Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.03.1989, Qupperneq 3

Bæjarins besta - 08.03.1989, Qupperneq 3
BÆJARINS BESTA 3 Strandferðaskipið Hekla dró Kolbrúnu ÍS upp á fimmtudag. „Fagur fiskur í snjó“ gæti þessi mynd heitið. Fiskflutningar: Rann út af Kolbrún ÍS: Skrokkurinn lítið skenundur Kolbrún ÍS, 11 tonna rækju- bátur, sem sökk fyrir utan Norð- urtangann á ísafirði þann 14. febrúar sl. var dregin upp á fimmtudag af strandferðaskip- inu Heklu. Hafsteinn Ingólfsson kafari fór niður að bátnum og festi í hann stroffur. f byrjun var fest í spilið en það fór úr þegar híft var. Önnur tilraun gekk bet- ur og þá var báturinn hífður upp í sjávarmálið og dælt úr honum. Að sögn Hinriks Matthíasson- ar hjá Samábyrgð, sem endur- tryggir bátinn fyrir Vélbátaá- byrgðarfélag ísfirðinga og ber 85% af tjóninu, virðist skrokk- urinn á Kolbrúnu tiltölulega lítið skemmdur. Hins vegar er allt rafmagn og öll tæki ónýt og væntanlega vélin líka. Farið var með Kolbrúnu í höfn á fimmtudag til þess að taka úr henni vél, tæki og annað en óákveðið er hvað verður síðan gert við bátinn. Uppsalir: Tilboð berast Sjálfstæðisfélögin á Vestfjörð- um skoða nú tvö leigutilboð sem borist hafa í eignarhlut félag- anna í skemmtistaðnum Uppsal- ir á ísafirði. Eitt kauptilboð barst fyrir skömmu en því var hafnað þar sem það þótti óað- gengilegt. Síðan hafa nokkrir aðilar gert fyrirspurnir og nú hafa tveir þeirra lagt inn formleg tilboð sem svarað verður á næstu dög- um. Þar sem BG-flokkurinn á stóran hluta af skemmtistaðnum °g ' þeim hluta er eldhúsið en í hluta Sjálfstæðisfélaganna er snyrtiaðstaðan eru málin nokk- uð flókin. Sá sem leigir af Sjálf- stæðisfélögunum verður því lík- lega einnig að gera samning við BG-flokkinn um leigu eða breyta húsnæðinu þannig að það samrýmist reglum um vínveit- ingastaði. Bíllinn á meðfylgjandi mynd var á leið frá Súðavík til Isa- fjarðar með fisk fyrir Hraðfrysti- húsið Norðurtanga þegar hann rann út af á lélegum vegkantin- um og helmingurinn af fiskköss- unum rann af bílnum og í snjó- inn. En snjórinn var hreinn og því ekki um annað að ræða en tína allt saman upp aftur þó það tæki tíma. Lyftari kom frá Súðavík og aðstoðaði við verkið svo allt fór betur en á horfðist í fyrstu en bíl- stjórinn hefur eflaust ekki hugs- að neitt sérstaklega hlýlega til snjómokstursmanna Vegagerð- arinnar. BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU Til sölu Eftirtaldar eignir dánarbús Ástu Eggerts- dóttur Fjeldsted, eru til sölu: 1. Fasteignin Hafnarstræti 11, ísafirði. 2. Lóðir við Seljalandsveg nr. 60 og 60a, ísa- firði. 3. Hlutabréf í Vélsmiðjunni Þór h.f., ísafirði, samtals að nafnverði kr. 417.500.- Óskað er eftir tilboðum í eignirnar og skal tilboðunum skilað til skiptaráðandans á ísa- firði, Hafnarstræti 1, ísafirði, fyrir 21. mars 1989. Áskilinn er réttur til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna þeim öllum. Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 1 og í síma 94-3733 frá kl. 10.00 til 15.00. Skiptaráðandinn á ísafirði 5. mars 1989 Björn Jóhannesson, fulltrúi

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.