Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.03.1989, Qupperneq 4

Bæjarins besta - 08.03.1989, Qupperneq 4
BÆJARINS BESTA BÆJARINS BESTA, óháö vikublað á Vestfjörðum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtanga 2, 400 ísa- fjörður, S 4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Vilborg Davíðsdóttir. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Ritstjórnarskrifstofa og aug- lýsingamóttaka að Suðurtanga 2, S 4570 og er svarað allan sólarhringinn. Setning, umbrot og prentun: H-prent sf, Suðurtanga 2,400 ísafjörður. RITSTJÓRN Burt með osomann Þau eiga við um marga þætti nútímaþjóðfélagsins hin fleygu orð Vilmundar: Löglegt en siðlaust. Pao má vera að það sé Iög- legt að geta byrjað brosandi með nýtt „há-eff“ eftir að hið gamla hafði glutrað miður hundruðum milljóna frá umbjóðendum sínum, sem eftir sitja með sárt enni, en það er siðlaust. Það er ef til vill löglegt að „eiga réttinn" í umferðinni, en vænlegt getur það ekki ta.list. Það máske löglegt að biðja starfsmenn fyrirtækis að halda áfram vinnu, þótt vitað sé að fyrirtækið geti ekki greitt launin og það fari á hausinn innan tíðar, þar sem ríkisvaldið komi til með að greiða þau samkvæmt lögum, þótt síðar verði, en það ersiðlaust með öllu. Fjármálaráðherra boðar hertar aðgerðir gegn fyrirtækjum, sem ekki standa skil á söluskatti og staðgreiðslu gjalda. Og þarna er ekki verið að tala um smáaura til píanókaupa heldur milljarða. Hver sem afstaða manna til skattheimtu hverrar ríkisstjórnar er, hljóta menn að vera sammála um, að réttlátt skattakerfi og skil á sköttum skipti höfuðmáli. Að margra dómi er langt í land með réttlætið og ýmsir þeirra draga þá ályktun af reynslunni, að viljinn í þá veru sé takmarkaður þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit. Af augljósum ástæðum vilji menn viðhalda götóttu skattakerfi. En hvað sem því líður nær engri átt, að greiddir skattar skili sér ekki til ríkissjóðs. Söluskatturinn er neysluskattur. Fyrirtækin eru að- eins innheimtuaðili. Fjórðu hverri krónu, sem almenningur borg- ar fyrir vöru og þjónustu er ætlað að renna í sameiginlegan sjóð landsmanna. Henni er ekki ætlað að lenda í vösum óprúttinna braskara, sem á réttum tíma láta „há-effið“ sitt fara á hausinn til að Iosna við að standa skil á söluskattinum, sem þeir innheimtu hjá mér og þér, lesandi góður, skatti sem við greiddum til að standa undir samneyslu þjóðfélagsins. Það fyrir finnast ýmis orð yfir þá athöfn að taka ófrjálsri hendi það, sem öðrum tilheyrir. Vafalaust má heimfæra einhver þeirra á þær gjörðir sumra fyrirtækja, að innheimta skatta hjá starf- smönnum sínum, en skila þeim ekki til eigandans. Það lýsir því furðulegu siðgæðismati þegar fréttamenn spyrja ráðherra hvort ekki sé verið að stuðla að atvinnuleysi með því að loka fyrirtækj- um, sem ekki standa skil á söluskatti og staðgreiðslu, en að því höfum við orðið vitni í sjónvarpi. Aðgerðir til að uppræta svindl og stórfelldan þjófnað á skatt- peningum njóta stuðnings almennings hver sem ríkisstjórnin er. Komist allir skattar í hendur réttra aðila er það alls ekki borin von, að þeir lækki er fram líða stundir. s.h. Leikarar í „Kitla“, leikritinu sem Litli leikklúbburinn frum- sýnir á laugardaginn. Litli leikklúburinn: Frumsýnir „Kitla“ Enskt barnaleikrit í þýðingu Guðjóns Ólafssonar Það er mikið um að vera í leiklistarlífinu á Vestfjörðum um þessar mundir. Bolvíkingar hafa nýlega frumsýnt söngleikinn „Líf og friður“, Flateyringar frumsýna í kvöld leikritið „Draugaglettur“ eftir Iðunni Steinsdóttur og laugardaginn 11. mars nk. kl. 15.00 frumsýnir í Alþýðuhúsinu Litli leikklúbbur- inn á ísafirði barnaleikritið „Kitli" eftir Bretann David Wood í þýðingu Guðjóns Ólafs- son. Guðjón leikstýrir einnig verk- inu en í því leika 13 manns á aldr- inum 13 ára til 22 ára. í aðalhlut- verkinu er Vigdís Jakobsdóttir. Þetta verður í fyrsta sinn sem nýr Ijósabúnaður klúbbsins er notaður á sýningu, en LL safn- aði fyrir þessum búnaði m.a. með maraþonleiksýningu í sept- ember sem kunnugt er. „Kitli“ verður sýndur a.m.k. sex sinnum á ísafirði, á laugar- daginn, síðan eru fyrirhuguð ein sýning á sunnudag og aftur um næstu helgi. Einnig er stefnt að leikferð eftir páskana um Súð- avík, Bolungarvík, Súgandafjörð og Flateyri. Æfingar hafa staðið yfir í sjö vikur og æft hefur verið í Selinu virka daga en í Alþýðuhúsinu um helgar. „Þetta er barnaleikrit sem fjallar um veruna Kitla“ sagði Halla Sigurðardóttir formaður Litla leikklúbbsins í samtali við BB í vikunni. „Kitli fæðist við að falla sem kitl úr nefi við hnerra. Hann þarf síðan að finna sér annan samastað. Hann er ósýni- legur mannfólkinu en hann kitl- ar það og það finnur fyrir hon- um. Aðrar verur, til dæmis sýklar, geta séð hann og hann nær sambandi við þær. Það er mikið sungið í þessu leikriti og bæði fullorðnir og börn ættu að geta haft ánægju af því.“ Börn í grunnskólum og leik- skólum á þeim stöðum þar sem leikritið verður sýnt hafa lagt Litla leikklúbbnum lið og teikn- að fyrir hann fjölbreytt auglýs- ingaspjöld sem hengd verða upp fyrir sýningu á hverjum stað. Halla kvaðst mjög ánægð með samvinnuna við krakkana og vildi þakka þeim sérstaklega fyr- ir.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.