Bæjarins besta - 06.07.1988, Side 13
BÆJARINS BESTA
13
og fá sér frískt loft. Pá koma til
okkar tveir tollverðir og spyrja
hvaðan við séum. Við segjumst
vera frá íslandi, en þá kom í ljós
að annar þeirra kunni að segja
góðan daginn á sjö eða átta
tungumálum, en ekki íslensku.
Við fórum að kenna þeim það,
og spjalla svona vítt og breitt
saman. Þetta endaði þannig, að
þeir voru komnir inn í rútu til
okkar að spila vist. Þegar mál
bílstjórans var komið á hreint,
kvöddum við hina nýju vini okk-
ar, tollverðina, með því að
syngja fyrir þá lag, sem Bea
(Beata) hafði kennt okkur á
ungversku. Til að byrja með
stóðu þeir og hlustuðu, en svo
allt í einu tóku þeir við sér. Þeir
þekktu lagið. Þá fóru þeir að
syngja með og dansa. Þeir sögð-
ust aldrei hafa fengið eins
skemmtilegt fólk að landamær-
unum.
Margrét Bóasdóttir sagðist
aldrei hafa upplifað aðrar eins
móttökur, þegar hún hefur farið
yfir til austantjaldlands. Það er
venjulega svo stíft og formfast.
Frá landamærunum fórum við
í gegnum Sopron og til Györ.
Þar kom pabbi Beötu, Ete Joó,
til okkar. Hann er mikils virtur
kórstjóri í Ungverjalandi.
Það urðu svo sannarlega fagn-
aðarfundir. Beata tók tilhlaup
og bókstaflega kastaði sér á
hann. Hún æpti af gleði og
klappaði honum og kyssti.
Þar hittum við líka í fyrsta
skipti aðalmanninn okkar í ferð-
inni, Elis, eða Ella, eins og við
kölluðum hann alltaf. Hann var
leiðsögumaður okkar, kynnti
okkur á tónleikum ofl. Hann var
líka með fjárráðin, og sá um að
borga allsstaðar þar sem við fór-
um.
Við gistum í Györ um nóttina,
en leggjum af stað snemma
morguninn eftir til Szeged,
heimabæjar Beu, með tvo nýja,
ungverska bílstjóra. Þeir voru
alltaf kallaðir EIIi og Geiri eða
Geiri og Lamba-Geiri. Þeir voru
með okkur til Búdapest. Vildu
reyndar vera lengur, en fengu
það ekki.
Á heimavist
í Szeged var fyrst farið með
okkur á heimavist þar sem við
áttum að búa. Þar áttu allir að
gista fjórir saman í fjögurra
manna herbergjum. Þau báru
þess augljóslega merki, að þarna
byggju að öllu jöfnu mun yngra
fólk en við. Á öllum veggjum
voru veggmyndir af poppstjörn-
um og bílum.
Klósettin voru opin í annan
endan, eða þannig, ekkert hægt
að læsa. f sturtunum voru stelp-
ur til vinstri og strákar til hægri,
og til að kerfið klikkaði ekki,
varð maður að syngja eða tala
stöðugt við sjálfan sig, á meðan
maður var þarna inni.
Fyrstu dagana þar skoðuðum
við okkur um, og fórum í nokkra
stutta leiðangra út úr bænum.
Meðal annars fórum við að
skoða hrossaræktarstöð, sem
hefur haldið sér nokkurn veginn
óbreytt í nokkrar aldir. Þar fór
líka hluti af hópnum á hestbak í
fyrsta skipti. Gæðingarnir sem
farið var á bak, voru allt að sex
milljón króna virði.
Góðir dómar
í Szeged hófst sjálf tónleika-
ferðin. Daginn eftir að við kom-
um héldum við tónleika í sjö-
hundruð manna tónleikasal,
ásamt stúlknakór sem pabbi
Beötu stjórnar. Salurinn var
nánast fullur af fólki.
Daginn eftir tónleikana feng-
um við mjög góða dóma í ung-
verskum blöðum. Bæði við og
þær Anna Áslaug og Margrét.
Þann sextánda, var ekið til
Búdapest í rútu. í Szeged og
Búdapest vorum við alltaf vakin
klukkan fimm um morguninn af
hana sem gól þessi lifandi ósköp.
Það var mikið gert grín að þessu
tvennu. Meðal anars var saminn
texti við lagið ,,Óbyggðaferð”.
Hluti hans hljóðaði þannig;
Haninn galar haugi á,
Kakkalakka Karen sá,
klósettpappír enginn á,
og enn erum við í rútu.
í Búdapest gistum við allan
tímann á hóteli. 17. júní fórum
við á nokkur söfn og skoðuðum
meðal annars þinghúsið, sem er
mjög stórt og mikið. Þar er allt
úr gulli, marmara og kristal, og
útflúrið og skrautið hreint ótrú-
legt. Meðal annars eru styttur af
öllum helstu konungum og ráða-
mönnum Ungverjalands, í gegn-
um tíðina. Seinni part dagsins
héldum við hljómleika í stórri,
kaþólskri kirkju. Hljómburður-
inn var ofsalega mikiil og góður.
Þegar við vorum búin, var okkur
boðið á prestsetrið. Þar gaf hann
okkur öllum hvítvín, og litlar
sætar kerlingar komu með
kringlur og saltkex.
Um kvöldið fórum við út að
borða, og sáum danssýningu.
Það var systir Beötu og dansfé-
iagi hennar sem sýndu.
Þann átjánda, var farið í leik-
hús. Við sáum söngleikinn
Doktor Hertz. Hann fór að sjálf-
sögðu allur fram á ungversku, en
það var búið að rekja fyrir okkur
söguþráðinn áður, þannig að
það var ekkert vandamál að ná
því helsta.
Gúbbífiskar eða
halakörtur?
Tuttugasta júní, fórum við út
að Balaton vatni, sem er stærsta
jjMMJ
wmmMmw
%/y
n sa
íMÉmj
Þessi auglýsing var hengd upp fyrir tónleika kórsins 22. júní. Eins
og sést hefur verið brotið upp á eitt hornið. Það var búið að aug-
lýsa frítt inn á tónleikana, en þar sem það var selt inn í kirkjuna,
var brugðið á þetta ráð.
Öryggisvörur
Hjálmar — Skór — Björgunarvörur
Vesti — Bjarghringir
Net — Stigar — O.fl.
m
SKIPASMÍÐASTOÐ MARSELLÍUSAR hf.
LAGERS3790