Bæjarins besta - 08.03.1989, Síða 16
16
BÆJARllMS BESTA
Framkvæmdir
Við íþróttahúsið verður unnið
fyrir 32 milljónir, þar af greiðir
ríkið 12,8 milljónir. Lokið verð-
ur við að steypa húsið upp og
gengið frá þaki og gluggum.
Með því verður staðið við samn-
inginn sem gerður var við ríkið
um byggingu íþróttahúss.
Til sjúkrahúss og heilsugæslu-
stöðvar verður varið 3,9 milljón-
um til að greiða af lánum sem
tekin hafa verið til framkvæmda
við nýja sjúkrahúsið.
Lokið verður við snjóflóða-
varnir í Holtahverfi. Þær eiga að
kosta 3,3 milljónir þar af er
styrkur frá ríkissjóði að upphæð
kr. 2,6 milljónir.
Lokið verður við Stjórnsýslu-
húsið, en þar er eftir að ganga
frá lóð og listaverki. Þar er um
að ræða bindandi samning.
Áætláður kostnaður til að ljúka
við Stjórnsýsluhúsið er 3,9 millj-
ónir, þar af 2,6 milljónir í lista-
verkið.
í Seljalandshverfi verður unn-
ið fyrir 2,3 milljónir og er það
umtalsvert minna en áætlað
hafði verið. Aðeins verður lokið
við þær framkvæmdir sem nauð-
synlegar eru til að byggingar geti
haldið áfram í hverfinu og fólk
geti flutt inn í þau hús sem tilbú-
in verða á árinu.
Að gatnagerð verður unnið
fyrir 6,7 milljónir króna. Þar af
fara í viðhald og holuviðgerðir
2,9 milljónir og í klæðningu 3,2
milljónir. Ný klæðning verður
lögð á Skutulsfjarðarbraut, fsa-
fjarðarveg, Aðalstræti, Hafnar-
stræti, Suðurgötu og Sundstræti.
Þá verður unnið við Pollgötu fyr-
ir þann styrk sem fæst úr svoköll-
uðum 25% sjóði.
Lagninu gangstétta verður
haldið áfram. Verða lagðar
gangstéttir fyrir 3,2 milljónir
króna. Undir þeim framkvæmd-
um stendur hið svokallað B-
gatnagerðargjald.
Til skipulagsmála fara 1,7
milljónir króna. Er það til end-
urskoðunar á aðalskipulagi og
vinnu við deiliskipulag á hafnar-
svæðinu og á Eyrinni meðfram
Pollinum.
Til skrúðgarða og opinna
svæða verður varið 1 milljón
króna.
Til dýpkunar í Bátahöfn verð-
ur varið 2.5 milljónum króna og
7.5 milljónum í þekju á Sunda-
höfn.
Ýmsar framkvæmdir sem gert
var ráð fyrir á þriggja ára áætlun
verða að bíða. Má þar nefna
Grunnskólann, en þar verða litl-
ar sem engar framkvæmdir
nema fyrir það sem kynni að fást
úr Framkvæmdasjóði fatlaðra.
Af tekjum vatnsveitu fara 10.5
milljónir til greiðslu á hreinsi-
búnaði, sem pantaður hefur ver-
ið, en uppsetningu hans verður
frestað fram á næsta ár.
Breytingatillögur
viö fjárhagsáætlun
í frumvarpinu eins og það var
lagt fram til fyrri umræðu var
gert ráð fyrir rúmlega 119 millj-
ón króna lántökum. Á milli um-
ræðna komu fram breytinga-
tilögur bæði frá meiri- og
minnihluta. Allar miðuðu tillög-
urnar að því að draga úr lántök-
um.
Fulltrúar minnihlutans, sem
sjálfstæðismenn skipa, lögðu til
lækkun á útgjöldum um rúmar
33 milljónir króna og fylgdi til-
lögum þeirra ítarleg greinar-
gerð. Skyldi rekstur lækkaður
um rúmar 17 milljónir. Gerði
minnihlutinn tillögur um lækkun
einstakra rekstrarliða um tæpar
4 milljónir, um lækkun á yfir-
vinnu á bæjarskrifstofum um 2,7
milljónir og ósundurgreinda
lækkun á öðrum reksatrarliðum
um 10,7 milljónir. Fjárfestingar
skyldu lækka um 15.3 milljónir
og munaði þar mest um íþrótta-
húsið, sem skyldi lækka um 14,2
milljónir. Þá gerði minnihlutinn
tillögu um að gert yrði ráð fyrir
40 milljóna króna lántöku vegna
Hlífar II. Var sú tillaga, sem og
allar aðrar tillögur minnihlutans,
felldar.
Meirihlutinn, sem skipaður er
fulltrúum Alþýðubandalags, Al-
þýðuflokks og Framsóknar-
flokks, lagði til að útgjöld lækk-
uðu um 15,6 milljónir króna án
þess að þjónusta sveitarfélagsins
yrði skert að marki. Þar af voru
4,2 milljón króna lækkun í
rekstri og 11,4 milljón króna
lækkun í fjárfestingum. Munar
þar mest um lækkun vegna
íþróttahúss (4,5 milljónir) og að
fallið var frá því að kaupa vinnu-
vél í áhaldahús (4,8 milljónir).
Þá gerði meirihlutinn ráð fyrir
að 3,5 milljónir fáist fyrir sölu
eigna. Með þessum breytingatil-
lögum gerði meirihlutinn ráð
fyrir lántökum upp á tæpar 100
milljónir króna.
Með tillögum meirihlutans
fylgdi bókun í 23 liðum. Þar
kemur fram hvernig meirihlut-
inn hugsar sér að leita leiða til
hagræðingar í rekstri og nokkur
önnur veigamikil atriði varðandi
framgang fjarhagsáætlunarnnar.
Er þar m.a. gert ráð fyrir að lána
verði aflað með skuldabréfaút-
boði og að fjárhagsáætlun verði
endurskoðuð strax og lántökur
liggja fyrir.
Hlífarmálið
I Hlífarmálinu er það sjónar-
mið meirihlutans að á þessu stigi
sé ekki rétt að gera ráð fyrir
neinum kostnaði vegna Hlífar
II. Jafnvel þótt bæjarsjóður
muni eignast umtalsverðan hluta
í Hlíf II og bæjarstjórn hafi gert
samþykktir þar um hefur ekki
enn náðst samningur á milli bæj-
arsjóðs og stjórnar Byggingar-
samvinnufélagsins Hlífar um hve
stór sá eignarhlutur mun verða
né verð á honum. Varla er
ástæða til að verðlauna þá sem
vilja ráðskast með fjármuni bæj-
arsjóðs með því að samþykkja
greiðslur án slíks samnings. Þá
mun bæjarsjóði veitast nógu
erfitt að útvega þær tæpu 100
milijónir að láni sem fjárhagsá-
ætlun gerir ráð fyrir þótt ekki
bætist við lán vegna Hlífar II. Ef
bæjarsjóður á að geta lagt ein-
hverja fjármuni í Hlíf II á þessu
ári verða að koma til séstakar
ráðstafanir, s.s. að bænum verði
boðin hagstæð lán eða að selja
Fátt er betra en að fara i vel heit-
an nuddpott og gufu, og það ný-
jasta og sá eini á landinu, teygju-
bekkur fyrir baksjúklinga.
Studíó DAN
Hafnarstræti 20 • S 4022
verður einhverjar eignir bæjar-
ins.
Grundvallaratriði er að bæjar-
stjórn ákveði hvenær fé verði
lagt í byggingar í Hlíf eins og
aðrar framkvæmdir sem bæjar-
sjóður er aðili að, en ekki ein-
staklingar úti í bæ. Hlýtur sama
að gilda í þeim efnum og varð-
andi framkvæmdir sem ríki og
sveitarfélög standa saman að.
Einu gildir hve mikið sveitarfé-
lögin hafa lagt í framkvæmdina,
framlag ríkisins fer eftir fjárlög-
um hverju sinni.
Fjárhagsstaða
Nokkrar umræður hafa átt sér
stað í fjölmiðlum um erfiða fjár-
hagsstöðu ísafjarðarbæjar. Þess
vegna þykir rétt að gera hér
nokkra grein fyrir þeim kafla í
fjárhagsáætlun sem kallast fjár-
magnsstreymi. Þar kemur fram
hvernig nota á afgang af rekstri
og fjárfestingum, eða hvernig á
að fjármagna halla ef um slíkt er
að ræða. Þessi kafli segir mikið
um afkomu sveitarfélagsins og
er því birtur hér að neðan í töfl-
um 1 og 2. Allar tölur eru í þús-
undum króna.
Eins og sjá má í töflunni er
gert ráð fyrir tæpum 100 milljón
króna lántökum. Þá er gert ráð
fyrir að afborganir af lánum og
öðrum skuldum (liður 1-5 í ráð-
stöfun) verði 108 milljónir. Ef
fjárhagsáætlunin stendst munu
því skuldir bæjarsjóðs heldur
minnka á þessu ári og verða
áfram í kring um 300 milljónir.
Lausafjárstaðan mun hins vegar
batna að miklum mun.
Smárí Haraldsson
bæjarfulltrúi
Nú er hægt að fá nudd, svæðameð-
ferð, partanudd og fleira frá kl. 10
til 22 á virkum dögum og frá kl. 13
til 18 laugardaga og sunnudaga.
ÖLL KVÖLD: nMI
íj oiOiCjiiiir jaTLiiuj Lifandi tónlistá hugardagskvölduni cUlll
...Munið ið panta borð tímanlega Sími4111
Studíó DAN
Hafnarstræti 20 • ® 4022
Uppruni l. Af rekstrar og framkvæmdayfirliti kr. 7.532
2. Frá vatnsveitu kr. 2.000
3. Lækkunáútistandandigjöldum kr. 15.000
4. Óinnheimtútsvar í staðgreiðslu 1988 kr. 13.000
5. Greiðsla ríkissjóðs vegna skulda kr. 2.100
6. Salafasteigna kr. 3.500
7. Lántökur kr. 99.868
Samtals kr. 143.000
Ráðstöfun
1. Afborganir lána kr. 46.000
2. Greiddirvíxlar kr. 15.600
3. Lækkun hlaupareikninga kr. 18.000
4. Greidd vanskilálangtímalánum kr. 18.400
5. Launaskatturvanskil kr. 10.000
6. Tilaðbætalausafjárstöðu kr. 13.000
7. Óinnheimtútsvarístaðgreiðslu 1989 kr. 15.000
8. Stofnkostnaðurtilskíðasvæðis kr. 1.500
9. Fjármögnunvegna Hótels ísafjarðar kr. 5.500
Samtals N'.Á' ; i"V ■ kr. 143.000