Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 28

Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Brot úr kafla Brynju Sveinsdóttur, Á mörkum myndlistarheims – Birt- ingarmynd ljósmyndunar í listsýn- ingum frá 1970 til samtímans. Til- vísunum er sleppt. Ljósmyndun sem listmiðill Í upphafi áttunda áratugar síð- ustu aldar var sýningarhald á ljós- myndum aðallega á vegum ljós- myndaklúbba og erlendra ljósmyndara. Í umfjöllun sýn- enda, forsvars- manna safna og gagnrýnenda kemur fram að ljósmyndun sé á mörkum list- heimsins og er einna helst litið á hana sem iðn- grein eða áhugamál. Með því að skoða sýningarhald á ljósmyndun á árunum 1970–1985 má því ráða í það samhengi sem ljósmyndun var sett í og hvernig hún var túlkuð og skilin af fagaðilum og áhorfendum. Ljósmyndaklúbburinn LJÓS var mikilvirkur á áttunda áratugnum og hélt fjórar ljósmyndasýningar á árunum 1971–1978. Sýningar hóps- ins voru vel sóttar af gestum og hlutu mikla umfjöllun í fjölmiðlum, má þar nefna viðtöl, umfjöllun, gagnrýni og myndaopnur. Sýning ljósmyndaklúbbsins árið 1973 varð kveikjan að áhugaverðum um- ræðum um ljósmyndun sem list- miðil. Ríkisskattstjóri sendi til- kynningu til sýnenda og krafði þá um að greiða söluskatt af seldum ljósmyndum þar sem ljósmyndun væri lögvernduð iðngrein og gæti af þeim sökum ekki verið list. Varð þetta til umfjöllunar og skoð- anaskipta um stöðu ljósmyndunar sem listmiðils og sló Alþýðublaðið upp baksíðuumfjöllun með yf- irskriftinni: „Skatturinn í dóm- arasæti: Ljósmyndun er ekki list!!“ Í umfjölluninni er rætt við Gísla B. Björnsson, skólastjóra Myndlista- og handíðaskólans, sem segir að „alls staðar í heiminum sé gerður greinarmunur á handverkinu og listinni innan ljósmyndunarinnar, og listræn ljósmyndun sé kennd við alla listaskóla erlendis“. Gísli lýkur viðtalinu með þeim orðum að stefnt sé að því að setja á fót deild í Myndlista- og handíðaskólanum þar sem kennd verði listræn ljós- myndun. Í þessu tilfelli er áhuga- vert að bera saman þær ólíku stofnanir sem mætast í umræðu um stöðu ljósmyndunar innan myndlistar. Liststofnanirnar Kjar- valsstaðir og Myndlista-og hand- íðaskólinn telja ljósmyndirnar eiga heima í listrænu samhengi en fulltrúi framkvæmdavaldsins, skattstjóri, finnur sig knúinn til að skilgreina miðilinn sem iðngrein. [...] Ljósmyndararnir Guðmundur Ingólfsson og Sigurgeir Sigur- jónsson héldu samsýningu í List- munahúsinu 1984. Í viðtali sem tekið var við þá ræða þeir ljós- myndir sínar út frá tilurð og mynd- efni en aðspurðir hvort ljósmyndir þeirra séu list svarar Sigurgeir: „Við höfum yfirleitt ekki blandað því hugtaki saman við það sem við erum að gera. Við látum aðra dæma um það.“ Við greiningu á orðræðunni um verk Guðmundar Ingólfssonar og Sigurgeirs Sigur- jónssonar annars vegar og Sig- urðar Guðmundssonar hins vegar má glöggt sjá að þeir vinna sín verk inn í tvo ólíka heima. Guð- mundur og Sigurgeir tala um ljós- myndir sínar sem listrænar ljós- myndir en vilja síður staðsetja verk sín innan myndlistar. Hjálmar Sveinsson rekur sam- band ljósmyndunar og myndlistar í inngangsgrein bókarinnar End- urkast: Íslensk samtímaljós- myndun sem var gefin út í tilefni samnefndrar sýningar 2008. Hjálmar skilgreinir þar tvo anga listrænnar ljósmyndunar sem nún- ingur hefur myndast á milli. Sá fyrri sé listræn ljósmyndun sem má rekja aftur til piktoríalisma og nýju hlutlægninnar þar sem lögð er áhersla á sérstakt eðli ljósmynd- arinnar, svo sem ljós, skugga, dýpt, sjónarhorn og myndbygg- ingu. Hinn angi listrænnar ljós- myndunar séu ljósmyndir sem skrásetji fyrst og fremst innsetn- ingar, gjörninga og sviðsetningar listamanna. Ljósmyndunin snúi þá frekar að list höfundarins frekar en að eiginleikum miðilsins. Hjálm- ar ítrekar enn frekar þessi skil á milli ljósmyndunar og myndlistar með því að skilgreina list- ljósmyndun sem grein innan ljós- myndunar frekar en mengi á mörkum ljósmyndunar og mynd- listar: Það getur reyndar verið hæpið að tala um ljósmyndun sem list- grein, einfaldlega vegna þess að þorri ljósmyndara lítur ekki á sig sem listamenn eða myndir sínar sem listaverk. Sennilega er réttara að tala um listræna ljósmyndun sem ákveðna aðferð við ljós- myndun eða ákveðna grein innan ljósmyndunar, rétt eins og auglýs- ingaljósmyndun er ákveðin ljós- myndagrein og blaðaljósmyndun önnur. En það þýðir að ljósmynd- ari sem tekur „listrænar ljós- myndir“ gengur inn í ákveðna hefð þar sem ákveðin viðmið ríkja. Og sá sem að skoðar ljósmyndir sem listrænar myndir gerir það líka. Þessi staðhæfing Hjálmars á við um yfirlýsta afstöðu Guðmundar og Sigurgeirs, sem staðsetja ljós- myndir sínar innan hefðar ljós- myndarinnar frekar en í hefð myndlistarinnar. Það er áhugavert að sjá hvernig höfundar ljós- myndaverka skilgreina sig ýmist sem ljósmyndara eða myndlist- armenn og þau áhrif sem það hefur á skilning áhorfenda á verkunum. Tilraunir til að staðfesta stöðu ljós- myndarinnar sem listmiðils mark- ast af þessum tveimur öngum: list- rænni ljósmyndun og ljósmyndun sem myndlist. Samsýningin Augnablik var haldin í Nýlistasafninu árið 1985 og var hluti af Listahátíð kvenna, sem efnt var til í lok kvenna- áratugar Sameinuðu þjóðanna. Á sýningunni voru verk eftir 21 ljós- myndara og var sýningunni ætlað að gefa yfirsýn yfir „hvað þær kon- ur sem nota ljósmyndun sem sinn listræna tjáningarmiðil eru að gera í dag“. Í umfjöllun um sýninguna má lesa í stöðu listljósmyndunar á 9. áratugnum en í grein um hátíð- ina skrifar Aðalsteinn Ingólfsson: Þótt ljósmyndasýning hátíð- arinnar mundi sennilega ekki telj- ast til stórtíðinda í öðrum löndum, þá verður hún að teljast til við- burða hér á Íslandi, þar sem skap- andi ljósmyndun hefur lengi verið í lægð. Ljósmyndararnir, hvort sem þeir eru sjálfmenntaðir eða lærðir, voru bæði metnaðarfullir og ein- lægir, og lausir við sjálfsánægju og kaupskaparanda margra karl- ljósmyndara. Aftur hjó ég eftir sjálfstæðum þankagangi margra ljósmyndaranna, hve óbundnir þeir virtust vera af ríkjandi hefðum. Þarna voru „hrein skot“, mótíf eins og þau koma fyrir í náttúru og borg, klippimyndir, uppstillt mótíf (Nanna Büchert) og stílfærðar stúdíur (Alda Lóa Leifsdóttir). Sýningin þótti markast af krafti og notuðu flestir ljósmyndaranna miðilinn til að gera myndlistarverk þó nokkrir þeirra hafi unnið hefð- bundnar portrettmyndir og mann- lífsmyndir. Aðalsteinn Ingólfsson skrifaði einnig gagnrýni um sýninguna í DV þar sem hann stillir verkum ljósmyndaranna enn frekar upp sem andsvari við störf karlkyns ljósmyndara þess tíma. Undrun gagnrýnanda á getu ljósmynd- aranna til að gera góða sýningu segir sögu út af fyrir sig: Það er ekki svo lítill áfellisdómur yfir frammistöðu íslenskra karl- ljósmyndara hin síðari ár, og raun- ar yfir íslenskri ljósmyndun í dag, að rúmlega tuttugu konur, margar sjálfmenntaðar og flestar ósjóaðar í faginu, skuli geta tekið sig saman og búið til fersklega og skemmti- lega samsýningu á borð við þá sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu. Samtíma- ljósmyndun frá ýmsum sjónarhornum Bókarkafli Í bókinni Fegurðin er ekki skraut fjalla listfræðingar, sýningarstjórar og aðrir fræðimenn um íslenska samtímaljósmyndun frá ólíkum sjónarhornum og setja í samhengi við alþjóðlega strauma í ljósmyndun, myndlist, heimspeki og listasögu. Í bókinni er jafnframt að finna fjölda ljósmynda eftir marga helstu ljósmyndara landsins. Ljósmynd/Katrín Elvarsdóttir Sporlaust 9 Verk eftir Katrínu Elvarsdóttur frá árinu 2007. Verk hennar má túlka sem sviðsetningu þar sem raunveruleikanum er umbreytt í draumkenndan og dulan heim, segir m.a. í grein Brynju Sveinsdóttur í bókinni. Ljósmynd/Ívar Brynjólfsson Elliheimili Úr myndaröðinni Myndir af venjulegum stöðum, 1989 / 1990.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.