Bæjarins besta - 14.06.1989, Blaðsíða 12
12
BÆJARINS BESTA
★ * SJALLINN: * *
krakka sem einstaklinga í
bókstaflegri merkingu þeirra
orða. Stundum vakti maður
langt fram á nætur með þau
grátandi í fanginu. Þau höfðu
þá einhvern til að Ieita til en
þetta getur maður ekki gert
með öllu öðru til lengdar. En
þarna kom enginn til liðs.
Ég vonaðist til að krakk-
arnir sem byrjuðu í félaginu
myndu gerast leiðtogar síðar
en það voru einmitt duglegu
krakkarnir sem fóru burtu af
staðnum. Ég sé alveg óskap-
lega mikið eftir þessu félagi
og þykir mjög leiðinlegt
hvernig fór. Mér finnst æsku-
lýðsfélag vera eins konar
„eftirmeðferð" barna- og
fermingarstarfanna sem gerir
fólk að játandi einstakling-
um.
Einhverjir
verða að bera
uppi merkið
Ég kalla þorra safnaðarins
kristið fólk, þ.e. það fólk sem
játar því í orði eða dáð að
það sé kristið. En fólk sem er
reiðubúið til að ganga fram
fyrir skjöldu sem kristnar
manneskjur mætti svo sann-
arlega vera fleira. Þetta álít
ég að sé nauðsynlegur þáttur
í safnaðarstarfinu til þess að
gera fólk játendur.
Til er fólk sem talar oft og
iðulega um virka játendur á
neikvæðan hátt, það talar um
ofstækisfólk, ofsatrúarfólk og
hræsnara en það er allsendis
óréttmætt því söfnuðurinn
hefur þörf fyrir það eins og
hver annar félagsskapur að
einhverjir séu reiðubúnir til
að ganga fram fyrir skjöldu
og bera uppi merkið.
Þegar ég lít á ferm-
ingarundirbúninginn þá er
það saga af gleði því ég á
yndislegar endurminningar af
fermingarfræðslustundunum
með krökkunum. Þau þurfal
mikið að spyrja og spekúlera.
Ferðir með þeim hafa verið
ánægjulegar, að ég tali nú
ekki um margar guðsþjónust-
ur sem við höfum undirbúið
sameiginlega og auðvitað
fermingarathöfnin sjálf.
Prímadonnu-
komplexar
Ég kemst hreinlega í það
sem menn kalla „exstasis“
við fermingarnar!“ Jakob
hlær við og heldur áfram:
„Það er svo ótrúleg sjálfsupp-
fylling að gegna prestsþjón-
ustu í kirkju undir slíkum
kringumstæðum. Þú ert svo
áberandi þarfur einstaklingur
vegna þess að þú ert sá sem
lætur þessa athöfn ganga fyrir
sig og ert í aðalhlutverkinu.
Ég er viss um það að megnið
af prestum gengur með
prímadonnukomplexa við
þessar aðstæður. Þetta verð-
ur þeim mun magnaðra fyrir
það að maður er að gegna
trúarlegri köllun. Maður er
að ganga erinda himinsins
um leið og maður er að þess-
um „exhibisionisma“!“ Og nú
skellihlær presturinn.
„Ég hef mikið verið að
reyna byggja upp starf með
foreldrum fermingarbarna og
barna í barnastarfinu. Og ég
get svo sem vel sagt að það sé
klaufaskapur í kirkjunni í
heild og mér sem kirkjunnar
þjóni að ná ekki upp þessu
samstarfi. Ég held að foreldr-
arnir hafi í raun vilja til þess
en þau skortir allar forsend-
ur, allar fyrirmyndir. Það
stendur upp á okkur að segja
frá því hvernig þetta er hægt,
höfum kannski ekki fundið
það út til fullnustu.“
Söfnuðurinn var
óheiðarlegur
Kirkjubyggingarmálið er nú
Stúdentinn Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Fjölskyldumynd frá árinu 1980: Jakob ásamt eiginkonu sinni Auði Daníelsdóttur og þremur
sonum þeirra. Á milli hjónanna er Þórir, til vinstri er Óskar og hægra megin er Daníel.
Myndin er tekin á fermingardegi Þóris.
Föstudagskvöld:
Diskótek frá kl.23 til 03.
Aldurstakmark 18 ár.
Laugardagsk völd:
Hið frábæra
Bítlavinafélag
skemmtir
frákl. 23 til 03.
Aldurstakmark
18 ár.
komið í allt annan farveg enþú
hefðir óskað þér, hvert er þitt
álit áþví máli nú?
„Þessar ógöngur sem söfn-
uðurinn hefur komist í út af
kirkjubyggingarmálinu hafa
verið miklar og miklu meiri
en fólk gerir sér almennt
grein fyrir.“
Komit þessi sterku viðbrögð
fólks þér í vetur á óvart?
„Það sem gerðist í vetur
leið kom gersamlega flatt
upp á mig. Mér finnst að
söfnuðurinn hafi verið óheið-
arlegur við sóknarnefndina,
prestinn og skipanina sem
safnaðarstarfinu er sett í til-
tölulega nýlegum lögum.“
Jakob þagnar um stund og
leitar að réttu orðunum. Síð-
an heldur hann áfram og tal-
ar hægt og með þunga: „Jafn-
framt er söfnuðurinn
óheiðarlegur gagnvart tilfinn-
ingum sjálfs síns. Vegna þess
að ef að þessar tilfinningar
gagnvart kirkjustaðnum og
gömlu kirkjunni eru sannar
þá bar fólki skylda til að
koma fram og segja til. Það
er ekki hægt að segja að
sóknarnefnd og prestur hafi
lokað þessi mál inni hjá sér.
Það má segja sitthvað um
meðferð okkar á þessum
málum því að það hefði ef-
laust verið hægt að fara að
þessu á ýmsan annan hátt en
ekki að við höfum haldið
þessu hjá okkur því við birt-
um hverja einustu
bréfsnuddu sem að til okkar
kom og frá okkur fór.
Visst form
af múgæsingu
Ég horfi því á það sem
gerðist síðastliðinn vetur sem
visst form af múgæsingu.
Elún hefur fært þetta mál í
þær skorður núna sem ég öf-
unda engan af að hrinda því
fram úr.
Ég vil þó líka segja það að
ég met það að þeir sem hafa
verið í forystu fyrir þessarri
hreyfingu til verndar gömlu
kirkjunni og svæðinu framan
við sjúkrahúsið hlupu ekki frá
ábyrgðinni. Ég held ekki að
þetta fólk hafi hugsað það í
upphafi að það myndi lenda í
forystu fyrir söfnuðinum en
þegar svona fór og það stóð
upp á það þá varð ekki skorast
undan. Það var kjörið í sókn-
arnefnd og ég hef trú á að það
eigi eftir að reynast vel og axla
ábyrgðina.
En málið sjálft er bara svo
flókið ennþá að það er mikið
verk að finna leiðir út úr því
og framkvæma þær. Ég held
að það væri mjög úr takti að
bíða eftir nýjum presti til að
leysa það mál því það var
komið í þennan farveg án
hjálpar prests og einmitt að