Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.03.1989, Page 14

Bæjarins besta - 08.03.1989, Page 14
14 BÆJARINS BESTA AFLAFRÉTTIR Ísaíjörður: Guðbjörg kom til Þorláks- hafnar í gærkvöld, eftir að hafa verið á veiðum fyrir sunnan land með rúm 300 tonn af karfa. Guðbjörg á söludag 13. mars í Bremerhaven og fer þar í slipp. Páll Pálsson landaði á mánu- dag 80 tonnum af þorski. Sett var í einn gám. Páll fór til veiða aftur á mánudag. Júlíus Geirmundsson kom í land á laugardagskvöld með 140 tonn og hélt aftur út á mán- udagskvöld. Sett var í einn gám á Bretland. Guðbjartur kom í land á laugardagskvöld með 130-140 tonn, mestmegnis þorsk og 6,5 tonn af lifur. Hann fór út aftur á þriðjudagskvöld. Sett var í tvo gáma. Línubátarnir komust á sjó alla daga í síðustu viku og er það fyrsta vika sem það tekst frá áramótum. Guðný fiskaði 33,5 tonn í fimm róðrum í síð- ustu viku og setti í einn gám. Víkingur III landaði tæpum 43 tonnum eftir fimm róðra og sett var í einn gám. Orri fiskaði 58 tonn í sex róðrum. Bolungarvík: Heiðrún landaði á föstudag 100 tonnum af karfa mest- megnis. Sett var í þrjá gáma. Dagrún landaði á laugardaginn 140 tonnum af þorski, sett var í tvo gáma. Sólrún landaði 55 tonnum á mánudag og setti í tvo gáma. Flosi fiskaði rúmlega 62 tonn í síðustu viku í fimm róðrum. Jakob Valgeir landaði 22,6 tonn í fjórum róðrum og Nonni, sem rær frá Bolungar- vík en leggur upp aflann á Isa- firði, fiskaði um það bil 28 tonn í síðustu viku í fjórum róðrum. Fjórir loðnubátar, Keflvík- ingur, Víkurberg, Húnaröst og Albert, lönduðu fullfermi af loðnu fyrstu fjóra dagana í mánuðinum, samtals um 2400 tonnum. Á árinu hefur verið landað um 6200 tonnum af loðnu í Bolungarvík. Alls hef- ur þá verið landað þar um 18000 tonnum frá vertíðarbyrj- un í haust. Súðavík: Bessi landaði tæplega 130 tonnum á mánudag, sett var í fjóra gáma, þar af fer einn a.m.k. til Bretlands. Guðmundur Ásgeirsson landaði 1675 kg. af rækju í síð- ustu viku og Haffari landaði í gær 14,5 tonnum af rækju. Aðrir rækjubátar eru hættir veiðum þar sem þeir eru búnir með kvóta sína. Suðureyri: Elín Þorbjarnardóttir kom í land aðfaranótt sunnudags og landaði í gær um 100 tonnum af þorski. Hún fór út aftur á þriðjudagskvöld. M/b Kristján fór í tvo róðra í síðustu viku og landaði samtals um 11,2 tonnum. Ingimar Magnússon fór einnig í tvo róðra og landaði um 11,8 tonn- um. Flateyri: Gyllir kom í land á laugar- dagskvöld með 70 tonn af þorski, sett var í tvo gáma. Gyllir fór aftur til veiða á mánudagskvöld. Jónína fór í fjóra róðra í síð- ustu viku og landaði rúmlega 41 tonni, Sif landaði 39,5 tonn- um eftir fjóra róðra og Benni Vagn landaði samtals 35,5 tonnum eftir þrjá róðra. Þingeyri: Framnes landaði á mánudag 120 tonnum af góðum þorski. Sléttanesið kom heim í gær eft- ir söluferð til Englands þar sem það seldi 160-170 tonn af þorski og var meðalverð á kíló frekar lágt, aðeins 62 krónur. Dýrfirðingur fór tvisvar á sjó í síðustu viku og landaði 5,5 tonnum rúmum samtals, Máni fór þrisvar á sjó og landaði 15,5 tonnum rúmum, Mýrafell fór í tvo róðra og landaði 11,3 tonnum og Bibbi Jóns landaði 8,3 tonnum eftir tvo róðra. Tálknafjörður: Tálknfirðingur kom inn á laugardagskvöldið með um það bil 100 tonn. Sett var í einn gám. María Júlía fór í fjóra róðra og fiskaði 64 tonn. Máni fékk 18 tonn á línu og skipti síðan yfir í net og fékk 2 tonn. Bíldudalur: Sölvi Bjarnason landaði síð- ast á föstudag 125 tonnum. Aflinn var blandaður, aðallega þorskur og karfi. Allur aflinn fór til vinnslu í Fiskvinnslunni. Þá landaði togskipið Þrymur frá Patreksfirði 35 tonnum af þorski. Allir rækjubátarnir hafa nú klárað kvóta sína og fá ekki viðbót á þá. Almenn óánægja er með þetta meðal rækjusjó- manna þar sem mjög vel hefur aflast og allir tíu bátarnir hafa auðveldlega getað skilað sínum 4 tonnum á viku til vinnslu. Patreksfjörður: Togarinn Sigurey seldi í Englandi 24. febrúar 140 tonn, mestmegnis þorsk, og fékk mjög gott verð, 140 kr. meðal- verð á kíló. Haukur Böðvars- son fór þrisvar á sjó í síðustu viku og landaði samtals 37 tonnum. Vestri og Patrekur fóru fimm fe,rðir hvor í síðustu viku og lönduðu í kringum 50 tonn- um hvor, þar af voru um 15 tonn steinbítur. Fiskurinn er frekar smár. Tálkni fór fjórar ferðir í síðustu viku og landaði samtals um 40 tonnum. Þröstur og Brimnes fóru þrisvar á sjó t síðustu viku og lönduðu um 6-7 tonnum eftir hvern róður. Bjórkönnur og bjórglös... Mikið úrval af óáfengum bjór og munið! Eftir einn ei aki neinn! Opnunartímar: Mánudaga - fimmtudaga kl. 9 - 18. Föstudaga kl. 9 - 20. Laugardaga kl. 10 - 13. VÖRUVAL LJÓNINU SKEIÐI — SÍMI 4211 BÚÐ SEM STENDUR UNDIR NAFNI

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.