Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.06.1989, Qupperneq 1

Bæjarins besta - 14.06.1989, Qupperneq 1
DAGLEGT FLUG FRÁ REYKJAVÍK TIL VESTFJARÐA FLUGFÉLAGIO ÉRNIR r" ISAFIROI ísafjörður: $0% af ölvunarakstri á fimmtudögum og sunnudögum • • OLVUNARAKSTUR á regluþjónnsagðiísamtalivið ísafirði er svipaður í ár BB að ekki væri hægt að og á sama tíma í fyrra að sögn merkja neina marktæka lögreglunnar á ísafirði. Hins aukningu á ölvunarakstri en vegar hefur hið furðulega hins vegar væri bjórinn far- skeð að ölvunarakstur hefur inn að spila inn í aksturinn, færst af föstudögum og laug- það merktu þeir hjá lögregl- ardögum yfir á fimmtudaga unni. Menn tækju frekar og sunnudaga. Um 80% af sénsinn á að aka undir áhrif- öllum ölvunarakstri er á um á fimmtudögum og þeim dögum. sunnudögum þegar pöbbarn- Jónas Eyjólfsson yfirlög- ir væru opnir. Nú er unnið að lokafrágangi á skipinu. Skipasmíðastöð Marsellíusar hf: Sjósetur nýtt skip fyrir Sandgerðinga Laugardaginn 3. júní síðastliðinn var sjó- sett nýtt skip hjá skipasmíða- stöð Marsellíusar hf. Það var 143 rúmlesta skip, smíðað fyrir Njörð hf., í Sandgerði. Skipið er búið 1000 hestafla aðalvél. Þá er það einnig út- búið fyrir heilfrystingu um borð. Skipið hefur ekki enn hlot- ið nafn sem er mjög óvenju- legt miðað við hvað smíði skipsins er komin langt. Nú er unnið að lokafrá- gangi á skipinu í ísafjarðar- höfn og verður það afhent hinum nýju eigendum í byrj- un ágúst. Skipið verður gert út á togveiðar og snurvoð. Áætlaður kostnaður við skipið fullbúið er um 120 milljónir króna. Fjórir bfla frá Vörubílastöðinni óku á hægri ferð framan við þá sem verkið unnu fyrir Steiniðj- una og töfðu þannig aksturinn. Yörubílstjórar: Töfðu akstur utanfélagsmanna - á möl fyrir Steiniðjuna. Ætla að fá lögbann á verkið VÖRUBÍLSTJÓRAR frá Vörubflastöðinni á ísa- firði gripu til þess á föstudags- morgun að nota bfla sína til að tefja og stöðva í tvo tíma akstur á steypuefni fyrir Steiniðjuna til þess að mót- mæla því að einstaklingur utan félagsins hefði fengið verkið eftir útboð en ekki Vörubílastöðin. Bílstjórarnir óku á hægri ferð á undan þeim sem verkið áttu að vinna og lögðu síðan vörubílunum framan við hauginn og stöðvuðu þannig alla vinnu þar til yfirlögreglu- þjónn kom og fékk þá til að hætta aðgerðunum. Einstaklingur sá sem verk- ið fékk hefur fengið tvo bíl- stjóra sem eru á stöðinni og í félaginu til akstursins en sam- kvæmt lögum mega engir vinna þessi verk nema að hafa leyfi frá stöð. „Við ætlum okkur að stoppa þetta og munum að reyna að fá lögbann á verkið því að þetta er ólöglegt sam- kvæmt því sem lögfræðingur okkar félags í Reykjavík seg- ir“ sagði Ölafur Halldórsson bílstjóri hjá Vörubílastöðinni í samtali við BB. „Maðurinn má bjóða í verkið en ekki aka sjálfur og þess vegna fær hann félaga okkar með sér og fer þannig í kringum lögin. Hér segja lögfræðingar hins vegar við hann að hann megi keyra. „Þessi einstaklingur átti lægra tilboðið og munaði um 5 krónur á rúmmetra þannig að ég gekk að því og þá komu engar athugasemdir fram frá Vörubílstjórastöðinni“ sagði Halldór Antonsson fram- kvæmdastjóri Steiniðjunnar í samtali við blaðið. „Bílstjór- arnir hafa nokkuð til síns máls samkvæmt lögunum en' það er eiginlega túlkunarat- riði hvað átt er við í reglu- gerðinni. En það er ekki bannað að bjóða verkið hverjum sem vill og sem verkseljanda skiptir mig ekki máli hvort sá er frá stöð eða ekki.“ Mjög lítið hefur verið að gera í vörubílaakstri í vetur og sumar. Bílstjórarnir færðu bíla sína ekki frá malarhaugunum fyrr en lögreglan kom á staðinn.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.