Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.07.1988, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 06.07.1988, Qupperneq 2
2 BÆJARINS BESTA Landslið íslands Westerlund t.v. skíðagöngu, ásamt þjálfara sínum, Mats Dagana 7.-12. júlí ætlar lands- lið íslands í skíðagöngu að efna til hjólaskíðaboðgöngu á Sel- tjarnarnesi til fjáröflunar og Hornstrandir: Söguleg hestaferö hefst í dag í morgun lagði Fagranesið frá bryggju með 15-20 maniia hóp hestamanna og um 40 hesta um borð. Stefnan var tekin á Hest- eyri þar sem hópurinn tók land. Þarna er um nokkuð merki- lega ferð að ræða. í ferðaáætlun er gert ráð fyrir því að hestarnir verði látnir synda í land á Hest- eyri. Síðan verður riðið til Aðal- víkur, þaðan til Fljótavíkur, og áfram til Hornvíkur um Hlöðu- vík. Frá Hornvík verður riðið til Bolungarvíkur á ströndum, það- an í Hrafnsfjörð, yfir Skorar- heiði í Furufjörð, og til Reykja- fjarðar. Frá Reykjafirði verður haldið yfir Drangajökul að Bæj- um á Snæfjallaströnd, þar sem Fagranesið tekur við hópnum að nýju og ferjar hann til ísafjarð- ar. Ef ekki viðrar á jökulinn verður farið um Ófeigsfjarðar- heiði til Melgraseyrar, í stað Bæja. Áætlað er að ferðin taki viku til tíu daga. Fararstjóri í ferðinni verður Gísli Hjartarson. Ferðin verður kvikmynduð í heild fyrir Sjónvarpið af Jóni Björgvinssyni. Jón kvikmyndaði ferð Hafþórs Ferdinandssonar, Hveravallaskrepps, s.l. haust. Enn fremur tók hann Vatnajök- ulsmyndina sem sýnd var í Sjón- varpinu á jóladag. Viðfangsefni Jóns í þessari ferð er íslenski hesturinn og ó- snortið náttúrufar Hornstranda, ásamt ferðalaginu sem slíku. BB -aö sjál tsöizön! Þessi leið hefur aldrei verið riðin áður svo sögur fari af. Tel- ur Gísli Hjartarson allar þessar leiðir vel færar hestum. Nánar verður sagt frá ferð þessari í næsta tölublaði BB. kynningar fyrir landsliðið. Ætlunin er að ganga samtals 1.500 km leið á innan við 5 sólar- hringum. Ekki hefur fengist staðfest að slík vegalengd hafi verið gengin áður en ísfirskir göngumenn gengu 1.000 km árið 1983 og var þá talið heimsmet. Þetta hefur þó ekki fengist stað- fest. Gangan hefst kl. 15:00 á morgun, fimmtudag, og fer þannig fram að hver maður gengur tvo 8 km hringi í senn og svo tekur næsti maður við uns takmarkinu er náð. Til fjáröflunar verður áheitum safnað hjá einstaklingum og fyr- irtækjum í heimahéruðum lands- liðsmanna, á Akureyri, Siglu- firði, Ólafsfirði, og ísafirði. Allir eru hvattir til að sýna þesu framtaki velvilja og heita á þetta unga og efnilega lið. ísafjörður, ráðstefnur: Víkingalæknar þinga á ísafirði Fyrir síðustu helgi, var staddur hér á ísafirði, hópur skurðlækna frá Norður-Skotlandi og eyjunum fyrir utan Skotland, sem allir eiga það sameiginlegt, að vinna einir á frekar litlum sjúkrahúsum. Þeir hafa stofnað með sér klúbb, eða félag, sem þeir kalla „The Viking Surgical Club“. Þetta er í fimmtánda sinn sem þessi klúbbur þingar. Fulltrúi hans á ísafirði er Einar Hjalta- son, fráfarandi yfirlæknir. Á ráðstefnunni nú, var margt gert bæði sér til gagns og gam- ans. Aðalfyrirlestur þingsins flutti Magnús Magnússon, sjón- varpsmaðurinn kunni hjá BBC í Bretlandi. Hann fjallaði þar um landnám á íslandi, og þekkingu íslendinga á fortíð sinni miðað við aðrar þjóðir. Meðfylgjandi mynd var tekin á föstudagsmorgun, eftir skoðun- arferð sem farin var um bæði nýja og gamla sjúkrahúsið. Víkingalæknarnir sem þinguðu hér á ísafirði fyrir síðustu helgi. Fyrir miðju er Einar Hjaltason, með tákn klúbbsins, víkinga- hjálm. Landslið íslands í skíöagöngu: Heimsmet í hjólaskíðagöngu? - Isfírðingar eiga fyrra metið

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.