Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2020, Page 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2020 Greint var frá því í upphafi vik-unnar að greinst hefðu sexinnanlandssmit af kór- ónuveirunni á aðeins fjórum dögum, svo að ýmsir óttuðust að önnur bylgja heimsfaraldursins kynni að vera farin að láta á sér kræla. Heilbrigðisyfir- völd settu sig í stellingar ef ástæða væri til þess að herða sóttvarnir aft- ur. Nokkrar áhyggjur hafa verið af út- breiðslu kórónuveirunnar á íþrótta- mótum og öðrum mannfagnaði, en á Rey Cup, fótboltamóti ungmenna sem lauk á sunnudag, kom upp smit og á þriðja tug keppenda fór í sóttkví. Það var þó ekki eini heilbrigðisvand- inn þar, því 26 keppendur þurftu að leita á bráðamóttöku vegna meiðsla, þar af 15 með beinbrot. Sagðar voru af því fréttir að sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeff- rey Ross Gunter, hefði svo miklar áhyggjur af öryggi sínu hér á landi að hann hefði óskað eftir leyfi til þess að bera skammbyssu innan klæða og vildi fá bryndreka til þess að fara ferða sinna. Flestum Íslendingum, sem eru í senn vopnlaus þjóð og í fremstu röð þegar litið er til fjölda skotvopna miðað við höfðatölu í heim- inum, fannst þetta allt frekar ein- kennilegt. Fréttastofa CBS í Banda- ríkjunum skóf ekki utan af því og sagði sendiherrann haldinn vænisýki.    Veiran hélt áfram að grafa um sig og á mánudag var sagt frá því að 21 hefði greinst með virk smit. Fram kom að tvö ný afbrigði veirunnar hefðu greinst hér á landi. Deilur Rio Tinto og Landsvirkj- unar kraumuðu áfram, en álmenn sögðu að rafmagnsmenn hefðu ekki staðið við stóru orðin um afslátt vegna heimsfaraldursins, sem raf- magnsmenn báru aftur á móti. Svo var enn deilt um verð, en Rio Tinto telur framtíð álversins í Straumsvík miklum vafa undirorpna nema rekstrarskilyrði batni. Landsvirkjun sagði að það væri undir Rio Tinto komið að aflétta trúnaði um orku- samning þeirra ef félagið vildi þrasa um orkuverð á opinberum vettvangi, en Rio Tinto vill það ekki nema allir orkusamningar til stóriðju séu gerðir opinberir þannig að almenningur hafi samanburð. Flugfreyjur samþykktu kjara- samning við Icelandair eftir að hafa kolfellt nánast sama samning nokkr- um vikum fyrr, en þá hafði flugfélagið brugðist við með því að segja öllum flugfreyjum upp. Guðlaug Líney Jó- hannesdóttir, formaður Flugfreyju- félagsins, sagði stjórnendur Ice- landair eiga mikið verk fyrir höndum við að byggja upp traust flugfreyja á ný, sem þá bætist við himinháan stabba verkefna við endurreisn flug- félagsins.    Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair Group, hafði einmitt í nógu öðru að snúast, en hann sagði þess freistað að ljúka samningum við 15 helstu lánardrottna flugfélagsins í vikunni. Tekist hefði að lappa upp á samkeppnishæfni félagsins með kjarasamningum og endurskipulagn- ingu, en eins hefði hnignun íslensku krónunnar undanfarnar vikur verið kærkomin, enda megnið af útgjöld- unum í krónum en tekjunum í er- lendri mynt. Efnahagsörðugleika gætti þó víðar. Talning Öryggiseftirlitsins á byggingarkrönum í notkun staðfesti grun margra um að mikill sam- dráttur væri í byggingariðnaði, enda hafði hagkerfið hægt töluvert á sér áður en kórónuveiran kom til. Fyrir tveimur árum skoðaði eftirlitið 385 byggingarkrana en fann aðeins 161 á þessu. Leikarinn og skemmtikrafturinn ástsæli, Gísli Rúnar Jónsson, lést, 67 ára að aldri.    Smitum fjölgaði enn og á miðvikudag kvaðst landlæknir vilja herða sótt- varnareglur á ný. Sömuleiðis jókst áhugi almennings á sýnatöku, ýmsum viðburðum verslunarmannahelgar var aflýst og ótti við aðra bylgju far- aldursins gerði vart við sig. Það blandaðist vitaskuld fréttum utan úr heimi af verulegri aukningu smita í sumum löndum, sem aftur hafði m.a. þau áhrif að mjög tók að draga úr áhuga og bókunum Íslendinga á ferð- um suður á sólarstrendur. Að venju hefur dregið úr stjórn- málaáhuga yfir hásumarið, sem end- urspeglaðist í könnun MMR á fylgi flokka. Það hreyfðist sáralítið frá síð- ustu könnun, mest innan skekkju- marka. Þar var helst að frétta að Pí- ratar sigldu fram úr Vinstri grænum með 15% og Sósíalistaflokkurinn fór upp í 5%, sem hlýtur að teljast mikill sigur innipúka.    Ríkisstjórnin kynnti nýjar sótt- varnaaðgerðir á fimmtudag, en þá voru einmitt sex mánuðir frá því að COVID-19 kom fyrst fram í Kína. Síðan hafa tugmilljónir smitast um heim allan og a.m.k. 661.000 manns liggja í valnum. Frá hádegi á föstudag máttu ekki fleiri en 100 manns koma saman, fólki var gert skylt að bera andlitsgrímur í almenningssamgöngum, en líkams- ræktarstöðvar, skemmtistaðir og aðrir ámóta staðir voru beðnir um að loka eða að tryggja að sameiginlegir snertifletir væru sótthreinsaðir. Þetta voru mestu takmarkanir heimsfaraldursins í tvo mánuði. Sama dag kom fram að 39 hefðu verið greindir með virk smit og meira en 200 manns í sóttkví. Viðbrögðin við þessari tilkynningu voru með ýmsum hætti, en þannig voru andlitsgrímur rifnar út þar sem þær voru á annað borð á boðstólum og vísbendingar um að markaðurinn hefði brugðist við þessum vanda við úthlutun takmarkaðra gæða með hefðbundnum hætti, umsvifalausum og miklum verðhækkunum. Almennt mæltust ráðstafirnar vel fyrir en þó brá mörgum við að þær kæmu fram í aðdraganda versl- unarmannahelgar, sem löng hefð er fyrir að Íslendingar noti til þess að koma saman í þúsundatali, syngja við raust og spritta sig. Ekki síst átti það þó við um skipuleggjendur, starfsfólk og listamenn útihátíða, en þar var vertíðinni aflýst með nokkurra daga fyrirvara. Vestmannaeyingar voru sennilega vonsviknastir af þeim völd- um, enda á íþróttalíf í Eyjum mjög undir hagnaði af Þjóðhátíð í Herjólfs- dal, sem blásin var af vegna fjöldatak- markana um liðna helgi. Fyrst og síðast var þó ferðaþjón- ustan í öngum sínum, enda hafði ferðamönnum smám saman tekið að fjölga aftur undanfarnar vikur. Við blasir að takmarkanirnar setji stórt strik í reikninga um framhaldið. Skarphéðinn Steinarsson ferða- málastjóri vildi þó engu slá föstu og sagði af nokkurri bjartsýni að minni líkur væru nú á að spár um aukið ferðamannastreymi til landsins rætt- ust. Í sama mund kom fram að ekki væri gert ráð fyrir uppsveiflu í ferða- þjónustu fyrr en árið 2023 og ekki ósennilegt að til fjöldagjaldþrota kæmi í greininni. Á móti kemur þó að áhugi Íslend- inga á ferðum innanlands hefur snar- aukist, þar á meðal á hálendinu. Svo mjög raunar að vísa hefur þurft fólki frá tjaldstæðum sakir fjölda fremur en óspekta. Það segir og sína sögu að af gistinóttum hótela í júnímánuði áttu innlendir ferðamenn 86%. Það var þó ekki veruleg bót í máli þegar horft er til þess að seldar gistinætur voru 72% færri en í fyrra. Örnefnarannsókn í Árnastofnun leiddi í ljós að hátt í 300 örnefni í land- inu tengist þrætum eyjarskeggja fyrr á öldum. Þar ræðir þó einvörðungu um þau örnefni sem fela í sér orðhlut- ann þrætu-. Eins og lesa hefur mátt í fjölmiðlum undanfarna daga eru ná- grannaþrætur síður en svo liðin tíð frá því Njáll var og hét. Forseti Íslands aflýsti og lítilli mót- töku, sem halda átti að Bessastöðum í tilefni innsetningar hans í embætti á laugardag. Á sama tíma var kollega hans í Bandaríkjunum einmitt að huga að embætti sínu og sló fram þeirri hug- mynd að fresta forsetakosningunum þar í landi, sem fara eiga fram í nóvember, þar til búið væri að út- rýma veirunni. Óhætt er að segja að þeirri hugmynd hafi verið fálega tekið. Daginn eftir tilkynntu kínversk stjórnvöld að réttast væri að bíða með kosningar í Hong Kong um óákveðinn tíma.    Árleg kertafleyting til þess að minn- ast fórnarlamba kjarnorkuárásar- innar á Hiroshima hinn 6. ágúst var flutt af Tjörninni á netið. Smitum hélt áfram að fjölga og voru 50 manns í einangrun og 287 í sóttkví. Plágan lætur aftur á sér kræla Stjórnvöld kynntu nýjar sóttvarnaaðgerðir á fimmtudag vegna skyndilegrar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg 26.7. - 1.8. Andrés Magnússon andres@mbl.is Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.