Bæjarins besta - 14.06.1989, Blaðsíða 17
BÆJARINS BESTA
17
Nýja gistiheimilið.
ísafjörður:
Yerð í samvinnu
við hótelið
- en ekki samkeppni segir Áslaug
Jensdóttir eigandi nýs gistiheimilis
á ísafirði
Á ísafirði, eins og öðrum
X^kaupstöðum landsins.
er sífellt lagt meira upp úr
þjónustu við ferðamenn, inn-
íenda sem erlenda. Hingað til
hefur verið hægt að fá tvenns
lags gistingu yfir sumartím-
ann á ísafirði. Annars vegar
hótelgistingu og hins vegar
svefnpokapláss á Edduhótel-
inu, á heimavist Menntaskól-
ans. Ferðamenn hafa oft
kvartað yfir því að ekki skuli
vera til millistig þarna á milli.
Nú hefur ungt par; Áslaug
Jensdóttir og Magnús Al-
freðsson, hins vegar tekið sig
til og innréttað gistiheimili
með fjórum herbergjum í
húsi sínu við Austurveg 7.
Blaðamaður BB hafði sam-
band við Áslaugu til að for-
vitnast nánar um málið.
Áslaug kvað hugmyndina
hafa vaknað, þegar þau hjón-
in fóru að leigja út herbergi
með sameiginlegri eldunar-
aðstöðu, og í ljós kom að eft-
irspurn var mikil og manna-
skipti ör. En til þess að gera
herbergin fullnægjandi sem
gistipláss, þurfti að setja
handlaug í hvert þeirra, og
bæta eldvarnir. J>á þurfti að
sjálfsögðu að búa þau hús-
gögnum. Pau hjónin hafa
starfað að þessu í vetur, og er
ætlunin að hefja reksturinn
nú í sumar.
í herbergjunum verða upp-
ábúin rúm, en möguleiki
verður trúlega á að fá svefn-
pokapláss. Fólki verður gef-
inn kostur á að sjá alveg um
sína eldamennsku í stóru og
góðu eldhúsi sem þarna er.
Hins vegar verður væntan-
lega boðið upp á tilbúinn
morgunmat fyrir þá sem þess
óska.
Enda þótt um sé að ræða
svipaða þjónustu og hótelið
veitir, bara með einfaldara
sniði, segist Áslaug ekki ætla
að verða í einhverri sam-
keppni við það. Hún vill
frekar eiga gott samstarf við
hótelið, og hefur nú þegar
leitað ráða hjá þeim um ým-
islegt.
Með þessu framtaki þeirra
hjóna eru þau í raun að slá
margar flugur í einu höggi.
Parna voru þau með ónýtt
húspláss, þetta vantaði í bæ-
inn, og Áslaug hefur verið at-
vinnulaus undanfarið.
Verð á næturgistingu verð-
ur trúlega um f850 krónur
fyrir eins manns herbergi og
2850 krónur fyrir tveggja
manna. Pað skal þó tekið
fram að hér er ekki um á-
kveðnar tölur að ræða.
En verður gistiheimilið rek-
ið allan ársins hring?
„Mér hefur verið sagt að
það gæti borgað sig, en ég
ætla að sjá til hvernig gengur
í sumar, og taka svo ákvörð-
un um það“ sagði Áslaug að
lokum.
SÆLKERAR ATHUGIÐ!
Ostakökur eru lygilega lystugar og stelpumar frá
Osta- og smjörsölunni verða með meiriháttar
ostakökukynningu á föstudaginn, 16. júní, frá
kl. 1000 til 1230.
...Og að sjálfsögðu verðumvið
með ferska og framandi ávexti til
að gera kökumar ennþá lystugri,
svo sem jarðarber, bláber, ferskjur,
plómur, kirsuber, ananas o.fl. o.fl.
ATH!
Lokað á laugardaginn
17. júní, annars opiðá
laugardögum í sumar.
BJORNSBUÐ
SÍMI3032
★ * KRUSIN: * * *★
Fimmtudagsk völd:
Pöbbinnopinnkl. 20 — 01.
Gummi og Halli skemmta.
Föstudagsk völd:
Diskótekkl. 23-03.
Aðgangur ókeypis
til miðnættis.
Aldurstakmark 18 ár.
Laugardagskvöld:
Hljómsveitin
skemmtir ásamt Rúnari
Þór sem í dag á eitt vin-
sælasta lagið á landinu,
„Brotnar myndir“. Opið
kl. 23 -03. Aldurstakmark
18 ár.
Sunnudagsk völd:
Rúnar Þór skemmtir
frákl. 20 til 01.