Morgunblaðið - 31.08.2020, Síða 21

Morgunblaðið - 31.08.2020, Síða 21
Elsku Ösp, Frank Gabríel og Almar Freyr. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og styrk á þessum erfiðu tímum. Einnig sendum við samúðar- kveðjur til foreldra Franks og annarra aðstandenda. Þínir vinir, Helena & Bjarni. Helga & Óskar. Ragnhildur & Edilon. Vala & Bjarki. Ég man eftir þeim degi þegar Frank Úlfar sagði mér að Frank Magnús sonur sinn væri að fara að hefja störf hjá sér. Ég var full- ur eftirvæntingar að fá að hitta þennan unga og efnilega mann og fá að kynnast betur. Feður okkar Franks Úlfars áttu í viðskiptum með úr o.fl. til áratuga og við Frank Úlfar höfum haldið þeim viðskiptum áfram farsællega ásamt sonum hans þeim Frank, Robert og Magnúsi. Í hvert ein- asta skipti sem ég hitti Frank Magnús fór ég frá þeim fundi rík- ari. Viðmótið ávallt hlýtt og traust og húmorinn aldrei langt undan, sem var í dýrari kantinum. Frank Magnús var alltaf vel undirbúinn fyrir okkar fundi og skilvirkur. Það var því mikið happ fyrir fyrir- tækið að fá þarna inn drifmikinn mann, vel menntaðan og fram- sýnan með tækni nútímans í höndum sér. Frank Magnús ásamt fjölskyldu kom upp einni glæsilegustu verslun með úr og skart sem hefur verið sett á fót á Íslandi. En lífið er ekki alltaf sanngjarnt og getur fyrirvara- laust tekið stefnu sem erfitt getur reynst að breyta eða hafa mikil áhrif á. Frank og Ösp í blóma lífs- ins með tvo fallega drengi og lífið framundan. Svo er kippt í og ver- öldinni snúið við nánast á auga- bragði. Frank var opinn persónu- leiki og gat tjáð sig um meinið sem átti að fara hægar í sakirnar og gefa lengra líf, sem því miður varð ekki raunin. Frank er horf- inn á braut en í huga mér mun minningin lifa sterkt um ókomin ár um einstakan mann sem gerði heiminn ríkari þeim sem fengu að kynnast hugprýði hans og kost- um. Ég votta Ösp, drengjunum og fjölskyldu samúð mína. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér. gáðu, ég dó ei, ég lifi í þér. (Mary Elizabeth Frye) Þormar Ingimarsson. Ég kynntist Frank Magnúsi Michelsen sumarið 1993 er ég starfaði í Gufuneskirkjugarði. Þá var hann fimmtán ára strákur, svolítið hnellinn með tagl í þykku, skollituðu hári sínu og grallara- legt bros lék einatt um varir hans. Okkur varð vel til til vina þrátt fyrir nokkurn aldursmun og spjölluðum við heilmikið saman í kaffitímunum. Oft skutlaði ég honum heim til sín eftir vinnu og stundum töluðum við saman í nokkrar mínútur fyrir utan heim- ili hans. Áttum við síðan eftir að vinna þarna saman nokkur sumur þar sem vináttan dýpkaði. Síðasta sumarið mitt í kirkjugörðunum var árið 1997 en áfram fylgdumst við hvor með öðrum. Vatnaskil urðu síðan rétt eftir áramótin 2001-2002 þegar hann bauð mér til brúðkaups síns. Hafði hann sagt mér að hann hefði kynnst fallegri stúlku sem héti Kristín Ösp, alltaf kölluð Ösp og meira fengi ég ekki að vita að sinni. Frank Magnús og Kristín Ösp gengu svo í hjónaband á kyndilmessu árið 2002 og ég man að framan á boðskortinu stóð 020202 stórum og skýrum stöf- um. Ég man vel þegar faðir brúð- arinnar kvaddi sér hljóðs í veisl- unni og sagði eitthvað á þá leið að staðurinn sem hún kæmi frá væri margfalt minni en Hafnarfjörður og Grafarvogur samanlagt. Svo talaði hann um uppeldi í skjóli vestfirskra fjalla og ólgandi hafið allt í kring. Ég man að mig greip undarleg tilfinning og þegar hann nefndi Bolungarvík á nafn sagði ég sessunautunum að ég væri þaðan sjálfur. Bentu þeir mér þá á að tala við ömmu brúðarinnar sem þarna var. Kom þá í ljós að hún og fjölskylda hennar höfðu búið í næsta húsi við afa minn og ömmu, þar sem móðir mín hafði alist upp. Þannig tengdi Frank mig ósjálfrátt og kannski óvart við ættarslóðir mínar, sem ég hafði þá ekki heimsótt lengi og varð hann sjálfur einn af tengda- sonum Bolungarvíkur. Varð þetta til þess að ég tók að heimsækja Bolungarvík nokkuð reglulega og hef gert það allt til þessa. Lét ég gjarnan Frank og tengdaforeldra hans vita af ferðum mínum. Eignuðust þau Frank og Ösp tvo efnilega drengi, Frank Gabrí- el fimmtán ára og Almar Frey tólf ára. Bjuggu þau um hríð í Kópa- vogi en árið 2012 fluttust þau í íbúð í raðhúsi við Freyjubrunn í Úlfarsárdal. Fyrir örfáum misserum greindist Frank með illvígt æxli í höfði sem hann barðist síðan við af þeim krafti sem ætíð einkenndi hann. Mánudagskvöld nokkurt í febrúar síðastliðnum hitti ég hann á Langholtsvegi, þar sem ég var á leið á kóræfingu. Sagði hann mér þá einlæglega frá stöðu mála. Um það bil hálfu ári síðar, aðfara- nótt 20. ágúst síðastliðins, kvaddi Frank Magnús þetta líf eftir afar hetjulega baráttu við þetta illvíga mein sitt. Á síðustu árum áttum við mörg einlæg samtöl á fasbók- inni. Síðustu orðin sem ég skrifaði til hans á þeim vettvangi voru þessi: „Vertu Guði falinn. Bless í bili.“ Mikill harmur er nú kveðinn að fjölskyldunni allri og orðin tóm mega sín svo lítils. Megi algóður Guð veita öllum ástvinum Franks Magnúsar þann styrk og þá huggun sem þeir þarfnast. Minn- ing hans mun ætíð lifa í hjörtum okkar sem kynntumst honum. Megi hann hvíla í Guðs friði. Þorgils Hlynur Þorbergsson. Elsku vinur, ekki hvarflaði það að okkur þegar við fögnuðum fjörutíu ára afmælinu þínu á Te- nerife að þú færir svona fljótt frá okkur. Við getum yljað okkur við þær dásamlegu minningar sem við áttum með þér þar ásamt ótal- mörgu öðru skemmtilegu sem við höfum brallað saman í gegnum okkar frábæra vinskap sem Nagl- ar og Skrúfur eru. Það er sama í hvað vitleysu Naglarnir drógu þig, alltaf varstu til í að vera með. Á þeim stutta tíma sem við höf- um þekkst hefur hópurinn gert ótalmargt skemmtilegt saman og hjarðhegðun hópsins skilaði því að einn veturinn var hægt að finna borðtennisborð í hverjum bílskúr. Önnur dellan var frisbí- golf og auðvitað þurfti að græja sig upp fyrir það. Minningarmót Frank the Tank í frisbígolfi verð- ur árlega hér eftir þér til heiðurs kæri vinur. Við vorum dugleg að finna okk- ur tilefni til að gleðjast og hafa gaman. Búningapartý, götupartý, pallapartý, grillpartý, matarboð- spartý, afmælispartý og besta partýið var ógleymanlegi Skug- gabarinn. Þú varst traustur og góður vin- ur og við erum þakklát fyrir vin- skap ykkar Aspar. Við lofum þér að líta eftir henni og strákunum og rækta vinskap- inn eins og okkur einum er lagið. Góða ferð, þínir vinir í Úlfars- árdalnum, fyrir hönd Nagla og Skrúfa, Auður, Fanney og Guðlaug. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020 ✝ ReynheiðurÞóra Guð- mundsdóttir fædd- ist 14. apríl 1985 í Hafnarfirði. Hún lést á heimili sínu að Sólarsölum 7 í Kópavogi þann 22. ágúst 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Arnarsson, f. 5. apr- íl 1959, d. 16. maí 2019, og Sigurbjörg Gunn- arsdóttir, f. 3. september 1963. Bróðir Reynheiðar er Arnar Jak- ob Guðmundsson, f. 31. mars 1987. Reynheiður Þóra var gift Svani Erni Þrastarsyni, f. 8. apríl 1981. For- eldrar Svans eru Ingiríður Karen Jónsdótir, f. 18. október 1949, og Þröstur G. M. Eyj- ólfsson, f. 22. nóv- ember 1947. Börn Reynheiðar og Svans eru: 1) Hafrós Lilja, f. 7. janúar 2013, og 2) Hrafn Elís, f. 19. október 2015. Útförin verður frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag, 31. ágúst 2020, klukkan 13. Barnabarnið mitt, hún Reyn- heiður Þóra, er fallin frá. Langt fyrir aldur fram. Hún skilur eftir sig eiginmann, tvö ung börn, móð- ur, bróður og söknuð í hjörtum allra sem þekktu hana. Reynheiður var mikið hjá afa sínum og ömmu þegar hún var yngri. Eftir því sem árin liðu og hún eignaðist börn sjálf þá kom hún með þau í heimsókn. Hún þreyttist ekki á að spjalla við afa sinn, þrátt fyrir að minni hans væri farið að gefa sig. Hún skaust yfir til gömlu hjónanna á stund- inni ef eitthvað var hægt að að- stoða þau. Reynheiður og Arnar bróðir hennar komu sem ljós til foreldra sinna, Gumma og Sifu. Ég fékk að fylgjast með því hvernig þau uxu og döfnuðu, stolt foreldra sinna. Tvö ljós eru slokknuð þar sem Gummi kvaddi þennan heim fyrir aðeins ári og nú kveður hún Reyn- heiður okkur alltof snemma. Elsku Svanur, Hafrós Lilja, Hrafn Elís, Sifa, Arnar og fjöl- skyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Sólveig amma. Það er sárt að setjast hér niður og skrifa minningar orð um elsku tengdadóttur okkar sem fallin er nú frá langt um aldur fram, þetta hefur verið strembið ár enn þá greindist hún með þann illvíga sjúkdóm sem krabbamein er og sem engu eirir og virðist of ráðast á garðinn þar sem blómin eru feg- urst. Þegar hún Reynheiður Þóra kom inn í líf okkar var það gæfa okkar allra, hún var hlédræg og feimin enn jafnframt ákveðin og vissi hvað hún vildi. Reynheiður Þóra og Svanur Örn stofnuðu fjöl- skyldu og eiga saman tvö börn, Hafrós Lilju og Hrafn Elís, og hundinn Dimmu. Það eru stór högg sem þessi litla fjölskylda hef- ur fengið, fyrir aðeins 15 mánuð- um síðan missir Reynheiður Þóra pabba sinn og börnin afa sinn sem var í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum og tala mikið um og jafnvel bregða sér afsíðis til að tala við Guðmund afa í skýjunum það er eitthvað svo ósanngjarnt að heyra elsku börnin þeirra tala um að mamma sé nú í skýjunum með afa, en jafnframt svo fallegt að heyra þau tala um hana svo fallega og að hún sé í hjarta þeirra og þau í hjarta hennar eins og mamma þeirra sagði þeim þegar hún kvaddi þau í hinsta sinn. Elsku Svanur Örn, Hafrós Lilja og Hrafn Elís, Sigurbjörg, Arnar og fjölskyldur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur Þröstur og Karen. Enn er höggvið í sama kné- runn, þriðja árið, þriðja lífið. Reynheiður Þóra, bróðurdóttir mín og vinkona, fylgir föður sínum og afa langt fyrir aldur fram. 35 ár er ekki nægur tími á þessari jörð til þess að áorka öllu því sem lífið á að bera með sér. En lífið er ósann- gjarnt. Hún barðist eins og ljón en krabbameinið var of illvígt. Eftir situr fjölskylda í molum, enn eina ferðina. Aðeins rúmt ár er frá því að faðir hennar laut í lægra haldi fyrir sama andstæðingi. Eitt sinn stungum við af í slát- urtíð og náðum að draga Arnar, yngri bróður Reynheiðar, með okkur. Hann tveggja, hún fjög- urra og ég sex ára. Æddum yfir holt og hæðir í leit að ævintýrum. Fengum svo far með undrandi foreldrum til baka sem skildu ekki hvernig í ósköpunum okkur tókst að fara alla þessa leið með tveggja ára barn í alltof stórum stígvélum. Annað sinn vorum við Reynheið- ur á leiðinni í eitthvert ævintýrið og heyrðum þvílík óhljóð rétt þegar við vorum komnar út fyrir lóðina í sveitinni. Vorum þess fullvissar að hér væri hættulegur draugur á ferðinni. Hlupum til baka eins hratt og litlir fætur leyfðu. Hrossagauk- urinn reyndist vera draugur af meinleysislegra taginu. Það voru forréttindi að hafa fengið að ferðast nokkrum sinnum með Reynheiði og börnum þeirra Svans til stolts afa og ömmu í Lærdal. Reynheiði fannst einstak- lega gaman að ferðast en henni entist ekki aldur til að fara til Jap- an eins og draumurinn stóð til. Nú getur hún ferðast hvert sem er, land hinnar rísandi sólar bíður hennar – þó sólin hnígi til viðar hérna megin landamæranna. Votta Svani, Hafrós, Hrafni, Sifu, Arnari og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Linda Rós Arnarsdóttir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd. Og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Með þessum fallega texta kveð ég Reynheiði Þóru. Elsku Svanur, Hafrós Lilja og Hrafn Elís missir ykkar er mikill. Hvíl í friði elsku Reynheiður. Eva Ásgeirsdóttir. „Úrvinnsla Reynheiður“. Með þessum orðum urðu mín allra fyrstu kynni af ungu konunni með einstaka nafnið. Báðar að vinna fyrir sama fyrirtækið en hvor á sínum vígvellinum en eins og með margt, þá var stærra plan farið í gang án þess að við áttuðum okkur á því. Aðeins innan nokk- urra mánaða frá þessu fyrsta sím- tali lá leiðin mín í sömu deild og hún og planið sem okkur var ætlað fór að skýrast. Við orðnar sam- starfskonur, við orðnar ferða- félagar í vinnuferðum sem og okk- ar eigin ferðum, við orðnar vaktafélagar, við orðnar vinkonur. Planið var alltaf stærra en við. Vinátta sem átti engin landamæri, við ólíkar en samt svo líkar, önnur eldri og hin yngri samt jafningjar, hvor á sínum staðnum í lífinu en samt samferða. Og Reynheiður gerði manni svo auðvelt fyrir, því að yndislegri, skemmtilegri, fyndnari, traustari, klárari, og ein- lægri vinkonu er varla hægt að finna. Allra besta mamman. Allra besta eiginkonan. Allra besta dóttirin. Allra besta systirin. Allra besta okkar. Minningar fara á fleygiferð í huganum eins og kvikmynd og þú sérð þá að þetta er þín uppáhalds- mynd og heppin þú, hún er þeim töfrum búin að hægt er að spóla til baka, horfa á aftur, setja á pásu og halda áfram. Og eftir er þakklæti, virðing og kærleikur, þakkæti fyrir allt og allt. Planið reynist svo enn og aftur stærra en við en ég skoða núna hugann minn og sé að það sem ég græt núna, var eitt sinn mín mesta gleði. Læt gleðina fylgja mér fram á við, finnandi þig ganga við hliðina á mér í gegnum mitt lífs- ins plan þar til við sjáumst seinna. Elsku hjartans Svanur, Hafrós Lilja og Hrafn Elís, Sigurbjörg, Arnar og fjölskyldan öll – þið vor- uð henni himininn, tunglið og sól- in, þið voruð hennar allt. Megi góður guð umvefja ykkur með kærleik og leiða ykkur um ókomna tíma, ávallt. Mín sál heiðrar þína sál elsku bestan mín, „Namasté.“ Þín vinkona, Díana og fjölskylda. Fyrir rúmum tíu árum kom inn í deildina okkar hjá Icelandair ung stúlka, brosandi með ljóst hár. Hún hafði nýlokið námi í ferða- skólanum og fannst okkur nú heldur djarft að ráða inn nýút- skrifaða stelpu með enga reynslu. Það voru samt óþarfa áhyggjur því Reynheiður var mjög fljót að læra og ná þeim verkefnum sem fyrir hana voru lögð. Svo fljót að við vorum alveg agndofa yfir því. Þessi deild okkar hafði alla tíð ver- ið þekkt hjá fyrirtækinu sem deild hamagangs og hávaða en Reyn- heiður var hvorki þekkt fyrir að vera með læti né hávaða. Hún hafði mjög fallegt bros, brosti mikið og var afskaplega róleg og elskuleg. Við fengum að fylgjast með þegar Hafrós og Hrafn fædd- ust og hvernig hún ljómaði á með- göngunum. Hún var svo stolt og ánægð með litlu gullmolana sína. Því miður skildu leiðir okkar haustið 2018 en Díana var dugleg að færa okkur fréttir af henni og glöddumst við mikið þegar hún hóf störf hjá Arion banka. Að sama skapi var mikið áfall að fá þær fréttir af henni er hún greind- ist með alvarlegt krabbamein fyr- ir rétt um ári síðan. Við höfum mikið hugsað til hennar og fylgst með úr fjarska og vonuðum alltaf að það færi að birta til hjá elsk- unni okkar. Því miður varð það ekki raunin. Við minnumst hennar með hlýju og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Við munum aldrei gleyma brosinu hennar bjarta. Elsku Svanur, Hafrós og Hrafn. Það er mikill missir að Reynheiði. Við fyrrverandi vinnu- félagar í Úrvinnslu Icelandair sendum ykkur sem og öðrum fjöl- skyldumeðlimum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ágústa, Bryndís Rós, Edda, Guðný Lára, Gertjan, Hafrún, Heiða, Iðunn, Karítas, Margrét og Venni. Reynheiður Þóra Guðmundsdóttir Elsku amma í Kópa, eins og við kölluðum hana, kvaddi okkur þann 16. ágúst síðastlið- inn. Um hana eigum við margar góðar minningar og verður henn- ar sárt saknað. Bernskuminningar okkar um hana tengjast oftar en ekki heimili hennar og afa í Kópavoginum. Þar sem við ólumst upp í sveitinni Ragnheiður Björnsdóttir ✝ RagnheiðurBjörnsdóttir (Stella) fæddist 29. október 1929. Hún lést 16. ágúst 2020. Útförin fór fram 28. ágúst 2020. austur á Héraði voru heimsóknirnar ekki mjög tíðar, en þeim mun dýrmætari. Þegar við gerðum okkur ferð í borgina fengum við að gista hjá afa og ömmu í Lyngbrekkunni, þar sem vel var tekið á móti okkur. Við gist- um í herberginu uppi sem hafði hurð eins og harmonikka og í stað þess að vakna við fuglasöng og jarm vaknaði maður við bílanið sem minnti okkur á hvar við værum. Oft hljómaði morgunleikfimin í út- varpinu og í eldhúsinu beið jafnvel heitt kakó og ristað brauð eða bakkelsi úr bakaríinu, sem sjald- séð var í sveitinni. Í þessum heim- sóknum eru sérstaklega eftir- minnilegar sundferðirnar í Kópavogslaug, bakarísferðirnar og rifsberjatínsla í garðinum. Eftir ömmu eigum við öll fallegt handverk og eru þar útsaumaðar jólamyndirnar í sérstöku uppá- haldi. Þessar myndir skreyttu gjarnan jólapakkana en fá nú að prýða heimili okkar um jólin. Amma naut þess að vera í félagsskap fjölskyldu og góðra vina og rifjast upp minningar um jóla- boðin og ekki síst þorrablótin þar sem fjölskyldan kom saman og söng frá sér allt vit. Þá var nú kátt í höllinni. Þótt þorrablótin séu nú af- lögð eru söngheftin jafnan dregin upp þegar stórfjölskyldan hittist. Amma var sérlega fróðleiksfús, vel lesin og fylgdist grannt með því sem gerðist innan lands sem utan og var hún einstaklega minn- ug. Það var gaman að hlusta á ömmu og afa segja frá. Í samein- ingu rifjuðu þau upp nöfn og staði en alltaf rifjaðist allt upp á end- anum. Samvinnuverkefni, eins og allt hjá ömmu og afa. Ævi ömmu var löng og við- burðarík og var hún heppin að hafa þann góða samferðamann sem afi var henni og ekki síður var hann heppinn að hafa hana. Í okk- ar huga eru þau eitt. Þótt okkar missir sé mikill er missir afa enn meiri. Hugur okkar og hjörtu eru hjá honum á þessum erfiða tíma. Amma var mikill kvæðaunnandi og því kveðjum við hana hér með ljóði Matthíasar Jochumssonar: Ég hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við lista lindir, en enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. Góða nótt elsku amma, Björn Óðinn, Eyrún og Stella Rögn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.