Bæjarins besta - 12.04.1989, Blaðsíða 12
12
BÆJARI3MS BESTA
Fermingin:
,,Er þetta
ekki vaninn?"
BB spjallar við
nokkur fermingarbörn
RRÁÐLEGA fara ferm-
ngarnar í hönd. í allt ferm-
ast á sjöunda tug barna á ísafiröi,
í Hnífsdal og í Súðavík.
Fermingin er tákn margs í
hugum fólks, og enda þótt trúar-
legt innihald hennar hljóti aö
skipa fyrsta sessinn, þá líta
margir á þessa athöfn sem tákn-
ræna fvrir það að barniö er að
hverfa, fullorðinsárin eru að
taka við.
BB lék forvitni á að vita
hversu alvarlega unglingarnir
taka ferminguna. Er gjafaflóðið
að drekkja trúarboðskapnum,
fermast krakkarnir af því að hin-
ir gera það, er fermingin „út-
skrift" úr kirkjunni eða er þetta
athöfn sem fer fram að vel íhug-
uðu máli?
í fjölskyldu Guðs
Við spjölluðum við nokkra
krakka sem fermast öll á næst-
unni og spurðum þau fyrst hvers
vegna þau ætluðu að fermast.
„Ég ætla að staðfesta skírnina
og það þýðir að ég er sammála
því að ég er skírð og er sammála
því að ég sé tekin í fjölskyldu
Guðs“ sagði Birna Málmfríður
Guðmundsdóttir. „Ég trúi á að
það sem stendur í biblíunni hafi
skeð en ég er ekki mjög kirkju-
rækin. Ég hef samt reynt að
mæta í vetur. Ég las svolítið í
biblíunni þegar ég var níu ára og
mér voru kenndar bænir þegar
ég var lítil.
Ég fer stundum með þær þeg-
ar mér líður eitthvað illa. Eg
held að margir á mínum aldri
séu hættir því. Ég bið sjaldan
bænir á kvöldin en ég gerði það
alltaf þegar ég var yngri. Ég fer
með Faðir vor og alls konar smá-
bænir sem ég hef lært. Svo sá ég
einhvern tímann æðruleysisbæn
upp á vegg sem ég fer alltaf með
fyrst. Hún er svona: „Guð,
gefðu mér æðruleysi til að sætta
mig við það sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að breyta því
sem ég get breytt og vit til að
greina þar á milli.“ Svo tala ég
við Guð sjálf.“
Þeir segja
það bara
Hvað með gjafir, föt og veislu-
Birna Málmfríður Guðmundsdóttir
höld? Skiptir það miklu máli?
„Gjafirnar, veislan og ný föt
fylgja alltaf fermingunni en ég
held að það séu ekki margir sem
fermast bara út af gjöfunum þó
sumir segi það, sérstaklega
strákarnir.
Margar af stelpunum ætla að
fá töff föt sem þær geta notað
áfram, á diskótekum og svoleiðis.
Ég er ekki búin að ákveða alveg
hverju ég verð í en það á alla
vega að vera fínn kjóll og ég ætla
að hafa blóm í hárinu. Mér er al-
veg sama þó ég geti ekki notað
kjólinn aftur, maður fermist
bara einu sinni um ævina.
f>að fá margar stelpur rúm í
fermingargjöf og hillur. Sumir fá
græjur eða tölvur. Og nokkrir
fara í utanlandsferð með pabba
sínum og mömmu í staðinn fyrir
að halda veislu. Það finnst mér
sniðugt. En það eru ekki margir
sem spyrja sig virkilega að því
hvort þeir vilji fermast, þetta er
talið svo sjálfsagt. Ég veit um
einn strák sem ætlar ekki að
fermast. Hann segist ekki vera
tilbúinn til þess og presturinn
sagði við okkur að hann myndi
virða hann fyrir að segja að hann
sé ekki tilbúinn til að fermast.“
„Yeit ekki alveg“
„Ég fermist til að staðfesta
skírnina" sagði Haukur Örn
Harðarson án þess að hugsa sig
um þegar BB spurði hann hvers
vegna hann fermdist. En þegar
hann var spurður hvað það
þýddi þá komu vöfflur á strák.
„Ég er ekki alveg viss“ sagði
hann svo. Hann sagðist „soldið"
trúaður og færi stundum með
bænir sem hann hefði lært þegar
hann var yngri. „Ég held að
margir fari með bænir þó þeir
tali ekki um það“ sagði hann.
Hann sagði gjafirnar ekki skipta
máli, hann myndi fermast þó
engar gjafir fylgdu með. „En
það er betra að fá þær“ bætti
hann svo við.
„Ja, ég veit það ekki“ sagði
Steingrímur Rúnar Guðmunds-
son og yppti öxlum þegar hann
var spurður um tilgang ferming-
arinnar. „Er þetta bara ekki
vaninn? Trúaður? Ég fer ekki í