Bæjarins besta - 14.06.1989, Qupperneq 11
iirri hugmynd um saf'naðarh'í' sem ég hef fært fram og reynt að gera að veruleika.“
tíð viljað leggja mest í þetta
vegna þess að barnastarfið
finnst mér vera það almikil-
vægasta fyrir utan guðsþjón-
ustuverkið sjálft. Það að ná
til barnanna og móta börnin.
Það sem mér þykir vænst
um af öllu því sem ég hef gert
í þessi 12 ár er kirkjuskólinn í
Súðavík og samstarfið við
skólann þar. Og ég finn það
núna eftir þessi ár að ég hef
verið með í því að ala upp
þessi börn. Ég ætla ekki að
segja að þau beri það utan á
sér í framtíðinni, en samt sem
áður; þú kemur ekki að tóm-
um kofunum hjá þessum
krökkum um hegðun í kirkju,
um það að vera frjálsmann-
legur þar og njóta þess og
þau vita það alveg fyrir víst
núna, hvort sem þau gleyma
því síðar, að þau eru undir
nákvæmu eftirliti og gæslu
Guðs almáttugs. Þau þurfa
ekkert að fara í grafgötur
með það og gera það ekki.
Þau stíga ekki eitt fótmál
öðruvísi en hann gæti þeirra.
Og þetta er svo indælt að
vita.“ Og Jakob brosir við.
„Þessi þáttur hefur gengið
alla tíð og kannski væri þetta
núna dottið upp fyrir ef ekki
hefði komið manneskja til
aðstoðar sem er Árný Her-
bertsdóttir. Hún er búin að
vera mér til aðstoðar í nokk-
ur ár og á undan henni Geir-
þrúður Charlésdóttir. Þessar
tvær konur hafa komið til að-
stoðar og þess vegna hefur
þetta gengið. Þá hefur Ingi
E. Jóhannesson einnig reynst
sönn hjálparhella.
Enginn
kom til liðs
Æskulýðsfélag er nokkuð
„Þessar ógöngur sent söfnuðurinn hefur komist í vegna kirkjubyggingarmálsins eru miklu
meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir.“
sem á að taka við af barna-
starfinu og fermingarundir-
búningnum. Því kom ég í
gang en það kostaði það að ég
þurfti að vera úti fleiri fleiri
kvöld í viku til að hugsa um
fundi, nefndir, stjórnina og
halda utan um þetta allt sam-
an. Það lánaðist í þessu félagi
að skapa samfélag vinanna.
Við vorum kannski ekki
alltaf að tala um Biblíusög-
urnar heldur snerist þetta
fremur um inntakið í kristnu
samfélagi: vináttu, gagn-
kvæmán kærleika og ábyrgð
á sjálföm sér gagnvart lífinu.
Undir slíkum kringumstæð-
um er hægt að gera svo margt
saman sem skiptir kannski
ekki höfuðmáli hvað er með-
an það er jákvætt og upp-
byggjandi, styrkir samfé-
lagið og hristir saman hóp
sem þekkir tengsli sín við
Guð og kirkjuna. Þetta félag
gekk alveg fram til 1984 en
þá komu upp erfiðleikar í fé-
laginu og ég réð bara ekki við
þá einsamall. Iðulega þurfti
að halda svo utan um þessa