Morgunblaðið - 31.08.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.08.2020, Blaðsíða 27
KA – STJARNAN 0:0 M Kristijan Jajalo (KA) Brynjar Ingi Bjarnason (KA) Almarr Ormarsson (KA) Haraldur Björnsson (Stjörnunni) Heiðar Ægisson (Stjörnunni) Brynjar Gauti Guðjónss. (Stjörnunni) Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson – 7. Áhorfendur: 100. KR – ÍA 4:1 1:0 Atli Sigurjónsson 4. 2:0 Atli Sigurjónsson 39. 2:1 Stefán Teitur Þórðarson 48. 3:1 Pablo Punyed 68. 4:1 Pablo Punyed 89. MM Atli Sigurjónsson (KR) M Kennie Chopart (KR) Pablo Punyed (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Kristinn Jónsson (KR) Jón Gísli Eyland (ÍA) Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA) Dómari: Erlendur Eiríksson – 6. Áhorfendur: 100. VALUR – HK 1:0 1:0 Patrick Pedersen 71. MM Birkir Már Sævarsson (Val) Patrick Pedersen (Val) M Hannes Þór Halldórsson (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Arnar Freyr Ólafsson (HK) Birnir Snær Ingason (HK) Rautt spjald: Brynjar Björn Gunnars- son (HK) 90. Dómari: Pétur Guðmundsson – 6 Áhorfendur: 100. GRÓTTA – FYLKIR 0:2 0:1 Valdimar Þór Ingimundarson 10. 0:2 Hákon Ingi Jónsson 34. MM Valdimar Þór Ingimundarson (Fylki) M Hákon Rafn Valdimarsson (Gróttu) Sigurvin Reynisson (Gróttu) Kristófer Orri Pétursson (Gróttu) Karl Friðleifur Gunnarsson (Gróttu) Aron Snær Friðriksson (Fylki) Ásgeir Eyþórsson (Fylki) Hákon Ingi Jónsson (Fylki) Nikulás Val Gunnarsson (Fylki) Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 6 Áhorfendur: 100.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/ fotbolti. Heimir Hallgrímsson stýrði Al-Arabi til 2:1-sigurs á Al- Rayyan í katarska deildabik- arnum í fótbolta á laugardag- inn. Mætir hann spænsku stór- stjörnunni Xavi og lærisveinum hans í Al-Sadd í úrslitum. Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Arabi og lék fyrstu 62 mínúturnar. Er sig- urinn kærkominn þar sem Al- Arabi gekk afar illa í katörsku úrvalsdeildinni undir lok tímabilsins eftir fína byrjun. Var Al-Arabi í toppbaráttunni framan af en vann aðeins einn af síðustu ellefu deildarleikjum sínum og endaði að lokum í sjöunda sæti. Leika til úrslita Heimir Hallgrímsson ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020  Alfons Sampsted var á sínum stað í byrjunarliði Bodö/Glimt þegar liðið vann 3:0-útisigur gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Alfons hefur verið fasta- maður í liðinu á tímabilinu en þetta var fjórtándi sigurleikur liðsins á leik- tíðinni en liðið er ósigrað í deildinni með 44 stig eftir sextán leiki. Bodö/ Glimt er með 10 stiga forskot á Molde sem er í öðru sætinu en Bodö/Glimt á leik til góða á Molde.  BATE Borisov átti ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum hvítrússneska bikars- ins í fótbolta en liðið vann 5:0-sigur á B-deildarliði Granit Mikashevichi á laugardaginn. Willum Þór Willumsson lék allan leikinn með BATE og skoraði þriðja markið á 54. mínútu. Hefur BATE titil að verja eftir sigur í keppn- inni á síðustu leiktíð. Er hvítrússneska úrvalsdeildin í þriggja vikna fríi sem stendur en BATE er í öðru sæti með 43 stig, eins og Shakhter sem er í topp- sætinu.  Keflvíkingurinn Elías Már Óm- arsson fer afar vel af stað með Ex- celsior í hollensku B-deildinni í fót- bolta á leiktíðinni því hann skoraði tvö mörk í 6:1-útisigri á varaliði PSV Eindhoven í 1. umferðinni á laugardag- inn. Elías var í byrjunarliði Excelsior, lék allan leikinn og skoraði tvö síðustu mörk liðsins. Kristófer Ingi Krist- insson kom inn á sem varamaður á 62. mínútu hjá PSV og lagði upp eina mark liðsins undir lokin.  Vålerenga mátti þola tap á útivelli gegn Haugesund í norsku úrvalsdeild- inni í fótbolta á laugardaginn, 1:2. Matthías Vilhjálmsson lék allan leik- inn með Vålerenga og skoraði mark liðsins á 47. mínútu og minnkaði í leið- inni muninn í 2:1, en nær komst Våle- renga ekki. Viðar Örn Kjartansson samdi við Vålerenga í vikunni en hann lék ekki með liðinu í leiknum. Våle- renga er í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki.  Körfuknattleiksdeild Þórs hefur fengið spænska framherjann Ivan Aur- recoechea til liðs við sig og mun hann spila með liðinu í úrvalsdeildinni í vet- ur. Ivan er 24 ára og lék síðast með há- skólaliði í Nýju-Mexíkó í Bandaríkj- unum. Þar skoraði hann að meðaltali 11,3 stig og tók 5,6 fráköst í 31 leik á síðustu leiktíð. Þórsarar voru í 11. og næstneðsta sæti Dominos-deild- arinnar þegar tímabilið var flautað af í vor vegna kórónuveirufaraldursins.  Aron Jóhannsson skoraði tvívegis fyrir Hammarby þegar liðið gerði 3:3- jafntefli gegn Kalmar á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Aron var í byrjunarliðinu og spil- aði allan leikinn en hann jafnaði metin í 2:2 fyrir Hammarby í upp- hafi síðari hálf- leiks og kom lið- inu svo í 3:2-forystu af vítapunktinum eftir um klukkutíma leik. Gestirnir kreistu hins vegar fram jafntefli undir lok leiks og lyftu sér úr botnsætinu um leið. Hammarby er í 7. sæti með 25 stig. Eitt ogannaðAron Pálmarsson og sam- herjar hans í handknattleiks- liði Barcelona fögnuðu afar sannfærandi 38:18-sigri á Benidorm í meistarakeppni Spánar á laugardaginn. Yfirburðir Barcelona í spænskum handbolta hafa verið miklir síðustu ár og varð leikurinn á laugardaginn aldr- ei spennandi. Aron skoraði eitt mark úr tveimur skotum í leiknum. Barcelona mætir Puerto Sagunto á heimavelli í 1. umferð spænsku deildarinnar næstkomandi miðvikudag en Barcelona hefur unnið spænsku deildarkeppnina tíu ár í röð. Fyrsti bikar tímabilsins Aron Pálmarsson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði jöfn í 20. sæti á Tip- sport Czech Ladies Open- mótinu í LET-mótaröðinni í golfi á Berounve-vellinum í Tékklandi um helgina. Ís- landsmeistarinn Guðrún Brá tók einnig þátt og lauk keppni jöfn í 57. sæti en alls komust 67 kylfingar í gegnum niður- skurðinn. Ólafía lauk keppni á alls fimm höggum undir pari eftir hringina þrjá en þriðja og síðasta hringinn lék hún á 70 höggum í gær, tveimur undir pari vallarins. Guðrún var á alls þremur höggum yfir pari, lék þriðja hring- inn í gær á 73 höggum. Endaði meðal efstu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valsmenn náðu í gærkvöld sex stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með 1:0-heimasigri á sprækum HK-ingum. Var sigurinn sá sjöundi í röð í öllum keppnum og hafa Íslandsmeistaraefnin leikið níu leiki í röð án þess að tapa. Eins og oft áður hjá Val var það Daninn Patrick Ped- ersen sem var hetjan. Skoraði Ped- ersen sigurmarkið í seinni hálfleik og hefur hann gert níu mörk í ellefu leikjum á tímabilinu. „Mark Patricks Pedersen kom svo að segja upp úr engu. Boltinn virtist hafa fokið til Arons Bjarnasonar, sem skaut að marki, eftir svo sem ágætis sendingu og Pedersen klárar bara færið eins og honum einum er lagið eftir að boltinn dettur fyrir hann,“ skrifaði Oddur Þórðarson m.a. um leikinn á mbl.is.  Sebastian Hedlund lék sinn 50. keppnisleik með Val og Eiður Aron Sigurbjörnsson lék sinn 150. deild- arleik hér á landi. Erfiður ágúst endaði vel Íslandsmeistarar KR léku sinn fjórða leik í ágúst í gærkvöld er ÍA kom í heimsókn í Vesturbæinn og gátu þeir loksins fagnað sigri en loka- tölur urðu 4:1 í skemmtilegum leik. Atli Sigurjónsson skoraði tvennu annan leikinn í röð og Pablo Punyed gerði einnig tvö mörk. „Skagamenn naga sig í handar- bökin að hafa ekki nýtt sér sókn- arlotur sínar í seinni hálfleik betur, en á sama tíma hefðu KR-ingar lík- lega átt að vera búnir að tryggja sér sigurinn í fyrri hálfleik,“ skrifaði Stefán Gunnar Sveinsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Árni Snær Ólafsson lék sinn 100. leik í efstu deild með ÍA.  Ísak Snær Þorvaldsson lék sinn fyrsta leik með liðinu og sinn fyrsta leik í deildarkeppni hér á landi. Jafnteflakóngarnir jafnir Úrslitin í leik KA og Stjörnunnar kom sennilega fáum á óvart en liðin gerðu markalaust jafntefli á Akur- eyri. Stjarnan hefur enn ekki tapað leik, en eftir ellefu leiki er Stjarnan með fleiri jafntefli en sigra. Aðeins Valur og Stjarnan hafa tapað færri leikjum en KA, en þrátt fyrir það eru norðanmenn í tíunda sæti, þar sem liðið hefur aðeins fagnað einum sigri. Átta sinnum hefur KA gert jafntefli í tólf leikjum. „Liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni en stigin sem liðið tapar á jafnteflunum munu án efa reynast dýrkeypt þegar talið verður upp úr pottinum í lok móts,“ skrifaði Baldvin Kári Magnússon m.a. um Stjörnuna á mbl.is.  KA-maðurinn Bjarni Aðal- steinsson spilaði sinn 50. deildarleik. Nítján af þeim hafa verið í efstu deild. Fylkismönnum alvara Fylkismenn eru engir jafn- tefliskóngar, þvert á móti. Aðeins Valur hefur unnið fleiri leiki en Fylk- ir í deildinni en Árbæingar unnu sinn sjöunda sigur í sumar er liðið fór í þægilega heimsókn á Seltjarnarnesið og vann auðveldan 2:0-sigur á Gróttu. Hefðu mörkin getað orðið mun fleiri gegn slökum nýliðum sem buðu upp á lítið. Fylkir hefur aðeins gert eitt jafntefli, en á móti tapað fimm. Fást víst fleiri stig fyrir að vinna einn leik og tapa öðrum, en fást fyrir tvö jafntefli. Fylkismenn hafa bætt sig töluvert á milli tímabila en liðið vann átta leiki allt síðasta sum- ar. Fylkismönnum er alvara og þeir ætla sér að berjast um Evrópusæti. Grótta er í bullandi vandræðum, nú fimm stigum frá öruggu sæti og að- eins með einn sigur í þrettán leikj- um. „Valdimar Þór Ingimundarson verður bara betri og betri, varnar- línan er sterk og markvörðurinn góð- ur. Nikulás Val Gunnarsson og Ólaf- ur Ingi Skúlason mynda skemmti- legt par á miðjunni en Ólafur Ingi er ekki nema 17 árum eldri. Fylkir hef- ur aðeins tapað einum af síðustu sex og er í öðru sæti. Með þessu áfram- haldi eiga Fylkismenn fullt erindi í Evrópubaráttuna,“ skrifaði und- irritaður m.a. um leikinn á mbl.is. Orðin um Gróttu voru ekki eins fal- leg.  Valdimar Þór Ingimundarson er kominn með átta mörk í deildinni í sumar. Hann skoraði sex allt síð- asta sumar. Valsmenn að stinga af Morgunblaðið/Sigurður Reynslan KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson á fleygiferð á Meistaravöllum í Vesturbænum í gær.  Valsmenn með sex stiga forskot eftir sigur á HK  Kærkominn sigur meist- aranna  Fylkir upp í annað sætið  Enn eitt jafnteflið hjá KA og Stjörnunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.