Bæjarins besta - 06.07.1988, Qupperneq 7
BÆJARINS BESTA
7
Suðureyri:
Ný flotbryggja
- óyíst með framtíð trilluútgerðar
Rluti fjárhæðar sem Súgfirð-
ingar fengu úthlutaða á fjárlög-
um ríkisins þetta árið, fór í að
kaupa flotbryggju fyrir smábáta
staðarins. Bryggjan er tuttugu
metrar með viðlegukanti, og
kemur frá fyrirtækinu Króla í
Garðabæ.
Trilluútgerð hefur farið vax-
andi undanfarin ár, og smábátar
eru í dag í kringum tuttugu.
í fyrra stofnuðu hagsmunaað-
ilar trilluútgerðar, með sér félag
sem nefnist Kögurás, og byggðu
sér sitt eigið hús. Þar er tekið við
öllum fiski. Peir verka í salt,
ferskfisk og lausfrysta þar að
auki.
Að sögn Ragnars Jörundsson-
ar, sveitarstjóra Suðureyrar-
hrepps, er næsta óvíst með fram-
tíð trilluútgerðarinnar á
Suðureyri. „Maður veit ekki
hvað gerist núna. Það virðist
vera stefna ráðamanna í sjávar-
útvegi að drepa þessa trillukarla
niður. Á meðan það er ráðherra-
stopp og landlega hjá þeim, þá
sjáum við fleiri tugi togara bara
hérna rétt fyrir utan, elta fiskinn
uppi og moka honum upp. Það
er ekkert eftir. Þeir eru að taka
lifibrauðið af trillukörlunum.”
Knattspyrna, 4. deild karla
BÍ 88 efst
í sínum riðli
- sigraði Geislann frá Hólmavík 5-0
- leikur yið Höfrung annað kvöld
Síðastliðinn laugardag kepptu
í fjórðu deild karla á ísafirði lið
BI 88 og Geislans frá Hólmavík.
Leikið var á grasvellinum á Tor-
fnesi í blíðskaparveðri. Það er
skemmst frá því að segja að BÍ 88
sigraði leikinn með fimm mörk-
um gegn engu. Reyndar skoruðu
BÍ-strákarnir sex mörk en eitt
þeirra var dæmt af.
Þeir sem skoruðu mörkin
voru: Stefán Tryggvason eitt,
Ólafur Pedersen tvö, Haukur
Benediktsson eitt, og Guðmund-
ur Gíslason eitt. En glæsimark
Guðmundar Óskarssonar var
dæmt af.
Lið BÍ 88 er nú efst í sínum
riðli með níu stig eftir þrjá leiki,
hefur ekki tapað leik. Állar líkur
eru á því að liðið komist í úrslit.
Næsti leikur liðsins er á
morgun, fimmtudag, við Höfr-
ung frá Þingeyri. Leikið verður á
grasvellinum á Torfnesi og hefst
leikurinn klukkan 20:00.
Móða á milli glerja?
Nú þarf ekki að skipta um gler
þótt bleyta hafi komist á milli glerja.
★ ★ ★
Við erum með sérhæfð tæki
til borunar, hreinsunar og loft-
ræstingar, vegna móðu milli glerja.
★ ★ ★
Boruð eru tvö lítil göt í horn glersins
að utanverðu og þvegið á milli glerja.
Að því loknu eru sérstakir
loftræstitappar settir í götin
svo glerið verði hreint og án móðu.
★ ★ ★
Aðferðin er varanleg, viðurkennd
og ódýr. Hefur verið notuð hér á landi
í 12 ár og gefið fullkominn árangur.
★ ★ ★
Verðið er aðeins lítill hluti
nýrrar rúðu og ísetningar.
★ ★ ★
Látið fjarlægja móðuna (bleytuna)
sem fyrst eftir að hún hefur myndast.
★ ★ ★
MJÖG GÓÐ GREIÐSLUKJÖR.
PANTIÐ SEM FYRST.
91 78822
VERKTAK % Ss
94- 3368
Heyrnar- og talmeinastöð
íslands Landsferðir
Móttaka verður á vegum Heyrnar- og
talmeinastöðvar íslands á heilsugæslu-
stöðinni á ísafirði, 18. og 19. júlí.
Þar fer fram:
Greining heyrnarmeina.
Úthlutun heyrnartækja.
Greining talmeina.
Sama dag að lokinni móttöku HTÍ verður
Friðrik Páll Jónsson,
háls-, nef- og eyrnalæknir
með almenna lækningamóttöku
fyrir sjúklinga með háls-, nef-
og eyrnasjúkdóma.
Tímapantanir á heilsugæslustöðinni.
Sími4500.