Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 20

Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020 ✝ Frank MagnúsMichelsen fæddist í Reykja- vík 16. janúar 1978. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 20. ágúst 2020. Foreldrar hans eru Frank Úlfar Michelsen, f. 1956 og Inga S. Magn- úsdóttir, f. 1955. Bræður hans eru Róbert F. Michelsen, f. 1984, giftur Önnu Jónsdóttur, f. 1985, þau eiga tvo syni, og Magnús D. Michel- sen, f. 1989, í sambúð með Sig- rúnu Benediktsdóttur, f. 1984, þau eiga fimm börn. Þann 2. febrúar 2002 giftist Frank Kristínu Ösp Þorleifs- dóttur, f. 1979 í Bolungarvík. Synir þeirra eru Frank Gabrí- el, f. 2005, og Almar Freyr, f. 2008. Frank gekk í Seljaskóla og Álftamýrarskóla og útskrif- aðist frá Verslunarskóla Ís- lands árið 1998. Hann lauk BS í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2010. Eftir út- skrift frá mennta- skóla starfaði Frank í tæknigeir- anum, lengst af hjá Nýherja og Optima. Frá unga aldri var hann við- riðinn fjölskyldu- fyrirtækið Michel- sen úrsmiði og árið 2012 tók hann við sem framkvæmda- stjóri og starfaði þar við hlið föður síns og bræðra til dauðadags. Frank var mikill fjöl- skyldumaður og vinmargur. Útför Franks fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 31. ágúst 2020, klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu aðeins nánustu aðstandendur vera viðstaddir útförina, en athöfninni verður streymt á https://www.facebo- ok.com/ospthorleifs. Virkan hlekk á streymið má nálgast á https://www.mbl.is/andlat. Nú hefur elsku Frank fengið hvíldina frá þessum hræðilega sjúkdómi sem hann greindist með fyrir rétt einu og hálfu ári. Það að fylgjast með sterka og gáfaða manninum mínum missa mátt og getu til að gera áður sjálfsagða hluti, er án efa það erfiðasta sem ég hef upplifað. Söknuðurinn er hræðilega sár og allt svo óskilj- anlegt og erfitt að hugsa sér lífið án hans. Við kynntumst ung og kláruð- um að ala hvort annað upp. Menntuðum okkur, keyptum íbúð, giftum okkur og eignuðumst börn. Grínuðumst oft með að við gerðum hlutina í réttri röð, næst á dagskrá var að hella sér í áhugamálin. Alveg að verða mið- aldra og strákarnir orðnir ung- lingar. En heilakrabbamein spyr ekki um þessi plön þegar það reiðir til höggs. Ég er þakklát fyr- ir að þótt við höfum verið að vanda okkur við að byggja upp heimili og fjölskyldu, vorum við líka dugleg að njóta lífsins saman. Öll ferðalögin okkar saman, bæði innanlands og utan, geyma svo margar minningar sem munu lifa með mér og strákunum. Frank var svo yndislegur pabbi. Gaf þeim góðan tíma og sinnti þeim vel. Kvöldlesturinn var fastur punktur frá því þeir voru litlir og þangað til löngu eftir að þeir urðu fluglæsir. Það voru oft fúlir gaur- ar sem þurftu að hlusta á mömmu lesa ef pabbi var ekki heima. Elsku Frank minn. Við grétum oft saman yfir þessum örlögum fjölskyldunnar okkar og yfir að þú fengir ekki að fylgjast með strákunum okkar feta sig í lífinu. Allir í stórfjölskyldunni og þínir fjölmörgu vinir munu sakna þín, en missir strákanna er mestur. Ég lofa að elska þá tvöfalt fyrir okkur bæði. Og ég veit að þú verður með okkur. Að elska þig breytti lífi mínu. Það ætti ekki að koma á óvart, að það að missa þig hefur gert það sama. (Höf. ókunnur) Þín Ösp. Mjög erumk tregt tungu að hræra (Egill Skalla-Grímsson) Elsku hjartans hugulsami og duglegi drengurinn okkar, vinur okkar og samstarfsmaður. Þetta var afar hörð og óvægin orrusta sem þú háðir við þann vágest sem rændi þig lífsgæðunum en aldrei baráttuþrekinu, æðruleysinu og hugrekkinu sem ætíð einkenndi þig. Allt frá barnæsku varstu mjög fróðleiksfús og sjálfbjarga og hagur á huga og hönd. Þú áttir ekki alltaf auðvelt í skóla en lést ekki öfund og afbrýðisemi á þig fá, metnaður þinn – og þrjóska, kom fram strax og fylgdi þér alla tíð í lífi og starfi. Snemma komu fram eiginleikar þínir í tölvumál- um þegar þú keyptir Amiga og sást töfraheim tölvunnar ljúkast upp fyrir þér enda alltaf óhrædd- ur við að fikta í tökkum á öllum tækjum. Að Verslunarskólanum lokn- um tók lífið við, þú kominn með unnustu og vinnu og tókst seinna viðskiptafræðina utanskóla í Há- skólanum á Akureyri með vinnu. Úrræðagóður varstu í öllum tæknimálum og handlaginn, sett- ir upp og tengdir tölvukerfi, lagð- ir og tengdir rafmagn og vatns- lögn, smíðaðir innandyra og verönd og girðingu og gerðir við bílana ykkar. Svo greipstu að auki í úraviðgerðir þegar á þurfti að halda. Allt frá barnæsku varstu við- loðandi verslun okkar, komst að hjálpa afa og pabba í búðinni, prófaðir að gera við og gerðir allt sem til féll. Árið 2012 komstu til fullra starfa í fjölskyldufyrirtæki Michelsen Úrsmiða, 4. kynslóð og gjörþekktir alla innviði fyrir- tækisins. Sem framkvæmdastjóri leiddir þú uppbyggingu tækni- væðingar fyrirtækisins meðfram daglegum rekstri og ásamt bræðrum þínum og foreldrum opnaðir nýja verslun Michelsen í Kringlunni og á síðastliðnu ári fluttum við Michelsen af Lauga- vegi á Hafnartorg þar sem ný gerð úra- og skartgripaverslunar á Íslandi, Michelsen 1909, var opnuð. Skapaðir þú þér gott orð og virðingu allra þeirra sem þú áttir í samskiptum við alla tíð. Er nú skarð fyrir skildi. Á sama tíma varstu mjög hug- ulsamur og ástríkur við alla fjöl- skylduna, bóngóður og hjálpsam- ur og sinntir vel ömmum og öfum. „Hringjum í Frank“ var jafnan viðkvæðið þegar einhvern í fjöl- skyldunni vantaði aðstoð í tækni- málum. Fróðleiksþráin var og alltaf til staðar, þú fylgdist grannt með öllum fréttum og nýjungum og höfðum við það oft á orði að fljótara væri að spyrja þig ef eitt- hvað var og sleppa Google. Við höfum unnið saman hlið við hlið, tekið stórar ákvarðanir sam- an og ferðast saman erlendis bæði í starfi og leik. Þú ígrund- aðir alltaf vel og vandlega og kynntir þér allt sem málið varðaði áður en ákvarðanir voru teknar svo ekki yrðu gerð mistök. Þú varst lánsamur þegar þú ungur kynntist Ösp þinni og eign- aðist drengina tvo sem nú sakna og syrgja góðan eiginmann og föður sem bar mikla umhyggju fyrir þeim. Elsku hjartans Frank Magnús, þú varst drengurinn okkar, sam- starfsmaður okkar og vinur okk- ar. Við elskum þig. Orð fá ekki lýst sársaukanum og söknuðinum sem nú nístir huga og hjarta. Mamma og pabbi. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Elsku drengurinn okkar, þú sem áttir svo mörgu ólokið en þá varstu kallaður til annarra verk- efna. Afa vantar þig mikið, því þú varst alltaf tilbúinn ef á þurfti að halda að aðstoða við tölvuna. Við minnumst allra góðu stundanna með þér og þinni fjöl- skyldu. Takk fyrir okkur, takk fyrir ógleymanlega ferð til London saman. Þeir missa mikið sem mikið hafa átt. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú Að ljósið bjarta skæra Veki þig með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær Aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Amma og afi (Gyða og Magnús). Samband okkar Franks gat verið flókið; tveir ólíkir karakter- ar með sterkar skoðanir, stjórn- samir og hispurslausir og oft klunnalegir í tjáningu, olli ýmsum árekstrum en á milli okkar var alltaf stutt í bræðrakærleikinn. Frank var tilbúinn að vaða eld og brennistein fyrir mig og ef ein- hver annar var ósanngjarn eða leiðinlegur við mig, þá varði hann mig með kjafti og klóm. Við unn- um saman í fjölskyldufyrirtækinu og það gekk oft á ýmsu því við vorum yfirleitt ósammála hvernig best væri að tækla ákveðið verk- efni eða komast á ákveðinn áfangastað. En einhvern veginn gekk þetta upp, við lærðum hvor af öðrum og þegar eitthvað bját- aði á þá snerum við bökum saman og þá gekk allt upp. Einmitt þeg- ar fyrirtækið var komið á þann stað sem við höfðum svo lengi stefnt að fær hann ekki að njóta þess með okkur og það er sárt og ósanngjarnt. Hans hefur verið saknað í vinnunni undanfarna mánuði og verður áfram saknað. Frank var alltaf fyrstur til að bjóða fram hjálp án þess að vilja nokkuð í staðinn, fjölskyldan og vinir geta vottað það. Hjálpfýsi og góðvild var eitt af hans helstu persónueinkennum. Hann var tæknitröll og vandamenn leituðu fyrst til hans þegar tæknilegt vandamál kom upp (ég efstur á blaði enda kallaði hann mig tæknilega fatlaðan). Frank elsk- aði allt með tökkum og hluti sem hægt var að fikta í. Einn daginn þegar ég kíkti til hans á líknar- deildina þá var hann búinn að fikta svo mikið í sjónvarpsfjar- stýringunni að sjónvarpið var komið á pólsku. Klassískur Frank. Frank var sex árum eldri en ég og sem stóri bróðir var hann að gera ýmislegt spennandi sem ég var of ungur til skilja. Hann kynnti mér alvörutónlist. Þegar ég var 13 ára Spice Girls-aðdá- andi, þá var hann með Eric Clap- ton, Pink Floyd og Cream á fón- inum og það smitaði mig. Eins geggjað lag og Wannabe með Spice Girls er þá mótmæla því fá- ir að Comfortably Numb með Pink Floyd er ennþá betra. Hann kenndi mér að hlusta þegar gít- arsólóið í Layla fjarar út og hljómborðið tekur við og svo þeg- ar gítarinn kemur aftur inn í lagið sem hreinlega syngur í höndun- um á Clapton. Við fórum á nokkra tónleika með Dúndurfréttum þar sem PF-plöturnar voru spilaðar; frumkvæðið að því að fara með mér, litla, óþroskaða bróður sín- um, var algjörlega hans. Minnis- stæðir eru líka tónleikar Rogers Waters í Egilshöll hér um árið. Frank mótaði minn kvik- myndaþroska. Ekki orðinn 10 ára gamall var ég að horfa á með hon- um Saturday Night Fever og Scarface þegar ég hefði átt að vera að horfa á eitthvað sem hæfði mínum aldri eins og Space Jam og Aladdin. Tvær bíóferðir okkar standa upp úr, Borat og Avatar. Ég hef aldrei séð Frank hlæja jafn mikið og yfir Borat, tárin hreinlega runnu og hann gargaði af hlátri. Ég get ekki ann- að en hlegið við þessa skemmti- legu minningu. Og svo Avatar sem við sáum tvisvar í bíó, báðir orðlausir yfir því byltingar- kennda stórvirki. Elsku bróðir minn, takk fyrir allt sem þú kenndir mér og fyrir alla hjálpina í gegnum tíðina. Veikindi þín og andlát verða sí- felld áminning til mín um að lífið er ekki gefins. Róbert F. Michelsen (Robbi bróðir). Ég var 9 ára þegar frændi minn, hann Frank Magnús, fædd- ist. Ég man hvað við frænkurnar voru abbó að hann fékk að bera ættarnafnið okkar en ekki við og okkur fannst þetta svo ótrúlega ósanngjarnt en Frank með sín stóru fallegu augu var nú fljótur að bræða okkur. Frank var skemmtilegt barn og spurði enda- laust um alla hluti og fiktaði í öllu, sérstaklega ef það voru takkar, enda var hann tækitröll fjölskyld- unnar. Minningarnar frá Álfta- vatni þegar við vorum börn eru ómetanlegar og ekki síst sögurn- ar sem hann rifjaði upp fyrir ekki svo löngu hvað hann og Steini bróðir voru að bralla. Þeir voru að fara um alla Reykjavík, niður á höfn að veiða, hjólandi úr Álfta- mýrinni ca. 8 og 11 ára gamlir og við hlógum mikið að þetta yrði nú aldrei leyft í dag. Ein sagan var að þeir fóru á dýrasýningu í Víði- dal og áttu að taka strætó heim en þeir eyddu öllum peningunum sínum í nammi og löbbuðu þaðan heim í Ofanleitið. Frank hafði kaldhæðinn húm- or og lét flest flakka og komst upp með það enda var hann með hjarta úr gulli og fyrirgafst allt. Elsku Ösp, Frank Gabríel og Almar, Inga, Úlli, Róbert og Maggi mínar innilegustu samúð- arkveðjur til ykkar. Elsku Frank Magnús, takk fyrir samfylgdina og ég veit að amma og afi hafa tekið vel á móti þér. Elín Hanna. Frank Magnús hafði gert margar áætlanir um lífið og átti sér drauma og þrár. Þetta var ekki á meðal þeirra: Allt sem hann hefði átt að gera en gerði ekki … Allt sem hann hefði átt að hugsa en hugsaði ekki … Allt sem hann hefði átt að segja enn sagði ekki … Allt sem hann hefði átt að sjá en sá ekki … Allt sem hann hefði átt að heyra en heyrði ekki … Það er agalegt þegar svona ungum mönnum er kippt út úr líf- inu. Á augnabliki var hann svipt- ur öllu sem hann átti og því sem hann hefði átt eftir að eignast. Draumar og þrár horfið og eftir sitja tveir ungir synir og eigin- kona sem syrgja sárt. Foreldrar sem lifa sársauka sem ekkert for- eldri á að þurfa að upplifa. Bræð- ur og fjölskyldur þeirra sem ekki geta fyllt upp í tómarúmið sem hefur myndast. Öll stórfjölskyld- an sem er harmi slegin. Vinir og félagar upplifa sáran missi. Sjálfur hef ég ekki fundið ann- an eins sársauka á mínum 58 ára lífsferli. Það dó eitthvað inni í mér þann 20. ágúst. Ég var 16 ára þegar þessi fallegi grallari fædd- ist. Okkur hefur alla tíð verið vel til vina og er ég þakklátur fyrir þessi 42 ár sem ég hef haft hann. Í dag þegar hann skýst inn í huga mér er hann ekki endilega 42 ára heldur alveg eins og pjakkurinn sem mér þótti svo undur vænt um. Hann var mikill pabbi og greinilegt var hversu stoltur hann var af drengjunum sínum. Eigin- kona hans var honum allt, ástin í lífi hans og hans besti vinur. Hún sýndi það líka þegar orrustan hófst hversu mikill klettur hún var. Síðustu misseri voru honum erfið og tóku mjög á hann. En hann var berserkur að eðlisfari og þannig barðist hann við sinn grimma óvin. Í mínum huga er hugdirfska hans eins og hjá Gunnari Há- mundarsyni, er ofurefli óvina sótti að honum og felldu eftir einn eftirminnilegasta bardaga Ís- landssögunnar. Það var aldrei vafi á hver stóð uppi sem hetjan og í raun sigurvegarinn í þeirri orrustu frekar en núna. Elsku Ösp, Frank og Almar. Missir ykkar er mikill. Innileg- ustu samúðarkveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum) Hlynur Jón Michelsen Ég get ekki sagt að símtalið á fimmtudagsmorgninum hafi verið óvænt, en það gerði það engu auð- veldara að meðtaka fréttirnar. Góður vinur var fallinn frá. Frank var tveimur dögum eldri en ég og deildum við því plássi á fæðingardeildinni. Leiðir okkar lágu ekki aftur saman fyrr en í Verzló, en þar urðum við góð- ir félagar, en ásamt öðrum fé- lögum úr skólanum hefur mynd- ast einstakur kjarni sem hefur haldið vinskapnum síðan. Kynni okkar í Verzló voru raunar skond- in, því ég er klár á því að þessi síð- hærði, loðni maður gæti ekki ver- ið nemandi. Spurningin var hvað hann kenndi. Við urðum bekkjar- bræður á þriðja ári okkar og höf- um verið mikið tengdir síðan. Á menntaskólaárunum kynnt- ist Frank Ösp, eins og kunnugt er. Það var einn dag þar sem Frank var í heimsókn hjá mér að við mönuðum hvor annan til að bjóða dömum á stefnumót. Hann lét slag standa, hringdi í Ösp „and the rest is history“. Það var svo fyrir tilstilli Aspar að ég kynntist Völu, minni framtíðareiginkonu. Konur okkar eru svo hluti af flott- asta saumaklúbb landsins, Ís- lenska draumnum, en makarnir sem náðu allir mjög vel saman stofnuðu þá til Íslenskra karl- manna. Það má því með sanni segja að við Frank höfum (mögu- lega óafvitandi) verið áhrifavald- ar hvor í lífi annars. Vinahóparnir okkar eru nú ein- um góðum manni færri. Frank hefur markað djúp spor í líf okkar og minning hans lifir áfram í hjörtum okkar. Ég er einstaklega glaður og stoltur að hafa fengið að telja hann til vina minna og kveð hann með miklum söknuði. Ösp, Frank Gabríel og Almar Freyr, þið eigið samúð okkar allra og vitið að okkar dyr eru alltaf opnar. Frank Úlfar, Inga, Róbert og Magnús, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Frank Magnús, vinur minn. Far vel. Þinn vinur, Bjarki. Skrýtinn dagur í dag þegar við kveðjum einn af okkar nánustu vinum langt fyrir aldur fram. Elsku Frank, við erum þakklát fyrir öll árin sem við fengum sam- an, þakklát fyrir matarboðin, veislurnar, leikhúsferðir, útlanda- ferðirnar, spilakvöldin, bústaða- ferðirnar og svo mætti lengi telja. Við erum þakklát fyrir þitt góða og þétta faðmlag, vináttuna, blóðuga kjötið, FBI-drykkinn sem þú kynntir okkur, óhóflegu sparsemina þína og kaldhæðna húmorinn þinn. Þó að dagar og ár muni líða skal ég læra að fljúga svo hátt að ég komist miklu hærra en nokkur maður hefur nokkur tíma mátt. Þó að dagar og ár muni líða skal ég læra að synda svo hratt að ég komist miklu lengra en nokkur maður hefur sagt fyrir sátt. (Björn Jörundur Friðbjörnsson) Frank Magnús Michelsen Elsku besta mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, AÐALHEIÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Lalla, lést miðvikudaginn 19. ágúst á Land- spítalanum, Hringbraut. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 1. september klukkan 15. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina en henni verður streymt á youtu.be/q46Y2cM0ej8. Guðrún Kristín Antonsdóttir Margrét Gísladóttir Haukur Halldórsson Grettir Gíslason Sigríður Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru systur og mágkonu, SVANHILDAR JÓNSDÓTTUR, Strikinu 4, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar fyrir umhyggju og hlýju við umönnun hennar. Anna Magnea Jónsdóttir Haukur G.J. Guðmundsson Ásdís Jónsdóttir Hafsteinn Ársælsson Ragnheiður E. Jónsdóttir Ingimundur Ingimundarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.