Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 29

Morgunblaðið - 31.08.2020, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * My Spy * The Postcard Killings * The Secret : Dare to dream FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna.★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er að sumu leyti fyrirferðar- mesta og tímafrekasta óþægðar- afkvæmið mitt. Kannski þykir mömmunni einmitt vænst um þá krakkakvöl sem hún þurfti að hafa mest fyrir og hélt vöku fyrir henni,“ segir Steinunn Sigurðardóttir um skáldsögu sína Hjartastað sem ný- lega var endurútgefin hjá Máli og menningu 25 árum eftir að hún kom fyrst út, hjá sömu útgáfu, og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. Skáldsagan fjallar um Hörpu Eir sem flýr úr höfuðborginni og austur á land til að bjarga dóttur sinni frá háskalegu líferni og illum félags- skap, en í leiðinni ferðast lesendur um minningar móðurinnar í leit hennar að sannleikanum um sjálfa sig. Tveggja daga ferðalag mæðgn- anna hefst á síðasta degi ágústmán- aðar og því viðeigandi að birta við- tal við höfundinn á þessum tíma- mótum, en sjálf heldur hún í dag til Frakklands ásamt eiginmanni sín- um, Þorsteini Haukssyni tónskáldi, þar sem þau hafa tekið sér hús á leigu í miðaldabænum Senlis skammt norður af París til að sinna listsköpun sinni. Afdrifarík hvatning Steinunn tekur endurútgáfunni fagnandi enda hafði skáldsagan lengi verið ófáanleg hérlendis. Út- gáfuna prýðir nýr eftirmáli eftir Guðna Elísson, prófessor við Há- skóla Íslands, þar sem hann greinir skáldsöguna út frá vegafrásögninni. „Það er auðvitað algjör lúxus að fá svona fína og ferska umfjöllun um þennan þátt, en stefin í sögunni eru mörg sem hægt væri að þræða sig eftir,“ segir Steinunn og bendir á að margvíslegt hafi í gegnum tíðina verið skrifað um tungumál skáld- sögunnar. Þar á meðal að það brúi gamlan og nýjan tíma. „Það var til dæmis mikið mál fyrir mig á sínum tíma að búa til sannfærandi slangur fyrir táninginn í bókinni sem myndi standast tímans tönn. Ég sneri mig aðeins út úr því með því að láta unglinginn stundum viðhafa bók- menntalega tannhvöss tilsvör.“ Á kápu bókarinnar er vitnað í Kristján B. Jónasson, bókmennta- fræðing og útgefanda, sem segir að Hjartastaður sé „óumdeilanlega opus magnum Steinunnar“. Þegar þetta er borið undir Steinunni svar- ar hún því til að um það verði aðrir að dæma. „Það er alls enginn kon- sensus um það hver af skáldsögum mínum sé mest og best. Margir nefna Tímaþjófinn meðan aðrir segja Ástin fiskanna. Þó nokkrir myndu nefna Sólskinshest, ein- hverjir Hjartastað með meiru. Þetta ósamkomulag finnst mér auð- vitað gleðilegt, en það má segja að Hjartastaður sé opus magnum í þeim skilningi að þetta er lang- lengsta og viðamesta skáldsaga mín. Hún hefur líka þá sérstöðu að hún fer um víðan völl, meðan sumar skáldsögur mínar hafa eitt megin- þema,“ segir Steinunn og gerir rit- dóma og faglegar greiningar því næst að umtalsefni. „Á sínum tíma skrifaði Kristján B. rosalega flotta og ítarlega grein um Hjartastað fyrir Tímarit Máls og menningar. Sá lúxus fyrir einn höfund að fá almennilega umfjöllun getur jafnvel verið afdrifarík hvatn- ing til þess að halda áfram rit- mennskunni, því það er ekki sjálf- gefið að halda endalaust áfram þessari sköpun sem tekur svona rosalega á. Áður höfðu nokkrar ungar konur skrifað nöldrandi úr- töludóma um Hjartastað. Þennan tón rakst ég aldrei á í umfjöllun blaða erlendis, því þar voru dómar miklu jákvæðari. Ég fékk t.d. meira pláss og flottari dóm í Süddeutsche Zeitung en í blöðunum hér. Það var svo hlægilegt að í Þýskalandi var mikið talað um tungumálið í bók- inni, sem varla var tæpt á í blaða- dómum hér,“ segir Steinunn og bendir á að þótt þýðing Colettu Bürling hafi vissulega verið frábær þá hafi bókin nú einu sinni verið skrifuð á íslensku. „En það er auð- vitað óskiljanlegt grín að vera rit- höfundur. Og maður væri líka löngu dauður ef maður kynni ekki að taka því með húmor.“ Spurð hvort hún telji að Hjarta- staður hafi elst vel segist Steinunn vona það. Hún segist helst ekki lesa útkomnu bækurnar sínar, en hún hafi lesið þessa fyrir útvarpið síð- asta haust, þar sem hún var Jóla- bókagjöf Rásar eitt 2019. Ég datt ekki um nein sérstök pínlegheit í tíma. Bókin fjallar líka um eilífðar- mál,“ segir Steinunn og vísar þar til tengsla mæðgnanna og leitarinnar að upprunanum. „Inn í það blandast vináttan, niðurbrot samskipta og þessi togstreita sem verður gjör- samlega öfgakennd þegar unglingur fer út af sporinu.“ Steinunn tekur fram að ef einhver hefði sagt henni 1995 hversu mörg týndu börnin í þjóðfélaginu yrðu 25 árum síðar og aðstæður barna í neyslu hefði hún ekki trúað því. „En málið er því miður enn aktúelt. Að einhverju leyti er þessi bók líka skrifuð af ótta um og umhyggju fyrir Íslandi. Þá óraði mig samt ekki fyrir því hryðjuverki sem framið var kring- um Kárahnjúka aðeins rúmum ára- tug síðar. Hjartastaðurinn er ein- mitt Austurland þar sem þessar Íslandsperlur voru eyðilagðar með þeim afleiðingum að það er langt í frá gróið um heilt í samfélaginu 14 árum síðar. Undir þeirri heiðríkju sem við fyrstu sýn blasir við í Hjartastað leynist uggur sem var því miður ekki ástæðulaus. Núna finnst mér eins og ég hafi skrifað elegíu um Ísland, nánast óafvitandi. Ekki hefði ég til dæmis getað spáð um ferðamannafjöldann, sem var yfirvofandi og hrakti Íslendinga í rauninni af landinu sínu. Því síður hefði ég getað spáð þeirri ótrúlegu tilviljun að sumarið sem Hjarta- staður er endurútgefin séu bara Íslendingar á vegunum eins og þeg- ar bókin var skrifuð.“ Hugmyndirnar óþrjótandi Í ljósi þess að niðurlag Hjarta- staðar gefur sterklega til kynna að vegferð söguhetjunnar sé þrátt fyr- ir allt ekki lokið liggur beint við að spyrja Steinunni hvort aldrei hafi komið til greina að skrifa framhald. „Einhvern tímann stóð til að gera sjónvarpsseríu upp úr bókinni og ég var spurð hvort ég gæti hugsað mér að spinna söguna áfram. Þá kom í ljós að hugmyndirnar voru óþrjót- andi. Það hefur reyndar aldrei verið vandamál hjá mér að fá hugmyndir, vandinn felst í því að vinsa úr og vera viss um að tiltekið viðfangsefni henti mér og kallist á við tímann. En eitt eiga allar hugmyndir mínar sameiginlegt. Þær koma frá hjart- anu,“ segir Steinunn að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Óskiljanlegt grín að vera rithöfundur“  Bókin Hjartastaður endurútgefin 25 árum eftir útkomu  Elegía um Ísland Hjarta „Eitt eiga allar hugmyndir mínar sameiginlegt. Þær koma frá hjartanu,“ segir Steinunn Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.