Morgunblaðið - 31.08.2020, Qupperneq 32
Gissur Páll Giss-
urarson tenór
syngur á fyrstu
hádegistónleikum
haustsins í Hafn-
arborg við píanó-
leik Antoníu He-
vesi á morgun, 1.
september, kl. 12.
Dagskrá hádegis-
tónleikanna féll
að mestu leyti
niður í vor vegna
Covid-19 og verð-
ur takmarkað sætaframboð á tónleikana í samræmi við
viðmið heilbrigðisyfirvalda.
Tónleikarnir bera yfirskriftina Alls konar ást og mun
Gissur syngja aríur úr óperum og óperettum eftir Flo-
tow, Verdi og Lehár. 50 sæti verða í boði og eru gestir
beðnir um að panta miða með því að senda tölvupóst á
hafnarborg@hafnarfjordur.is eða með því að hringja í
síma 585 5790. Aðgangur er ókeypis.
Alls konar ást á hádegistónleikum
kunnáttunni. Ég vann með mörgum
mjög færum þjálfurum og var nánast
með í öllu landsliðsstarfi Dana frá
2011 til 2017.“
Frá 1994 til 2007 þjálfaði Eyleifur
hjá KR, Breiðabliki, ÍA og Ægi. Frá
aldamótum og þar til hann fór til
Danmerkur var hann tengdur ís-
lenska landsliðinu sem þjálfari af-
reksfólks eins og Jakobs Jóhanns
Sveinssonar og Kolbrúnar Ýrar
Kristjánsdóttur.
Eyleifur segir að fólk þurfi að að-
laga sig breyttum aðstæðum vegna
veirunnar. „Við verðum að horfa
fram á við og finna leiðir,“ segir
hann. Alltaf sé efniviður til staðar og
efnilegt sundfólk sem geti orðið enn
betra, auk þess sem sundhreyfingin
búi að mörgu hæfileikaríku fólki.
„Við þurfum bara að stilla strengina,
gera starfið markvissara. Ekki vinna
hver í sínu horni heldur í samein-
ingu.“
Hann bendir á að keppni á al-
þjóðavettvangi sé mun erfiðari en áð-
ur. Þróunin hafi verið hröð og miklu
meira sé krafist af sundfólki nú en
fyrir tíu til fimmtán árum. „Tíminn,
sem nægði til sigurs í 200 metra
bringusundi karla á Evrópumótinu
fyrir fjórtán árum, nægir ekki núna í
undanúrslit.“ Hann segir að Anton
hafi fylgt þróuninni og sé í hópi bestu
manna. „Hann getur blandað sér í
undanúrslit og úrslit í stórmótum og
síðan eigum við sundfólk sem er að
berjast við að komast á stórmót. Vilj-
inn til að bæta sig er til staðar og ég
er bjartsýnn á framhaldið.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Rétt áður en kórónuveiran hóf inn-
reið sína í mars var Eyleifur Jóhann-
nesson ráðinn yfirmaður landsliðs-
mála hjá Sundsambandi Íslands og
tók hann formlega við starfinu um
miðjan ágúst.
Hefði allt verið með felldu væri Ól-
ympíuleikum nýlokið og ný fjögurra
ára ólympíuaða að hefjast. Alþjóð-
legum mótum hefur hins vegar verið
frestað vegna faraldursins og því
renna tvö keppnistímabil saman. Ey-
leifur segir að þessum verkefnum
þurfi að ljúka eins vel og hægt er
samfara vinnu við stefnumótun til
framtíðar. „Hlutverk mitt er að sam-
eina fólkið í sundhreyfingunni, bæta
og samhæfa starfið í félögunum og
búa til markvissari stefnu fyrir
landsliðsverkefnin.“
Íslenskt sundfólk hefur aldrei
staðið sig eins vel á Ólympíuleikum
eins og í Ríó de Janeiro í Brasilíu
2016, þar sem Hrafnhildur Lúth-
ersdóttir varð í 6. sæti í 100 m
bringusundi og Eygló Ósk Gústafs-
dóttir í 8. sæti í 200 m baksundi. Þær
eru hættar keppni á afreksstigi en
Anton Sveinn McKee, sem var ná-
lægt því að komast áfram í 200 m
bringusundi, er bjartasta vonin.
„Þessi árangur er einstakt afrek hjá
svona fámennri þjóð, en það hafa
orðið kynslóðaskipti og nú þurfum
við að fá fleiri sundmenn til að vera
samkeppnishæfir á stóru mótunum,“
segir Eyleifur.
Mikil reynsla
Undanfarin 13 ár hefur Eyleifur
verið yfirþjálfari Aalborg sund-
félagsins í Álaborg. Hann segir að fé-
lagið eigi sér mikla sundsögu en hafi
ekki verið í fremstu röð þegar hann
kom til starfa. Með góðri samvinnu
og markvissri vinnu hafi það náð að
byggja upp sterkt lið, sem hafi meðal
annars orðið danskur bikarmeistari í
þrígang, og sundmenn félagsins hafi
unnið til verðlauna á Evrópu- og
heimsmeistaramótum sem og á Ól-
ympíuleikum. „Ég lærði mjög mikið
á þessum árum og það var mark-
miðið, að afla mér upplýsinga og
reynslu til að bæta sjálfan mig og
koma svo aftur heim og miðla af
Allir syndi í sömu átt
Eyleifur Jóhannesson nýr yfirmaður landsliðsmála hjá
Sundsambandinu Hröð þróun á alþjóðavettvangi
Yfirmaður landsliðsmála Eyleifur Jóhannesson í Laugardalslaug.
Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is
VINNUFATNAÐUR
MERKINGAR
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 244. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Valsmenn náðu í gærkvöld sex stiga forskoti á toppi
Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með 1:0-heimasigri á
sprækum HK-ingum. Var sigurinn sá sjöundi í röð í öll-
um keppnum og hafa Íslandsmeistaraefnin leikið níu
leiki í röð án þess að tapa. Eins og oft áður hjá Val var
það Daninn Patrick Pedersen sem var hetjan. Skoraði
Pedersen sigurmarkið í seinni hálfleik og hefur hann
gert níu mörk í ellefu leikjum á tímabilinu. KR og Fylkir
gátu einnig fagnað sigrum en KA og Stjarnan skildu
jöfn á Akureyri. »27
Valsmenn juku forskotið á toppnum
með sjöunda sigrinum í röð
ÍÞRÓTTIR MENNING