Bæjarins besta - 08.03.1989, Síða 9
3ÆJARI3MS BESTA
9
Þessir þrír norsku sjómenn af rækjuskipinu Remöy létu sig Fyrsti viðskiptavinurinn í ríkinu á miðvikudagsmorgun var
ekki vanta þegar íslendingar héldu upp á bjórdaginn. F.v. Reynir Helgason úr Hnífsdal.
Gunnar Nærö, Peder Petterson og Geir-Arne Yoldsund.
Enginn ölvaður
undir stýri
í Krúsinni sá trúbadorinn Ingi
Gunnar Jóhannsson um að skapa
ekta „íslenska“ pöbbastemningu
á bjórdaginn með gítarspili og
söng fram undir miðnætti.
Áheyrendur voru reyndar svo
ánægðir með framlag trúbadúrs-
ins að þeir ætluðu ekki að vilja
sleppa honum. Að sögn Dúa í
Krúsinni (Steinþórs Friðriksson-
ar) er von á meiru af svo góðu þar
því hann ætlar að opna snemma
kvölds alla fimmtudaga og sunnu-
daga og bjóða upp á lifandi tónlist
sem oftast.
Samkvæmt ágiskunum lög-
reglunnar héldu um 200 manns
upp á daginn á skemmtistöðun-
um en þrátt fyrir nokkfa ölvun
hlutust þó engin vandt^eði af.
Lögreglan fylgdist vel með ung-
lingunum og vísaði frá þeim sem
voru of ungir til að taka þátt í öl-
teitinu. Á miðvikudag og aðfara-
nótt fimmtudags voru um 90 bíl-
ar stoppaðir en enginn reyndist
vera ölvaður við stýrið. Á næst-
unni mun lögreglan herða mjög
Þessar tvær skemmtu sér vel í
jazzstemmningunni að Upp-
sölum á miðvikudagskvöldið.
eftirlit með ökumönnum og því
vissara að ganga heim „eftir
einn.“
Tonn í póstflugið
Vestfirðingar eiga sem kunn-
ugt er aðeins eina áfengisútsölu,
þá sem staðsett er á ísafirði og
þaðan verða aðrir íbúar kjálkans
að panta sinn bjór í póstkröfu.
Póstkröfugjaldið fyrir einn kassa
af bjór er nú 425 kr. Þrátt fyrir
það fóru á fimmtudag frá fsafirði
um eitt tonn af bjór í póstflugi á
viðkomustaði Flugfélagsins Ern-
is og á föstudag fóru aðrir 500
lítrar. Svo mikið var magnið að
nota varð Twin Otter vél félags-
ins í póstflugið í stað minnstu
vélar Ernis. Óvíst er hvort ann-
að eins magn verður pantað í
hverri viku hér eftir en a.m.k. er
ljóst að það verður töluverð
aukning á póstkröfusendingum
frá ísafirði.
Og nú er bara að bíða og sjá
hvað framtíðin ber í skauti sér,
hvort spár svartsýnismanna ræt-
ast og bjórinn verður einungis til
þess að auka enn á drykkju
íandsmanna eða hvort sala
sterkra vína minnkar og menn
læra að meta þann valkost að
geta skroppið út á virkum dög-
um sem á öðrum dögum til þess
að spjalla við vini og kunningja,
hlusta á rólega tónlist, fá sér
eina eða tvær bjórkollur og
ganga síðan heim eftir ánægju-
lega kvöldstund.
(□□□□□□□□□□aQDQnDoönnQnn
...í Krúsinni Laugardags-
kvöld frá kl. 23 til
Aðgangur ókeypis til kl. 01
D0LBY sér um dúndurstuð og
barinnsérumbMHft
í vikunni verður svo tækifæri til að
kíkja við um kvöldstund til að
spjalla við vini og kunningja yfir
krús, í krús
fimmtudags-
,□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
20-01,
á 18-01 á