Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.1989, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 12.04.1989, Blaðsíða 13
BÆJARINS BESTA 13 kirkju alveg á hverjum sunnu- degi en ég vil fermast." Hann sagðist ekki fara með bænir og aldrei hafa verið kenndar neinar. En eitthvað þarf maður að kunna til að geta fermst? „Jú, við vorum í kristinfræði þegar við vorum yngri og í ferm- mgarundirbúninginum vorum við með bók sem heitir Ef þú bara vissir" svaraði nann. „Svo var próf um daginn. Ég féll nú eiginlega. Það voru ekki nema 19 af 70 sem náðu. Sumir þurftu að taka prófið aftur en ég svar- aði nokkrum spurningum hjá prestinum og svo á ég að skrifa ritgerð.“ Pað er greinilegt að ungling- arnir taka ferminguna ekki allir jafnhátíðlega og það hefur lík- lega alltaf verið svo. Gjafir og veisluhöld hafa alltaf fylgt og því ekki? Fermingin er kærkomið tilefni fyrir ættingja og vini til að hittast og samgleðjast og á þess- um aldri þurfa unglingarnir ný húsgögn og ýmsa aðra gagnlega hluti. Gleymum því samt ekki að fermingin er staðfesting skírnar- heitsins og út frá því ættu ung- lingarnir að taka sína ákvörðun. Fermingin: Krökkunnm fínnst gaman að stnða prestinn Sr. Magnús Guðmundsson í viðtali um ferminguna KRAKKARNIR hafa I prestana að þau fermist eingöngu sumir skellt því á okkur | vegna gjafanna en ég held að þau segi þetta bara til að stuða okkur“ sagði sr. Magnús Gunn- arsson þegar BB spurði hann að því hvort hann teldi unglingana hugsa mikið um innihald ferm- ingarinnar. „Það er alltaf sport í því að stuða kennarannn en ef maður gengur á þau í einrúmi þá pæla þau nú eitthvað í þessu máli. Það kemur alltaf einhvern tímann að því að þau fara að velta því fyrir sér hvort og hvers vegna þau vilji fermast. Þau vilja kannski ekki viður- kenna það fyrir hverju öðru að þau séu trúuð. Það er eins og þau óttist-að þá megi þau ekki haga sér eins og annað fólk. En það að vera kristinn er líka að vera frjáls og það er ekki endi- lcga mælikvarði á trú manns hversu oft hann fer í kirkju. Stór hópur fer með bænir Stór hópur fermingarbarn- anna fer með bænir enda þótt þau tali ekki um það við félag- anna. A Skírdagskvöld vorum við með samveru með ferming- arbörnum og foreldrum þeirra og þá sá ákveðinn hópur af krökkum um að semja kirkju- *UPPSAtIR * * - í hjarta bæjarins Diskótek föstudagskvöld kl. 23 ■ Diskótek laugardagskvöld kl. 23 Aðgangur ókeypis til kl. 01. 03 ■ 03 J)

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.