Bæjarins besta - 12.04.1989, Blaðsíða 7
BÆJARINS BESTA
7
Yerkfall
Engin kennsla í
menntaskélanum
Áhrifa verkfalls B.H.M.R. gætir víða
OLL kennsla í Menntaskól-
anum á ísafirði hefur legið
niðri síðan verkfall háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna
hófst I síðustu viku. Allir fast-
ráðnir kennarar skólans, tólf að
tölu, eru í Hinu íslenska kenn-
arafélagi og því í verkfalli.
Kennsla í iðnskólanum fellur
einnig niður að miklu leyti en þó
ekki öllu.
Að sögn Björns Teitssonar
skólameistara settu kennarar
nemendum fyrir einhver verk-
efni til að vinna að á meðan á
verkfalli stendur, en standi verk-
fallið lengi verður reynt að bæta
við kennsludögum. Síðasti
kennsludagur samkvæmt skóla-
almanaki er 28. apríl og hefjast
próf þá 2. maí. Gerð próftöflu
var þó frestað þar til verkfalli
lýkur.
Síðast var kennaraverkfall fyr-
ir tveimur árum og stóð þá í um
tvær vikur í mars. Þegar því lauk
var bætt við kennslu með því að
kenna í páskaleyfi en sá mögu-
leiki er ekki fyrir hendi nú.
í Grunnskólanum á ísafirði er
einn kennari í HÍK og því í verk-
falli. Vegna þess fellur niður
kennsla í stærðfræði og eðlis-
fræði í 8. og 9. bekk en samræmd
próf hefjast hjá 9. bekk þann 24.
apríl. Vorpróf eru þó ekki fyrr
en um miðjan maí.
Auk kennara eru einnig í
verkfalli sýslufulltrúarnir tveir á
ísafirði og sagði Pétur Kr. Haf-
stein sýslumaður að rnjög myndi
hægjast á allri þjónustu sýslu-
skrifstofunnar á meðan á verk-
falli stæði.
Þá eru einnig í verkfalli starfs-
maður Hafrannsóknarstofnunar
á ísafirði og annar af tveimur
starfsmönnum Rannsóknar-
stofnunar fiskiðnaðarins, en þeir
eru í Félagi íslenskra náttúru-
fræðinga, sem er eitt aðildarfé-
laga Bandalags háskólamennt-
aðra ríkisstarfsmanna. Síðan er
sálfræðingur á Fræðsluskrifstofu
Vestfjarða í verkfalli.
í Bolungarvík fellur niður
kennsla skólastjórans, sem er fé-
lagi í B.H.M.R., og er það
kennsla í ensku í 8. og 9. bekk.
A sjúkrahúsinu í Bolungarvík
liggur niðri sjúkraþjálfun þar
sem sjúkraþjálfarinn er í verk-
falli, en hann er í 30% stöðu hjá
sjúkrahúsinu.
ARNAR G. HINRIKSSON
Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími 4144
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
ÍSAFJÖRÐUR
Urðarvegur 66. 214 m2 raðhús á tveimur
hæðum.
Sundstræti 25. Þriggja herbergja íbúð á 1.
hæð.
Túngata 13. Tveggja herbergja kjallaraíb-
úð.
Seljalandsvegur 30:175 m2 einbýlishús með innbyggðum bílskúr. 4 svefnherbergi.
Húsið er í góðu standi. Mjög góð greiðslukjör geta boðist.
Sólgata 7. Lítil 3ja herbergja íbúð.
Móholt 8. 140 m2 einbýlishús ásamt
bílskúr. Til greina koma skipti á ódýrari
eign.
Hafraholt 22. Raðhús, um 140 m2 ásamt
bílskúr, 4 svefnherbergi. Laust eftir sam-
komulagi.
Hrannargata 10.3ja herb. íbúð á 1. hæð.
Silfurtorg 1. Fjögurra herb íbúð á 3. hæð
ásamt óinnréttuðu risi.
Strandgata 19a. Lítið einbýlishús fjögurra
herbergja og eldhús. Laust eftir samkomu-
lagi.
Silfurgata 11. Fjögurra herbergja íbúð á 1.
hæð. íbúðin er laus og selst með hagstæð-
um kjörum.
Bakkavegur 27. 2x129 m2 einbýlishús.
Laust eftir samkomulagi.
Sundstræti 29. Tveggja herbergja íbúð á
2. hæð í fjórbýiishúsi.
Stórholt 13. Fjögurra herbergja íbúð á
þriðju hæð ásamt bílskúr.
Sundstræti 27. Þriggja herbergja íbúð á 1.
hæð. Laus.
Sundstræti 35b. Lítið einbýlishús. Selst
ódýrt. Laust fljótlega.
Engjavegur 33. Tveggja herbergja íbúð á
neðri hæð. Laus fljótlega.
Stórholt 11. Fjögurra herbergja íbúð á 2.
hæð ásamt bílskúr. Getur losnað fljótl.
Seljalandsvegur 30. 175 m2 einbýlishús
með innbyggðum bílskúr. 4 svefnherbergi.
Húsið er í góðu standi. Mjög hagstæð
greiðslukjör geta boðist.
Stórholt 13. Þriggja herbergja íbúð á 1.
hæð. Laus eftir samkomulagi.
Sólgata 5. Þriggja herbergja íbúð. Laus
fljótlega.
BOLUNGARVÍK
Ljósaiand 9: Rúmlega 140 m2 einbýlishús
ásamt bílskúr. Laust eftir samkomulagi.
Vitastígur 19. Þriggja herbergja íbúð á
neðri hæð. Laus 1. maí n.k.
Skólastígur 8. Þriggja herbergja íbúð
á jarðhæð, sér inngangur. íbúðin er laus.
Stigahlíð 4. Tveggja herbergja íbúð á
jarðhæð.
Hjallastræti 20. Rúmiega 100 m2 einbýlis-
hús ásamt bílskúr.
Hjallastræti 18.120 m2 einbýlishús ásamt
bílskúr.
Stigahlíð 4. Þriggja herbergja endaíbúð á
3. hæð.
Hafnargata 110. Tæplega 100 m2 álklætt
einbýlishús.
Skólastígur 20. Fimm herbergja íbúð á
tveimurhæðum í parhúsi.