Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.1989, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 12.04.1989, Blaðsíða 2
ísafjörður: 2 BÆJARINS BESTA Skí-cross á Seljalandsdal SÍÐASTLIÐINN sunnudag var slegið á létta strengi á Seljalandsdal. Þá var í fyrsta sinn á íslandi keppt í svokölluöu „Skí-crossi“ sem er skemmtileg keppnisgrein sameinuð af nor- rænum greinum og alpagrein- um. Skí-cross hefur þá kosti fram yfir aðrar keppnisgreinar á skíð- um að hún reynir meira á hæfni en úthald. Svo er hún ákaflega spennandi og skemmtileg á að horfa. Fyrst í flokki 12-15 ára stúlkna var Hulda Magnúsdóttir, í flokki 12-14 drengja vann Kristján Hauksson, í flokki 15-16 ára drengja sigraði Daníel Jakobs- son og í flokki karla 17 ára og eldri sigraði Haukur Eiríksson. Þá var samkeppni um hugvit- samlegasta keppnisbúninginn og voru margir skrautlegir.Þá keppni vann Bergur Björnsson og Ómar Helgason frá ísafirði fékk aukaverðlaun fyrir frum- legasta búninginn. íshúsfélag ísfirðinga: Býður 50 milljónir -til stofnunar nýs hlutafélags um rekstur Framness ÍS s ISHÚSFÉLAG ísfirðinga hcf- ur gert útgerðarfyrirtækinu Fáfni h.f. á Þingeyri tilboð um að leggja fram 50 milljónir til stofnunar nýs hlutafélags um rekstur togarans Framness ÍS frá Þingeyri og að hlutafélagið kaupi Framnes á 260 milljónir. Viðræð- ur um þetta standa nú yfir og samkvæmt heimildum BB er þetta nokkuð betra tilboö en Bílddælingar hugðust gera Þing- eyringum. Meirihluti stjórnar Fáfnis mun vera á því að taka til- boði íshúsfélagsins. Mun þar einnig ráða það við- horf að samgöngur eru meiri við ísafjörð en Bíldudal og þangað sækja Þingeyringar einnig ýmsa þjónustu. Verði af stofnun þessa hluta- félags mun það eiga 100 milljón- ir króna í hlutafé og skipið myndi landa til helminga á Isa- firði og á Þingeyri. Framnes ÍS hefur um 2100 tonna þorsk- ígildakvóta. Stjórnarmenn Kaupfélags Dýrfirðinga, sem eru einnig í stjórn Fáfnis h.f., eru nú staddir í Reykjavík og munu þar vera að ræða við stjórn hins nýja hluta- fjársjóðs um fyrirgreiðslu vegna Hraðfrystihúss Dýrfirðinga. Við sölu helmingshluts Framness mun eiginfjárstaða fyrirtækj- anna breytast mikið og því ekki ólíklegt að fyrirgreiðsla fáist, annað hvort hjá hlutabréfa- sjóðnum eða þá atvinnutrygg- ingarsjóði sem áður hafði hafnað umsókn um fyrirgreiðslu. Þessi skrautlegi keppandi í „Skí-crossinu“ heitir Ómar Helgason og fékk hann aukaverðlaun fyrir frumlegasta búninginn. Hafnsögubáturinn Þytur dregur Hafþór RE inn úr sundunum og inn á Poll. ísafjöröur: Hafþór RE í erfiðleikum UM kvöldmatarleytið síðast- liðið sunnudagskvöld er frystitogarinn Hafþór RE var að koma inn til ísafjarðar af af- lokinni veiðiferð vildi það til, þegar skipta átti frá aðalvél yfir á Ijósavél, að hún fór ekki í gang. Skipið var þá statt innst í sundunum, í beygjunni fyrir Suðurtangann. Hafnsögubátur- inn Þytur kom Hafþóri til að- stoðar og dró hann inn á Pollinn þar sem gert var við bilunina. Lítil hætta var á ferðum og „mannbjörg varð“ eins og út- gerðarmaður skipsins orðaði það, sposkur á svipinn, í samtali við BB.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.