinað í einum
flokki. Fleira sameinaði okkur en
skildi að. Við hófum margháttað-
ar aðgerðir til að stuðla að sam-
starfi vinstri flokkanna og
Kvennalista. Borgarstjórnar-
framboðið Nýr vettvangur árið
1990 varð áfangi að stofnun
Reykjavíkurlistans árið 1994 og
Samfylkingarinnar árið 2000. Í
því starfi öllu var Kristján ötull
samverkamaður og með okkur
tókst innileg, ævilöng vinátta sem
aldrei bar skugga á, þó leiðir
lægju sjaldnar saman hin síðari
ár.
Eftir árin sem framkvæmda-
stjóri Alþýðubandalagsins venti
Kristján sínu kvæði í kross og hóf
að praktísera fyrrgreinda hug-
sjón um samstöðu með fólki sem
ætti undir högg að sækja og varð
forstöðumaður starfsþjálfunar-
staðarins Örva. Dugnaður hans
og manngæska hefur vafalaust
notið sín í því starfi.
Ég heimsótti Kristján fyrir ör-
fáum vikum. Hann var sem fyrr
áhugasamur um stjórnmál sam-
tímans, þó verulega væri af hon-
um dregið. Hann var að undirbúa
ferð til Akureyrar með Hrafni
syni sínum. Hann hlakkaði til,
sagðist fara til að kveðja. Kristján
lést eftir snarpa baráttu við
krabbamein. Hann tók örlögum
sínum af æðruleysi, þétt studdur
af börnum sínum og ástvinum.
Ég kveð þennan góða vin með
þakklæti fyrir vináttu og sameig-
inlega vegferð um leið og ég votta
hans nánustu innilega samúð.
Margrét Sigrún
Björnsdóttir.
Fyrir röskum fjörutíu árum
hóf ung sveit á loft kröfur um auk-
ið lýðræði og víðtækan jöfnuð.
Samfélagið væri fast í viðjum
eldri tíma, fjötrum sem rígbundin
kerfi gerðu að kjarna valdsins. Ný
heimsmynd væri í mótun, fyrri
viðmið gætu ei lengur ráðið för.
Jafnaðarhugsjónin verðskuldaði
að fylkingar tækju höndum sam-
an. Réttlæting skiptingar í að-
skilda flokka yrði æ veikari. Fyr-
irmyndir fælust í árangri
alþýðunnar á Norðurlöndum og í
vestanverðri Evrópu.
Margir í forystu flokka og
stofnana sáu ógn í þessum mál-
flutningi; kappkostuðu að setja
skorður þar sem unga fólkið vildi
hasla sér völl.
Í upphafi mótaði æskufjörið
þessa för. Marga þraut þó þolin-
mæðin, væntu sigra strax á morg-
un. Aðrir höfðu úthaldið og náðu
að fagna margháttuðum árangri
við stjórn höfuðborgar og ríkisins.
Sumir urðu þingmenn og ráð-
herrar; tóku sæti í borgarstjórn
og forystu félaga.
Árangur hefði þó aldrei náðst
ef afburðafólk hefði ekki staðið
vaktina, sinnt á hverjum degi
smáu sem stóru; skilið að samfell-
an réði úrslitum. Þau báðu aldrei
um stól eða stöðu handa sjálfu
sér; þjónuðu málstaðnum af fórn-
fýsi og trúmennsku.
Það var þessi sveit sem mestu
skipti og innan hennar var Krist-
ján Valdimarsson í fremstu röð.
Hann stýrði í áratug starfsstöð
hins róttæka flokks; mætti sér-
hvern morgun glaður til verka;
tók ágjöfum og andstöðu með
jafnaðargeði; beitti brosi þegar
aðrir byrstu sig.
Kristján var lengi náinn sam-
starfsmaður minn, gegndi lykil-
stöðu meðan mér var falin for-
mennskan í flokknum. Átökin
voru stundum hörð. Lýðræð-
iskynslóðin fór gegn handhöfum
hins gamla tíma. Uppstokkun ís-
lenskra stjórnmála krafðist bar-
áttu sem nú yrði flestum fram-
andi. Hugsjónir sem áður skópu
ólgu eru orðnar dagleg sannindi;
undrun vekur að það tók aldar-
fjórðung að ná þeim í höfn.
Alla þá tíð var Kristján traust-
ur félagi, tók þátt í að móta
ákvarðanir sem réðu úrslitum;
hélt ávallt sambandi við gras-
Kristján Jakob
Valdimarsson