Bæjarins besta - 08.03.1989, Blaðsíða 10
10
BÆJARINS BESTA
BB-viðtalið:
„Á morgun,
á morgun!
Hildur Gylfadóttir og Fanney Ómarsdóttir segja
frá ársdvöl í Paraguay sem AFS - skiptinemar
Hvað vita íslendingar um Paraguay? Sennilega álíka mikið og fólk
í Paraguay veit um ísland. Kannski aðeins meira, eftir að sagt var frá
því í fréttum fyrir skömmu að einræðisherranum Alfred Stroessner
hefði verið steypt af stóli af tengdasyni sínum og flokksbróður,
Andreas Rodriguez. En þar fyrir utan varla mikið. Á því eru þó und-
antekningar, þ.e.a.s. AFS-skiptinemar sem dvalið hafa í landinu í
heilt ár.
Tveir slíkir eru þær Hildur Gylfadóttir og Fanney Ómarsdóttir, 19
ára stelpur á ísafirði. Hildur var búsett í Paraguay frá því í febrúar 1986
til febrúarmánaðar 1987 og Fanney er nýkomin heim eftir ársdvöl. Þær
stöllur hafa verið óaðskiljanlegar frá því þær voru krakkar, „algjörar
samlokur“ eins og þær orða það sjálfar, og nú hafa þær sannarlega nóg
að tala um. Því enda þótt þær hafi verið skiptinemar í sama landinu var
lífsreynslan ólík á margan hátt. Þær Hildur og Fanney eru í BB-viðtali
ídag:
Stéttaskiptingin
mikil
„Skiptinemar sem fara til Suð-
ur-Ameríku fara í febrúar en
ekki i júlí eins og aðrir
skiptinemar, vegna þess að skól-
inn byrjar eftir sumarfrí í febrú-
ar-mars“ segir Hildur. „Skólaár-
ið er alveg öfugt við íslenska
skólaárið. Eg fór til borgar sem
heitir Pilar og er mjög sunnar-
lega í Paraguay. Þetta er hálf-
gerð sveitaborg og í henni búa
um 15.000 manns, sem er ekki
stórt á þeirra mælakvarða. í
Paraguay búa tæpar fjórar millj-
omr manna.
Lifnaðarhættirnir voru mjög
„sveitó.“ Ég sá mjög vel hvernig
hinn almenni Paraguay-borgari
lifir, sem sagt millistéttin. Stétta-
skipting er mjög mikil en samt
búa allir hlið við hlið, hreysin
standa við hliðina á ríkmannleg-
um villum. Að vísu eru til
hreysahverfi og flott hverfi en
hitt er algengara. Fjölskyldan
sem ég bjó hjá var millistéttar-
fólk miðað við landið í heild en
samt hástétt miðað við aðra sem
bjuggu í Pilar.
Pabbi minn átti útvarpsstöð og
mamma mín var bókasafnsvörð-
ur í skólanum sem ég gekk í. Ég
átti eina litla systur, Claudiu sem
var 8 ára. Pabbi var mikið í
stjórnmálum og sterkur
„Colorados“, sem er aðalflokk-
urinn í Paraguay og hann hélt
mikið upp á Stroessner forseta,
sem var steypt af stóli um dag-
inn. Ég hef ekkert heyrt frá þeim
síðan, það er búið að breyta
símanúmerunum og það þarf
ekki að vera að byltingin hafi
snert þau nokkur en maður veit
aldrei. Það getur allt skeð þarna,
fólk er hneppt í varðhald af
minnstu ástæðu og allt mögu-
legt.
Stroessner var
einræðisherra
Það var mikið talað um stjórn-
mál á heimilinu en bara önnur
hliðin: „Við erum Colorado og
við horfum ekki né sjáum nokk-
uð annað!“ Stroessner tók völd-
in með byltingu 1954 og fólkið
þekkir varla neitt annað en hann.
Hann er hálfþýskur, pabbi hans
var Þjóðverji og eins og fólk hér
hefur heyrt þá gerði Stroessner
mikið af því að veita nasistum
hæli, Mengele og fleirum. Hann
var algjör einræðisherra og gerði
aðeins það sem honum einum
þótti ástæða til að gera. Á eftir
honum í valdastiganum voru
fjórir náungar sem voru kallaðir
„ríkisstjórnin“ og síðan kom ein-
hvers konar þing sem fólk kaus
„fulltrúa“ á.
Vandamálið var bara það að
ef þú varst opinber starfsmaður
og ekki Colorados og kaust ekki
Stroessner þá misstir þú bara
vinnuna. Stjórnvöldin sáu svo
um kosningarnar og breyttu öllu
sér í hag þannig að þetta var
bara skrípaleikur."
„Og ef þú kemur ekki á kjör-
stað þá missir þú líka vinnuna“
bætir Fanney við. „Einn vinur
minn sagði mér frá því að eitt
sinn þá kom maður í skólann
með pappíra fyrir fólk til að skrá
Hildur og Fanney: „Það var hreinasta bíó að sjá krakkana á
böllum!“
sig í Colorados-flokkinn. Hann
sagði þeim að enginn þyrfti að
skrá sig frekar en hann vildi, en
ef þau skráðu sig ekki þá kæmust
þau ekki á ríkisháskólann,
fengju aldrei vinnu og svona var
talið upp endalaust þannig að
þau áttu í raun engra kosta völ!“
Börn með byssur
„Um það leyti sem Stroessner
tók völdin þá var safnað stuðn-
ingsundirskriftum á vinnustöð-
um og þeir opinberu starfsmenn
sem skrifuðu ekki undir þessa
stuðningsyfirlýsingu, misstu
vinnuna nokkru seinna" segir
Hildur. „Konan sem var AFS-
trúnaðarmaður minn var kenn-
ari á þessum árum og hún neit-
aði að skrifa undir. Hún missti
vinnuna og maðurinn hennar,
sem er lögfræðingur og er
menntaður í Bandaríkjunum,
BULC
Flogið um Luxembourg til Varna s;
móti farþegum í Varna af íslenskum
mánuðum. Tvær baðstrendur Alben
er hægt að stunda heilsurækt á glae
hægt að fá tannviðgerðir Polyklini
mjög hagstætt. íslensk hjúkrunarkon
Skoðanaferðir verða til Istanbul mi
margra skemmri skoðanaferða um I;
farnar vikuferðir um landið dagana !
og 8. ágúst og verður þá hægt að
strandarhótelum eftir því sem farþec
Þá munu farþegar eiga þess kost að
ingu á Doná. Er þá flogið til Salzb
Vínar með lest en viku sigling um I
Rooáse hefst daginn eftir flug. Panta |