Morgunblaðið - 31.08.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.08.2020, Blaðsíða 19
rótina, skildi mikilvægi slíkra tengsla. Við höfðum kynnst á vettvangi hinna nýju fræða við Háskóla Ís- lands sem kennd eru við stjórn- mál og samfélag. Hann var hrók- ur fagnaðar í sveit fyrstu árganganna. Síðar fólum við hon- um að stjórna skrifstofunni, skipuleggja samstarf kennara og stúdenta. Hin öfluga félagsvís- indadeild hvílir á verkum frum- kvöðlanna. Kristján lagði horn- steina og mótaði ferla sem aðrir fylgdu. Þriðji kafli ævi hans var svo helgaður málstað fólksins sem var utangarðs á vettvangi atvinnulífs- ins. Kristján nýtti reynslu sína, þolinmæði og hæfni til að efla öðr- um kjark, kenna þeim að fóta sig í daglegri önn, trúa að hægt sé að sigrast á brattanum. Hann var ætíð í fararbroddi breytinganna, boðberi hugsjóna og raunhæfra lausna; sá bjarma hins nýja samfélags við sjóndeild- arhringinn; kaus að hjálpa öðrum að komast þangað. Síðustu misserin tók hann með æðruleysi á móti örlögunum þeg- ar hinn skæði sjúkdómur boðaði komu hinsta dags. Ætíð sannur; heill í öllu. Við vinir hans og félagar lútum höfði í þökk og virðingu; blessum þá gæfu að vera samferðafólk þessa góða drengs; vottum fjöl- skyldu hans djúpa samúð. Ólafur Ragnar Grímsson. Kristján Valdimarsson var meiður af snæfellskum stofni sem fyrir nokkrum áratugum var sveipaður nokkurri hulu. Þetta voru afkomendur lítt þekkts púls- manns og kennara vestan undan Jökli, Páls Kristjánssonar. Páll átti engin óðul og festi hvergi ræt- ur á bletti sem hægt væri að kenna hann við, bjó aldrei lengur en fimm ár í sama húsi en ól mest- an aldur undir Jökli, og enginn annar staður var betra auðkenni fyrir hann og afkomendur hans en sá dulúðugi Jökull. Páll var sumsé barnmargur smábóndi, tómthús- maður, kennari og erfiðismaður og líf hans markaðist af mikilli fá- tækt, dálitlu rótleysi og við sögð- um í gamni að hann hefði verið snæfellskur nítjándu aldar bóhem. Fyrir rúmum aldarfjórðungi hittumst við þrír afkomendur Páls langafa okkar á vikulegum fundum og höfðum stór áform á prjónunum. Í vissum skilningi stóð til að endurvekja ættina und- an Jökli, efna til nánari kynna ættingja, heiðra forfeður og -mæður, og halda til haga sögu sem annars hefði legið í þagnar- gildi. Við vildum bregða upp mynd af lífsbaráttu gengins al- þýðufólks, segja sögu okkar fólks. Við þremenningar vorum um sumt ólíkir menn, en áttum ótrú- lega gott og gjöfult samstarf. Verkaskiptingin hjá þessu þríeyki var að ýmsu leyti sjálfgefin þar sem einn okkar var forleggjari, annar höfundur og sá þriðji, Kristján Valdimarsson, varð því eins konar stýrimaður. Og á þeirri skútu var margt að iðja. Kristján vann á hljóðlátan hátt, glöggskyggn, verkadrjúgur og natinn og átti flestum mönnum auðveldara með að koma hverju máli heilu í höfn. Samstarf okkar þriggja varð strax bæði náið og skemmtilegt, við treystum þarna frændsemis- og vináttubönd sem aldrei rofn- uðu. Okkur fannst ekki nóg að vera frændur svo við fórum snemma að kalla okkur frændvini – frændvinir að vestan sem stóðu fyrir ættarmótum og smáum og stórum samkomum á meðan á vinnslu bókar stóð. Smám saman þokaðist nær útkomu hennar. Og við eftirrekstur og yfirlestur var Kristján hverjum manni verka- drýgri. Þótt hann væri um sumt dulur og einrænn var Kristján líka félagslyndur jafnaðarmaður og sérlega vænn í samfélagi manna. Með ljúfmennsku og lagni náði hann settu marki. Eftir að bókin Pálsætt undan Jökli kom út árið 1999, gátum við ekki hugsað okkur að slíta fé- lagsskapinn – og héldum áfram að hittast með öðrum ættingjum undir margvíslegum formerkjum, á kaffifundum og ferðalögum. Einnig þá gáfust gjöfular sam- verustundir sem glöddu snæ- fellska lund og efldu samhug. Heilladrjúgur samferðamaður hefur lokið göngu sinni, og við kveðjum með þakklæti ljúflinginn Kristján Valdimarsson, frændvin okkar að vestan. Páll Bragi Kristjónsson og Óskar Guðmundsson. Nú er Kristján Valdimarsson farinn. Ég kynntist Kristjáni haustið 1973, þá nýkominn til landsins eftir langa dvöl í Bandaríkjunum við nám. Á þeim árum kom ég sjaldan heim og fylgdist lítið með málum á Íslandi. Ég var því að mörgu leyti orðinn ókunnur og böndin við gamla félaga trosnuð að mestu enda erfitt um vik á þeim tíma að halda góðu sam- bandi yfir heimshöfin. Veturinn 1973-1974 tók ég að mér umræðutíma í námskeiði í stjórnmálafræði sem Ólafur Ragnar Grímsson kenndi. Nem- endahópurinn var fámennur; um einn tugur mætti reglulega í tíma. Einn þeirra var Kristján Valdi- marsson. Ég myndaði fljótt meiri tengsl við þennan hóp nemenda en nokkru sinni síðar á löngum kennaraferli. Nemendurnir voru einungis nokkrum árum yngri en ég og urðu vinir mínir í nýju um- hverfi. Einkum og sér í lagi bund- umst við Kristján traustum bönd- um sem aldrei slitnuðu, því síðar urðum við samstarfsmenn við Há- skóla Íslands og enn síðar varð hann framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins en þar var ég þá fé- lagi. Báðir vorum við virkir í bar- áttu íslenskra herstöðvarands- tæðinga og í friðarhreyfingunni. En tengsl okkar voru dýpri en sameiginleg barátta og stjórn- málavafstur. Á þessum árum voru harðar deilur innan Alþýðubandalagsins og íslenskrar vinstri hreyfingar. Mörg okkar komu sár út úr þeim dansi enda eru innanflokksdeilur sjaldan mannbætandi. Fátt segir meira um mannkosti Kristjáns en að hann fór algjörlega heill í gegn- um þá orrahríð. Reyndar tókst honum hið nær ómögulega: að halda ávallt ró sinni og vinna sitt starf af fagmennsku og yfirvegun. Aldrei man ég að Kristján legði illt orðs til neins heldur vildi hann ávallt stuðla að sáttum og góðvild. Hann var samt ekki skoðanalaus maður. Um langt skeið höfðum við Kristján ekki mikið samband. Sem betur fer breyttist það fyrir nokkrum árum og við fórum að hittast vikulega í hópi góðra fé- laga. Fyrir allnokkru greindist Kristján með krabbamein og vissi að endalokin voru nærri. Kristján var lengst af dulur um sína einka- hagi, en þó duldist engum sem hann þekktu að ýmislegt þar var honum mjög erfitt, jafnvel harmi þrungið. Veikindum sínum tók hann af æðruleysi og þar varð hann opinskár um hagi sína og líð- an Í baráttunni við banvæn veik- indin var Kristjáni mikill styrkur að Ljósinu, félagsskap krabba- meinssjúkra. Ástvinir hans um- vöfðu hann kærleik og dásamlegri hlýju. Stoltur og þakklátur var Kristján af syni sínum Hrafni og dótturinni Árnýju, tengdadóttur- inni Maríönnu og barnabörnun- um þremur. Ásta María vinkona var ómetanlegur förunautur á lokagöngunni. Kristján Valdimarsson var traustur og dýrmætur vinur minn. Ég minnist hans með sökn- uði og þakklæti. Ástvinum hans öllum votta ég samúð mína. Guð blessi minningu góðs drengs. Svanur Kristjánsson. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020 ✝ Halldór Hilm-ar Þorbergs- son fæddist á Hólmavík 21. júní 1944. Hann lést á heimili sínu í Nes- kaupstað þann 23. ágúst 2020. Hann var sonur hjónanna Þorbergs Ágústs Jónssonar, fædds 1906, aðal- bókara og Guð- rúnar Sigurjónsdóttur fæddrar 1916, húsmóður. Systkini hans voru Erna Nielsen, f. 1934, Gísli Vilberg f. 1936, d. 2011, Dagmar, f. 1939, d. 2017, Sig- urbjörn Eðvald, f. 1943, d. 2016, Hörður Steinar, f. 1947, Rannveig Guðbjörg Birgitta, f. 1950, og Ágúst Rúnar, f. 1956. Halldór kvæntist Valgerði Jónsdóttur frá Skálateigi í Norðfirði 16. september 1967 Pétursson. Jón Dagur og unn- usta hans er Soffía Gunn- arsdóttir. Díana Sigríður. Barnsmóðir Þorsteins er Haf- dís Ebba Guðjónsdóttir. 3) Lilja Jóna, eiginmaður hennar er Sófus Hákonarson. Börn þeirra eru Hákon Þór og unnusta hans er Bríet Birta Ingvadótt- ir. Halldóra Rún. 4) Berglind Vala. Börn hennar eru Ragnar Þór, Emilía Eir og Þorsteinn Örn. Barnsfaðir Berglindar er Kjartan Þór Ragnarsson. 5) Valþór Hilmar og er eiginkona hans María Björg Magn- úsdóttir. Börn þeirra eru Sig- urlína Sól, Magnús Valur og Berglind Björt. Halldór starfaði lengst af sem málari. Fyrst hjá Hilmari Símonarsyni málarameistara og síðar meir hjá Síldarvinnsl- unni uns hann lét af störfum þar árið 2011. Útför hans fer fram í dag, 31. ágúst 2020, kl. 14 frá Norð- fjarðarkirkju. Vegna fjöldatak- markana verður athöfninni streymt og verður streymið að- gengilegt á Facebook-síðu Norðfjarðarkirkju. og bjuggu þau all- an sinn búskap í Neskaupstað. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Gyða Guðrún Hall- dórsdóttir, barn hennar er Halldór Hilmar og er unn- ustan hans Íris Sverrisdóttir. Þau eiga eina dóttur, Viktoríu Eik. Kristín Ösp, unnusti hennar er Guðjón Pétur Lýðsson. Þau eiga tvo syni, þá Sigurð Brynj- ar og Alexander Þór. Lára Rut, unnusta hennar Embla Hall- fríðardóttir. Barnsfaðir Gyðu er Sigurður Óli Grétarsson. 2) Þorsteinn Hreiðar Halldórsson. Unnusta hans er Brynja Schev- ing. Börn hans eru Valgerður Ýr og unnusti hennar er Leó Snær Með sorg í hjarta skrifa ég nokkur minningarorð um elsku Dóra tengdaföður minn. Það var fyrir 20 árum að ég hitti hann fyrst í firðinum hans fagra. Didda og Dóri tóku mér opnum örmum og mér leið strax eins og einni af fjölskyldunni í Miðstrætinu. Þannig hefur sam- band okkar haldist alla tíð síð- an. Hlýleg og þægileg nærvera Dóra gerði samverustundirnar léttar og skemmtilegar. Hann var ræðinn og einstaklega orð- heppinn og með bros á vör og glettnisglampa í augum skaut hann jafnan athugasemdum á fólkið í kringum sig. Fótboltinn skipaði stóran sess í huga Dóra og vöktu sjón- vörpin tvö í sjónvarpsherberg- inu iðulega athygli. Dóri var KR-ingur og mætti á völlinn þegar hann var í Reykjavík sama hvort um var að ræða leiki meistaraflokks eða leiki hjá barnabörnunum. Hann skartaði KR derhúfunni og mætti meðal annars á N1-mótið á Akureyri til að fylgjast með afastrákunum sínum. Dóri hafði gaman af áhuga mínum á snjóflóðavarnargörð- unum sem reistir hafa verið til verndar bæjarbúum í Neskaup- stað. Mikið og fallegt útivist- arsvæði hefur verið útbúið og nýti ég tækifærið þegar ég kem austur til að skokka í þessu magnaða mannvirki. Dóri beið iðulega eftir mér á pallinum, tók jafnvel tímann og vildi vita hvort ég hefði farið leiðigarðinn líka. Nú síðast um verslunar- mannahelgina hló hann að mér þegar ég hentist í garðana eld- snemma morguns áður en við keyrðum af stað heim til Reykjavíkur. Dóri var mikill dugnaðarfork- ur og kvartaði aldrei svo ég heyrði. Hann lét veikindi síð- ustu ára ekki stoppa sig og keyrði ófáar ferðirnar til Reykjavíkur á RAV-inum sínum góða. Ég smitaðist svo sann- arlega af áhuga hans á Toyot- um. Falleg vinátta myndaðist á milli Diddu og Dóra og foreldra minna. Ávallt var tekið vel á móti þeim og bræðrum mínum í Miðstrætinu og svei mér þá ef fína stellið úr stofuskápnum var ekki tekið fram. Elsku Didda mín, það var svo gaman að fylgjast með ykkur Dóra. Orðaskiptin voru stund- um skörp en skemmtileg og þið genguð samtíga í gegnum lífið. Ástin á milli ykkar var svo sannarlega sterk. Missir þinn er mikill en góðar minningar hlýja á þessum erfiða tíma. Takk fyrir allt, elsku Dóri minn. Þín er sárt saknað en minningar um hugrakkan og dásamlegan tengdaföður lifa um ókomin ár. Ég sé þig fyrir mér standandi á pallinum í Mið- strætinu horfandi yfir bæinn og fjörðinn þinn fagra. Þú heilsar þeim sem fram hjá ganga hressilega og fylgist með um- ferðinni í götunni. Hvíl í friði elsku vinur. Þín María (Maja). Elsku afi Dóri, við söknum þín sárt. Við eigum svo bágt með að trúa því að þú sért far- inn frá okkur. Það var svo gam- an hjá okkur í sumar. Þú varst hress og kátur um verslunar- mannahelgina alveg eins og allt- af. Frá því við munum eftir okk- ur hafa heimsóknir ykkar ömmu til Reykjavíkur verið skemmtilegar stundir. En allra best var að heimsækja ykkur til Neskaupstaðar. Stundum vor- um við ein hjá ykkur ömmu og þá var ýmislegt brallað. Það var alltaf svo hlýtt og gott að koma til ykkar. Þú varst mjög mikill brandarakall og hafðir gaman af því að stríða okkur systk- inunum. Húsið ykkar ömmu í Nes- kaupstað er flottasta hús bæj- arins. Um verslunarmannahelg- ina breyttist það í gula paradís og á jólunum varð það jólahús með þráðbeinum seríum í öllum gluggum og upplýstu jóla- skrauti í garðinum. Á sumrin gerðuð þið amma svo garðinn frægan í orðsins fyllstu merk- ingu og vöktu álfarnir, gos- brunnurinn og stytturnar verð- skuldaða athygli vegfarenda. Þú hafðir svo gaman að því að standa á pallinum og spjalla við fólkið sem gekk fram hjá. Það var notalegt að sitja í sjónvarpsherberginu. Þú kynnt- ir okkur fyrir ýmsum bíómynd- um eins og King Kong. Þú varst líka svo snjall að hafa tvö sjón- vörp hlið við hlið svo þú gætir horft á fótboltaleiki í friði. Það verður skrítið að koma í Miðstrætið núna og þú verður ekki þar, knúsandi okkur með bros á vör. Við munum alltaf sakna þín en minningarnar ylja okkur og allar myndirnar sem við eigum af okkur saman. Það er gott að vita til þess að þú ert nú kominn á betri stað þar sem þú finnur ekki til. Núna eru ekki bara magavöðvarnir þínir í hvíld eins og þú grínaðist svo oft með. Takk fyrir allt elsku besti afi okkar, það eru forréttindi að hafa fengið þig sem afa. Þín barnabörn, Sigurlína Sól, Magnús Valur og Berglind Björt. Afi Dóri, eða betur þekktur sem Dóri málari, kvaddi þennan heim síðastliðin sunnudag eftir erfiða og langvarandi baráttu við veikindi. Hann skilur eftir sig eiginkonu, fimm börn, fjór- tán barnabörn og þrjú barna- barnabörn. Hann skilur því eft- ir sig stórt skarð og mikinn söknuð í hjörtum þeirra sem þekktu hann. Afi Dóri var mikill áhugamaður um fótbolta og bíla. Hann var grjótharður stuðningsmaður Manchester United og KR og virðist hafa haldið útibúi Toyota gangandi á Íslandi enda voru það einu bíl- arnir sem hann keyrði. Afi Dóri kaus að hafa alltaf tvö sjónvörp hlið við hlið í sjónvarpsherberg- inu, eitt stórt og eitt lítið, en þannig leysti hann ágreininginn um hvað ætti að horfa á. Auk þess var risastór sófi svo sem flestir gætu setið við hlið hans og horft á sjónvarpið með hon- um en þá var stranglega bannað að kíkja í snjallsímana, það þoldi okkar maður ekki. Afi Dóri var dýrkaður og dáður af öllum þeim sem þekktu hann, hann var þekktur fyrir að vera mikill húmoristi og óhræddur við að stríða öllum í kringum sig á jákvæðan hátt. Hann var stoð og stytta margra og alltaf hægt að treysta á hann til þess að henda fram gullmolum og góðum ráðum. Það var alltaf op- ið hús í Miðstrætinu fyrir hvern þann sem vildi kíkja í kaffi og spjalla, oftar en ekki fór fólk þaðan með harðsperrur í mag- anum af hlátri. Við barnabörnin vorum alltaf spennt að komast hinum megin á landið, til Nes- kaupstaðar, til þess að hitta ömmu og afa. Það lýsir vel húmornum hans afa þegar hann var einu sinni spurður hver lyk- ilinn væri að hamingjusömu og góðu hjónabandi. Hann hikaði ekki með svarið, „Bara rífast nógu helvíti mikið“, öðrum til mikillar gleði. Hægt er að fylla heila bók af sögum af afa sem myndu láta hvern sem er hlæja. Einn af hans helstu kostum var, að þrátt fyrir erfið veikindi sem hefðu brotið flesta niður, þá var hann alltaf jákvæður og hress og lét ekkert á sig fá. Þeir sem þekktu hann ekki hefðu líkleg- ast ekki tekið eftir því að hann væri veikur, en það er hugarfar sem allir geta borið virðingu fyrir. Þó að afi hafi kvatt okkur óvænt og allt of fljótt reynum við að hugsa um það jákvæða og það er að hann er nú laus við alla verki, kominn á betri stað og farinn að grínast í öllum í kringum sig. Hans verður minnst sem baráttumanns og frábærrar fyrirmyndar. Við elskum þig afi, hvíldu í friði. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstund bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt, hvað fyrir er: Grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt. Lífið manns hratt fram hleypur, hafandi enga bið, í dauðans grimmar greipur, gröfin tekur þar við. Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt. Fetar þann fús sem tregur, hvort fellur létt eða þungt. (Hallgrímur Pétursson) Fyrir hönd barnabarna Hall- dórs Þorbergssonar, Ragnar Þór Kjartansson. Halldór Hilmar Þorbergsson Sigurður Guðberg Helgason ✝ Sigurður Guð-berg Helgason fæddist 27. nóv- ember 1933. Hann lést 19. ágúst 2020. Útför hans fór fram 28. ágúst 2020. sinna. Ég var hjá þeim eðalhjónum Sigga og Rögnu þegar ég vann í Meitlinum í Þorlákshöfn. Þetta var ógleymanleg vertíð, góður vinnu- staður og ekki spillti að Siggi m.a. var stjórnandi þarna og í eldhúsinu var Sigga frænka, systir Sigga og pabba, fórum við nokkrar oft upp í eldhús í pásu í skemmtilegt spjall og alltaf var eitthvað girni- legt sett á borð. Heiðursmaðurinn og náfrændi Sigurð- ur Helgason eða Siggi Helga frá Seli eða Seljalandsseli V-Eyjafjöllum er fallinn frá. Alltaf kátur og skemmtilegur alla tíð, listrænn á marga vegu og sannur vinur vina Oft var tekið lagið á kvöldin, Siggi með harmónikuna og Ragna með gítarinn, Linda og Guðlaug sungu með en Jónas var þá pínu- lítill en hann er heldur betur búinn að taka lagið í gegnum tíðina og margir kannast við Jónas Sig. söngvara. Siggi hvatti oft föður minn, að eina vitið væri að flytja í Þorláks- höfn, alltaf væri nóg vinna í fisk- inum o.fl. Ekkert varð nú úr því en pabbi minntist samt stundum á að ef flutt yrði á einhvern stað þá væri það í Höfnina. Þegar Páll okkar fór að vinna hjá Jarðefnaiðnaði á Peiloder dvaldi hann hjá þessum heiðurs- hjónum. Þökkum við fjölskyldan alla greiðasemi og samverustund- irnar. Vottum Rögnu og fjölskyld- um og öðrum aðstandendum inni- lega samúð með Guðsblessun. Sigurbjörg Elimarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.