Bæjarins besta - 08.03.1989, Page 2
2
BÆJARINS BESTA
Snjóhengjurnar blasa við augum og talið er tímaspursmál hvenær þær falla niður.
Suðureyri:
Snjóflóðahætta
á Spillisvegi
Almannávarnanefnd Suður-
eyrar tilkynnti á fimmtudag í síð-
ustu viku um snjóflóðahættu fyr-
ir ofan Spillisveg sem Iiggur frá
þorpinu út í Staðardal. I fjallinu
Spilli hafa myndast nokkuð stór-
ar hengjur á fjallsbrúnum og í
hlíðinni. Talin er hætta á að þær
falli niður ef hlýnar og um tíma
var rætt um að fá varðskip til
þess að skjóta í hengjurnar. Frá
því var þó horfið.
Á laugardag fór fram jarðar-
för í kirkjugarðinum í Staðardal
og sá almannavarnanefnd um að
stýra bílaumferðinni þannig að
bil væri á milli bíla og vaktmaður
fylgdist með snjóhengjunum.
„Það var nokkuð kalt þannig að
hættan var lítil en við gættum
fyllstu varúðar“ sagði Ragnar
Jörundsson sveitarstjóri og for-
maður almannavarnanefndar á
Suðureyri í samtali við BB.
Spillisvegur er nú ófær og
Botnsheiði varð ófær um miðjan
laugardag. Aðkomufólk sem
kom til jarðarfararinnar á laug-
ardag lokaðist því inni og varð
að fara með snjóbíl til baka. í
gær var snjóbíll sendur yfir heið-
ina eftir mjólk fyrir þorpið.
Varhugavert er að fara um Spillisveg þessa dagana eins og sést
á þessari mynd.
Án titils eftir
Hrein Friðfinnsson.
Listir:
Hreinn sýnir
í Slunkaríki
- Galleríið á
4. ára afmæli
Hreinn Friðfinnsson opnar
sýningu í Slunkaríki laugardag-
inn 11. mars nk. Hreinn er fædd-
ur í Dölum, var einn af stofnend-
um gallerí SÚM í Reykjavík á sín-
um tíma, en hefur búið í Amster-
dam um árabil. Hann er yfirlætis-
laus listamaður, Ijóðrænn einfari
í list sinni.
Hreinn er tvímælalaust einn af
okkar bestu og virtustu núlifandi
listamönnum, verk hans eru tíð-
um valin á sýningar erlendis þar
sem kynna á norður-evrópska
list og söfn víða um Evrópu hafa
fest kaup á verkum hans.
Á sýningunni í Slunkaríki
verða nokkur verk frá síðustu
árum. Hér er á ferðinni merkur
listviðburður og aðstandendur
sýningarinnar vonast til að Vest-
firðingar og aðrir sem tök hafa á
sjái sér fært að koma og skoða
sýninguna sem er opin fimmtu-
daga - sunnudaga kl. 16.00-18.00
og stendur til sunnudagsins 2.
apríl.
Heimsókn Hreins er einkar
ánægjuleg ekki síst vegna þess að
Slunkaríki á fjögurra ára afmæli
um þessar mundir. Slunkaríki er
eitt lífseigasta gallerí á landinu
og fyrir því hefur skapast ákveð-
in hefð í ísfirsku bæjarlífi.
Haldnar eru um 15 sýningar á ári
sem sóttar eru af 150-200 manns
að jafnaði. Öllum velunnurum
gallerísins er af þessu tilefni boð-
ið að koma á opnun sýningar
Hreins Friðfinnssonar á iaugar-
daginn kl. 15.00 og þiggja þar
veitingar.
Frétta tilkynning